Dagur - 29.05.1986, Síða 3

Dagur - 29.05.1986, Síða 3
Hvítasunnusöfnuður- inn á Akureyri: 50 ára A a morgun Þann 30. maí 1936 var Hvíta- sunnusöfnuðurinn á Akureyri formlega stofnaður og heldur því upp á 50 ára afmælið þann 30. maí nk. Fyrstu forstöðumannshjónin voru Milda og Sigmund Jacobsen frá Noregi og gegndu því starfi til ársins 1940. Þá tóku Gyða og Níls Ramselíus frá Svíþjóð við forstöðu safnaðarins. Árið 1946 tóku svo Hulda Sigurbjörnsdóttir og Jóhann Pálsson við forstöðu- mannsstarfinu og gegndu því til ársins 1981 en þá tóku hjónin Ester Jacobsen og Vörður L. Traustason við forstöðu safnað- arins og er svo enn í dag. Stofnendur safnaðarins voru 11 og eru 6 þeirra enn á lífi. Búsettir á Akureyri og í söfnuð- inum eru þrír stofnendur hans, þær eru: Vigdís og Guðrún Jón- asdætur og Hólmfríður Guð- mundsdóttir. Jóhanna Ögmundsdóttir, búsett í Njarðvík, Milda Jac- obsen, búsett í Noregi (er nú gestkomandi hér á Akureyri) og Sigríður Freysteinsdóttir eru einnig stofnendur safnaðarins. Fyrstu árin var söfnuðurinn til húsa í Verslunarmannafélagshús- inu, sem nú er horfið, en það stóð við Gránufélagsgötu sunnan Ráðhússins. Árið 1951 keypti svo söfnuðurinn sitt fyrsta safnaðar- hús, Fíladelfíu Lundargötu 12. Árið 1980 fékk söfnuðurinn lóð á mótum Undirhlíðar og Skarðshlíðar (vestan við Vega- nesti). Byggingarframkvæmdir hófust svo árið eftir og var byrjað á leikskóla og hluta af fyrirhug- aðri kirkju. 20. des. 1985 flutti svo söfnuðurinn í nýja húsnæðið við Skarðshlíð og heitir það Hvítasunnukirkjan. Byggingu leikskólans er enn ekki lokið, en vonast er til að henni ljúki á næsta ári og mun þá söfnuðurinn reka leikskólann í samráði við Akureyrarbæ. Innritun barnanna mun fara fram hjá Félagsmála- stofnun. Alls hafa meðlimir safnaðarins orðið 150 en margir hafa flust búferlum og nokkrir hafa kvatt þetta líf. í dag telur söfnuðurinn um 60 meðlimi. Hátíðarsamkomur verða 30. og 31. maí og 1. og 2. júní nk. og hefjast kl. 20.00. Ræðumaður ásamt fleiri gestum verður Garð- ar Ragnarsson en hann er for- stöðumaður Hvítasunnusafnað- arins í Odense í Danmörku. Mik- ill og fjölbreyttur söngur verður og æskulýðskór Fíladelfíu í Reykjavík mun syngja á sam- komunum. Samkomur halda svo áfram hvert kvöld frá 3. t.o.m. 8. júní og hefjast kl. 20.00. Allir eru hjartanlega velkomn- ir á samkomurnar. 29. maí 1986 - DAGUR - 3 Kjörbúðir Fátt er eins þægilegt og að versla í lítilli búð Þú færð persónulegri þjónustu en í þeim stóru l Auk þess minnum við á samvinnusöluboð næstu daga Kjörbúðir

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.