Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 16.04.1986, Blaðsíða 5
16. apríl 1986 - DAGUR - 5 Námsstefna um framtíðarþróun samvinnuhreyfingarinnar var haldin á Akureyri 3. apríl, og tókst hún vel í alla staði. Þátttakendur voru um fimmtíu, frá kaupfélögunum á Norðurlandi og einnig frá ísafirði. Framsögumenn voru þeir Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins, Axel Gíslason aðstoðarforstjóri, Sigurður Gils Björgvinsson forstöðumaður Hagsýsludeildar og Björn Ingimarsson hagfræðingur Fræðslu- og kaupfélagadeildar. Þriðja náms- stefnan í röð var svo haldin í Borgarnesi 8. apríl. Þar mættu um 60 manns frá kaupfélögunum á Suðurlandi, Suð- vesturlandi, Vcsturlandi og Vestfjörðum. Framsögumenn voru hinir sömu og á Akureyri, og einnig Erlendur Ein- arsson forstjóri. Sauðfjárbændur í Skagafirði: Fundur og sýning í Selinu Félag sauðfjárbænda í Skaga- firði sem stofnað var 10. júlí á síðasta ári hélt sinn fyrsta aðalfund mánudaginn 7. aprfl sl. í Selinu, matsal sláturhúss KS á Sauðárkróki. Reyndar var haldinn annar fundur á undan aðalfundinum þar sem mættir voru fulltrúar frá ullar- og skinnaiðnaðinum og sýnd voru vel og illa verkuð ull og skinn. Einnig var sútunarverk- smiðjan Loðskinn á Sauðár- króki þarna með sýnishorn af mokkaskinna framleiðslu sinni. Frummælendur á þessum fundi voru: Aðalsteinn Helgason fram- kvæmdastjóri ullariðnaðardeildar Sambandsins, sem fjallaði um verðmyndun á ull og í hans máli kom fram að ullarverð hefur lækkað um 10% síðasta árið. Kristinn Arnþórsson frá Iðnaðar- deild Sambandsins talaði um úrbætur í meðferð ullar, alveg frá því féð kemur í hús og þar til ull- in er send í verksmiðju. Bjarni Jónsson frá Sambandsverk- smiðjunum lýsti vinnslurás gær- unnar í verksmiðju og stóð fyrir sýningu vídeomyndar sem verk- smiðjurnar hafa látið gera og á að stuðla að bættri meðferð gærunn- ar. Einar Gíslason á Skörðugili var fundarstjóri og stýrði frjáls- um umræðum, sem voru all-' fjörugar. Sjálfur lýsti hann skoð- un sinni að of lítið væri greitt fyr- ir góðu ullina, og trassarnir ættu ekki að fá neitt fyrir ruslið. Mjög vel var mætt á þennan fund og sýninguna, líklega um hundrað manns. Á aðalfundi Félags sauðfjár- bænda sem haldinn var seinnipart dagsins voru gerðar nokkrar sam- þykktir. Þ.á m. var beint þeirri áskorun til stjórnvalda að setja kvóta á alla kjötframleiðslu í landinu og breyta verðlagningu á ull, þannig að greitt verði mun meira fyrir betri ullina en gert er í dag. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Örn Þórarinsson og Einar Gíslason, en stjórnin var öll endurkjörin. Hana skipa: Borgar Símonarson Goðdölum formaður, Leifur Þórarinsson Keldudal varaformaður, Andrés Helgason Tungu gjaldkeri, Örn Þórarinsson Ökrum ritari og Ein- ar Gíslason Skörðugili með- stjórnandi. í Félagi sauðfjáreig- enda í Skagafirði eru nú um 230 félagar. -þá Einingar- félagar Aðaifundur Verkalýðsfélagsins Einingar verður haldinn í Alþýðuhúsinu sunnudag- inn 20. apríl nk. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Kaffiveitingar. Stjórn Vlf. Einingar. Skrifstofa Framsóknarflokksms í Garðari á Húsavík verður opin frá kl. 17 til 19, mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga sími 41225. Framsóknarfélag Húsavíkur. FRAMSÓKN TIL FRAMFARA Skrifstofan í Eiðsvallagötu 6 er opin virka daga kl. 16.30 - 18.30. Síminn er 21180 og það er alltaf heitt á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri Alfa Romeó 33 4x4 sýningarbíll til reynsluaksturs á staðnum. Komið ★ Skoðið ★ Reynsluakið Skalafell, Draupnisgötu 4. f. Akureyri, sími 96-22255. Skodi og Alfa Romeó 33 4x4 árgerðir 1986: Bflasýning verður laugardag og sunnudag 19. og 20. apríl frá kl. 13-17 báða dagana að Skálafelli, Draupnis- götu 4. f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.