Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. mars 1986 _á Ijósvakanum sjónvarp I MÁNUDAGUR 10. mars 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 5. mars. 19.20 Aftanstund. Barnaþáttur. Kletagjá, brúðumyndaflokkur frá Wales. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Kjartan Bjargmundsson. Einar Áskell, sænskur teiknimyndaflokkur. Þýð- andi: Sigrún Árnadóttir. Sögumaður: Guðmundur Ólafsson og Amma, bresk- ur brúðumyndaflokkur, sögumaður: Sigríður Hagalín. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skra. 20.35 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 21.10 Bærinn okkar. (Our Town) Leikrit eftir Thornton Wilder. Leikstjóri: George Schaef- er. Leikendur: Hal Holbrook, Ned Beatty, Barbara Bel Geddes, Robby Benson, Ronny Cox, Glynnis O'Connor og Sada Thompson. Bærinn okkar er um lífið, ást og dauða í smábæ ein- um á austurströnd Banda- ríkjanna. Það var frumsýnt árið 1938 og fyrir það hlaut Thornton Wilder Pulitzer- verðlaun. Leikritið nýtur enn mikillar hylli og hefur ekki liðið svo dagur síðan á frumsýningu að ekki stæði yfir sýning á því einhvers staðar í heiminum. Leikfé- lag Reykjavíkur sýndi það veturinn 1946-47. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.55 Fréttir í dagskrárlok. útvarpM MÁNUDAGUR 10. mars 11.30 Stefnur Haukur Ágústsson kynnir tónlist. (Frá Akureyri) 12.00 Dagskrá - Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Sam- vera. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 „Miðdegissagan: „Opid hús" eftir Marie Cardinal. Guðrún Finnbogadóttir þýddi. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (7). 14.30 íslensk tónlist. 15.15 Bréf frá Danmörku. Dóra Stefánsdóttir segir frá. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Gríski píanóleikarinn Dimitri Sgouros leikur. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Stjórnun og rekstur. Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson. 18.00 Á markaði. Fréttaskýringapáttur um viðskipti, efnahag og atvinnurekstur í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 18.20 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Örn Ólafsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Sigurður Magnason menntaskólanemi talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Tóvinnslan á Ormars- stöðum. Sigurður Kristinsson segir frá. b. Mansöngur. Sveinbjörn Beinteinsson á Draghálsi kveður brag eft- ir Símon Dalaskáld. c. Ferðasaga Eiríks frá Brúnum. Þorsteinn frá Hamri les þriðja lestur. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Útvarpssagan: „í fjall- skugganum" eftir Guð- mund Daníelsson. Höfundur les (6). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (37). Lesari: Herdís Þorvalds- dóttir. 22.30 í sannleika sagt - Um næðinginn á toppnum. Umsjón: Önundur Björnsson. 23.10 Frá tónleikum Sinfón- iuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 6. þ.m. Kynnir: Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 11. mars 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Dagný og engill- inn Dúi" eftir Jónínu S. Guðmundsóttur. Jónína H. Jónsdóttir les (4). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr söguskjóðunni - Aðdragandi og endalok áfengisbannsins. Umsjón: Elías Bjömsson. Lesari: Gunnar Halldórs- son. 11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. rás 2 I MANUDAGUR 10. mars 10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna í umsjá Guð- laugar Maríu Bjarnadótt- ur. 10.30 Morgunþáttur. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. • 12.00 Hlé. 14.00 Út um hvippinn og hvappinn með Inger Önnu Aikman. 16.00 Allt og sumt. Stjómandi: Helgi Már Barðason. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16, og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisút- varp. 17.03-18.30 Rxkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Við borðum stundum ís úti þegar er kalt - segja þær Kristín og Rán, sem voru að borða ís fyrir utan kaupfélagið á Þórshöfn Þær voru að labba saman tvær, fyrir framan kaupfélagið á Þórshöfn. Pær létu kuldann ekki á sig fá og borðuðu ís. Þetta voru þær Kristín Skúladóttir sjö ára og Rán Sigurjónsdóttir sex ára. Við fengum þær til að spjalla lítillega við okkur. - Finnst ykkur ekki of kalt til að borða ís úti núna? „Við vitum ekki alveg hvað er kalt úti, sko hvað er mikið frost. Okkur finnst ekkert voða- lega kalt. Við borðum stundum ís út þegar er kalt.“ - Er gaman að eiga heima á Þórshöfn? „Já, það er dálítið gaman.“ - Hvað er skemmtilegast? „Mér finnst skólinn,“ sagði Kristín. Kennar- inn hennar heitir Lilja og „hún er góð.“ Rán: „Mér finnst allt skemmtilegt, líka skólinn. Kennarinn minn heitir Pálmi og hann er svolít- ið skemmtilegur.“ Þær stöllur sögðu að það væri líka gaman að hjóla og þær hjóla mikið. „En við förum aldrei að veiða. Finnst það bara ekkert gaman.“ - Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stórar? „Við erum ekki búnar að ákveða það,“ sögðu þær, enda nógur tíminn til. „Ég ætla kannski að fara til Reykjavíkur, mér finnst svo gaman að skoða allt dótið í búð- argluggunum," sagði Rán. „Nei, það er ekki til mjög mikið af dóti hérna á Þórshöfn. En við eigum samt báðar mikið dót.“ - Hvað ætlið þið að gera í sumar? „Ég fer í ferðalag til Reykjavíkur," sagði Rán „og ég hlakka mikið til.“ Kristín sagðist líka fara í ferðalag, sennilega til ísafjarðar. -mþþ RaUakstur er ekki fyrir viðvaninga París-Dakar rallið fær alltaf mikla umfjöllun fjölmiðla því með þátttöku í því fór akstursdellufólk virkilega útrás. Leiðin sem farin er liggur þvert yfir Saharaeyði- mörkina og þar getur ýmislegt gerst frá veðurfræðilegu sjónarmiði, a.m.k. skyldi enginn reikna með stillum þar og góðviðri sem gefnum hlut. Maríana Borg og vinkona hennar Francoise Elby tóku þátt í rallinu í ár. Þær voru á Mitsubishi Pajero en þrátt fyrir það urðu þær að gefast upp eftir fyrsta daginn. Prins Albert og aðstoðarmaður hans Jean- Pierre Marsan voru einnig á Pajero en þeim gekk bara ekkert betur. Þeirra bíll drap á sér úti í miðri á og það þurfti að draga hann á þurrt. Eftir því sem fréttir herrrra þá voru þau Maríana og Jean-Pierre góðir vinir og nú velta slúðurdálkahöfund- ar því fyrir sér hvort þau skötuhjúin hafi tekið til við að hugga hvort annað eftir ófarirnar í rallinu. Góðar með sig áður en lagt var af stað. Marí- _ ana og Francoisc voru ákveðnar í að komast jS Jean-Pierre Marsan - fyrrverandi kærasti Maríönu - alla leið. íff ^auíar hvað af tekur, en það er ekki nóg þegar vélin ! ' er gegnsósa af vatni og vill ekki í gang. % Sameigin- legt vinstra- framboð Málgagn Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi, Norðurland, sagðí frá þvf í síðustu viku að Alþýðu- bandalagið á Dalvfk hefði að undanförnu beitt sér fyrir umræðum meðal vinstri manna um mögu- leika á sameiginlegu framboði við komandi bæjarstjórnarkosningar. Einn fundur hefur verið haldinn og búið er, að stofna undirbúnings- nefnd. Fréttin endar á þessum orðum: „Bíða menn nú spenntir eftir niðurstöðu, en að sögn kunnra er mikill áhugi fyrir þessari hugmynd. Heyrst hefur að nú þegar sé farið að fara illilega um Framsóknar- menn og aðra hægri menn á staðnum.“ • Felu- leikur og dulnefni hessi „frétt“ blaðsins er ákaflega undarleg að mörgu leyti. í henni kemur fram nýr skilningur á stefnu framsóknarmanna, því sagt er fullum fetum að þeír séu hægri menn. Hins vegar vita þeir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum að Fram- sóknarflokkurinn er miðjuflokkur. Á Dalvfk hlæja menn að þessari „frétt“, sérstak- lega lokaorðunum. Sann- leikurinn er nefnilega sá að Alþýðubandalagið á Dalvfk er ákaflega ein- angrað. Framsóknarflokk- urinn er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn- inni þar en Alþýðubanda- lagið, Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurínn mynda minnihlutann. Al- þýðubandalaginu hefur gengið illa í minnihluta- samstarfinu og segja menn nú að það þori ekki að bjóða fram í næstu kosningum undir réttu nafni. Þess í stað á að fara í smá feluleik, taka upp dulnefni og kenna fram- boðið við vinstri menn. Hvort blekkingin lukkast kemur svo í Ijós í vor. # Skemmti- legt starf Stafsetnfngin getur stundum haft mikið að segja. Þessu til sönnunar skal nefnt eitt dæmi. Á laugardaginn mátti heyra f útvarpinu eftirfarandi auglýsingu: „Borðapantanir á Hótel Sögu alla daga.“ Einhverra hluta vegna las þulurinn fyrsta orðið sem tvö í tvígang þannig að auglýsingin varð: „Borða pantanir á Hótel sögu alla daga.“ Og ég hugsaði með mér að það hfyti að vera skemmtilegt starf að borða allar pantanir á Hót- el Sögu. Ef til vill svolítið fitandi samt!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.