Dagur - 16.04.1986, Page 12

Dagur - 16.04.1986, Page 12
STRAUMRÁSF ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri ■ Sími 96-26988 Sauðárkrókur: Þórður hættir Þórður Þórðarson bæjarstjóri á Sauðárkróki hefur tilkynnt bæjarstjórninni þar að hann gefi ekki kost á sér til starfa sem bæjarstjóri eftir kosningar í vor. Þórður var ráðinn bæjarstjóri á Sauðárkróki eftir síðustu bæjar- stjórnarkosningar árið 1982. Þórður hefur látið hafa eftir sér að hann hafi einungis stefnt að því að vera á Sauðárkróki í fjög- ur ár og hugur sinn standi til starfa á öðrum vettvangi. Alþýðubankinn: Útibú á Blönduósi? Blönduós: Okeypis mjólk Fyrir nokkru ákvað skólanefnd grunnskólans á Blönduósi að beita sér fyrir því að gefa nemendum skólans kost á að fá ókeypis mjólk í skólanum. Það varð úr að þeir einstakl- ingar sem sitja í skólanefnd gáfu persónulega mjólkina fyrstu vikuna. Síðan varð að samkomulagi að mjólkurstöð Sölufélags Austur-Húnvetn- inga gæfi mjólkina næstu viku á eftir og síðan Kaupfélag Húnvetninga. Það liggur fyrir að sveitar- stjórnin hefur lofað að sjá til þess að mjólkin verði gefin áfram út skólaárið og mun sveitarsjóður standa straum af kostnaðinum ef ekki fást aðrir aðilar til þess. Að sögn Eiríks Jónssonar skólastjóra hafa nemendur tekið þessari nýjung vel en alls munu vera notaðir um 200 pelar af mjólk á dag í skólanum og kostn- aðurinn er um 7 þúsund krónur á viku. Eiríkur sagði að prófum lyki þann 9. maí en eftir það væri fyrirhugað að hafa svokallaða opna viku og væri verið að skipu- leggja hana þessa dagana. Skólanum lýkur svo trúlega 16. maí. G.Kr.- Þessi föngulegi hópur tók þátt í söfnuninni Þjóðarátak gegn krabbameini á Húsavík. Flest bendir til að Alþýðu- bankinn hf. setji upp útibú á Blönduósi. Bankinn hefur gert tilboð í neðri hæð húss Pólar- prjóns og hafa farið fram við- ræður á grundvelli tilboðsins. Sala þessa húss er hluti af aðgerðum forráðamanna Pólar- prjóns til að leysa fjárhagsvanda fyrirtækisins. Auk þess munu þeir hafa í hyggju að selja tvö íbúðarhús sem eru í eigu Pólar- prjóns og mun a.m.k. annað hús- ið ganga upp í kaupverð nýs húsnæðis fyrir prjónastofuna - ef ákveðið verður að halda rekstri áfram. G.Kr. Betra veður „Þessu kuldakasti fer senn að ljúka,“ sagði veðurfræðingur á Veðurstofu íslands í samtali við Dag í morgun. Hann sagði að næstu daga yrði austan- og suðaustanátt á Norðurlandi. Ekki myndi fara að hlýna verulega fyrr en á föstudag, en þá og á laugardag gæti orðið 5-7 stiga hiti. Reiknað er með að vindur verði hægur næstu daga. - Svo er bara að bíða og sjá hvort það er síðasta kuldakast vorsins sem senn er að ljúka. Mynd: IM Tveir bifreiðastjórar sem lentu í árekstri á bifreiðum sínum á Akureyri í gærmorgun eru ekki á einu máli um hvor hafi verið í rétti. Áreksturinn varð á mótum Þingvallastrætis og Mýrarvegar kl. 8.13. Hvítri Mazda bifreið var ekið vestur Pingvallastræti en hvítri Peugeot bifreið suður Mýr- arveg. Á mótum þessara gatna skullu þær saman, þarna eru umferðarljós og eru bifreiða- stjórarnir ekki sammála um hvor þeirra hafi ekið inn á gatnamótin á grænu ljósi. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri vinnur að rannsókn málsins ogvantar vitni. Ef einhverjir hafa séð hvað þarna átti sér stað eru þeir beðnir um að hafa samband við lögregluna. Mynd: - KGA. Sagði Jóhannes að á Norður- landi væru komnar 3.800.000 kr., Vitni að árekstri vantar Þjóðarátak gegn krabbameini: „Söfnunin gekk virkilega vel“ - segir Jóhannes Sigfússon umsjónarmaður söfnunarinnar á Norðurlandi „Það er óhætt að segja að söfnunin hafi gengið virkilega vel. Söfnunarfólkinu var alls staðar vel tekið, en ekki er enn vitað hve mikið hefur safnast í heildina og það verður ekki fyrr en eftir nokkra daga sem það liggur fyrir,“ sagði Jóhannes Sigfússon, sem ann- aðist framkvæmd söfnunar til þjóðarátaks gegn krabbameini á Norðurlandi. en um 21.000.000 kr. á öllu land- inu. „Fé er enn að berast, við dreifðum gíróseðlum í hús þar sem ekki náðist í fólk og næstu daga munum við senda bréf í öll fyrirtæki þar sem þeim verður boðið að gefa í söfnunina, þannig að það er enn nokkuð í að loka- tölur liggi fyrir,“ sagði Jóhannes. Á Akureyri voru það 95 manns sem gengu í hús á laugardaginn og söfnuðu og sagði Jóhannes að það hefði ekki tekið nema 3 tíma og hefði safnast um 1.000.000. Þess má geta að söfnunin gekk einstaklega vel í Grímsey. Þar söfnuðust kr. 66.000, íbúar eru 104 og ef upphæðinni er deilt á íbúana, hefur hver íbúi gefið 635 kr. að meðaltali og er trúlegt að það sé met. - HJS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.