Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 9
10. mars 1986 - DAGUR - 9
Krabbamein í brjóstum
hefur aukist gífurlega
á undanfömum ámm
-1 kvöld verður opnuð sýning í Dynheimum í tengslum við
þjóðarátak gegn krabbameini, en þar mun Jónas Franklín flytja
fyrirlestur um starfsemi leitarstöðvar krabbameinsfélags Akureyrar
í kvöld verður opnuð í Dyn-
heimum sýning sem Krabba-
meinsfelag íslands í samráði
við Krabbameinsfélag Akur-
eyrar hefur forgöngu um.
Sýningin er að hluta til liður í
undirbúningi átaks gegn
krabbameini, sem hlotið hefur
nafnið „Þjóðarátak gegn
krabbameini - þín vegna“.
Átakið hefur verið nefnt
„Fræðsluvika ’86“ og á sýning-
unni sem er hluti „fræðsluvik-
unar“ eru myndir sem 10-12
ára skólabörn voru beðin um
að teikna af einhverju sem
þeim dytti í hug, þegar þau
heyrðu talað um krabbamein.
Um 100 myndir eru á sýning-
unni.
í síðustu viku skoðuðu skóla-
börn á Akureyri sýninguna, auk
þess sem þeim var sýnd
fræðslumynd um myndun
krabbameins. Myndin sem ber
nafnið „Af einni frumu - um
myndun krabbameins." náði að
sögn Jónasar Franklíns sérfræð-
ings í kvensjúkdómum og læknis
við leitarstöð Krabbameinsfélags
Akureyrar, vel til barnanna. En
eins og áður sagði gefst almenn-
ingi nú kostur á að skoða sýning-
una, sem opin verður mánudags,
þriðjudags og miðvikudagskvöld
frá kl. 20-22. Fyrirlestrar verða
öll kvöldin á milli 20.30 og 21. Á
mánudagskvöld mun Jónas
Franklín tala um starfssemi leit-
arstöðvarinnar á Akureyri, á
þriðjudagskvöld talar Gauti
Arnþórsson um leit að krabba-
meini í maga og Nick Cariglia
mun tala um leit að krabbameini
í ristli á miðvikudagskvöld.
í tilefni að sýningu þessari var
rætt við Jónas Franklín um starf-
semi leitarstöðvarinnar og ýmis-
legt fleira.
Krabbameinsfélag Akureyrar
var stofnað í desember árið 1952,
en skipulögð leit að krabbameini
í leghálsi var hafin hér á Akur-
eyri í ágúst árið 1968.
í fyrstu var skoðað í heilsu-
verndarstöðinni sem þá var, en
árið 1974 fékk leitarstöðin inni í
húsi Kaupfélagsins að Hafnar-
stræti 95. Krabbameinsfélagið
barðist þá í bökkum við að halda
rekstri leitarstöðvarinnar gang-
andi, en fékk þá stuðning frá
FSA, er tekið hafði húseignina
á leigu. Vegna rekstrarörðug-
leika var heilsuverndarstöð Ak-
ureyrar fengin til að taka við
rekstrinum á miðju ári 1979. Um
áramótin 1984-5 tók heilsugæslu-
stöðin á Akureyri við rekstri leit-
arstöðvarinnar. Síðastliðið vor
varð sú breyting á að FSA sagði
húsnæðinu við Hafnarstræti lausu
en þá tók Læknaþjónustan við
rekstrinum í endurnýjuðu hús-
næði. Frá áramótum hefur kon-
um verið gefin kostur á að panta
tíma hvenær sem er dagsins, alla
virka daga í síma 25511. En áður
voru tímapantanir einungis á
miðvikudagsmorgnum. Leitar-
stöðin er eftir sem áður opin á
miðvikudögum frá kl. 9-17.
Á leitarstöðinni starfa tveir
sérfræðingar, þeir Jónas Franklín
og Bjarni Rafnar, Heba Ás-
grímsdóttir ljósmóðir og Rósa
Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur.
Skipuleg leit að leghálskrabba-
meini hófst hér á landi árið 1964,
en markmið skipulegrar leitar er
að lækka nýgengi leghálskrabba-
meins, (þ.e. árlegur fjöldi nýrra
tilfella miðað við 100.000 konur,)
og að auka möguleika á að út-
rýma dauðsföllum af völdum
sjúkdómsins. Árangur aukins
leitarstarfs hefur m.a. komið
fram í því að marktæk lækkun
hefur orðið á nýgengi sjúkdóms-
ins. Fjöldi kvenna, sem greinst
hefur með Ieghálskrabbamein
féll úr 25 tilfellum af 100.000 á
tímabilinu 1965-69 í 9 tilfelli af
100.000 á tímabilinu 1975-79.
Þessi lækkun byggist m.a. á því
að forstigsbreytingar fundust í
tíma. Frá 1980 hefur fjöldi
greindra tilfella á ný farið vax-
andi úr 9 tilfellum í 12,5. Hækk-
un þessi er aðeins marktæk fyrir
konur undir 45 ára aldri.
Marktæk lækkun hefur orðið á
dánartíðni kvenna sem fá leg-
hálskrabbamein. Um 60% lækk-
un varð á dánartíðni vegna sjúk-
dómsins frá 1965-69 til 1975-79.
Þessi lækkun byggist m.a. á því
að með tilkomu leitar greinast
fleiri konur með sjúkdóminn á
fyrsta stigi meðan tilfellum á
hærri stigum hefur fækkað.
Dánartíðni meðal þeirra
kvenna sem ekki mæta til skoð-
ana og fá leghálskrabbamein er
tífalt hærri en meðal þeirra
kvenna þar sem krabbameinið
greinist við leit. Þetta byggist á
þeirri staðreynd að hjá flestum
þeirra kvenna þar sem krabba-
mein greinist við leit er á fyrsta
stigi sjúkdóms þar sem batahorf-
ur eru mestar. Flestar þeirra, þar
sem sjúkdómurinn greinist utan
Þessir krakkar eru að horfa á fræðslumynd, um myndun krabbameins, en
skólabörnum á Akureyri gafst kostur á að sjá myndina í Dynheimum í síðutu
viku. Mynd: KGA.
Jónas Franldín læknir: „Við höfum reynt að beina auknum áróðri til kvenna
að mæta í leitarstöðina.
leitar, hafa meinið á hærri stigum
þar sem batahorfur eru síðri.
„Til að ná betri árangri í leit-
arstarfinu er ljóst að skoða þarf
hverja konu annað hvert ár,“
sagði Jónas Franklín. „Hér á Ak-
ureyri og í nærsveitum eru rúm-
lega 4500 konur á aldrinum 25-69
ára, en það þýðir að við þurfum
að skoða 2300 konur á ári, auk
þess sem um 200 konur koma
hingað reglulega í eftirlit.
Þær konur sem best hafa mætt
á leitarstöðina eru á aldrinum 30-
40 ára. Þetta eru konur sem hafa
átt nokkur börn og eru farnar að
hugsa um þessi mál af alvöru.
Þegar konur hafa náð 50 ára aldri
fer heimsóknum þeirra því miður
fækkandi. En á þeim aldri er auk-
in hætta á að konur fái krabba-
mein í brjóst.
Krabbamein í brjóstum hefur
aukist gífurlega á undanförnum
árunt og er nú langalgengasta
krabbameinið á meðal kvenna.“
Gagnstætt leghálskrabbameini
er greining forstiga ómöguleg.
Stefnt er að því að lækka dánar-
tíðnina með því að finna sjúk-
dóminn áður en hann hefur dreift
sér. Árangur skipulegrar leitar að
brjóstakrabbameini er sá að um
25-33% af árlega greindu
brjóstakrabbameini hefur fundist
við leit. í byrjun árs 1984 var
gerð vísindaleg athugun á árangri
brjóstakrabbameinslei ar. At-
huguð var dánartíðni kvenna úr
brjóstakrabbameini sem skoðað-
ar höfðu verið við leit á tímabil-
inu 1971-83. Dánartíðni meðal
þeirra kvenna sem fengið höfðu
brjóstaskoðun samhliða legháls-
skoðun var engu lægri en dánar-
tíðni meðal þeirra kvenna þar
sem brjóstaskoðun hafði verið
sleppt.
„Á Akureyri og nærsveitum
hafa 3863 konur á aldrinum 25-69
ára mætt á leitarstöðina frá 1.
oktober 1982 til 1. oktober 1985.
1334 konur á skoðunaraldri hafa
ekki mætt eða 35 % . Af þessum
hópi hafi 982 konur ekki mætt í
fimm ár.
Á Dalvík hafa 492 konur kom-
ið í krabbameinsskoðun, en 77
konur á skoðunaraldri hafa ekki
mætt, eða 16 %. Á Ólafsfirði
hafa 244 konur mætt til skoðun-
ar, en 25 konur ekki komið, eða
10 % af hópnum.
Við höfunt reynt að beina
auknum áróðri til kvenna að
mæta á leitarstöðina og í janúar
unnum við að þessum málum í
heila viku og svo aftur í nokkra
daga í febrúar. Árangurinn leynir
sér ekki með vaxandi fjölda
skoðana.“ sagði Jónas Franklín.
Undirbúningur þjóðarátaks •
gegn krabbameini er í fullum
gangi. Fræðslustarf hefur verið
aukið til muna, hafin er hópskoð-
un á 6000 íslendingum í tengslum
við rannsóknir á ristilkrabba og
„Fræðsluvika '86" hefur farið
víða unt land. Þegar þess er gætt
að árlega greinist krabbamein hjá
700 íslendingum. og að allt að
helmingur þeirra mun látast úr
þessum sjúkdómi, er ljóst að
átaks er þörf, ef takast á að forða
fleiri einstaklingum frá ótíma-
bærum dauða. -mþþ
á undanförnum árum og er nú algengasta
krabbameiniö á meöal kvcnna.
-VÚK!
1- ninuníou
LEGHÁLSKRABBAHEIN
Fjöldi kvenna, sem greinst hafa meö leg-
hálskrabbamein féll úr 25 tilfellum á tíma-
bilinu 1965-69 í 9 tilfclli á tímabilinu 1975-
79. Þessi lækkun byggist m.a. á því aö
forstigsbreytingar fundust í tíina.
TTDNt KRABBAMÐNA
HJA KORLUM
BO r
-I
1938 1980 1980 1870 1*70 1900
-38 -M -88 -74 -78 -84
m
TfDNI KRABBAMEINA
HJA KONUM
L
1853 1910 1(88 1970 1975 1980
-38 -84 -88 -7* -79 -84
Aft