Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 11
10. mars 1986 - DAGUR - 11
_orð í belg.___________________________
Svíþióðarbréf:
Persona sem
sína líka
Dagurinn er fyrsti dagur mars-
mánaðar það herrans ár 1986.
Eftir langan kaldan vetur vermir
sólin, þessi lífgjafi jarðarinnar,
gegnumfrosna jörðina með
geislum sínum í upphafi þessa
vetrar/vormánaðar. Öll él birtir
upp um síðir svo hefir einnig
gerst í ár. Engu að síður gráta
þegnar þessa fagra lands, ungir
sem aldnir, snauðir sem fjáðir því
boðberi friðar og jafnréttis, Olof
Palme, er fallinn fyrir morðingja-
hönd. Ég og fjölskylda mín er
búið hefir hér í nálega 4 ár tökum
að fullu þátt í sorg hérlendra,
vonandi gerið þið það einnig
heima. Enginn er ósnortinn við
slíkar hryggðarfréttir, þær stinga
í hjarta manns.
Ég er ekki dómbær á hvort
Olof Palme er íslendingum að
einhverju leyti hugleiknari en
aðrir erlendir þjóðarleiðtogar,
slíkt er ekki af mikilvægi nú þeg-
ar hann er allur. Fyrir Svíum,
Skandinövum, þjóðum hins svo-
nefnda þriðja heims og -jafnvel
stórþjóðum heimsins er, ellegar
öllu heldur var, Olof persóna
sem á fáa sína líka.
Enginn skyldi gleymast, voru
einkunnarorð hans, jafnrétti jafn
sjálfsagt og vatnið í krönum
okkar. Oft og einatt blés duglega
kringum Olof Palme, hann var
maðurinn sem vogaði og trúði á
eigin stefnu. Af andstæðingum
sínum var hann álitinn kaldur,
háttfastur og drottnunargjarn af
vinum og flokkssystkinum heið-
Magnús
Þorvaldsson
skrifar
arlegur, hjartagóður sem leið
með líðandi.
Flestum ber þó saman um að
alþýðleiki, skynsemi og réttlætis-
kennd hafi einkennt far þessa
manns sem svo oft reitti and-
stæðinga sína til heiftar með
hvassri tungu sinni og eldmóð.
„Stjórnmál er að vilja“ („Politik
ár att vilja“) skrifaði Olof og
hann vildi svo mikið. Það var
honum hreint ekki nóg að sitja
heima með hendur í skauti sér, út
á vígvöllinn vildi hann og út á
vígvöllinn fór hann.
Á dögum Víetnamstríðsins
mótmælti Olof hernaðarbrölti
risans í vestri opinberlega, innrás
Sovét í Afganistan, gagnrýndi
einræðisstjórn Francós á Spáni
harðlega og svo mætti lengi telja.
Varðandi Víetnamstríðið og
endalok þess fullyrðir Edward
Kennedy öldungadeildarþing-
maður Massachussettsfylkis í
Bandaríkjunum, að Olof hafi átt
verulegan þátt í að Bandaríkin
drógu sig út úr stríðinu. Olof tók
ætíð afstöðu án tillits til eigin
hagsmuna og hlaut oftar en ekki
ákúrur og hótanir fyrir. Hann
varð með tímanum sá stjórn-
málamaður norðurhvels sem
mest var eftir tekið og á hlustað á
alþjóðlegum vettvangi.
Pegar afvopnunarmál bárust í
tal var nafn Olofs Palme aldrei
langt undan, stórveldin komust
aldrei hjá því að hlýða á orð
hans. Málefni þriðja heimsins
svonefnda stóðu honum nærri
hjarta, öllum leiðtogum heimsins
var hann fremri í að reyna að
finna raunsanna lausn á hræðileg-
um vanda þeirra. Syrgjandi inn-
flytjandi sagði þriðja heiminn hér
með hafa misst sinn födur. Trú á
sigur eigin stefnu, skyldutilfinn-
ing og þróttur smitaði aðra í
kringum Olof vorn, hann fékk
smælingjana til að trúa því að sig-
ur myndi nást þó á brattann væri
að sækja.
Það er sómi sænsku þjóðarinn-
ar og allra norrænna þjóða að
hafa átt slíkan mann líkt og það
er sómi þjóðar vorrar að hafa átt
(og eiga) Jón forseta Sigurðsson,
skynsemi og réttlætiskennd ein-
kenndi hvorn u.m sig.
Með fráfalli Olofs Palme hefir
lýðræðið hlotið firna þungt högg,
morð á boðbera friðar og sáttar
veldur heift og mikilli sorg.
Svíþjóð, eitt af höfuðvígjum lýð-
ræðis, var álitið óhult fyrir slíkum
hryðjuverkum sem þessum þar til
28. febrúar sl. Margir spyrja sig
hvers vegna þessi dusilmenni svo
oft og einatt deyða þá er
mannkyninu hafa gott að færa,
menn á borð við Dag Hammar-
skjöld, Martin Lúter King og nú
Olof Palme. Því skulu ónytjung-
ar gjarnan sleppa eða hvað hafa
menn eins og Idi Amin, „Baby
Doc“ og Marcos fært þjóðum sín-
um annað en hörmungar en sjálf-
um sér auð, allir lifa þeir enn.
Þrátt fyrir allt birtir él upp um
síðir og lífið verður að halda
áfram þótt daprir séu dagar nú,
menn koma og fara. Segir ekki
eitthvað á þennan veg í Háva-
málum? - Þó frændur deyi og fé
fari deyr ekki orðstír er til frægð-
ar getur -. Einn merkasti maður
samtímans er í valinn fallinn en
megi starf Olofs Palrne okkur öll-
um skipta og verða okkur frekari
hvatning á erfiðleikatímum á fag-
urri ey norður í Atlantshafi.
Kveðja,
Magnús Þorvaldsson, Lundi,
Svíþjóð.
Forseti íslands ásamt Olaf Palme og konu hans.
Listadagar
ÍMA
Dagana 10. til 20. mars verða á
vcguin Hugins, skólafélags
Menntaskólans á Akureyri,
haldnir Listadagar.
Meðal þess sem boðið verður
upp á eru myndlistarsýningar,
bókmenntakynningar, tónleikar
og kvikmyndasýningar. Dagskrá
Listadaga er öllum opin og er
fólk beðið að fylgjast með auglýs-
ingum á næstunni.
(Fréttatilkynning)
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Húseign á Oddeyrartanga, Akureyri, tal-
inni eign Bjarna Sveinssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjald-
kerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986
kl. 16.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Móasíðu 4a, Akureyri, þingl. eign Einars I.
Einarssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri
og Baldvins Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14.
mars 1986 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Brekkugötu 45, Akureyri, þingl. eign Heim-
is Ingimarssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akur-
eyri á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Grundargerði 2g, Akureyri, þingl. eign
Þrastar Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Þor-
móðssonar hdl. og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 14. mars 1986 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á Lerkilundi 31, Akureyri, þingl. eign Sigurð-
ar S. Magnússonar, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar
hdl., Landsbanka Islands, Reykjavík og Benedikts Ólafssonar
hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 17.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Hafnarstræti 18, Akureyri, þingl. eign Guð-
mundar Þorgilssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á
Akureyri og Brunabótafélags Islands á eigninni sjálfri föstu-
daginn 14. mars 1986 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Heiðarlundi 4f, Akureyri, þingl. eign Árna
Friðrikssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri
á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 14.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Hólabraut 22, efri hæð, Akureyri, þingl. eign
Hjálmars Júlíussonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Þor-
móðssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl.
16.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Skarðshlíð 26e, Akureyri, þingl. eign Reg-
ínu Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. á eign-
inni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 143. og 147. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Hrísalundi 8g, Akureyri, þingl. eign Árna
Harðarsonar o.fl., fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akur-
eyri á eigninni sjálfri föstudaginn 14. mars 1986 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Fjölnisgötu 6, B og C hlutum, Akureyri,
þingl. eign Norðurfells hf., ferfram eftir kröfu Benedikts Ólafs-
sonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs a eigninni sjálfri
föstudaginn 14. mars 1986 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.