Dagur - 10.03.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 10. mars 1986
__________________íþróttÍL
Þórsarar í 2. deild
eför 2 góða sigra
- ef ársþing HSI samþykkir fjölgun liða í 1. og 2. deild
Ef ársþing Handknattleiks-
sambands íslands tekur
ákvörðun um það að fjölga í 1.
öruggt að Þór frá Akureyri
leikur í 2. deild næsta vetur.
Þetta var Ijóst um helgina er
Þór vann tvo sæta sigra í síð-
ustu Ieikjum sínum sem báðir
voru háðir syðra.
Sá fyrri þeirra vr í Njarðvík
gegn UMFN og vann Þór þar
verðskuldaðan sigur 26:23 eftir
að staðan hafði verið 16:16 í hálf-
leik. Meiðsli voru í Þórsliðinu
fyrir þessa helgi sem urðu þess
valdandi að Árni „gamli“ Stef-
ánsson var kallaður til liðs við
Þór og hann brást svo sannarlega
ekki. Árni var bæði markhæsti
leikmaður liðsins og besti maður
þess og skoraði hann 9 mörk.
Sigurpáll Aðalsteinsson var með
5 mörk, Kristinn Hreinsson 4,
Gunnar M. Gunnarsson og Ólaf-
ur Harðarson með 3 hvor og Jó-
hann Samúelsson með 2.
í gær lék Þór svo gegn Fylki.
Þar voru Fylkismenn mun betri
aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu
að honum loknum með 5 marka
mun, 15:10. Þórsarar voru hins
vegar ekki búnir að segja sitt síð-
asta orð í 3. deild að þessu sinni,
þeir spiluðu grimmdarvörn í síð-
ari hálfleik með góðan markvörð
fyrir aftan sig og þegar upp var
staðið hafði Þór sigrað 29:25.
Mörk Þórs skoruðu Kristinn 9,
Árni 8 (5), Gunnar M. 5 (og fisk-
aði öll vítin sem Árni skoraði úr),
Sigurpáll 5 og Jóhann Samúels-
son 5.
Tap og sigur
Völsungar léku einnig tvo leiki
syðra um helgina en úrslit þeirra
höfðu enga þýðingu fyrir þá. Þeir
unnu Fylki með einu marki 18:17
og var sigurmarkið skorað úr
vítaskoti eftir að leiktíma lauk af
Pálma Pálmasyni. Hins vegar
gekk Völsungum ekki eins vel
gegn UMFN og máttu þola tap
18:25. - AE.
Enskir
r
I
marka-
ham
Nú viðraði loks vel til knatt-
spyrnuleikja í Englandi og
leikmenn tóku því greini-
lega fagnandi, það má sjá á
markaskorun liðanna. I 10
leikjum í 2. deild voru skor-
uð 30 mörk og í 7 leikjum í
1. deild voru skoruð 26
mörk. Þá voru þrír leikir í
bikarkeppninni ensku. En
úrslit leikjanna urðu sem
hér segir:
1. deild:
A. Villa-Arsenal 1:4
LiverpooI-QPR 4:1
Sheff. Wed,-
Birmingham 5:1
Tottenham-WBA 5:0
Chelsea-Man. City 1:0 1
Ipswich-Nott. Forest 1:0 1
Leicester-Coventry 2:1 1
2. deild:
Bradford-Blackburn 3:2 1
C. Palace-Middlesb. 2:1 1
Grimsby-Oldham 1:4 2
Leeds-Huddersfield 2:0 1
Portsmouth-Barnsley 1:1 X
Schrewsbury-Fulham 2:1 1
Stoke-Hull 0:1 2
Sunderland-Charlton 1:2 2
Wimbledon-Norwich 2:1 1
Bikarkeppnin:
5. umferð:
Bury-Watford 0:3
6. umferð:
Luton-Everton 2:2
Brighton-Southampton 0:2
og 2. deild úr 8 í 10 lið þa er
Arni Stefánsson. Var búinn að leggja handboltaskóna á hilluna en hljóp í skarðið vegna meiðsla og átti mikinn þátt
í sigrum Þórs um helgina. Mynd: gk-.
Stórliö á eftir Kristjáni Arasyni:
„Ég er ekki hræddur
um að missa Kristján
- segir Fritz Spannuth þjálfari Hamien
„Nei, ég er ekkert hræddur um
að missa Kristján, hann hefur
sagt að hann ætli að vera næsta
árið hjá Hamlen,“ sagði Fritz
Spannuth þjálfari v.-þýska
liðsins Hamlen sem Kristján
Arason leikur með en það liö
leikur í 2. deild.
„En sjálfsagt er það með
Kristján eins og aðra sem leika í
Þýskalandi, þeir vilja spila í
Bundesligunni. En ég hef ekkert
heyrt um að önnur lið vilji fá
hann til sín.“
- Hefðir þú áhuga á fleiri leik-
mönnum frá Islandi?
„Já svo sannarlega. Ég hef haft
mikil samskipti við íslendinga,
menn eins og Ólaf H. Jónsson og
Axel Axelsson sem ég þjálfaði
hjá Dankersen, Atla Hilmarsson
og nú Kristján. Hins vegar má
hvert lið í Þýskalandi aðeins hafa
einn erlendan leikmann.“
KK-Sviss.
„Sjálfsagt verður sprenging"
- segir Kristján Arason
Frammistaða Kristjáns Ara-
sonar í heimsmeistarakeppn-
inni í Sviss hefur ekki lárið
framhjá þeim sem fylgjast með
íþróttinni og vitað er að margir
útsendarar erlendra liða hafa
fylgst með honum.
Hið heimsfræga lið Gummers-
bach í V.-Þýskaiandi hefur þegar
sett sig í samband við Kristján og
er talið líklegt að hann gangi til
liðs við félagið, en önnur lið sem
hafa sýnt honum áhuga eru frá
Sviss og Spáni.
„Það á sjálfsagt eftir að verða
einhver sprenging," sagði Krist-
ján er við bárum undir hann þau
ummæli þjálfara hans hjá Haml-
en að hann yrði hjá því félagi
næsta ár, en þetta mál skýrist
mjög fljótlega. KK-Sviss.