Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. mars 1986 —viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.__________________________ Áframhaldandi röskun í byggð landsins Fólk heldur áfram að flýja landsbyggðina og flytja „suður". Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar um fólksflutninga á síðastliðnu ári fluttu tæplega 2800 manns úr dreifbýlinu til Reykja- víkur. Þessi tala samsvarar því að 2,5% af öllu landsbyggðarfólki hafi tekið sig upp og flutt á Stór-Reykjavíkursvæðið. Á móti kemur að 1700 manns fluttu frá höfuðborginni og út á land. Mismunurinn á brottfluttum og aðfluttum á landsbyggðinni er sem sagt rúmlega 1000 manns. Þessi byggðaröskun jafngildir því t.d. að allir íbúar Blönduóss hafi flutt til Reykja- víkur án þess nokkur færi þangað í staðinn. Ofan á þetta bætist svo að 332 hafa flutt úr dreifbýlinu til útlanda umfram þá sem komið hafa frá útlöndum. Stór hluti þeirra sem þannig flytja á milli landa er fólk sem er að fara til náms á Norðurlöndunum. Þegar það kemur heim að námi loknu sest það undan- tekningarlítið að á höfuðborgarsvæðinu. í þessari miklu byggðaröskun verða Vest- firðir einna verst úti. Fólksfækkun á Vest- fjörðum nam 3,5% á síðastliðnu ári. Vestur- land er næst í röðinni en Norðurland hefur sloppið tiltölulega vel. Þaðan fóru um 200 manns umfram þá sem þangað fluttust. Þessar tölur vekja mann til umhugsunar um byggðaþróunina í landinu. Mikill meiri- hluti fólks á landsbyggðinni vinnur við undir- stöðuatvinnugreinar þjóðarbúsins. Þessi stöðugi flótti úr dreifðari byggðunum er því verulegt áhyggjuefni. Fólk flýr fiskvinnsluna og fer í verslunar- og þjónustustörf í höfuð- borginni. Afleiðingarnar eru þær að við höfum orðið að flytja inn fólk til starfa í fiskvinnsl- unni. Þörfin á því að efla atvinnulíf á landsbyggð- inni og auka fjölbreytni þess hefur sjaldan verið eins brýn og nú. Það má ekki eiga sér stað að einstaka sveitir og sjávarþorp leggist í eyði vegna manneklu. Ef þessi þróun heldur áfram enn um sinn, munu þeir íbúar, sem enn eru eftir á fámennustu stöðunum, flosna upp og flytja í fjölmennið. Þar með eykst þenslan í Reykjavík enn frekar en samdrátturinn í allri uppbyggingu á landsbyggðinni heldur áfram. Og hvar stöndum við þá? BB. Tölvutækni er alls staðar að ryðja sér til rúms í þjóðfélag- inu. Við það skapast ýmis ný störf og upp spretta nýjar starfsstéttir. Kerfisfræðingar er ein þeirra. Nú er þetta nafn, kerfisfræði, frekar óljóst og ekki gott að átta sig á því hvað það þýðir. Einn þeirra manna sem kalla sig kerfisfræðinga er Hallgrímur Gíslason sem um síðustu áramót stofnaði nýtt fyrirtæki sem hann nefnir Hag- ritun. Hallgrímur er í viðtali dagsins og ég spurði hann fyrst að því hvað orðið kerfis- fræðingur þýddi. „Pað er von að spurt sé. Hlut- verk kerfisfræðings er að skipu- leggja verkefni fyrir tölvuvinnslu, í örfáum orðum sagt.“ - Er hægt að fara í skóla og læra eitthvað sem heitir kerfis- fræði? „Það er það nú reyndar ekki. í Háskólanum er verið í dag að kenna það sem kallað er tölv- unarfræði og ég þekki það nám reyndar ekki nógu vel en það kemur örugglega eitthvað inn á þetta sama, bæði forritun og kerfisfræði. Ég hef aftur lært þetta á styttri námskeiðum og fyrst og fremst með því að vinna við þetta. Æfingin skapar meist- arann.“ - Hvenær byrjaðir þú að vinna við tölvur? „Ég byrjaði upphaflega að vinna við tölvur árið 1972 og það má segja að frá árinu 1974 hafi ég nánast eingöngu unnið við forrit- un og skipulagningu fyrir tölvu- vinnslu. Eg byrjaði hjá Iðnaðar- „Kannski vantar okkur einhvers konar höfundréttarsamtök.“ Mynd: KGA. Hefur heldur veríð vöntun á þessarí þjónustu -segir Hallgrímur Gíslason kerfisfræðingur bankanum í Reykjavík og var þar til ársins 1977. Þá flutti ég hingað norður tók við fram- kvæmdastjórn hjá Tölvuþjónust- unni sem þá var verið að stofn- setja. 1980 fór ég til Útgerðarfé- lagsins og var þar til síðustu ára- móta. Þá stofnaði ég þetta fyrir- tæki mitt, Hagritun, og er hér í ákveðnu samstarfi við Tölvu- þjónustuna sem er hér í næsta herbergi.“ - Hvað er svo það sem þú starfar við hér í þessu nýstofnaða fyrirtæki þínu? „Það sem ég er að fást við er einkum og sér í lagi forritun og kerfisfræðivinna og ég hef aðal- lega einbeitt mér að IBM System 34 og 36. Forritunarmálið er kall- að RPG. Enn sem komið er hef ég eink- um verið með frystihús á minni könnu. Ég vann hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa og þar vann ég upp forrit fyrir laun skipverja. Nú er ég að vinna við að tengja það við aflabókhald en ég er ekki mikið í hefðbundnum verkefnum eins og launaforritum fyrir land- vinnufólk, bónusforritum og bókhaldsforritum. Þau forrit eru eins eða svipuð í öllum fyrirtækj- um og eru yfirleitt keypt með vél- unum.“ - Hefur þú haft næg verkefni? „Já, það hefur verið þannig að það hefur heldur verið vöntun á þessari þjónustu en hitt, eins og sést kannski á því að ég hef getað einbeitt mér að frystihúsum og útgerðarfyrirtækjurn. Ég held að það sé æskilegt að geta verið með ákveðna sérhæfingu. Ég er ann- ars vegar að framleiða hugbúnað og hins vegar að samhæfa og laga til hugbúnað sem fyrir er á mark- aðinurn." - Liggja mikil verðmæti í þess- ari vinnu? „Já, ég myndi segja að það liggi þó nokkur verðmæti í þessu. Nú má segja að tölvur séu ekki sérlega dýrar og þegar verið er að velja tölvur skiptir ekki bara máli hvað þær kosta heldur líka hvaða hugbúnaður stendur kaupandan- um til boða og hvað hann kostar. Það er mjög algengt að menn flaski á þessu. Að þeir kaupi fyrst tölvurnar og fari svo að athuga hvað til er af forritum.“ - Nú hefur maður heyrt að verndun höfundarréttar sé mikið mál fyrir þá sem semja forrit. Þarft þú ekki oft að nota forrit sem aðrir hafa samið og breyta þeim eða laga þau að því vinnslu- kerfi sem þú ert að fást við þá stundina? „Jú, það getur komið upp sú staða. Éf tökum sem dæmi forrit til að reikna út skipverjalaun, þá er grunnurinn í því forriti sem not- að er við útreikning launa land- vinnufólks og það kerfi er frá IBM þannig að það fær enginn þetta skipverjalaunakerfi hjá mér nema þeir séu með landlauna- kerfi frá IBM. Þeir eiga höf- undarrétt á landlaununum og ég á rétt á viðbótinni." - Hefur einhvern tíma verið stolið frá þér forriti? „Ekki mér vitanlega. Ég hef hins vegar gefið öðrum aðilum leyfi til að nota forrit sem ég hef samið og prjóna við þau. Það getur verið erfitt að segja til um það hvort forrit er stolið eða ekki. Ef við tökum til dæmis vinnulaunaforrit. Uppbygging þeirra er kannski svolítið mis- munandi en útkoman er mjög svipuð hjá mörgum aðilum og maður á erfitt með að vita hvort þessi aðili hafi notað eitthvert atriði frá einhverjum öðrum. Það getur í sumum tilfellum verið erf- itt að sanna höfundarrétt. Kannski vantar einhver samtök á meðal okkar sem erum í þessu, einhvers konar höfundarréttar- samtök.“ - Standa íslendingar framar- lega í framleiðslu hugbúnaðar miðað við aðrar þjóðir? „Að mörgu leyti, já. Það eru ýmsir aðilar hér sem hafa staðið sig vel og fylgst vel með þróun í þessum málum, enda eru nokkur dæmi til um að íslendingar hafi flutt hugbúnað út, m.a. til Bandaríkjanna og ýmissa Evr- ópulanda sem standa í fremstu röð á sviði tölvutækni.“ -yk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.