Dagur


Dagur - 18.03.1986, Qupperneq 6

Dagur - 18.03.1986, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 18. mars 1986 18. mars 1986 - DAGUR - 7 Hvernig litist þér á að hlaða þér íbúðarhús úr froðuplast- kubbum? Hugmyndin virðist fráleit því allir vita að við Islendingar þurfum sterk og endingargóð hús og hús úr froðuplasti uppfyllir tæplega þær kröfur. En hvernig væri þá að nota eingöngu froðuplast við uppslátt á steinsteyptu húsi? Eflaust þykir flestum þetta jafn fráleitt og fyrri kost- urinn sem ég nefndi, en Sigurður Sigurðsson hjá S.S. Byggi hyggst sýna fram á að það sé hægt. Reyndar ætlar hann að hlaða húsið úr froðuplastkubbum frá þýsku fyrirtæki sem hefur hannað þá og þróað. Kubbarnir eru þeirrar náttúru að þeir koma í stað bæði einangrunar og upp- sláttar. Með því að byggja hús með þessu móti sparast því upp- slátturinn. Kubbarnir eru um 20 sm á hæð en hægt er að fá þá í mis- munandi lengdum og lögun að öðru leyti og öll frávik frá bein- um veggjum og 90 gráðu hornum eru mun auðveldari í framkvæmd með þessum kubbum en með hefðbundnum aðferðum. Kubb- arnir eru holir (sjá mynd) og þeg- ar búið er að hlaða úr þcim eina hæð, þá er steypunni rennt í, rétt eins og um venjuleg mót væri að ræða. Þar með losnar maður ekki aðeins við uppslátt heldur líka fráslátt og auki þess er einangr- unin komin á sinn stað og húsið er að mörgu leyti mun betur ein- angrað með þessari aðferð en þeim sem við þekkjum. Svo kall- aðar kuidabrýr sem myndast þar sem veggir og plötur koma út í útvegg eru úr sögunni og auk þess eru allir innveggir einangr- aðir sem gefur betri hljóðein- angrun. Járnabindingu og allar lagnir er hægt að leggja í inótin áður en steypt er en einnig er hægt að fella raflagnir o.fl inn í plastið innan á veggjunum, líkt og nú er gert. Utan á húsið er sett sérstakt trefjaplastefni sem er smurt á plastið, mottur úr sama efni lagð- ar yfir og smurt aftur þar yfir og á þetta efni að veita mjög mikið veðrunarþol. Sigurður kveðst reikna með því að innanhúss verði veggir múrhúðaðir á hefð- bundinn hátt. Með þessari aðferð er steypan Einangrun og uppsláttur í senn - S.S. Byggir hyggst reisa tilraunahús þar sem slegið er upp með kubbum úr froðuplasti í veggjunum mun betur varin og menn ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af veðrun eða steypu- skemmdum, s.s. alkalískemmd- um. Sigurður sagði að í Þýskalandi og í Luxemborg þar sem hann kynntist þessari byggingaraðferð séu byggð allt að 12 hæða hús með þessari aðferð. Ég spurði hann hvort athugað hefði verið að hve miklu leyti þessi hús stæð- ust íslenska byggingarstaðla. „Það er búið að hlaða vegg iijá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins fyrir sunnan og það er verið að prufa þetta. Eftir fyrstu fréttum ætti þetta að standast all- ar okkar kröfur og meira að segja er einangrun meiri en farið er fram á í dag.“ - Hvað heldur þú að muni miklu á verði einbýlishúsa sem byggð væru með þessari aðferð miðað við þær aðferðir sem við þekkjum? „Nú vil ég ekki fara út í miklar fullyrðingar. Þess vegna vildi ég byrja á að fá lóð og sýna fram á þetta og reynslan verður svo að skera úr um það hversu miklu hagkvæmari þessi aðferð er.“ Sigurður sótti um 2 til 3 lóðir við Brálund til að byggja tilraunahús. Samkvæmt skipulagi er ekki gert ráð fyrir húsum á þessum stað heldur leiksvæði fyr- ir börn. Hins vegar hefur ekkert verið gert þarna til að börn gætu leikið sér á þessum bletti og sækja því börnin í hverfinu því annað til leikja, t.d. í brekkkuna sem er þarna rétt sunnan við, við norðurenda golfvallarins. Því taldi Sigurður eðlilegt að þarna Að hlaða hús úr þessum kubbum er líkast því að óyggja úr Legokubbum. yrði úthlutað lóðum undir íbúðar- hús en leikaðstaða fyrir börnin yrði sett upp þar sem þau leika sér, suður í brekkunni. íbúar fjögurra aðliggjandi húsa við Lerkilund sendu Skipulagsnefnd bæjarins bréf þar sem fram kem- ur að þeir séu „algjörlega andvíg- ir öllum hugmyndum um bygg- ingar á opnu leiksvæði vestan Lerkilundar“. Skipulagsnefnd samþykkti að hún teldi „ótíma- bært að breyta aðalskipulagi til úthlutunar lóða við Eikarlund/ Rauðu húsin þrjú teiknaði Sigurður inn á kortið og fór fram á að fá að byggja tilraunahús á þessum lóðum. Því var hafnað þar sem skipulagið gerir ráð fyrir leiksvæði á þessum stað. Brálund meðan unnið er að endurskoðun aðalskipulags.“ Þar með var sú hugmynd Sigurðar að byggja á þessum stað úr sögunni en honum var bent á að hann gæti fengið lóð undir tvílyft hús við suðurenda Aðalstrætis. „Síðustu ár hefur verið boðið upp á lítið annað en tvílyft hús. Sjáðu bara allt Þorpið og svo á að halda áfram þarna í Innbænum. Fólk vill einnar hæðar einbýlis- hús og raðhús. Og mér þykir hart að þurfa að fara af stað með svona tilraun þar sem allt er í óvissu og þurfa að byggja inni á Krókeyri þar sem ég stórefast um að margir vilji kaupa'. Ég var búinn að fá símhringingar frá mönnum sem báðu mig að láta sig vita ef ég færi af stað þarna upp frá, þeir væru til í að kaupa, en ég efast um að fólk komi stökkvandi og vilji kaupa þessi hús inni á Krókeyri." Sigurður sagði að sér þætti það nokkurt nýmæli að íbúar í næstu húsum væru spurðir hvort þeim væri sama þótt byggð yrðu ný hús í nágrenninu. „Hins vegar eru mýmörg dæmi um að íbúar hafi mótmælt en ekki hhistað á þá. Þegar raðhúsin við Háhlíð- ina voru byggð var því mótmælt af íbúum í kring. Það sama gerð- ist þegar farið var að byggja við elliheimilið, einn daginn var leikskóla dembt niður á grænt svæði á Eiðsvellinum gegn vilja íbúanna í kring og þegar Innbæj- arskipulagið var lagt fram mót- mæltu íbúarnir því að fá ný hús í hverfið. Bæjaryfirvöld verða að átta sig Sigurður Sigurðsson. Mynd: - KGA. á því að það eru til menn sem vilja byggja á góðum stöðum, sbr. Hrafnabjörg og Jörvabyggð. Þessir menn hefðu sennilega haldið að sér höndum ef þeim hefðu ekki boðist góðar lóðir og bærinn hefur ekki efni á að sleppa því að byggja á þessum lóðum þar sem það kostar hann lítið sem ekkert að bæta við húsum." - Heldur þú að ef í ljós kemur að með þessari aðferð væri hægt að lækka íbúðaverð um einhverja tugi prósenta að það gæti orðið til þess að laða hingað fólk? „Jú, að vísu er það ekki nóg því fólk þarf að hafa eitthvað að gera og ég held að það þurfi að fara að gera einhverja stóra hluti í þeim efnum, en ég er ekki frá því að ef ástand í atvinnumálum lagast eitthvað þá sé þetta gott tromp.“ Rafn Sigurðsson sem er búsett- ur í Luxemborg hefur fengið einkaumboð fyrir þessa plast- kubba sem framleiddir eru í Þýskalandi og hyggst hann flytja heim og hefja innflutning og jafn- vel framleiðslu á þessum kubbum. Óvíst er hvort hann sest að hér á Akureyri eða fyrir sunn- an en líklega þætti flestum það nokkur fengur ef hingað kæmi verksmiðja sem framleiddi plast- kubbana. „Það er sama við hvern ég hef talað vegna þessa máls, allir virð- ast vilja allt fyrir mann gera en enginn gerir neitt. Málin stranda bara í einhvtrjum nefndum hjá kerfisköllum sem því miður virð- ast ráða allt of miklu í þessu bæjarfélagi," sagði Sigurður og kvaðst ekki vita hvert framhald yrði á áformum sínum um bygg- ingu tilraunahúss með ofan- greindri aðferð. -yk. Þverskurður af húsi skv. teikningu frá fram- leiðendum kubbanna. Þessi þrjú hús eru öll byggð með þeirri aðferð sem lýst er hér í opnunni. norðlensk fyrirtæki „Hálfgert glópalán að komast í þetta“ - segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar hf. Á Rangárvöílum á Akureyri er rekið athyglisvert fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í endur- vinnslu á úrgangi. Fyrirtækið heitir Gúmmívinnslan og eins og nafnið bendir til er öll starf- semi þess tengd gúmmíi og framleiðslu úr þvj. Hráefnið er gúmmí sem sorfið er utan af hjólbörðum við sóln- ingu og notar Gúmmívinnslan bæði það gúmmí sem til fellur þar og gúmmí frá sólningarverkstæð- um í Reykjavík. Fyrsta hlutverk Gúmmívinnsl- unnar var að sóla hjólbarða og er notuð við það svokölluð kald- sólningaraðferð. Gúmmívinnslan komst í samband við sænskt fyrir- tæki, JLP products, og þaðan kemur uppskriftin að því hvernig steypa má ýmsa hluti úr gúmmí- svarfi. Að sögn Þórarins Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Gúmmívinnslunnar fær hann ekki einu sinni að vita í hverju galdurinn er fólginn, held- ur flytur hann inn tilbúin þau bindiefni sem nauðsynleg eru til að svarfið loði nægilega vel saman. Fyrsta framleiðslan sem farið var af stað með tilraunir á í Gúmmívinnslunni var millibobb- ingar fyrir sjávarútveginn og eru þeir nú orðnir fullþróuð vara, að sögn Þórarins, sem reynst hefur vel og er sala á henni komin á fullt skrið. í vetur var svo hafin tilrauna- framleiðsla á gúmmímottum úr þessu sama cfni og eru þær ætlað- ar undir stórgripi að standa á og önnur stærð af sömu mottum hef- ur verið framleidd undir fólk sem stendur við vinnu sína, s.s. í frystihúsum. Þess má geta að þar sem Gúmmívinnslan er til húsa var áður fjós Tilraunastöðvar ríkisins og Þórarinn sagði að það færi náttúrlega vel á því að fram- leiða mottur undir kýrnar í gamla fjósinu. Þessa dagana er svo að hefjast framleiðsla á gúmmíhnöllum undir umferðarrör sem notuð eru til að merkja staði þar sem ekki má aka o.fl. „Við höfum flutt Þar sem áður var ijós er nú nýtísku cndurvinnsluiðnaður. Myndir: KGA þessi umferðarrör inn frá sam- starfsfyrirtæki okkar í Svíþjóð en nú ætlum við að steypa hnallana eða fæturna sjálfir," sagði Þórar- inn. Það mun vera mjög fátítt að við endurvinnslu á úrgangsefnum takist að ná hlutfalli úrgangsins í nýrri framleiðslu upp í jafn hátt hlutfall og raunin er hjá Gúmmí- vinnslunni en á milli 80 og 90% af hráefninu í framleiðsluvörum fyrirtækisins er gúmmísvarf af hjólbörðum. „Ég veit satt að segja ekki til þess að það séu nema tvö til þrjú fyrirtæki í heim- inum sem eru í þessari endur- vinnslu í hjólbarðagúmmíi og hálfgert glópalán á okkur að við skyldum komast í þetta,“ sagði Þórarinn að lokum. -yk. Motturnar eru til í mismunandi stærðum eftir því hvort þær eru ætlaðar undir kýr eða menn. Gúmmívinnslan kaupir gúmmísalla frá sólningarvcrkstæðum fyrir sunnan og flytur hann norður í gámum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.