Dagur - 29.05.1986, Page 8

Dagur - 29.05.1986, Page 8
8 — DAGUR - 29, maí 1986 Kosningabaráttan hefur einkennst af málefna- fátækt andstæðinganna - sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjarfulitrúi Framsóknarflokksins „Það sem mér finnst hafa ein- kennt þessa kosningabaráttu er málefnafátækt andstæðinga okkar framsóknarmanna. Þeir hafa dregið upp allt of dökka mynd af atvinnuástandinu í bænum til þess eins að koma höggi á okkur. Þetta er auðvit- að ákafiega broslegt, einkum í Ijósi þess að þeir sjálfstæðis- og alþýðuflokksmenn hafa ekki fiutt eina einustu tillögu um nýjar leiðir í atvinnumál- um. Eins og margoft hefur komið fram þá hafa 90% allra mála sem bæjarstjórn hefur af- greitt verið samþykkt sam- hljóða,“ sagði Úlfhildur Rögn- valdsdóttir bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. „Málflutningur andstæðinga okkar er með ólíkindum, þeir tala um að samdráttur hafi verið í atvinnulífinu, en staðreyndin er sú að þrátt fyrir fækkun starfa í byggingariðnaði er enginn bygg- ingariðnaðarmaður á atvinnu- leysisskrá og störfum hefur fjöjg- að í bænum á kjörtímabilinu. Mér þætti fróðlegt að heyra Gunnar Ragnars forstjóra Slipp- stöðvarinnar tengja uppsagnir starfsmanna sinna í Slippstöðinni við aðgeröir meirihluta bæjar- stjórnar. Á undanförnum árum hefur starfsmönnum stöðvarinn- ar verið sagt upp störfum, þótt þær hafi ekki komið til fram- kvæmda hafa þær vissulega kom- ið róti á fólk og margir hafa flutt úr bænum vegna þessa. Menn geta svo velt því fyrir sér hvaða tilgangi þessar uppsagnir hafi átt að þjóna. Getur verið að þær hafi átt að koma óorði á bæjarfélagið út á við?“ Nýtt stjórnskipulag - mikill ávinningur - Hvað með samskipti ykkar bæjarfulltrúa við bæjarbúa, eru þau nægileg? „Þó að við séum ekki nema tæplega 14 þúsund hér í bænum, þá erum við með ótrúlega stirt og flókið kerfi. Það getur tekið ótrúlega langan tíma að koma málum í gegnum það. Nýlega hafa verið gerðar breytingar á stjórnskipulagi bæjarins sem verður til þess að auðvelda og flýta fyrir gangi mála. Þetta tel ég vera mjög mikinn ávinning. Bæjarfulltrúar hafa verið með viðtalstíma hálfsmánaðarlega tvo tíma í senn og hefur fólki gefist kostur á að koma málum sínum á Afríkuhlaupið: Hið svo kallaða Afríkuhlaup fór fram kl. 15 á sunnudag. Hlaupið var á sama tíma út um allan heim og var þátttakan víðast hvar mjög góð. Hlaup þetta sem á ensku var kallað Sport-Aid var eins og nafnið bendir til tengt uppákomum þeim sem tónlistarmaðurinn Bob Geldoff liefur staðið fyrir síðastliðið eitt og hálft ár til styrktar baráttunni gegn hung- urvofunni í Afríku. Á Akureyri var hlaupið úr göngugötunni og hófst með því að hljómsveitin Rokkbandið spil- aði í hálftíma fyrir þá rúmlega 2000 þátttakendur sem talið er að hafi verið mættir í göngugötuna á sunnudag. Var gerður góður rómur að leik þeirra Rokk- bandsmanna. Mjög góð þátt- taka á Akurevri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.