Dagur - 24.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. febrúar 1986
wmm
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.________________________
Lýðskmm
Þungt hljóð hefur verið í bændum síðustu
vikurnar vegna þeirra aðgerða sem gripið
var til við stjórnun mjólkurframleiðslunnar.
Bændur standa frammi fyrir því að þurfa að
draga stórlega úr mjólkurframleiðslunni og
það strax. Útreikningur á framleiðslukvóta
hvers og eins var seint á ferðinni og að-
lögunartími því skammur. Samdrátturinn
kemur til framkvæmda á þessu verðlags-
ári. Þetta hefur verið gagnrýnt úr öllum
áttum síðustu vikurnar. Bændur hafa fund-
að um málið, lærðar greinar hafa birst í
blöðum og umræður á Alþingi verið með
líflegasta móti. Gagnrýnin hefur einkum
beinst að Jóni Helgasyni landbúnaðarráð-
herra.
Allir þeir sem fylgst hafa með landbún-
aðarmálum seinustu árin gera sér grein
fyrir að gagnrýnin á landbúnaðarráðherra
er ómakleg. Þörfin á að taka upp fram-
leiðslustjórnun í landbúnaði hefur verið
fyrir hendi í mörg ár. Hins vegar hefur
menn skort kjark til að taka á vandanum
enda viðbúið að aðhaldsaðgerðir mæltust
illa fyrir. Jón Helgason tók að sér að fram-
kvæma það sem forverar hans í ráðherra-
stóli létu hjá líða að koma í verk. Hann
gerði það í fullu samráði við Stéttarsam-
band bænda í þeirri von að reglurnar yrðu
eins sanngjarnar og framast væri kostur.
M.a. þess vegna var reglugerðin seint á
ferðinni.
Þingmenn hafa verið iðnir við að gagn-
rýna landbúnaðarráðherra fyrir þá ósvífni
að vilja draga úr offramleiðslunni. Gagn-
rýni stjórnarandstöðunnar er skiljanleg.
Hún reynir eðlilega að koma höggi á ríkis-
stjórnina. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa hins vegar ekki látið sitt eftir liggja og
er það í hæsta máta ósvífið, því þeir stóðu
að samþykkt laganna um að draga úr of-
framleiðslunni. En þeir treysta á minnis-
leysi kjósenda og vilja nú draga ráðherra
einan til ábyrgðar. Við borð liggur að Jóni
Helgasyni sé kennt um sjálfa offram-
leiðsluna. Ef þetta er ekki lýðskrum þá er
það fyrirbrigði ekki til.
Framsóknarflokkurinn, með landbúnað-
arráðherra í broddi fylkingar, hefur sýnt að
hann víkur sér ekki undan þeirri skyldu að
taka ábyrga afstöðu. Öllum landsmönnum
er ljóst að á þessu máli þurfti að taka. Til-
raun sjálfstæðismanna til að firra sig
ábyrgð og slá ryki í augu almennings er því
1 hæsta máta ósmekkleg. BB.
_v/ófa/ dagsins.
'W**-*>-
Mynd: KGA
„Góð listaverk eru
aldrei auðskilin“
- segir Daníel Guðjónsson myndlistarmaður, en hann sýnir
verk sín í Alþýðubankanum þessa dagana
„Ég hef alltaf haft áhuga á
mvndlist og hef teiknað mikið í
gegnum árin,“ sagði Daníel
Guðjónsson, en Daníel sýnir
um þessar mundir verk sín í
Alþýðubankanum á Akureyri.
Daníel er fæddur á Akureyri
árið 1958. Skólagangan var
hefðbundin, Oddeyrarskóli,
Gagnfræðaskóli og síðan
Menntaskólinn. Þar stundaði
Daníel nám á eðlisfræðibraut
og þaðan Iá leiðin í byggingar-
verkfræði í Háskólanum. Eftir
tveggja ára nám þar var hon-
um farið að Ieiðast og sagðist
hafa snúið sér að andlegu hlið-
inni og farið í Myndlistaskól-
ann á Akureyri og síðan
Myndlista- og handíðaskólann
í Reykjavík. Þaðan Iauk hann
prófi úr málunardeild í fyrra-
vor.
Við byrjuðum á að spyrja Dan-
íel hvort hann ynni í ákveðnum
stíl?
„Ég get ekki sagt að ég hafi
fundið mér einn ákveðinnm stíl
ennþá, en ég vinn að því. Ég hef
ævinlega verið mikið gefinn fyrir
að gera ýmsar tilraunir og eigin-
lega lít ég enn sem komið er frek-
ar á mig sem mann sem gerir til-
raunir með form og liti en lista-
mann. Enginn kemur fullskapað-
ur úr höfði listagyðjunnar. Ég
reyni að ná fram einhverju sem
hefur listgildi og er jafnframt
persónulegur stíll. Það er mitt
markmið. En ennþá er hægt að
gera mikið betur. Það er ákaflega
gaman að fást við myndlistina,
sérstaklega á þeim stundum er
manni finnst að vel hafi verið
gert. Þá er hægt að fá mikið út úr
myndlistinni.
Einn kennara minna sagði eitt
sinn, að það að vera í listnámi
væri í rauninni erfiðara en að
læra læknisfræði eða verkfræði.
Ég held að það felist svolítill
sannleikur í þessu. Að vera lista-
maður krefst ögunar og mikillar
vinnu og miklir listamenn eru
fáir.“
- Hvað með skólakerfið, er
listakennsla nægileg?
„Nei, hún er allt of lítil finnst
mér. Breytingar á skólakerfinu í
þá átt að auka listakennslu fynd-
ist mér af hinu góða. Það væri
hægt að hugsa sér að einn þriðji
hluti námsins væri listir og hægt
að velja á milli mismunandi list-
forma, myndlistar, tónlistar, leik-
listar og svo framvegis. Það á að
beina kennslunni meira að hinum
skapandi sviðum sem mótvægi
við oft leiðinlegt stagl upp úr
bókum. Ég held að mörg sálræn
og félagsleg vandamál myndu
stórminnka eða jafnvel hverfa
við slíka breytingu. Þetta yrði
mannbætandi og stórfengleg leið
til betra lífs.
Eins má segja að þetta sé góð
leið fyrir þá sem hugsa í krónum
og aurum. Breytingin myndi efla
hugvit á öllum sviðum og með
tímanum bæta alla hönnun. Ein-
faldlega, listnám eflir hugvit og
peningalega séð er það jafngott
og þorskurinn. Það sem mestu
máli skiptir er þó húmanisminn í
þessu. Svona breytingar sem eru
tiltölulega einfaldar í fram-
kvæmd, væru hin sanna bylting í
anda manngæsku og iðnbylting
eða örtölvubylting yrði hjóm eitt
til samanburðar."
- Nú er stundum talað um að
enginn skilji listamenn. Er eitt-
hvað til í því?
„Góð listaverk eru aldrei auð-
skilin. En þó eru þau oftast
skiljanleg eða skynjanleg að vissu
marki. Tónlist t.d. er abstract
form tjáningar og í raun skiptir
hljómfallið eða niðurröðun
þeirra mestu máli um hvort hún
höfðar til okkar. Þetta er eins í
myndlistinni, rytmi lína, forma
og lita skiptir mestu máli. Að ná
harmoníu eða samhljóm í mynd-
ina og þá er fyrst grundvöllur fyr-
ir hvort hún höfðar til áhorfand-
ans og listamannsins. Mér finnst
alltaf jafn fáranlegt að sjá myndir
af grátandi dreng uppi á vegg hjá
fólki og ef það er þetta fólk sem
misskilur listamenn, þá er mér al-
veg sama. Það má samt kannski
segja að einhver yfirborðsleg
harmonía sé í þessum myndum,
en það er svipað og með lélegt
dægurlag. Það kemst á vinsælda-
lista en gleymist og heyrist aldrei
meir. Iðnaðarframleiðsla.
En sem sagt list verður að vera
skiljanleg að vissu marki, og hún
verður að hafa þá töfra að þú
horfir frekar á myndina en gráar
steinvegginn.
Það skiptir miklu máli að gera
einfaldleikann áhugaverðan.
Einföld form eins og hringur,
þríhyrningur og ferhyrningur
geta gefið mikla möguleika í
túlkun. Nútímamaðurinn er að
verða óttalegur ferhýrningur. í
stórborgum sérð þú varla annað
en ferhyrninga og hausinn á okk-
ur er að verða einn slíkur. Listin
er afl gegn stöðnuninni og bein-
ist að því að gera manninn að
manni.“
Við spurðum Daníel að lokum
hvort nægilega vel væri búið að
listamönnum á íslandi.
„Það vita svo sem allir að það
er lítið sem ekkert gert fyrir lista-
menn. Auðvitað verður að skapa
fólki sem sótt hefur menntun á
þessu sviði aðstöðu til að vinna
að list sinni. Fordómar eru enn
við lýði gagnvart listamönnum og
grassera mikið hér á Akureyri.
Margir líta á listamenn sem
afætur á þjóðfélaginu, fólk sem
ekki nennir að vinna. Þetta er
mesta firra og byggir á þekking-
arskorti. Þetta er svona alls
staðar, það má enginn skera sig
úr fjöldanum þá er grunnt á
fordómunum. Fullorðinn maður
má varla sjást hjólandi út á götu,
hvað þá með vasadiskó. Fólk er
stimplað og sett í ákveðna bása
og það má ekki víkja of mikið frá
ákveðnu normi.
Það er eitt af markmiðum list-
arinnar að vinna sig út úr
normunum og ná fram nýjurn
hugsunum.
Hvað Akureyri varðar, þá
mætti koma hér upp menningar-
miðstöð eða lifandi listamiðstöð.
Það verður að bjóða bæði inn-
fæddum og ferðafólki upp á fleira
en rómaða veðursæld, náttúru-
fegurð, Davíðs- og Nonnahús.“
-mþþ