Dagur - 24.02.1986, Blaðsíða 3
24. febrúar 1986 - DAGUR - 3
Skagafjörður:
2 alvarieg umferðar-
slys á föstudag
Á föstudaginn urðu 2 alvarleg
umferðarslys í Skagafírði. Það
fyrra varð um klukkan 14:52
við Bergsstaði á Sauðár-
króksbraut sunnan Sauðár-
króks. Hinn varð klukkan
16:45 14 km austan bæjarins.
Fyrri áreksturinn var með
þeim hætti að fólksbíll keyrði aft-
an á skólabíl, sem var kyrrstæður
og var að hleypa börnum út. Bíl-
stjóri og farþegi í fólksbílnum
slösuðust báðir mikið og var far-
þeginn fluttur í sjúkraflugvél til
Reykjavíkur og er hann í lít's-
hættu. Ökumaðurinn liggur mik-
ið slasaður á Sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki.
Klukkan 17:45 varð bílvelta á
Siglufjarðarvegi austan Sauðár-
króks. Þar var kona á ferð í bíla-
leigubíl sem valt við Narfastaði í
Skagafirði. Endastakkst bílinn á
veginum. Konan hentist út um
framrúðu bílsins og slasaðist
mikið. Liggur konan á Sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki. Mun eng-
inn hinna slösuðu hafa verið í ör-
yggisbelti. gej-
Eigum úrval af svefnpokum frá Caravan
og Gefjun. Bæði dúnpokar og fiber.
SÍMI
(96)21400
AÐALFUNDUR
Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn
í Súlnasal Hótel Sögu,
þriðjudaginn 18. mars 1986,
og hefst kl. 14:00.
---------DAGSKRÁ----------
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tíl sölu er þetta eintak
af
Chevrolet
Pic-up,
árg. ’67
Upp-
lýsingar
í síma
25775.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram
á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega
í hendur stjórnarinnar eigi síðar
en sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa
á skrifstofufélagsins í Reykjavík frá 11. mars.
Reykjavík, 15. febrúar 1986
STJÓRNIN
EIMSKIP
Mynd: gej-
Með 400 tonn úr síðasta
túmum á loðnuvertíðinni
Það var bjart veður, en 12
stiga frost þegar skipverjar á
loðnuskipinu Þórði Jónassyni
voru að taka loðnunótina í
land eftir síðasta loðnutúr ver-
tíðarinnar. Létt var yfir mann-
skapnum þrátt fyrir kuldann,
enda skipið með 400 tonn af
loðnu sem áttu að fara í
Krossanes þegar nótin var
komin frá borði.
Þeir félagar á Þórði voru mjög
ánægðir með vertíðina, enda
búnir að veiða 18200 tonn af
loðnu, þar af 6000 tonn í febrúar,
svo þeir sögðust vera fegnir að fá
nokkurra dag frí eftir törnina.
„Samt eigum við eftir að þrífa
allt, en það er ekki hægt að gera
í svona frosti, svo við bíðum
eftir hlýrra veðri,“ sagði Sölvi
Sölvason einn skipverja. Ekki
verður fríið mjög langt því fljót-
lega verður farið á rækjuveiðar.
Einhvern tíma tekur að undirbúa
þær veiðar. „Við förum nokkra
túra á rækjuna áður en skipið fer
til Noregs,“ sagði Hörður Guð-
mundsson. Um páska á að taka
skipið í mikla klössun. Skipta á
um vél og lengja skipið, svo
Þórður Jónasson EA verður í
hópi stærri loðnuskipanna á
næstu vertíð. gej-
„Veðurstofustjóri
ansar okkur ekki“
Smábátafélagið Vörður á
Húsavík hefur farið þess á leit
við bæjarstjórn Húsavíkur að
hún beiti sér fyrir því við sam-
göngumálaráðherra, að fram-
vegis verði veðurlýsing lesin
frá Grímsey eins og áður var,
eða klukkan 7.00 alla daga.
Þórður Ásgeirsson formaður
Varðar segir að hætt hafi verið að
senda út umrædda veðurlýsingu í
verkfalli opinberra starfsmanna.
Vilborg Sigurðardóttir í Grímsey
hefur séð um þessar veðurathug-
anir í 36 ár. Sagði Þórður að telj-
andi væru þau skipti sem veður-
lýsingin hefði fallið niður á þess-
um tíma. „Ég tel að sú litla kaup-
hækkun sem Vilborg fer fram á
eigi að greiðast og tel jafnframt
að Vilborg eigi að fá fálkaorðuna
að auki fyrir sín störf, því það
hafa margir fengið slíkan heiður
af minna tilefni." Til áréttingar
máli sínu sagði Þórður að dæmi
væru um að 12 vindstig væru
komin í Grímsey þótt logn væri
enn á Húsavík. Því skipti þessi
veðurlýsing sköpum fyrir smá-
bátaeigendur og hefði oft forðað
tjóm á mönnum og bátum.
Þingmenn og ráðherrar virðast
ekki hafa tekið eftir þessu máli
þótt reynt hafi verið að vekja á
því athygli hve mikil nauðsyn
þessi veðurlýsing er fyrir allt
Norðurland. „Veðurstofustjóri
ansaði ekki þessu máli og því
óskum við þess að bæjarstjórn
hjálpi okkur til að fá þessa veður-
Jýsingu aftur.“ IM/gej-