Dagur - 16.04.1986, Side 11

Dagur - 16.04.1986, Side 11
16. apríl 1986 - DAGUR - 11 - Minning: TVíglundur Pétursson Fæddur 9. desember 1908 - Dáinn 4. mars 1986 Tíminn líður. Allt líf hefur sinn gang og ekki er vitað fyrr en grip- ið er í tauma hins lifandi lffs og það látið hverfa sjónum okkar sem eftir lifum. Nú er látinn afi minn Víglund- ur Fétursson. Fegar ég rifja upp uppvaxtarár mín er hann sem greyptur í hug minn. Hann var elstur af stórum systkinahópi, sem gerði það að verkum að hann fór snemma að heiman að vinna. Þetta hefur eflaust mótað óharðnaðan unglinginn því ég man varla eftir honum öðruvísi en sívinnandi. Hann fann sér allt- af eitthvað að sýsla við. Ég minn- ist þess þegar afi og amma komu til okkar í Sölvanes um helgar og í fríum sínum frá Akureyri. Það var alltaf nóg að gera i sveitinni og það sótti afi minn í. Það var oft sem ég var með honum í þess- um aukaverkum hans og lærði ég mikið af því. Hann var vanur bústörfum, því hann var bóndi, síðast á Fjalli í Kolbeinsdal, uns hann varð að hætta vegna heilsu- brests. Þrátt fyrir þá mæði sem hamlaði honum hreyfings á seinni árum var ekki dregið af sér við bústörfin heima í Sölvanesi. Þessi harka og óbilandi áhugi hafði mikil áhrif á mig. Hann var mér sem kennari þann tíma sem hann var hjá okkur á þessum árum. Ætíð hefur verið mikið samband milli afa og okkar systkinanna og eigum við því margar minningar og góðar um hann. Framboðslisti Alþýðu- flokks á Siglufirði: Kristján og Regína í efstu sætunum Á fundi í Alþýðuflokksfélagi Siglufjarðar sem haldinn var laugardaginn 12. mars síðast- liðinn var framboðslisti félags- ins til bæjarstjórnarkosninga 31. maí lagður fram og sam- þykktur einróma. Framboðs- listinn er þannig skipaður: 1. Kristján L. Möller íþróttafulltrúi. 2. Regína Guðlaugsd. íþróttakennari. 3. Olöf Kristjánsd. húsmóðir. 4. Jón Dýrfjörð vélvirki. 5. Viktor Þorkelsson verslunarmaður. 6. Margrét Friðriksd. verslunarmaður. 7. Kristinn Halldórsson vélfræðingur. 8. Rögnvaldur Þórðarson símavélstjóri. 9. Steingrímur Sigfússon bankastarfsmaður. 10. Björn Þór Haraldsson verkstjóri. 11. Arnar Ólafsson rafmagnseftirlitsmaður. 12. Hrafnhildur Stefánsdóttir húsmóðir. 13. Auður Sigurgeirsdóttir verkakona. 14. Guðmundur Davíðsson kaupmaður. 15. Anton V. Jóhannsson kennari. 16. Hörður Hannesson skipstjóri. 17. Ámundi Gunnarsson vélvirki. 18. Erla Ólafsdóttir húsmóðir. -yk. Nú þegar við kveðjum hann er ekki hægt annað en að hugsa með þakklæti um það sem hann gaf okkur í lifanda lífi. Lifi minning þín afi minn. Guðmundur Svanberg Pétursson. „Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá.“ Mér finnst vel við hæfi að hefja þessa minning- argrein um afa minn á þessum orðum Frelsarans. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Guð hefur tekið á móti afa opnum örmum. Ég man best eftir afa sem sí- starfandi, vandvirkum og jarð- bundnum eldri manni sem þótti vænt um að geta hjálpað og aðstoðað aðra. Afi var aldrei gef- inn fyrir að bera tilfinningar sínar utan á sér en aldrei duldist manni samt hvað honum þótti innilega vænt um okkur sem stóðum hon- um næst. Hann var duglegur að leggja fyrir okkur lífsreglurnar þó svo að ekki væri alltaf farið eftir þeim. Afi eignaðist aldrei mikinn veraldlegan auð en sá fjársjóður dýrmætastur, sem hann átti hér á jörð, fannst hon- um vera það líf sem hann átti þátt í að vekja; barn, barnabörn og barnabarnabörn. Ekkert verald- legt átti þó hug hans jafnmikið og gamli bíílinn hans. Hann nostraði endalaust við hann og hugsaði um hann eins og lifandi veru. Afi var ákaflega farsæll bílstjóri og var hann nýbúinn að fá viður- kenningu sem honum þótti mjög vænt um þ.e.a.s. viðurkenningu fyrir 20 ára öruggan akstur. Afi var búinn að þjást lengi af þeim sjúkleika sem dró hann til dauða. Líkami hans var orðinn gamall og lúinn en alltaf var hann andlega hress og ávallt stutt í grín og glens. Þó svo að það væri blessunarleg lausn fyrir afa að fá að deyja, þá fylltist ég trega og sorg þegar hann kvaddi. Hann var órjúfanlegur hluti daglegs lífs og vissulega verður hann það áfram. Dauðinn er ekkert nema annað líf. Við afkomendur hans höldum áfram veraldlegri bar- áttu og þökkum fyrir minninguna um okkar ástkæra vin og félaga, Víglund afa. Sólborg Alda Pétursdóttir. Glæsibæjarhreppur Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram eiga að fara 14. júní n.k. liggur frammi til sýnis á Sílastöðum frá 14. apríl - 11. maí n.k. Kærufrestur rennur út 2. júní n.k. Oddviti. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 16. apríl 1986 kl. 20-22 verða bæjarfulltrú- arnir Sigríður Stefánsdóttir og Margrét Kristinsdóttir til viðtals ( fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri FRAMSÓKN TIL FRAMFARA Úlfhildur Ftögnvaldsdóttir skrifstofumaður er 2. á lista fram- sóknarmanna til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Hún verður til viðtals á skrifstofunni Eiðsvallagötu 6 á morgun 17. apríl frá kl. 17.-18. Heitt verður á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri Sölumann/konu vantar til að selja neysluvörur á Norðurlandi. Umsóknir með uppl. um nafn, aldur og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir kl. 17 á föstu- dag merkt: „Sölumaður". Aðalfundur Akureyrardeildar KEA verður haldinn mánudaginn 21. apríl kl. 20.30 á Hótel KEA. Venjuleg aðalfundarstörf Deildarstjórnin. Frá Söngsveit Hlíðarbæjar Tónleikar í Hlíðarbæ fimmtudag 17. apríl kl. 21 Ljósvetningabúð föstudag 18. apríl kl. 21.00 og Samkomuhúsinu Hrísey laugardag 19. apríl kl. 14.30. Fjölbreytt dagskrá Kórsöngur +Kvartettsöngur +Einsöngur Stjórnandi: Ragnar Jónsson. Einsöngur: Þór Sigurðsson. Söngsveitin. A söluskrá: Vestursíða: Raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með bílskúr, samtals um 150 fm. Helgamagrastræti: Einbýlishús á tveimur hæðum, sam- tals 134 fm, í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð við Skarðshlíð. Sólvellir: 3ja herb. íbúö á neðri hæð í tvíbýli, ásamt bílskúr. Helgamagrastræti: 4ra herb. íbúð í tvíbýli. Skipti á minna og ódýrara. Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Hrafnagilsstræti: 5 herb. á efri hæð í tvíbýli. Stórholt: 4ra-5 herb. íbúð á neðri hæð. Henni getur fylgt tvö herbergi, eldhús og snyrting í kjallara. Til sölu sem ein heild eða sitt í hvoru lagi. Brekkugata: 4ra herb. íbúð. Hvammshlíð: Einbýlishús í byggingu, skipti. Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð. Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúð á fyrstu hæð. Dalvík. Einbýlishús á tveimur hæðum samtals 104 fm fæst á mjög góðum kjörum. Þórunnarstræti: 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð. Afhending strax. Keilusíða: 3ja herb. íbúð á þriðju hæð. Furulundur. 3ja herb. íbúð á efri hæð, í tveggja hæða raðhúsi, 76 fm. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð ca. 55 fm. Norðurgata: Einbýlishús á tveimur hæðurn. Eiðsvallagata: 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Reykjasíða: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Sumarbústaður: 35 fm nýr sumarbústaður staðsettur í Vaðlaheiði. Búðasíða: Steyptir sökklar undir einbýlishús. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, . . _ _ efri hæð, sími 21878 e*n* Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Johannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.