Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 3
10. mars 1986 - DAGUR - 3
Verðbréfamarkaðurinn:
Fasteignir á landsbyggðinni ekki
veðhæfar nema að 35 prósentum!
Ef þú býrð úti á landi og ætlar Dagur leitaði svara hjá tals- ' aða til að fá upplýst hverju þetta
mönnum tveggja verðbréfamark- sætti.
Magnús Bergs, starfsmaður verðbréfadeildar Kaupþings hf.:
„Veðið verður að
standa fyrir skuldinni“
að fá peninga að láni með því
að selja verðbréf sem tryggt er
með veði í húseign þinni, er
eins gott að ekki hvíli mikið á
húseigninni fyrir.
Einn stærsti aðilinn í verð-
bréfaviðskiptunum hér á landi,
Fjárfestingarfélag íslands h.f.,
tekur ekki bréf frá Akureyri í
umboðssölu, ef veðsetningin fer
yfir 35% af brunabótamati eign-
arinnar. Ef húseignin sem veð-
sett er, til að tryggja verðbréfið,
er í Reykjavík má veðið vera sem
nemur 50% af brunabótamati.
Um fasteignir annars staðar á
landinu gildir að veðið má ekki
fara yfir 25% af brunabótamati
eignarinnar. í einstaka tilfellum
getur þessi tala farið niður undir
10%, t.d. á Kópaskeri. Verðbréf
sem tryggð eru með veði í eign-
um á Húsavík, Dalvík, Siglufirði,
Sauðárkróki, Blönduósi og
Ólafsfirði falla undir 25% regl-
una, svo dæmi séu nefnd.
Sem áður segir tekur Fjárfest-
ingarfélagið ekki við verðbréfum
ef veð þeirra er ofan þessara
marka. Aðrir verðbréfamarkaðir
útiloka ekki sölu á slíkum bréfum
en þeir sem hyggjast verða sér úti
um pening með sölu slíkra bréfa
geta átt von á að þurfa að selja
þau með mun meiri afföllum en
gerist og gengur.
„Við verðum að vera öruggir
um að veðið standi alltaf fyrir
skuldinni en hins vegar tökum
við bréf í umboðssölu þótt veð-
ið sé hærra hlufail af bruna-
bótamatinu en þetta,“ sagði
Magnús Bergs starfsmaður
verðbréfadeildar Kaupþings
h.f.
„Ég tel það óeðlilegt að við
séum að stoppa það af ef menn
vilja eiga viðskipti sín á milli með
slík bréf. Hins vegar verða menn
þá að kanna veðin sjálfir. Ef til
vill þekkja þeir skuldarann og
treysta honum. Hins vegar er
þessi 50% regla og 35% regla
o.s.frv. í |rundvallaratriðum
áreiðanleg. A meðan maður
heldur sig innan þessara marka er
maður öruggur um að veðið
standi fyrir sínu. Hún gildir sem
sagt þegar menn hvorki þekkja til
eignarinnar né skuldarans og hún
er sérstaklega mikið notuð þegar
menn eru að kaupa bréf fyrir
aðra en sjálfa sig. Þá verða menn
að setja sér reglur. En ég ítreka
það að mér finnst óeðlilegt að
taka ekki bréf með hærra veði í
umboðssölu. Staðsetning eignar
getur ráðið því að söluverð henn-
ar er hærra og ýmislegt fleira
blandast þarna inn í.
Söluverð bréfa er alltaf samn-
ingsatriði. Sumar eignir eru
þannig staðsettar að það getur
verið allt í lagi, þótt veðið fari
yfir t.d. 50% af brunabótamati.
Með sumar eignir gildir hins veg-
ar hið gagnstæða. Þannig eru til
dæmi um að iðnaðarhúsnæði sé
með brunabótamat sem er ekki í
neinu samræmi við söluverð.
Þetta er því matsatriði í hvert
sinn og byggist á samkomulagi á
milli kaupanda og seljanda. Þessi
bréf eru nefnilega ekki stöðluð.
Á lögfræðimáli heita þessi við-
skipti „sérstaklega ákveðin
kaup“ og í slíkum viðskiptum er
eðlilegt að menn fái ávöxtun í
réttu hlutfalli við áhættu,“ sagði
Magnús Bergs hjá Kaup-
þingi. BB.
Magnús Kristinsson, forstöðumaður verðbréfadeildar
Fjárfestingarfélags íslands hf.:
„Þarna eru hættumörkin
Skátar og aðrir fjallafarar.
Goritex legghlífarnar
eru komnar.
Eyfjörð
Hjalteyrargötu 4 sími 22275
Toshiba örbylgjuofninn fæst hjá okkur
Verift velkomin og kynnist þvi hvernig hægt er aft matreifta allan venjulegan mat í Toshiba örbylgjuotiiinum
á ótrúlega stuttum tíma. Hvers vegna margir róttir verfta betri úr Toshiba ofninum en gömlu eldavélinni.
Og þér er óhstt aft láta börnin baka.
Og siftast en ekki sist. Svo þú fáir fuilkomift gagn af ofninum þinum höldum vift matreiftsiunámskeift tyrir
eigendur Toshiba ofna.__________________________
Nykomin búsáhöld fyrir örbylgjuofna.
SIEMENS
Þvottavélar, eldavélar, ísskápar
og fleira, einnig smá heimilistæki
í úrvali
til dæmis:
Hitateppi:
Tilvalin gjöf handa pabba og mömmu
eía afa og ömmu.
Einnig kaffikönnur,
handhrærivélar ásamt fylgi-
hlutum, brauðristar meft hita-
grind, eggjasjóðarar,
straujárn meft og án gufu,
hraðgrill og ótal margt fleira.
Blomlaerq
þvottavélar, ísskápar
og eldavélar.
Viðurkennd gæðavara.
2ja ára ábyrgð.
Búsáhöld í úrvali
Tótu barnastóllinn
Sérstaklega hentugur og þægilegur i flutningi.
PETRA
smá heimilistæki í úrvali.
Nýjung t.d. hrabsudukanna,
nytsöm til margra hluta.
0!
NYLAGHIR
VIOGEROIR
VERSLUN
Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400
Verslið hjá fagmanni.
- önnur bréf seijum við ekki“
„Þegar viö tökum fasteigna-
tryggð verðbréf í umboðssölu
setjum við það skilyrði að
veðsetningin fari ekki upp fyrir
ákveðið hlutfall af brunabóta-
mati viðkomandi eignar. Sums
staðar er brunabótamatið
óeðlilega hátt miðað við gang-
verð á markaðinum og þá not-
um við svo kallað sölumat sem
viðmiðun og reiknum hlutfall-
ið út frá því,“ sagði Magnús
Kristinsson forstöðumaður
verðbréfadeildar Fjárfesting-
arfélags íslands h.f. í Reykja-
vík í samtali við Dag.
„Ástæðan fyrir þessu er ósköp
augljós. Fasteignaverð úti á landi
er miklu lægra en í Reykjavík,
með öðrum orðum er söluverð-
mæti eignar úti á landi minna en
eignar í Reykjavík. Það sem um
er að ræða er að alltaf verður að
skoða málið í því samhengi að
skuldarinn geti ekki staðið í skil-
um með sínar greiðslur. Þá er
þrautaiendingin sú að bjóða eign
hans upp. í dag verða þau enda-
lok æ aigengari. Þá er spurningin
þessi: Á hvað selst þessi eign á
uppboði? Eftir því sem markaðs-
verð er lægra verður uppboðs-
verðið lægra. Við erum að reyna
að búa til einhvern mælikvarða
eftir landshlutum til að byggja á.
Við kaupum engin bréf sjálfir
heldur tökum þau eingöngu í um-
boðssölu. En við tökum ekki við
bréfum sem hafa hærra veð en
þetta. Menn horfa alltaf á áhætt-
una sem er tekin og þarna teljum
við að hættumörkin séu. Við
verðum að hugsa málið til enda
og ganga út frá því að allt fari á
versta veg. Uppboð á húseignum
hafa aukist geysilega mikið. Þau
þekktust varla fyrir nokkrum
árum en nú eru þau nokkuð
algeng. Við höfum þó reynt
að skoða hvert dæmi fyrir sig en
þetta er nokkurs konar „þumal-
fingursregla“ sem við förum eftir.
50% veð í Reykjavík, 35% veð á
Akureyri ó.s.frv.. Málið er ekki
flóknara en það,“ sagði Magnús
Kristinsson að lokum. BB.
Afföll af skuldabréfum
Afföll af skuldabréfum ráðast
af því til hversu langs tíma bréfin
eru. Þegar um bréf frá ein-
staklingum er að ræða, þá gefa
þau yfirleitt ávöxtun á bilinu
14-15% umfram lánskjaravísi-
tölu. Þá er átt við trygg bréf,
þ.e. bréf sem eru með veð inn-
an þeirra marka sem nefnd eru
hér að ofan.
Þessi 14% nást með því að
vanalega eru hæstu lögleyfðu
vextir á bréfunum. Hæstu lög-
leyfðu vextir eru nú 4% til
skemmri tíma en 5% til lengri
tíma, þ.e. ef lánstíminn fer yfir
tvö og hálft ár. Það sem á vantar
til að 14% ávöxtun náist er fengið
með afföllum af bréfinu við sölu.
Eftir því sem bréfið er til lengri
tíma þeim mun meiri afföll verða
við söluna. Þá hefur það einnig
áhrif hversu hratt greiðslurnar
koma inn. í dag er verðbréf til
eins árs að jafnaði selt með 9%
afföllum, bréf til tveggja ára með
13% afföllum, bréf til þriggja ára
með 15% afföllum, fjögurra ára
bréf með 17% afföllum og fimm
ára bréf með 20% afföllum.
Þannig er t.d. 100 þúsund króna
bréf til 5 ára selt á 80 þúsund
krónur og þá eru vextirnir raun-
verulega 14% en ekki 5%.
Bréf, sem tryggð eru með veði
sem er hærra hlutfall af bruna-
bótamati en tilgreint er hér að
ofan, eru oft seld meö mun meiri
afföllum, þ.e.a.s. ef verðbréfa-
salar taka þau í umboðssölu á
annað borð. Áhætta kaupandans
er talin mun meiri í slíkum tilfell-
um. BB.
di PIOIMŒEJR
Fenningargjöf
SÍMI
(96) 21400
flö PIOIMEER
hljómflutningstæki
eru tilvalin
fermingargjöf
Góðir
greiðsluskilmálar