Dagur - 29.05.1986, Síða 12
12 - DAGUR - 29. maí 1986
Auglýsing númer 2
Handfæragirni og krókar,
pilkar og sökkur, festingarpollar og
kefar, bátasink og neyðarblys.
Fyrír sjómannadaginn:
íslenski fáninn, flaggstangahúnar
og flaggstangalínur.
Opið laugardaga 9-12.
Eyfjörö
Hjalteynwgotu 4 simi 22275
Tilboð á herraskyrtum,
stutt- og langerma.
Verð frá kr. 390.
Einnig herra velúr
peysur á tilboðsverði
Kr. 695.
xB Húsavík xB
Egill Olgeirsson
6. sæti B-listans
„Auka þarf fjölbreytni í sjávarútvegi, sem er
undirstöðugrein atvinnulífsins á Húsavík. “
af erlendum vettvangi.________
Tvö blóm í helvíti
Tvíburasysturnar June og
Jennifer hafa frá bernsku
lifað í óhugnanlegri ein-
angrun, sem engum hefur
enn tekist að rjúfa.
Þær voru ósköp venjulegir
tvíburar, þegar þær fæddust í
Aden í Suður-Jemen 11. apríl
1963. June Allison kom fyrst,
Jennifer Lorraine tíu mínútum
síðar. Móðirin, Gloria
Gibbons, sem átti tvö börn
fyrir, var yfir sig hamingjusöm
að hafa tvöfaldað barnahópinn
svona allt í einu! Og hamingja
fjölskyldunnar var fullkomnuð,
þegar fimmta barnið, Rosie,
fæddist fjórum árum síðar. f>á
hafði fjölskyldufaðirinn verið
fluttur í starf á Norður-Eng-
landi og fjölskyldan sest þar að.
Allir dáðust að því, hve sam-
rýmdar June og Jennifer voru.
Þær gerðu allt sameiginlega,
sátu, skriðu, sváfu eða grétu.
Báðar reyndu þær að komast á
sama móðurþrjóstið til að
sjúga. Aðeins eitt olli foreldr-
unum áhyggjum: A þriggja ára
afmælisdeginum þeirra sögðu
þær enn aðeins tveggja eða
þriggja orða „setningar“. Fimm
árum síðar stóð í einkunnabók
þeirra: „Jennifer sýnir varla
nein heyranleg viðbrögð, en
hún er dugleg að skrifa. June er
mjög hljóð og vill ekki tala.
Báðar eru afar tilbaka
haldnar." Foreldrar telpnanna
höfðu þó enn sem komið var
minni áhyggjur en gera hefði
mátt ráð fyrir. Þau voru fædd á
eynni Barbados (við Vestur-
Indíur), og þar er sú trú að tví-
burar séu alltaf mjög sérstakir.
Ellefu ára gamlar töluðu syst-
urnar enn aðeins hvor við aðra.
Þær höfðu þróað með sér eigið
tungumál, mjög hratt og með
sérkennilega ýktum hljóðum.
Þær sinntu því engu, þótt yrt
væri á þær yfir matborðinu, í
besta falli kinkuðu þær kolli
stöku sinnum. Annars sátu þær
þöglar og svipbrigðalausar við
borðið án þess að líta upp.
Auðvitað vöktu þessar hljóðu
samlokur athygli í þorpsskólan-
um. Börnin stríddu þeim, og
skólastjórinn, Cyril Davis,
skrifaði eitt sinn í minnisbók
sína: „Út um gluggann fylgdist
ég með tvíburunum, þar sem
þeir gengu eins konar gæsagang
með tíu metra millibili. Flreyf-
ingar beggja voru nákvæmlega
eins.“
Þegar skólalæknirinn Dr.
Rees kom í skólann til að gera
berklaprufu, brá honum illi-
lega: „Inn á milli allra hvítu
handieggjanna kom allt í einu
einn brúnn. Ég leit upp, en kom
ekki upp orði. Fyrir framan mig
stóð lítil, brún telpa, sem starði
tómum augum niður fyrir sig.
Hún sýndi ekki minnstu við-
brögð við sprautunni. Telpan
var ekki eins og lík. Hún var
eins og svefngengill. Það var
óhugnanlegt að sjá hana þannig
innan um hin börnin.“
Leitin að lausn gátunnar
hófst. Sálfræðingurinn Dr. Jam-
es Brown rannsakaði tvíburana.
Þegar honum tókst ekki að fá
þá til að segja aukatekið orð,
taldi hann rétt að láta ganga úr
skugga um, hvort um meðfædd-
an tungurótargalla gæti verið að
ræða, sem ylli erfiðleikum við
að stjórna tungunni. Uppskurð-
ur var reyndur, en breytti engu.
Geðlæknirinn Dr. Evan
Davies taldi mögulegt, að þetta
væri sjaldgæft tilfelli af „sjálf-
ráðri einangrun", sem þekkt er
eftir tilfinningalegt áfall.
Á meðan var hegðan telpn-
anna sífellt óhugnanlegri. Þær
hreyfðu sig helst ekki nema
snúið væri við þeim baki. Ef
þær krosslögðu fótleggina eða
annað ámóta, gerðu þær það
nákvæmlega eins og á sama
augnabliki, eins og spegilmynd
hvor af annarri. Virtist þá engu
skipta, þótt þær sneru baki hvor
í aðra!
June var örlitlu opnari en
systir hennar. Hún tautaði
stöku sinnum „já“ eða „takk“,
ef yrt var á hana. En þá var
Jennifer fljót að stöðva hana.
Án orða, án þess að líta til
hennar.
í herberginu sínu byggðu
systurnar sér eigin töfraheim.
Heim, þar sem tvíburar voru
ráðandi. Þar voru deilur, átök,
slysfarir og dauðsföll daglegir
viðburðir. Við móður sína töl-
uðu telpurnar með pappírsmið-
um, sem þær stungu undir hurð-
ina. „Ekki trufla“ stóð á
sumum. Eða þá: „Láttu matinn
ekki við dyrnar fyrr en kl. 4. J.
og J.“
Og rétt eins og Bronté syst-
urnar, sem á síðustu öld skrif-
uðu um sinn eigin ímyndunar-
heim í eyðilegri sveit á Eng-
landi, leituðu June og Jennifer á
vit hugmyndaflugsins.
Þær keyptu sér tvær ritvélar,
og 12. janúar 1980 hóf June rit-
un hinnar átakanlegu táninga-
sögu „Pepsi-Cola sjúklingur-
inn“, sem síðan var gefin út hjá
New Horizon forlaginu. Jennif-
er samdi skáldsöguna „Hnefa-
leikarinn", sem enn hefur ekki
komið út. Söguhetjan fæðist
með hjartagalla og fær grætt í
sig hjarta úr hundi.
Blaðakonan Marjorie Wall-
ace, sem lýsir ævi systranna í
bókinni „Þöglu tvíburarnir",
fann í herbergi þeirra handrit í
sekkjatali. Þau eru skrifuð með
örsmárri, næstum ólæsilegri
skrift.
June og Jennifer hefur enn
ekki tekist að brjótast út úr
hinni lokuðu einkaveröld sinni
til að lifa eðlilegu lífi. í örvænt-
ingu hafa þær gripið til hinna
ólíklegustu ráða. Þær hafa hald-
ið svartar messur, drukkið
vodka og sniffað lím. Jennifer
skrifaði í dagbók sína: „í dag
missti ég meydóminn marglof-
aða til Carls Kennedy. Loksins!
Það var býsna sárt. Við gerðum
það í kirkjunni. Fyrirgefðu,
Guð minn.“
Þegar þessi hliðarskref hættu
að vera spennandi, fóru Jennif-
er og June að brjótast inn í
skóla og kveikja í verslunum.
Hinn 10. nóvember 1981 voru
þær teknar fastar og ári síðar
lagðar inn um óákveðinn tíma
til meðferðar á geðdeildinni í
Broadmoor. Þar búa stúlkurnar
enn þann dag í dag „viðkvæmar
sem blóm í helvíti,“ eins og
June skrifar á einum stað.
Marjorie Wallace, sem heimsæk-
ir þær reglulega, gat þó nýlega
glaðst yfir einu örlitlu bata-
skrefi: „June og Jennifer,“
sagði hún eftir eina heimsókn-
ina, „eru núna komnar í sjúkra-
hússkórinn.“