Dagur - 29.05.1986, Side 1

Dagur - 29.05.1986, Side 1
69. árgangur Akureyri, fimmtudagur 29. maí 1986 98. tölublað • Stúdentastjörnur • Stúdentaskeiðar • Stúdentarósir • Stúdentarammar 14k gull Verð kr. 1250 með festi Stúdentagjafir í miklu úrvali GULLSMIÐIR ' SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyrarbær: Greiðir flutnings- kostnað Kennarar með full kennslu- réttindi sem ráðnir verða að grunnskólum Akureyrar næsta vetur og búa nú utan Akureyr- ar munu fá greiddan flutnings- styrk úr bæjarsjóði í haust. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Svo sem skýrt var frá í Degi, sóttu 7 kennarar sem eru að út- skrifast úr Kennaraháskóla íslands um kennarastöður í Gler- árskóla með þeim skilyrðum að þeir fengju flutningskostnað greiddan. Jafnframt vildu þeir að Akureyrarbær útvegaði þeim húsnæði á hagstæðum kjörum. Akveðið var að styrkupphæðin verði 12 þúsund krónur ef um er að ræða flutning innan Norður- lands, en 20 þúsund krónur vegna flutnings frá öðrum landshlutum. Jafnframt var sam- þykkt að Akureyrarbær aðstoði við húsnæðisöflun með því að auglýsa nú þegar eftir leiguhús- næði, sem síðan verði framleigt kennurum sem koma að grunn- skólum bæjarins. Við afgreiðslu málsins kom fram að það sé hálfgert neyðar- brauð að fara þessa leið því í raun sé bæjarfélagið að bæta kennurum upp þau lágu laun sem þeir hafa hjá ríkinu. Ríkið eigi að sjá um þann hluta. Hins vegar verði að grípa til þessara ráðstaf- ana til þess að laða kennara með kennsluréttindi til bæjarins. BB. Hæ, ekki skilja mig eftir hérna! Mynd: KGA. Utankjörstaðaatkvæöagreiösla: Minna kosið en oft áður Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem starfa við utankjör- staðakosningu virðist sem mun minni kosning ætli að verða utan kjörstaða nú en oft áður. Talið er að þetta stafi aðallega af því að nú er kosið seinna á árinu en oft áður og skólafólk því flest komið til síns heima. Klukkan átta á þriðjudags- kvöld höfðu aðeins 2265 manns kosið utan kjörstaða í Reykja- vík, og um miðjan dag í gær ekki nema 374 á Akureyri en þess skal þó getið að tölur um kosningar á elliheimilinu og sjúkrahúsinu á Akureyri eru ekki inni í þessari tölu. Til gamans látum við fylgja upplýsingar um skiptingu utan- kjörstaðaatkvæða frá Reykjavík, á milli nokkurra staða á Norður- landi. Atkvæði greidd í Reykjavík vegna bæjarstjórnarkosninga á Akureyri voru á þriðjudagskvöld aðeins orðin 59, á Dalvík 4, Húsavík 28, Ólafsfirði 15 Hvammstanga 4, Blönduósi 9, og Skagaströnd 17. G.Kr. Allir í skoðun Nk. mánudag eiga allir bif- reiðaeigendur á Ákureyri að hafa fært bifreiðar sínar til skoðunar. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri er nokkur misbrestur á því að menn hafi komið með bifreið- ar sínar í skoðun og hafa þessir menn fengið aðvörun undanfarna daga. Eftir helgina hyggst lög- reglan síðan fara að taka á mál- unum af meiri hörku og mega eigendur óskoðaðra bifreiða þá eiga von á því að þeir verði stöðvaðir og númerin klippt af. gk-- Reikningar Flóabátsins Drangs: Oendurskoðaðir sl. 2 ár „Ég tel að við séum samstíga Siglfirðingum í þessu máli. Eg hef setið 2 síðustu aðalfundi félagsins og í bæði skiptin hafa reikningar verið lagðir fram, án þess að vera uppáskrifaðir eða yfirfarnir af endur- skoðendum, svo hvorki ég né fulltrúi Siglfirðinga samþykkti þá,“ sagði Valtýr Sigurbjarnar- son bæjarstjóri í Ólafsfirði, er hann var spurður um afstöðu Valið er auðvelt að tryggja Kolbrúnu sæti - í bæjarstjórn Akureyrar, segir Sigurður Jóhannesson forseti bæjarstjórnar „Skoðanakönnun Dags gefur góða vísbendingu um það að Alþýðuflokkurinn sé öruggur með annað sæti Kvennafram- boðsins. Baráttan um hitt sæt- ið er á milli Kolbrúnar sem er í fjórða sæti á lista okkar fram- sóknarmanna, Heimis á G-lista og Tómasar á D-lista. Val kjósenda er um það hvern þessara frambjóðenda þeir vilja fá inn í bæjarstjórn Akur- eyrar,“ sagði Sigurður Jóhann- esson, forseti bæjarstjórnar og fyrsti maður á B-lista í viðtali við Dag. „Miðað við þetta ætti að vera auðvelt að velja Famsóknar- flokkinn í kosningunum. Hann hefur haft forystu í bæjarmálum Akureyrar undanfarin kjörtíma- bil, sem hafa verið mesti upp- gangstími í bænum þegar til lengri tíma er litið, og farist það vel úr hendi. Prátt fyrir erfið- leikatímabil í landinu almennt hefur Framsóknarflokkurinn átt þátt í að skjóta fleiri og fjöl- breyttari stoðum undir atvinnu- lífið í bænum og af þessum sök- um einnig ætti valið að vera auð- velt. Hins vegar verður það að segj- ast um minnihluta Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks að þeir hafa engar tillögur lagt fram sjálf- ir í atvinnumálum á síðasta kjör- tímabili en stutt allar tillögur meirihlutans þar um og staðið að öllum samþyícktum atvinnumála- nefndar undir forystu framsókn- armanna til stuðnings auknu Sigurður Jóhannesson. atvinnulífi í bænum. Núna telja þeir sig hafa efni á að segja að ekkert hafi verið gert, en töfra- lausnir þeirra sjálfra bíði á næsta götuhorni. Lausnir þeirra í at- vinnumálum hafa þó hvergi séð dagsins ljós og munu ekki gera það, enda trúa bæjarbúar þeim ekki. Það ætti því að vera auðvelt val að kjósa þá ekki. Varðandi Alþýðubandalagið er það að segja að þeir eru á kafi í landsmálapólitíkinni, auk þess sem alheimskommúnisminn blandast inn í málin og engu lík- ara en Karl Marx sé í framboði á bæjarstjórnarlista þeirra á Akur- eyri. Valið ætti því að vera auð- velt - að tryggja Kolbrúnu Þor- móðsdóttur sæti í bæjarstjórn Akureyrar," sagði Sigurður Jóhannesson að lokum. HS Ólafsfirðinga til sölu á hluta- bréfum bæjarins í Flóabátnum Drangi h/f. Eins og fram hefur komið í blaðinu áður liggur fyrir tilboð frá Finnboga Kjeld í Reykjavík um kaup á hlutabréfum fyrir- tækisins og bíður Finnbogi hlut- höfum upphæð sem nemur 10% af nafnverði hlutabréfanna. Á aðalfundi s.l. haust voru reikningar lagðir fram óendur- skoðaðir og létu fulltrúar Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar bóka að reikningar væru samþykktir með þeim fyrirvara að innan 2 mán- aða yrðu þeir komnir endur- skoðaðir og uppáskrifaðir í hend- ur hluthafa, „en þeir eru ekki komnir enn. Eftir þetta hafa bæði við og Siglfirðingar óskað eftir að fá reikningana, en ekkert gerist. Því má ekki gleyma að þarna er ég að tala um aðalfund sem var haldinn í fyrrasumar og reikninga ársins 1984. En reikninga ársins 1985 höfum við ekki séð. Þess vegna þykir okkur að reikningar ársins 1985 eigi að liggja fyrir áður en farið er fram á þessa sölu hlutabréfanna. Menn geta ekki áttað sig á því hvort einhver verðmæti eru þarna á ferðinni, fyrst reikningar eru ekki til,“ sagði Valtýr. Bæjarráð Ólafsfjarðar afgreiddi bréf um sölu hlutabréf- anna á þann hátt, að ekkert væri hægt að fjalla um málið, fyrr en svör hefðu borist við áður fram- komnum spurningum varðandi reksturinn. „Þess vegna er ekki hægt að taka afstöðu til málsins eins og það er fyrir lagt," sagði Valtýr Sigurbjarnarson. gej-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.