Dagur - 24.02.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 24.02.1986, Blaðsíða 9
24. febrúar 1986 - DAGUR - 9 Bridds í Fljótum og á Siglufirði Nú er lokið 7 umferðum af 9 í Fljótamótinu í bridds, sveita- keppni. Staða efstu sveita fyrir tvær síð- ustu umferðirnar er þessi: 1. Sveit Ásgríms Sigurbjömss. Siglufirði 159 stig 2. Sveit Ólafs Jónssonar Siglufirði 138 stig 3. Sveit Reynis Pálssonar Fljótum 129 stig 4. sveit Haraldar Árnasonar Siglufirði 117 stig Pá stendur yfir Siglufjarðarmót í sveitakeppni. Þar spila lf sveit- ir. Staðan eftir 6 umferðir er þessi: 1. Sveit Valtýs Jónassonar 137 stig 2. Sveit Þorsteins Jóhannssonar 134 stig 3. Sveit Boga Sigurbjömssonar 108 stig 4. Sveit Birgis Bjömssonar 96 stig 5. Sveit Ólafs Jónssonar 94 stig 6. Sveit Níels Friðbjarnarsonar 84 stig Hvemig leysa á vanda öryrkja - sem örðugt eiga um vistun á þeim stofnunum sem til eru Á undanförnum árum hafa orðið miklar umræður um á hvern hátt sé hægt að leysa vandamál þeirra öryrkja, sem eiga sakir andlegrar og líkamlegrar fötlunar aðallega af völdum slysa, örðugt um vist- un á þeim stofnunum, sem fyrir eru. Með skírskotun til þessa hefur ráðuneytið skipað nefnd, sem fengið er það hlutverk að gera úttekt á þessu vandamáli og jafn- framt að gera tillögur til úrbóta með það í huga að reynt verði að leysa málið sem næst heimabyggð en ekki á sérstakri sjúkradeild. Ætlast er til að nefndin skili til- lögum það tímanlega að hægt verði að standa undir kostnaði úr Framkvæmdasjóði fatlaðra samkv. lögum nr. 41/1983, um málefni fatlaðra þegar á næsta ári. í nefndina hafa verið skipaðir: Ingimar Sigurðsson, lögfræðing- ur, formaður; Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri; Haukur Þórðarson, yfirlæknir; Björn Önundarson, tryggingayf- irlæknir og Ásgeir B. Ellertsson, yfirlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. febrúar 1986. □KUMANIMA Mikil- vægt er að menn geri sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem akstri fylgir. Bílar eru sterk- byggðir í samanburði við fólk. Athyglisgáfan verður þvi að vera virk hvort sem ekið er á þjóðvegum eða i þéttbýli. ||UMFERÐAR __fokdreifac r Reglugerðin um framkvæmd nýju útvarpslaganna: Utvarpsréttamefnd veitir leyfi til útvarpsreksturs Loksins hefur menntamálaráðherra gefið út reglugerð um fram- kvæmd nýju útvarpslaganna, sem fela í sér afnám á einkaleyfi Ríkisútvarpsins á útvarps- og sjónvarpssendingum. Ymsir aðilar hafa þegar sótt um leyfl til útvarps- og sjónvarpsreksturs og aðrir eru með slíkar rannsóknir í undirbúningi. Margir hafa áhuga á þessum málum. Þess vegna þykir okkur rétt að birta reglugerðina hér í heild sinni. l-gr. Veita má tímabundin leyfi til útvarps, hljóðvarps eða sjónvarps, fyrir almenning á afmörkuöum svæðum. Leyfi þessi má veita sveitarfélögum. skráðum hlutafélögum skráðum samvinnufélögum, öðrum skráðum félögum með takmarkaðri ábyrgð, skráðum sameignar- félögum, skráðum samlagsfélögum, sjálfseignarstofnunum sem eru undir opinberu eftirliti. Iögráða einstaklingum og öðrum sambærilegum aðilum. Hvorki er heimilt að vcita erlendum aðila leyfi til útvarpsrekstrar, né félagi eða stofnun þar sem eignarhlutdeild erlendra aðila er meiri en 10%. Með útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, er átt viö hvers konar dreifingu dagskrárefnis handa almenningi með rafsegulöldum hvort heldur í tali, tónum eða mvndum. um þráð eða þráðlaust. Útsending sem aðeins nærtil þröngs hóps innan heimilis cða húsakynna fvrirtækis eða stofnunar, svo sem í sjúkrahúsi, gistihúsi. skóla eöa verksmiöju, telst eigi útvarp í skilningi reglugerðar þessarar. ^ Útvarpsréttarnefnd veitir leyfi til útvarps í samræmi við ákvæði reglugcrðar þessarar og fylgist meö því að laga- og reglugerðarákvæðum um útvarpsrekstur samkvæmt tíma- bundnum leyfum og skilmálum slíkra leyfa sé fylgt. Útvarpsréttarnefnd heldur fundi svo oft sem þurfa þykir. Formaöur boðar fundi og stýrir þeim. Skylt er formanni að kveðja til fundar ef tveir nefndarmanna æskja þess Fundur í útvarpsréttarnefnd er lögmætur. ef meirihluti nefndarmanna er viðstaddur. Akvörðun útvarpsréttarnefndar er því aðeins lögrnæt að meirihluti útvarpsréttarnefnd- armanna taki þátt í atkvæðagreiðslu. Um niðurstöður ræður afl atkvæða. Halda skal gerðarbók um fundi útvarpsréttarnefndar. Far skal greina frá þeim málum sem til meðferðar eru á fundum nefndarinnar, niðurstöðum og úrskurðum útvarpsréttar- nefndar svo og öðru því sem miklu þykir skipta. Um vanhæfi einstakra nefndarmanna til meðferðar einstakra mála skulu gilda ákvæöi 36. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. eftir því sem við getur átt. Aður en afgreiddar eru umsóknir um leyfi til útvarps. kærumál skv. 22. gr.. afturköllun •leyfa eða önnur mál er varða einstaka umsækjendur eða rétthafa samkvæmt útvarpsleyfi. ber að veita þeim aðilum er málið varðar kost á að tjá sig um það. munnlega eða skriflega. þ. á m. með liðsinni lögmanns ef því er að skipta. Öllum meiriháttar málum skal ráðið til lykta með úrskuröi. Úrskurður skal vera skriflegur og rökstuddur. Úrskurð skal tilkynna með ábyrgðarbréfi eöa á annan jafn tryggilegan hátt. Útvarpsréttarnefnd ræður sér starfsmann eða starfsmenn eftir því sem með þarf og fjárveitingar leyfa. Menntamálaráöherra ákveður útvarpsréttarnefndarmönnum þóknun. Kostnaður við starfsemi útvarpsréttarnefndar greiðist úr ríkissjóði. 3. gr. Nú óskar einhver að fá leyfi til útvarps og skal hann þá senda umsókn til útvarps- réttarnefndar. í umsókn skal greina: 1. Hvernig fjárhagslegri ábyrgð umsækjanda sé háttað og eignaraðild fyrir komið. 2. Hvort óskað sé leyfis til hljóðvarps. sjónvarps eða hvors tveggja. 3. Hvort útvarpa eigi um þráð eða þráðlaust. 4. Hvert verði heimili og varnarþing útvarpsstöðvar. til hvaða svæðis eða svæða útvarpi er ætlað að ná og hvernig útsendingum verði hagað. 5. Hverjir séu áætlaðir útsendingartímar. 6. Hver sé fyrirhuguð dagskrárstefna. m. a. hvert sé í megindráttum áætlað hlutfall tónlistar og talaðs máls, svo og hlutur fræðslu-. menningar-, frétta- og skemmtiefnis í dagskrá. 7. Hvcrnig áætlað sé að afla tekna til útvarpsrekstrar. 8. Hvort annarra tilskilinna leyfa hafi verið aflað. sbr. t. d. 15. gr. og 17. gr. 9. Hvenær útvarp eigi að hefjast ef leyfi fæst. 10. Hvert verði auökenni eða kallmerki viðkomandi útvarpsstöðvar. 11. Til hve langs tíma leyfis sé óskað. 4. gr. Útvarpsréttarnefnd skal. áður en afstaða er tekin til umsóknar um leyfi til útvarps. leita umsagnar Póst- og símamálastofnunarinnar um þau atriði umsóknarinnar er greinir í 4. og 5. lið 3. gr. Að fenginni þeirri umsögn ákveður útvarpsréttarnefnd hvort leyfi til útvarps skuli veitt. Ákvarðanir nefndarinnar þar að lútandi eru endanlegar. Nú er leyfi veitt og skal þá m. a. tekiö fram í skilmálum levfisins hver sé handhafi útvarpsleyfis, hvort um sé að ræða leyfi til hljóðvarps eða sjónvarps. hvort útvarpað verði um þráð eða þráðlaust, við hvaða svæði og útsendingartíma leyfi afmarkist. hversu lengi leyfi gildi. hvert vera skuli auðkenni eða kallmerki útvarpsstöðvar. og hvert sé leyfisgjald. í leyfisskilmálum skal ennfremur tekið fram að leyfið sé háð ákvæðum útvarpslaga. ákvæðum reglugerðar þessarar og eftir því sem við á ákvæðum annarra reglugerða sem settar verði á grundvelli útvarpslaga. Pá skal leyfi bundið því skilyrði aö aflað verði heimildar rétthafa samkvæmt höfundalögum að því er dagskrárefni varðar. Nú óskar handhafi útvarpsleyfis að breyting sé gerð á skilmálum levfisins og skal hann þá sækja um það til útvarpsréttarnefndar. Póst- og símamálastofnunin gefur út leyfisbréf handa þeim aðilum sem fengið hafa lögmætt leyti til útvarps. í leyfisbréfi skal kveðið á um tæknilega eiginleika í samræmi við settar reglur og alþjóðasamþykktir. svo sem um tíðni og útgeislað afl. Eingöngu má útvarpa á metra- og desimetrabylgju. Pó er heimilt í undantekningartilvikum að veita heimild til að útvarpa á miöbylgjum þar sem landfræðilegar aðstæður torvelda útsendingar á metra- og desimetrabyglju. 5. gr. Levti til hljóðvarps skal veitt til 3ja ára þegar það er veitt aðila í fyrsta sinn. en et'tir það til 5 ára í senn. Levfi til sjónvarpsskal í fyrsta sinn veitt til 5 ára. en eftir það til 7 ára í senn. Veita má leyfi til skemmri tíma, sé um það sótt. Levfi til útvarps veröa ekki íramseld. Hafi hundhafi útvarpslevfis ekki hafið útvarp innan 8 mánaða frá dagsetningu leyfis útvarpsréttarnefndar fellur leyfið sjálfkrafa niður. Sé útvarpsrekstri hætt og eigi hafinn á n\ innan 4 mánaða tclst leyfi til útvarpsrekstrar sjálfkrafa niður fallið. Óski handhafi útvarpsleyfis eftir endurnvjun leyfis skal hann sækja um það til útvarpsréttarnefndar og skal slík umsókn hafa borist útvarpsréttarnefnd a. m. k. einum mánuði áður en gildistími leyfis rennur út. Útvarpsréttarnefnd skal leita umsagnar Post- og símamálastofnunar áður en afstaða er tekin til endurnýjunar leyfis. Ef ástæða þykir til getur útvarpsréttarnefnd breytt skilmálum við cndurnýjun útvarpsleyfis. Útvarpsréttarnefnd ákveður leyfisgjald. sem handhafa útvarpsleyfis ber að greiða þegar leyfi til útvarps er veitt eða endurnýjað. Leyfisgjald sem rennur í ríkissjoð skal ákveða sérstaklega fyrir hljóðvarp annars vegar og sjónvarp hins vegar en skal í hvoru tilviki fyrir sig vera hið sama fyrir alla. Leyfisgjald skal endurskoða árlega með tilliti til verðlagsbrevtinga. Pegar leyfi til útvarps er veitt til skemmri tíma en greinir í 1. mgr. 5. gr. skal ákvarða leyfisgjald sérstaklega mcð hliðsjón af markmiðum með útvarpi og gildistíma leyfis. 6. gr. Útvarpsstöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun og efla islenska tungu. Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi. skal jafnan fvlgja íslenskt tal eða neöanmálstexti á íslensku. eftir því sem við á hverju sinni. Pað skal þó ekki eiga við. þegar i hlut ciga erlendir söngtextar eða þegar dreift er viöstööulaust um gervihnött og móttökuslöö fréttum eða dagskrárefni. er sýnir atburði. sem gerast í sömu andrá. 1 síðastgremdu tiKiki skal að jafnaöi fylgja kynning eða endursögn þular. Allt íslenskt tal og texti í útvarpi skal vera á lytalausu máli. 7. gr. Útvarpsstöðvar skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Peim ber aö virða tjáningarfrelsi og gæta þess við umfjöllun umdeildra mála að Iram komi i dagskrá rök fyrir mismunandi stefnum og skoöunum. 8. gr. Áöur en útvarpsstöð tekur til starfa skulu íyrirsvarsmenn hennar tilkynna útvarpsréttar- ncfnd hver sé útvarpsstjóri er beri ábyrgð á útvarpsefni samkvæmt 19.-21. gr. Breyting i þeim efnum skal og tilkynnt útvarpsréttarnefnd. 9. gr. Útvarpsstöðvar, er leyfi fá til útvarps, skulu fyrir lok hvers árs gera útvarpsréttarnefnd skriflega grein fyrir því hvort í ráöi séu breytingar á þeirri dagskrárstefnu sem áður hetur verið fylgt. 10. gr. Rekstri, bókhaldi og fjárreiöum útvarpsstöðvar skal haldið aðgreindum frá öðrum rekstri og fjárreiöum handhafa útvarpsleyfis. Útvarpsréttárnefnd getur krafist upplýsinga úr bókhaldi og reikningum útvarpsstöðvar ef þess er talin þörf við úrlausn þess hvort laga- eða reglugerðarákvæði eða leyfisskilmálar hafa veriö brotin. Skal sérstakur trúnaðarmaöur nefndarinnar annast öflun og könnun slíkra gagna í umboði nefndarinnar. Nefndarmenn. starfsmenn og trúnaðarmenn nefndarinnar skulu bundnir þagnarskyldu um allt það sem Ieynt á að fara. 11. gr. Skylt er útvarpsstöðvum að lesa tilkynningar frá almannavörnum. löggæslu. sKsavarn- arfélögum eða hjálparsveitum. Gera skal hlé á dagskrá el brýna nauðsyn ber til og almannaheill krelst. 12. gr. Útvarpsstöðvar bera ábyrgð á því efni. sem þær senda út, í samræmi við lög um vernd barna og ungmenna, lög um bann viö ofbeldiskvikmyndum, hegningarlög eða önnur lög sem við eiga. 13. gr' Skipulagning og mótun dagskrár og ákvarðanir um útvarp einstakra dagskrárliöa skulu vera í höndum stjórnenda útvarpsstöðvar. Sá sem leyfi hefur til útvarpsrekstrar skal sjálfur bera kostnað af öllum fjárfestingum. rekstri og dagskrá útvarpsstöðvar. Heimilt cr þó að kostnaður við gerð eða öflun einstakra dagskrárliða sé borinn af öðrum aðilum. en þá skal þess getið sérstaklega í kynningu við upphaf og lok dagskrárliðar. 14. gr. Útvarpsstöðvum er heimilt að afla tekna með auglýsingum, aínotagjaldi eða sérstöku gjaldi vegna útsendingar fræðslu- og skýringarefnis sem áskilja má úr hendi þess sem óskar útvarps á slíku efni. Gjaldskrár fyrir auglýsingar skulu háðar samþykki útvarpsréttarncfnd- ar. Um auglýsingar í útvarpi skal að ööru leyti fara samkvæmt sérstakri reglugerð. 15. gr. Leyfi til útvarps um þráð er háð þvi að sveitarstjórnir heimili lagningu þráðar um lönd í sveitarfélaginu. Lagning og not þráðar í því skyni eingöngu að dreifa viðstöðulaust útvarpsetni óbreyttu skal fullnægja reglum sem samgönguráðuneytið setur um gerð og notkun slíkra kerta og eftirlit með þeim. Notkun slíkra kerfa skal háð leyfi Póst- og símamálastotnunar. 16. gr. Sé móttaka í útvarpi um þráð bundin við íbúðasamsteypu. 36 íbúðir cða færri. sem eru innan samfellds svæðis er útvarpsrekstur undanþeginn skilyrðum 6. gr.. 9. gr.. 13. gr. og 22. gr. reglugerðar þessarar. Útvarpsstöð. sem einungis dreifir efni sem móttekið er um gervihnött er undanþegin 13. gr. reglugerðar þessarar. 17. gr. Móttaka eða sending útvarpsefnis um gervihnött milli fastra stöðva er háð samningi sendanda og móttakanda og samþykki Póst- og símamálastofnunar. Oðrum aðilum er óheimil móttaka slíkra sendinga. Dreifing þráðlaust eða um þráö á dagskrá. sem komin er til móttókustöövar um gervihnött. er óheimil. nema með samningi \ ið \ iðkomandi útvarpsstöð. er dagskrána sendi. og með samþykki Póst- og símumálastofnunar. 18. gr. Útvarpsstöð er heimilt að reisu séndistöð og endurvarpsstöð: eiga og reka senditæki. viðtæki og önnur slík tæki sem etu sérstaklega tramleidd fyrir út\arpssendingar. enda fullnægi tækin reglum sem Póst- og símamálastofnunin setur um öldutíðni. útgeislun og fleira í samræmi við settar reglur og alþjóðasamþykktir varðandi fjarskipti sem Island er aðili aö. 19. gr. Hver sá sem leyfi fær til útvarps skal varðveita i a. m. k. 18 mánuöi upptöku af öllu frumsömdu útsendu efni. Pó skal heimilt að varðveita fréttir t handriti. Allt annað útsent efni. þ. á m. þular- og dagskrárkynningar. skal varðveita i a. m. k. 3 manuði. Skylt er að láta þeim. sem telur misgert við sig í útsendingu. í té afrit af upptöku þeirrar útsendingar. ef hann krefst þess skriflega meðan varðveisluskylda á viðkomandi efni helst. enda greiði hann innkaupsverð mynd- eða hljóðbands þess sem honum er látið í te. Skylt er að afhenda útvarpsréttarnefnd afrit af upptöku útsendingar ef nefndin krefst þess. 20. gr. Ef útsending á útvarpsefni brýtur í bága við lög fer um refsi- og fébótaábyrgð svo sem hér segir: Sá sem flytur sjálfur efni í eigin nafni ber ábyrgð á því. Gildir það bæði um efni sem útvarpað er samtímis því að það er flutt og efni sem útvarpað er samkvæmt aður gerðri upptöku. Ákvæði þessarar mgr. taka einnig til samtals i útvarpi. þannig að hver. sem tekur þátt í samtali í eigin nafni. ber ábyrgð á sínu framlagi í því. Flytjandi ber ábyrgð á efni sem annar maður hefur samið. Á samsettu dagskrárefni ber sá ábyrgð sem útsendingu stjórnar hverju sinni. enda sé ekki um að ræða flutning eða samtal sem ábyrgðarreglur 2. eða 3. mgr. taka til. Jatnan skal skráð fyrirfram í geröabók hver sé stjórnandi útsendingar. Auglvsandi ber ábyrgð á auglýsingu. Útvarpsstjóri ber ábvrgð á öðru efni. Nú hefur tiltekinn starfsmaður útvarpsstöðvar. sbr. 4. mgr.. eöa útvarpsstjóri. sbr. 6. mgr., orðið fébótaskvldur og ber handhati útvarpsleyfis þá ásamt honum ábyrgð a greiðslu bóta. 21. gr. Engan skal dæma til ábyrgðar vegna útsendingar á útvarpsefni né fyrir hlutdeild i útsendingu annan en þann sem ábyrgð ber eftir ákvæðum 20. gr. Skvlt er útvarpsstöð að veita hverjum þeim. sem telur rétti sinum hafa verið hallað meö útsendingu á útvarpsefni. fullnægjandi upplýsingaf um hver hafi borið ábyrgð a útsending- unni samkvæmt ákvæðum 20. gr. Um rétt til málssóknar út af brotum í sambandi við útsendingu útvarpsetnis ter eftir ahnennum reglum laga. Refsiábyrgð og féhótaskylda falla niður ef 6 mánuöir líða tra útsendingu án þess að einkamál sé höfðað. krafa hafi verið borin tram um opinbera málssókn. þegar þaö á við. eða hafin sé opinber réttarrannsókn ut af broti ef það a að sæta skilyrðislausri opinberri saksókn. 22. gr. Þeir aðilar. einstaklingar. félög eða stofnanir. sem telja að útvarpsstöð hati ekki uppfyllt skilyrði 7. gr. reglugeröar þessarar gagnvart þeim og hun synjar þeim að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í dagskrá með þeim hætti sem þeir vilja við una. geta lagt málið fyrir útvarpsréttarnefnd. Nefndin skal þá. eins fljótt og við verður komið. fella úrskurð um kæruefniö. Nú úrskurðar nefndin kæranda i vil-og getur hun þa kveðið a um etni og birtingarhætti þeirra athugasemda eða leiðréttinga sem útvarpsstöð ber að birta. Úrskuröur útvarpsréttarnefndar er bindandi fyrir tnálsaðila. 23. gr. Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarps seu leyfisskilmálar brotnir. enda hafi áður verið búiö að vara handhafa útvarpsleytis við og um alvarleg og itrekuð brot se að ræða. Afturköllun skal standa i 2 rnánuði. en seu leyfisskilmálar brotnir á ny getur útvarpsréttarnefnd fellt leyfið niður aö fullu og öllu. 24. gr. Brot gegn ákvæðum reglugeröar þessarar varðar retsingu samk\æmt lögum. 25. gr. Reglugerð þessi er sett samk\æmt heimild i 8. gr. og 38. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 og öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi gildir til 1. janúar 19S7. Ákvæði til hráðabirgða. Öll leyfi til útvarps sem veitt eru fyrir árslok 1988 skulu renna ut 31. desember 1988. sbr. 1. mgr. og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgöa i útvarpslögum nr. 68/1985. Sa sem leyfi tær til útvarps á þessu tímabili skal greiða hlutfallslegt leyfisgjald sem miðast skal við gildistima leyfisins. Mcnntiunúlarúduncytii'), II. fcbrúur /9,s’p. ................ ..................Sverrir tlermannsson. — -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.