Dagur


Dagur - 21.05.1986, Qupperneq 9

Dagur - 21.05.1986, Qupperneq 9
21. maí 1986 - DAGUR - 9 íþróttÍL Island tapaði fyrir tsrael - og hefur lokið þátttöku í B-keppni í körfuknattleik í Belgíu íslenska körfuboltalandsliðið jafnt á öllum tölum upp í 12:12. lauk þátttöku sinni í b-keppn- inni í Belgíu í gær en þá tapaði iiðið fyrir ísrael með 64 stigum gegn 93. Leikurinn var jafn í byrjun og Þá kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu og ísraelar tóku leikinn í sínar hendur. í hálfleik var stað- an 41:31. íslenska liðið náði ekki að B-keppnin í körfuknattleik: Úrslitin réðust á lokamínútunum Frá Gylfa Krístjánssyni bladamanni Dags í Belgíu: Klaufaskapur íslensku leik- mannanna á lokamínútunum gegn Svíum urðu til þess að Svíarnir unnu stóran sigur eftir jafna baráttu nær allan leik- inn. Þegar 6 mín. voru eftir af leiknum var staðan 62:61 fyrir Svíum sem síðan skoruðu 21 stig gegn aðeins 4 stigum íslands og úrslitin urðu 83:65 þeim í vil. „Vantar hæð og líkams- burði“ Frá Gylfa Krístjánssyni blaAamanni Dags í Belgíu: „Við höfum ekki hæð og lík- amsburði gegn þessum þjóðum það er alveg ljóst,“ sagði Einar Bollason þjálfari íslenska liðs- ins eftir leik íslands og Ung- verjalands í fyrrakvöld. íslenska liðið hefur vakið mikla athygli fyrir það hversu smávaxnir leikmenn liðsins eru. Af þeim 72 leikmönnum liðanna 6 sem leika í riðlinum í Belgíu eru 27 2 m á hæð og margir þar yfir. Það er aðeins Símon Ólafs- son sem nær tveggja metra múrn- um er 2,00 m. „Þetta var mjög gott alveg framundir lokin með því albesta sem ég hef séð hjá íslensku liði. Þegar Svíar fóru að auka muninn í lokin hljóp örvænting í leik okkar. Það var reynt að skjóta undir eins af löngu færi til þess að fá 3. stig en það gekk ekki upp og Svíarnir skoruðu grimmt í staðinn," sagði Gunnar Þorvarðar- son aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. Staðan í hálfleik var 39:38 fyrir Svíþjóð og nær allan síðari hálf- leikinn var allt í járnum. íslenska liðið vantar mikið hávaxna leik- menn en í þessum leik bætti geysileg barátta það að nokkru upp. Pálmar Sigurðsson var stiga- hæstur með 22 stig, Valur Ingi- mundarson gerði 20, Hreinn Þorkelsson 13 og aðrir mun minna. Pálmar Sigurðsson hefur leikið vel með körfuboltalandsliðinu í Belgíu. Mynd: AE „Ætla aö leika fyrir ísland“ Frá Gylfa Kristjánssyni blaðamanni Dags í Bclgíu: „Mér finnst íslenska liðið mjög gott lið en það vantar stærri menn í það,“ sagði Óskar Guðmundsson 14 ára piltur sem var á meðal áhorfenda á leikjum íslands í b-keppninni í Belgíu. Óskar býr í Luxemburg og hef- ur vakið athygli þar sem mjög efnilegur körfuknattleiksmaður. Hann hefur þegar leikið 15 ungl- ingalandsleiki fyrir Luxemburg en fram að 18 ára aldri getur hann valið um það hvort hann leikur landsleiki fyrir ísland eða Luxemburg en þar er hann fæddur. „Það er alveg á hreinu að þeg- ar ég verð 18 ára og þarf að velja um það fyrir hvort landið ég leik, þá ætla ég að leika fyrir ísland. Ég hef alltaf átt heima í Luxem- burg en hef inikinn áhuga á því að flytjast nú heim til íslands og fara í skóla þar.“ halda í við ísraela í síðari hálfleik og þeir juku muninn jafnt og þétt. Þegar var flautað var til leikloka var orðin 29 stiga munur 93:64 eins og áður sagði. Flest stig íslands skoruðu Páll Kolbeinsson 13, Hreinn Þorkels- son 8, Birgir Michaelson 8 og Torfi Magnússon 8. Eins og áður sagði er þátttöku íslands lokið að þessu sinni og kemur liðið heim til íslands í dag. Met hjá Torfa Frá Gylfa Krístjánssyni bladamanni Dags í Bclgíu: Torfi Magnússon fyrirliði íslenska körfuknattleikslands- liðsins lék sinn 120. landsleik með íslenska liðinu í gær gegn ísrael og jafnaði þar með lands- leikjamet Jóns Sigurðssonar úr KR. Torfi hefur verið einn albesti leikmaður íslenska liðsins í b- keppninni í Belgíu en heyrst hef- ur að nú fari leikjum Torfa með landsliðinu að fækka. Rúnar til Reynis Rúnar Steingrímsson knatt- spyrnumaöur úr Þór hefur ákveðið að ganga til liðs við Reyni Arskógsströnd og leika með þeim í 3. deildinni í sumar. Rúnar sem er sterkur varnarmaður hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða og hefur lítið getað tekið þátt í undirbúningi Þórs í vetur fyrir keppnistímabilið. Það mun taka einn mánuð fyrir Rúnar að verða löglegur með Reyni og missir hann því að fyrstu þremur leikjum liðsins í deildinni. En ekki er að efa að Rúnar mun styrkja lið Reynis verulega þegar hann kemst á fulla ferð. Fyrsti leikur Reynis fer fram á Ólafsfirði á laugardag en þá mæt- ir liðið Leiftri og verður örugg- lega um hörkuviðureign að ræða. Rúnar Steingrímsson. Umsjón: Kristján Kristjánsson Pétur Pétursson mxtir í leikina gegn Tékkum og írum. Þriggja landa knattspymukeppni 25.-29. maí næstkomandi verð- ur haldin þriggja landa keppni í knattspyrnu á Laugardalsvell- inum í Reykjavík. Mót þetta sem hlotið hefur nafnið Reykja- víkurleikar í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar er hið fyrsta af þessu tagi hér á landi frá því að Laugardalsvöllur var vígður. En þá voru Danir og Norðmenn þátttakendur auk íslenska landsliðsins. Fyrsti leikurinn fer fram sunnudaginn 25. maí kl. 17 og þá eigast við ísland og írland. Þriðjudaginn 27. maí kl. 19 leika írland og Tékkóslóvakía. Loka- leikur mótsins er síðan viðureign íslands og Tékkóslóvakíu fimmtudaginn 29. maí kl. 19. Óhætt er að fullyrða að mót þetta sé rnikill hvalreki á fjörur íslenskra knattspyrnuunnenda. Því Tékkar og írar eiga einhver þau sterkustu landslið af þeim Íöndum sem ekki komust í úr- slitakeppnina í Mexíco. Tékkn- eska liðið þykir mjög léttleikandi og eins og sást í nýafstöðnum evrópuleikjum eru austan tjalds liðin í mikilli sókn svo búast má við tilþrifum af þeirra hálfu. í írska liðinu er eingöngu atvinnumenn úr enskum, skosk- um, írskum og ítölskum liðum. Flestir þeirra ættu að vera íslend- ingum að góðu kunnir og nægir að nefna Liam Brady frá Inter Mílano, Beglin, Lawrenson og Whelan frá Liverpool, Moran, Mcgrath og Stapleton frá United og Galvin og Hughton frá Tott- enham. Því miður getum við ekki stillt upp okkar sterkasta liði en 7 atvinnumenn munu mæta til leiks og þeir eru Arnór Guðjónsen, Guðmundur Þorbjörnsson, Ómar Torfason, Sigurður Grét- arsson, Pétur Pétursson, Ragnar Margeirsson og Sigurður Jónsson. Auðséð er af þessari upptaln- ingu að búast má við mjög skemmtilegum leik íslenska liðs- ins því ekki verða það neinir auk- visar sem bætast við þennan hóp frá félögum hér heima. Dagur þykist hafa það fyrir víst að einn þeirra verði Halldór Áskelsson Íeikmaður Þórs. AE/KK „Get sætt mig við jafntefli" - segir Þorsteinn Úlafsson Þórsarar eiga að leika við bikarmeistara Fram í Reykja- vík í kvöld í 1. deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Þórs- arar fóru vel af stað í mótinu, þeir sigruðu íslandsmeistara Vals í fyrstu umferð á laugar- dag. Frömurum er að flestra mati spáð sigri í mótinu í ár en liðið gerði jafntefli við Skagamenn á Akranesi í fyrsta ieik. En er Þorsteinn Ólafsson aðstoðarþjálfari Þórs bjartsýnn á góðan árangur í leiknum í kvöld? „Ég vil meina þaö að þessi leikur verði mjög erfiður. Við náðum ekki að sýna það spil sem ég var að vonast eftir gegn Val á laugardag. Sýndum ekki þá yfirburði sem við ættum að gera á heimavclli þó svo að við höfum unnið sem er sterkt útaf fyrir sig. Þannig að fyrir leikinn í kvöld er ég dálítið hræddur. Ef við ætlum að ná stigi eða stigum Þorstcinn Olafsson aðstoðarþjálf- ari Þórs i knattspyrnu. Mynd: KR gegn Fram verðum við að gera mun betur en í síðasta leik. Þó er ég viss um að ef liðið nær saman í kvöld eigum við alla vega að koma heim með annað stigið. Ef við gerum það get ég ekki annað en verið ánægður, ég tala nú ekki um ef við kom- um með þau öll þrjú,“ sagði Þorsteinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.