Dagur - 16.04.1986, Page 6

Dagur - 16.04.1986, Page 6
6 - DAGUR - 16. apríl 1986 - segja starfsmenn D.N. G. og eru stoltir af færavindunni góðu Sisurður Gestsson með nokkra hiuta mótorsins sem smíðaðir eru á Berghóii. Eitt af þeim fyrirtækjum sem stofnað var á Akureyri og hef- ur náð að vaxa og dafna er D.N.G. Þar hefur átt sér stað þróun á rafeindabúnaði sem náð hefur mikilli viðurkenn- ingu, bæði innanlands og utan. Starfsemi fyrirtækisins er á tveimur stöðum. Annars vegar er málmsteypa og mótorsmíða- verkstæði að Berghóli í Glæsi- bæjarhreppi norðan Akureyr- ar og samsetningarverksmiðja rafeindabúnaðar og prófunar- stöð á Oseyri á Akureyri. Þeg- ar bræðurnir Níls og Davíð Gíslasynir byrjuðu að smíða það sem vinsælast er af fram- leiðslu D.N.G., það er sjálf- virku færavinduna, fór öll starfsemin fram að Berghóli. Nú hefur framleiðslan aukist það mikið að nauðsynlegt reyndist að fá stærra húsnæði til framleiðslunnar. Okkur lék forvitni á að sjá hvernig þetta undratæki er framleitt. Álsteypa og mótorsmíð. Fyrst lá leiðin að Berghóli þar sem Sigurður Gestsson er verk- stjóri. Þar eru smíðuð mótorhús utan’ um vinduna. Mótorhúsin sem eru úr seltuþolnu áli eru steypt úr álblöndu frá Álverk- smiðjunni við Straumsvík. Álverksmiðjan blandar álið sér- staklega fyrir D.N.G. Notkun er um 4-5 tonn á ári. Hann lætur ekki mikið yfir sér álbræðslupott- urinn og mótunarvélin sem notuð er til framleiðslunnar. brátt fyrir það er hún hugvitsamlega gerð. Siguröur segir að vélin sé fundin upp af starfsmönnum fyrirtækis- ins og sjálfur hafi hann smíðað liana. - Er algengt að notuð séu verkfæri við framleiðsluna sem starfsmenn hafi fundið upp og smíðað? „Það er nokkuð mikið um það, því framleiðslan er það sérhæfð. Það eru hreinlega ekki til verk- færi í margt sem við þurfum að gera, svo eina leiðin er að smíða þau á staðnum," segir Sigurður. Þannig er um margt af því sem við sjáum hjá D.N.G. Heima- smíðuð verkfæri og tæki sem nota þarf við framleiðsluna. Óhætt er að segja að hann sé smíðaður frá grunni. Þetta er þriggja fasa mótor, ef einhver er einhverju nær. Snúningshraði hans er um 200 snúningar á mín- útu sem er mjög hægur snúning- ur, þegar venjulegir rafmótorar snúast um 1400 snúninga. „Þess vegna þarf sérstakan mótor í vinduna og ekki um annað að ræða en smíða hann hér,“ segir Sigurður. Mótorinn má stoppa og bíða þannig, án þess að hann brenni yfir. Ef hann vantar afl vegna mikHs fiskjar á færinu, bíð- ur hann þar til léttist á færinu og byrjar þá aftur að vinda inn. Annars er með ólíkindum hvaða eiginleika mótorinn og vindan sjálf hafa. „Það er mjög gaman að sjá hvernig vindan vinnur þegar ver- ið er að prófa hana hjá okkur. Þó er það ekkert miðað við að sjá hana vinna á sjó, það er stórkost- legt,“ segir Sigurður. Reyndar voru þeir Atli Rúnar Stefánsson og Konráð Eggertsson starfs- menn D.N.G. á sama máli, en þeir vinna með Sigurði að fram- leiðslu mótorhúsanna og mótors- ins. Konráð er yfirsteypari og „fúskari af Guðs náð,“ eins og hann segir sjálfur. „Það er tölu- verður sóðaskapur við þessa fÉpi > ■ §j$ Engin loftbóla og vindan er til í hvað sem er. Jón Geir Jónatansson setur eina í„bað“. Víðir Gíslason „flugsendiherra“ við tilbúr Mótorinn sér kapítuli Rafmótorinn sem notaður er í vinduna er kapítuli út af fyrir sig. Atli Rúnar Stefánsson við álsteypuna og með sýnishorn af sérblönduðu áli og hluta úr vindunni. Konráð Eggertsson við mótorvinduna, se smíðað sjálfír.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.