Dagur - 24.02.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 24. febrúar 1986
__á Ijósvakanum
Isjónvarpt
MANUDAGUR
24. febrúar
19.00 Aftanstund.
Endursýndur þáttur frá 19.
febrúar.
19.20 Aftanstund.
19.50 Fróttaágrip á tákn-
máli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Poppkorn.
Tónlistarþáttur fyrir tán-
inga. Gísli Snær Erlingsson
og Ævar Örn Jósepsson
kynna músíkmyndbönd.
Stjóm upptöku: Friðrik Þór
Friðriksson.
21.05 íþróttir
Umsjónarmaður: Bjarni
Felixson.
21.30 Michel Tournier.
Sigurður Pálsson ræðir við
Mich^l Toumier sem er
einn kunnasti rithöfundur
Frakka. Toumier er hér á
vegum Alhance Francaise,
flytur fyrirlestra og les úr
verkum sínum.
21.45 Sýningarmaðurinn.
(Operatören)
Ný dönsk sjónvarpsmynd.
22.30 Kókain - Eins dauði er
annars brauð.
(Kokain - Den enes
död...)
Dönsk heimildamynd um
eiturefnið kókain. Kóka-
laufin eru aðallega ræktuð
í Bólivíu og Perú en hrá-
efnið er fullunnið í Kól-
umbíu. Þaðan er kókain
einkum selt til Bandaríkj-
anna en bandarísk stjórn-
völd reyna nú mjög að
stemma stigu við þessari
verslun.
Þýðandi: Bogi Arnar Finn-
bogason.
23.20 Fróttir í dagskrárlok.
Rás 1 þriðjudag kl. 11.10:
Um stúdentahreyfingar
og Framboðsflokkinn
í þættinum „Úr söguskjóðunni" verður að
þessu sinni fjallað um '68 kynslóðina svo-
kölluðu. Ekki verður reynt að fjalla um allan
þann litskrúðuga hóp heldur verða stúdenta-
hreyfingarnar í sviðsljósinu. Reynt verður að
varpa Ijósi á orsakir þess að stúdentar risu
upp og mótmæltu á sjöunda áratugnum og
hverju þeir mótmæltu. Athyglinni verður
einkum beint að frönskum stúdentum enda
þótt einnig verði fjallað um íslenska. Þegar
klukkan fer að nálgast hálf tólf mætir Gunn-
laugur Ástgeirsson i þáttinn en hann var eins
og margir muna stýrimaður Framboðsflokks-
ins í Alþingiskosningunum 1971.
\útvarpW
MANUDAGUR
24. febrúar
11.30 Stefnur
Haukur Agústsson kynnir
tónhst. (Frá Akureyri)
12.00 Dagskrá - Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir • Til-
kynningar • Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Sam-
vera.
Umsjón: Sverrir Guðjóns-
son.
14.00 „Miðdegissagan:
„Svaðilför á Grænlands-
jökul 1888,“ eftir Friðþjóf
Nansen.
Kjartan Ragnars þýddi.
Áslaug Ragnars les (11).
14.30 íslensk tónlist.
15.15 Vaxtarbroddur á
vergangi.
15.45 Tilkynningar • Tón-
leikar.
16.00 Fréttir • Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Barnaútvarpið.
17.40 Úr atvinnulífinu -
Stjómun og rekstur.
Umsjón: Smári Sigurðsson
og Þorleifur Finnsson.
18.00 Á markaði.
Fréttaskýringaþáttur um
viðskipti, efnahag og
atvinnurekstur í umsjá
Bjarna Sigtryggssonar.
18.20 Tónleikar • Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir • Dag-
skrá kvöldsins.
19.00 Fróttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál
Örn Ólafsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Jónína Margrét Guðna-
dóttir talar.
20.00 Lög unga fólksins.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
21.30 Útvarpssagan: „Horn-
in prýða manninn" eftir
Aksel Sandemose.
Einar Bragi lýkur lestri
þýðingar sinnar (23).
22.00 Fréttir Dagskrá
morgundagsins Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma
(25).
Lesari: Herdís Þorvalds-
dóttir.
22.30 Tónlist eftir Johann-
Ludwig Krebs.
22.40 í sannleika sagt - Um
einsemdina að baki
manntafli.
23.10 Frá tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar íslands i
Háskólabíói 10. þ.m.
Kynnir: Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir • Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
25. febrúar
7.00 Veðurfregnir • Fréttir •
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fróttir • Tilkynningar.
8.00 Fróttir • Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Undir regnbogan-
um“ eftir Bjarne Reuter.
9.20 Morguntrimm • Til-
kynningar • Tónleikar,
þulur velur og kynnir.
9.45 Þingfróttir.
10.00 Fróttir.
10.05 Daglegt mál.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forystugrein-
um dagblaðanna.
10.40 „Ég man þá tíð".
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá hðnum
árum.
Irás 2M
MANUDAGUR
24. febrúar
10.00-10.30 Kátir krakkar.
Dagskrá fyrir yngstu
hlustenduma í umsjá Ásu
H. Ragnarsdóttur.
10.30-12.00 Morgunþáttur.
Stjórnandi: Ásgeir Tómas-
son.
Hlé.
14.00-16.00 Út um hvippinn
og hvappinn.
með Inger Önnu Aikman.
16.00-18.00 Allt og sumt.
Stjómandi: Helgi Már
Barðason.
3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16,
og 17.
RIKJSÚTVARPIÐ
A AKUREYRI
17.03-18.30 Ríkisútvarpið á
Akureyri - Svæðisútvarp.
hér og þac
Þau voru öll mætt á æfingu í
kjallaranum á Bjargi, Finnur
Eydal sjálfur, kennari við
Tónlistarskólann á Akureyri,
Helena kona hans, vinnur hjá
Sjúkrasamlaginu á Akureyri,
Alfreð Almarsson vöruhús-
stjóri KEA, Jón Sigurðsson
bifvélavirki og nafni hans Haf-
steinsson nemandi í gítarleik
við Tónlistarskólann á Akur-
eyri. Hvað heitir hljómsveitin?
„Við höldum okkur við gamla
nafnið Hljómsveit Finns Ey-
dal, Helena og AIIi,“ segir
Finnur. Jón Sig, kallaður
Nonni bætir við, „Jón og
Jón“. Þá höfum við það,
Hljómsveit Finns Eydal,
Helena og Alli, Jón og Jón.
Helena syngur eins og hún hef-
ur gert í 27 ár, Alli spilar á
gítar, Jónsi, eins og Jón Haf-
steinsson er kallaður spilar á
gítar og Nonni „Space“ spilar
á trommur.
Þá er ekki eftir neinu að bíða
og best að byrja æfingu. Bona-
sera er fyrsta lagið á æfingunni.
Fyrst er farið hægt í gegnum
hljóma lagsins. Síðan er spilað á
fullu. Ekki bar á öðru en gamla
„Sjallastemmningin“ væri komin.
Finnur með gott sóló á saxann og
allt rennur eins og smér. „Við
tökum þetta einu sinni enn, þá er
það fullæft," segir Finnur og það
var gert. Helena söng millirödd
og allt var í fína lagi. Næst var
„gítarbúggí,“ sem Jón nemandi
fór létt með. „Það má ekki æfa
Létt æfing hjá Htjómsveit Finns Eydal
Helenu og ABa (Jóni og Jóni)
# Hógværð
í blaðinu um daginn var
greint frá stöðu efstu
sveita í Sjóvá-sveitahrað-
keppni Bridgefólags Ak-
ureyrar. Þar var sveit Stef-
áns Vilhjálmssonar efst
og var nafn hans sett í
fyrirsögnina. Stefán er
hógvær maður og þótti
sem þarna væri látið full-
mikið með annars ágætan
árangur sveltarinnar.
Hann stakk þessari vísu
að Frfmanni Frímanns-
syni auglýsingastjóra
Dags en hann er formaður
Bridgefélags Akureyrar:
Sveít min ein af öðrum ber
ekki er því að nelta.
En fyrírsögnum feítum mér
finnst þú megir breyta.
# Atvinnu-
mennska?
Það hefur vakið nokkra at-
hygli að handknattleíks-
mönnunum sem keppa
fyrir íslands hönd á
Heimsmeistarmótinu f
Sviss í næstu viku hefur
verið lofað allálitlegum
peningagreiðslum ef ár-
angurínn verður góður.
Þannig fær hver leikmað-
ur 100 þúsund krónur frá
HSÍ ef þeim tekst að
tryggja sér eitthvert
þriggja efstu sætanna og
nokkra tugi þúsunda ef
eitt af 7 efstu sætunum
verður íslands. Sumum
finnst sem þarna sé verið
að fara út af braut áhuga-
mennskunnar á áþreifan-
legan hátt, þótt engum
blandist hugur um að
strákarnir hafi fórnað
miklu fyrlr handboltann.
Þá þykir það mjög um-
deild ákvörðun hjá stiórn
Afreksmannasjóðs ÍSI að
veita þeim 8 leikmönnum,
sem leika með innlendum
liðum og fara á HM, fjár-
styrk til fararinnar. Það
féllu nefnilega nokkrir
leikmenn út þegar líðið
var valið endanlega, Þeir
höfðu fórnað jafn miklu
og aðrir en náðu ekki að
tryggja sæti sitt í
hópnum. Það út af fyrir
sig hefur eflaust valdlð
þeim miklum vonbrigð-
um. En síðan bætist það
við að þeir fá enga viður-
kenningu úr Afreks-
mannasjóði og sú ákvörð-
un hlýtur að verka eins og
salt i sárln.