Dagur - 22.05.1986, Page 3

Dagur - 22.05.1986, Page 3
22. maí 1986 - DAGUR - 3 Eigendur Bókvals, hjónin Aðalsteinn Jósepsson og Sigríður Þorbergsdóttir, Þorbergur og Hilmar Már Aðalsteins- synir. Mynd: KK Bókval stækkar Bókaverslun Bókvai við Kaup- vangsstræti 4 á Akureyri hefur verið stækkuð um þriðjung. Bókval hefur haft á boðstólum bækur og skólavörur og þá er verslunin stærsti söluaðilinn á skrifstofuvélum utan Reykja- víkur. Verslunin mun halda áfram með sömu vöruflokka og áður en leggur áfram mesta áherslu á að þjónusta skrifstofur. Þ.e. sala á vélum og tækjum og annað er við- kemur skrifstofuhaldi. Samhliða rekstri bókaversl- unar er Bókval með viðgerðar- þjónustu fyrir skrifstofutæki á sama stað. Er einn starfsmaður í fullu starfi við þá þjónustu. Bókval er með umboð á Akur- eyri fyrir Skrifstofuvélar hf Ottó A. Michelsen. Verslunin Bókval á 20 ára afmæli í lok ársins en það var ein- mitt á 10 ára afmælinu sem versl- unin flutti í núverandi húsnæði að Kaupvangsstræti 4. -KK „Málin eru að leysast" - segir Valdimar Pétursson um sjúkraþjálfaraskortinn á Bjargi „Það er ástæðulaust að vera svartsýnn, því þessi mál eru öll að Ieysast,“ sagði Valdimar Pétursson framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akureyri, en þar eru 4 sjúkraþjálfarar að hætta störfum. Þrír þjálfarar eru að fara í störf annars staðar og einn í barnsburðarfrí. í stað þeirra sem nú eru að hætta koma þrír erlendir sjúkra- þjálfarar til starfa á Bjargi. 15. maí byrjar hollenskur sjúkra- þjálfari og skömmu síðar enskur þjálfari. Von er á sjúkraþjálfara frá Ástralíu, en eftir er að ganga frá pappírum og atvinnuleyfi fyr- ir hann. Um leið og þau mál eru komin í lag er búist við honum. Einnig eru 2 þjálfarar sem eru frá Hollandi og Englandi tilbúnir til að koma og vinna á Bjargi. Valdimar sagði að þetta fólk vildi í upphafi starfa í hálft ár, en reyndin væri að þeir dveldust í að minnsta kosti 1 ár í senn. Mikil hreyfing er á sjúkraþjálf- urum hér innanlands og fara sumir í störf sem betur eru laun- uð. „Samt sem áður teljum við okkur bjóða góð laun og frábæra vinnuaðstöðu. Það eru einfald- lega of fáir sjúkraþjálfarar í land- inu og er því rifist um þá sem eru í starfi. Það er í þá, þótt ekki sé það viðurkennt opinberlega,“ sagði Valdimar Pétursson. Endurhæfingarstöðin á Bjargi auglýsti eftir sjúkraþjálfurum hér innanlands og auk þess í Eng- landi, Hollandi og á Norðurlönd- unum. gej- —— ,ii ^ .■■■■■-! Hrafnagilshreppur Kosningar til sveitarstjórnar og sýslunefndar í Hrafnagilshreppi fara fram í Félagsheimilinu Laugaborg 14. júní 1986. Framboðsfrestur rennur út 22. maí. Ef ekki koma fram listar verður kosið beinni kosn- ingu. Kjörstjórn. / Sumarbúðir Börn og foreldrar, nú stendur yfir innritun í Sumarbúðir kirkjunnar við Vestmannsvatn. Alltaf nóg að gera á skemmtilegum stað. Bátsferðir, íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, sundferð og ýmislegt fleira. Barnaflokkar: 1. fl. 2. júní - 9. júní stelpur/strákar 8-11 ára 2. fl. 9. júní -16. júní stelpur/strákar 7-11 ára 3. fl. 19. júní -26. júní stelpur/strákar 8-11 ára 4. fl. 26. júní - 3. júlí stelpur/strákar 7-11 ára 5. fl. 7. júlí —14. júlí stelpur/strákarl2-14 ára Innritun og upplýsingar í síma 41668 Húsavík, 61685 Dalvík og 23351 Akureyri. Veiðivöror Veiðivörur í stórkostlegu úrvali. Einnig veiðivöðlur. SÍMI (96)21400 Við leggjum mikið upp úr góðri þjónustu. c5S. Afgreiðum receptin samdægurs. Hraðþjónustu fyrir utanbæjarfólk. Komum til yðar með umgjarðir og mátum ef þér eigið erfitt um vik. Jja Greiðslukortaþjónusta og itegpf greiðslukjör VARA GLERAUGNAÞJONUSTAN ^Lson Þjónusta í SKIPAGOTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SIMI24646 miðbænum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.