Dagur - 18.03.1986, Page 3
18. mars 1986 - DAGUR - 3
•■"P
Hvað skyldu þau hafa verið að ræða þessi?
Laxveiði í fyrra:
Þriðia besta veiði-
frá upphafi
- Fiestir iaxar á stöng úr Laxá í Aðaldal
System Z 50
kr. 29.150,00
St.gr.
Technics
iUIWiBUÐIN •wvnMUHiJo
S 96-22111
Laxveiði 1985 var alls 66.313■
laxar að heildarþunga 216.589
kg, samkvæmt upplýsingum
Veiðimálastofnunar. Það er
um 14% betri veiði en árlegt
meðaltal 10 ára þar áður og
fjórðungi betri veiði en árlegt
meðaltal seinustu 20 ára. Árið
1985 er þriðja besta veiðiárið
hér á landi. Meðalþungi laxins
var 3,3 kg og er það aðeins
undir meðallagi.
Veruleg umskipti til hins betra
urðu sl. sumar í laxgengd víðs
vegar um land frá því sem verið
hafði seinustu fimm árin þar
áður. Þessa lægð í laxveiði má
rekja að mestu til köldu áranna
þriggja, 1979, 1981 og 1983 sem
hafa samheitið: Köldustu ár
aldarinnar. Var árið 1985 þannig
í heild hagstætt þeim, sem stund-
uðu laxveiði, sem fyrr greinir.
Laxveiðin var hæg í upphafi
veiðitímans 1985 gagnstætt því
sem hafði verið 1984, en herti á
sér þegar ársfiskur úr sjó (smá-
laxinn) fór að ganga. Batanum í
laxveiðinni olli því góð smálaxa-
gengd.
Stangveiðin 1985 var nær alls
staðar betri en árið áður og
umskiptin til hins betra eftir
veiðilægð seinustu ára urðu mest
í ám á Norðausturlandi, eins og í
Vopnafirði.
Hlutur stangveiði í heildar-
veiði 1985 var 47,7%, netaveiðin
gaf 22,5% og hafbeitarlaxinn
gerði 29,8% eða tæplega 20 þús-
und laxa, sem er það mesta úr
hafbeit til þessa.
Hæsta stangveiðiáin var Laxá í
Aðaldal með 1911 laxa 8,6 pd að
meðalþyngd, önnur í röðinni var
Laxá í Dölum, en þar veiddust
1600 laxar 7,8 pd, þá kemur
Þverá í Borgarfirði með 1550
laxa og 6,5 pd meðalþyngd.
Fjórða hæsta áin var Grímsá og
Tunguá í Borgarfirði, en þar
veiddust 1463 laxar 5,9 pd og
fimmta laxveiðiáin var Laxá á
Ásum með 1440 laxa og 6,5 pd
meðalþunga. Sjötta áin var
Hofsá í Vopnafirði, en þar feng-
ust 1219 laxar 5,4 pd. Sjöunda
Elliðaár með 1157 laxa, áttunda
Langá á Mýruni 1155 laxar,
níunda Laxá í Kjós og Bugða
með 1154 laxa og tíunda
Norðurá, en þar veiddist 1121
lax.
Útsölumarkaðurinn
er enn í fullum gangi.
Alltaf bætist eitthvað nýtt við á hverjum degi,
nú: Diskamottur og svuntur, löberar,
sængurfatnaður, nýjar tegundir af prjónagarni
og svo vefnaðarvara í miklu úrvali.
Allt á ótrúlega lágu verði.
/ÉftVEfi/LUn
JfnnvjonvöRUR CtFlUCL UlVlLCl
^ Sunnuhlíð.
Flugieiðir:
Hagnaður s.l. ár
196,9 milljónir
Stjórn Flugleiða kom nýlega
saman til fundar og samþykkti
ársreikning félagsins fyrir árið
1985.
Hagnaður á árinu nam 196,9
millj. kr., eða samsvarandi 3,4%
af rekstrartekjum félagsins, sem
Rafvirkjafélag Akureyrar:
Bæjarsljómin
stuðli að aukinni
upplysingastarfsemi
Fundur haldinn í Rafvirkjafélagi
Akureyrar þann 11. mars skorar
á bæjarstjórn að stuðla að stór-
aukinni upplýsingastarfsemi um
Verðmyndun og verðlag hjá
bæjarstofnunum og gera bæjar-
búunt ljóst hver framfærsluvísi-
talan er á Akureyri miðað við
Rcykjavík og hve t.d. Hitaveita
Akureyrar vegur mikið í fram-
færsluvísitölunni. Ennfremur er
þess krafist að fenginn verði
óháður aðili til að mæla hitastig
vatns hjá Hitaveitu Akureyrar.
voru samtals 5.783 millj. kr.
Rekstrarafkoman á hinni reglu-
legu starfsemi félagsins varð 37%
lakari en árið áður, þ.e. hagnað-
ur fyrir fjármagnskostnað varð
208,3 millj. kr., en var árið áður
329 millj. kr. reiknað á meðal-
verðlagi ársins 1985.
Heildarfjöldi farþega var
784.501, eða 10,9% fleiri en
1984. Hins vegar urðu frakt-
flutningar 16,3% minni, eða
6.809 tonn, einkum vegna
umtalsverðs samdráttar í slíkunt
flutningum á Norður-Atlants-
hafsflugleiðinni. Meðalsæta-
nýting árið 1985 var 77,4%
Á árinu störfuðu að meðaltali
1.607 starfsmenn hjá félaginu, og
launagreiðslur námu samtals 949
millj. kr. í árslok áttu Flugleiðir
sex þotur og fjórar skrúfuþotur.
Eiginfjárstaða Flugleiða hefur
batnað verulega, og er eigið fé nú
bókfært á 286,6 ntillj. kr., þar af
er núverandi hlutafé 35 millj. kr.
Á aðalfundi Flugleiða, sem
haldinn veröur n.k. fimmtudag
mun stjórnin leggja til að greidd-
ur verði 10% arður, og að hlutafé
félagsins verði þrefaldað með
útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
flö niOIMEER ’86
flD PIOIMEER'
hljómflutningstæki
í úrvali.
Tilvalin
fermingargjöf.
SÍMI
(96) 21400