Dagur - 29.05.1986, Blaðsíða 13
29. maí 1986 - DAGUR - 13
Jþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Árni Stefánsson leikmaður Þórs í knattspyrnu.
„Munum selja
66
okkur dýrt
segir Árni Stefánsson leikmaður Þórs
sem leikur sinn 200. leik
með Þór í Garðinum á iaugardag
Þórsarar elga að leika gegn
Víði í Garðinum á laugardag í
1. deildinni í knattspyrnu.
Þórsarar töpuðu síðasta leik
sínum í deildinni, gegn Fram
á Laugardalsvelli fyrir
skömmu. Leiknum gegn IBV
sem fram átti að fara á Akur-
eyri um síðustu helgi var
frestað til 10. júní.
Víðir frá Garði var eina liðið
í 1. deildinni í fyrra sem náði
stigi gegn Þór hér á Akureyri.
Leiknum f Garðinum í fyrra
lauk með 2:0 sigri Þórs í mikl-
um rokieik og var það varnar-
maðurinn sterki Árni Stefáns-
son sem gerði bæði mörk Þórs.
Árni leikur á laugardag sinn
200. leik með meistaraflokki
Þórs. Við fengum hann í stutt
spjail um leikinn gegn Víði.
- Þá fyrst, hvernig leggst
leikurinn f þig?
„Þessi leikur leggst bara mjög
vel í mig. Þetta er leikur sem
við verðum að vinna. Ég geri
mér þó fulla grein fyrir því að
þeir verða erfíðir heim að
sækja. í Víðisliðinu eru dugleg-
ir strákar og miklir baráttujaxi-
ar. En við munum ekki láta
okkar eftir liggja og leika til
sigurs.“
- Nú gerðir þú bæði mörk
Þórs í leiknum í Garðinum í
fyrra. Ætlarðu að skora á laug-
ardaginn?
„Auðvitað reynir maður að
gera það. En svona innst inni á
ég nú ekki von á því að mér tak-
ist það, við sjáum til.“
- Varstu sáttur við úrslitin í
leiknum gegn Fram um daginn?
„Nei alls ekki við vorum
miklar klaufar að tapa þeim
leik. Við vorum betra liðið í
leiknum en það eru mörkin sem
gilda. Þeir gerðu tvö en við bara
eitt þrátt fyrir að eiga fullt af
dauðafærum. En það þýðirekki
að gráta það við verðum bara
að vinna næstu leiki og það ætl-
um við okkur að gera. Þórsliðið
kemur vel undirbúið til leiks að
þessu sinni og við eigum alla
möguleika á því að verða á
toppnum f mótslok,“ sagði Árni
Stefánsson.
Þeir félagar Árni og Nói
Björnsson fyrirliði eru lang
leikjahæstu menn liðsins. Nói
með rétt rúmlega 200 leiki og
Árni að fara að leika sinn 200.
leik á laugardag.
Islandsmótiö í knattspyrnu 2. deild:
KA og Völsungur
leika á Akureyri
- á morgun og Þróttur og KA í Reykjavík
Á morgun fara fram tveir leikir
í 2. deildinni í knattspyrnu. A
Akureyri leika KA og Völs-
ungur og í Reykjavík Þróttur
og KS. Ekki er að efa að báðir
þessir leikir verða miklir bar-
áttuleikir en þetta eru liðin
sem flestir spá að berjist um
toppsætin í 2. deildinni, ásamt
Selfyssingum og Víkingum.
„Við verðum helst að vinna
leikinn til að missa ekki af lest-
inni. Okkur hefur gengið ágæt-
lega og þetta á eftir að lagast. Við
erum ákveðnir í því að vera í efri
hluta deildarinnar og því dugir
ekkert annað en sigur gegn
Þrótti,“ sagði Hörður Júlíusson
leikmaður KS í samtali við Dag.
Hér á Akureyri verður örugg-
lega um skemmtilega viðureign
að ræða. Bæði KA og Völsungur
hafa leikna og skemmtilega leik-
menn í sínum röðum. Þá eru
bæði lið með mikla marka-
skorara. Völsungar með þá Jónas
Hallgrímsson og Svavar Geir-
finnsson. Svavar kom inná í síð-
asta leik Völsungs og gerði þá tvö
mörk.
í KA-liðinu eru það Tryggvi
Gunnarsson og Hinrik Þórhalls-
son sem eru hvað marksæknastir.
Steingrímur Birgisson hefur
einnig verið iðinn við kolann en
hann hefur átt við meiðsli að
stríða að undanförnu og getur
ekki leikið á morgun.
Dagur fékk þá Jónas Hall-
grímsson framherja Völsungs og
Hinrik Þórhallsson framherja KA
til að spá í leikinn.
„Leikurinn leggst alveg ágæt-
lega í mig. Við erum ákveðnir í
því að ná jafntefli og fara heim
með eitt stig. Við erum ekki
komnir á fulla ferð ennþá, skóla-
m'
Hinrik Þórhallsson er bjartsýnn á
sigur gegn Völsungi annað kvöld.
strákarnir eru rétt komnir
norður. Ég er samt viss um góðan
árangur í sumar ef við náum að
reita stig í fyrstu leikjunum, á
meðan við erum að komast á
fulla ferð,“ sagði Jónas Hall-
grímsson.
„Þessi leikur leggst bara vel í
mig,“ sagði Hinrik Þórhallsson.
„Ég reyni alltaf að vera
bjartsýnn. Við megum náttúr-
lega ekki spila eins og við gerðum
í seinni hálfleiknum gegn KS. En
með réttu hugarfari og og góðum
leik eigum við að vinna Völsung-
ana. Nú við erum á heimavelli og
GA fær meira
landsvæði
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
samþykkt að verða við þeirri
ósk Golfklúbbs Akureyrar að
fá leyfí til að stækka svæði
klúbbsins að Jaðri. Svæði
þetta er 6,47 hektarar í suð-
vestur við núverandi svæði.
Dagur hafði samband við Árna
Jónsson framkvæmdastjóra GA
og spurði hann hvað klúbburinn
hyggðist gera á þessa nýja svæði?
„Við höfum hugsað okkur að
stækka golfvöllinn, þ.e. setja
fyrst og fremst upp æfingasvæði
og æfingabrautir og í framtíðinni
að stækka völlinn um 9 holur.
Fjölgunin hefur orðið svo mikil í
klúbbnum að það veitir ekkert af
þessu nýja svæði,“ sagði Árni.
Nýtt vallarsvæði á Dalvík:
Stefnt að framkvæmdum í sumar
Ungmennafélag Svarfdæla á
Dalvík hefur fengið úthlutað
svæði undir nýjan knatt-
spyrnugrasvöll og æfíngaað-
stöðu fyrir frjálsíþróttafólk í
bænum. Til þessa hefur að-
staða fyrir knattspyrnumenn
verið frekar slæm og engin fyr-
ir frjálsíþróttafólk.
Mikill hugur er í forráðamönn-
um íþróttamála á Dalvík um að
ná samningum við bæjaryfirvöld
og hefja framkvæmdir. Þegar
hafa farið fram frumathuganir
um stærð, gerð og kostnaðaráætl-
un í samráði við íþróttafuiltrúa
ríkisins.
Það er stefnan hjá þeim mönn-
um sem að þessu standa að hægt
verði að ljúka við fyrsta áfangann
í sumar, þ.e. ljúka allri undir-
vinnu við knattspyrnuvöllinn og
jafnvel að fullgera æfingasvæðið.
Framkvæmdirnar yrðu fjár-
magnaðar þannig að ríkið greiddi
40% og afgangurinn greiddur af
heimamönnum. Bæjarstjórn hef-
ur haft þá stefnu að styðja mynd-
arlega við bakið á íþrótta- og fél-
agasamtökum sem hafa hug á að
byggja upp og bæta starfsaðstöðu
sína. Mjög stór hluti af framlagi
bæjarins í þessum fyrsta áfanga,
yrði í formi efnis og véla- og
tækjaleigu. Endanleg kostnaðar-
ef við ætlum upp megum við ekki
viö því aö tapa stigum á heima-
velli," sagði Hinrik.
Leikurinn hefst kl. 20 og fer
fram á KA-vellinum við Lundar-
skóla. Heyrst hefur að Völsungar
mæti með öflugan stuðnings-
mannahóp frá Húsavík. Það gæti
því orðið góð stemning á áhorf-
endapöllunum.
Knattspyrnu-
skóli Þórs
- hefst á mánudag
Innritun í knattspyrnuskóla Þórs
fer fram mánudaginn 2. júní í
Glerárskóla. Knattspyrnuskólinn
er fyrir börn fædd á árunum
'76-’80. Strax á þriðjudag verður
sfðan byrjað á fullri ferð undir
stjórn Jónasar Róbertssonar.
Kennslan fer frarn á félagssvæði
Þórs við Glerárskóla.
Mjólkurbikarinn:
KS sigraði
Höfðstrending
— 1:0 í fyrrakvöld
Höfðstrendingur frá Hofsósi
og KS léku í fyrrakvöld í 1.
umferð Mjólkurbikarkeppn-
innar. Leikurinn fór fram á
Hofsósvelli og lauk með naum-
um sigri KS 1:0. Það var Haf-
þór Kolbeinsson sem skoraði
mark KS.
Lokatölurnar gefa ekki rétta
mynd af gangi leiksins. KS-menn
sóttu nær látlaust allan leikinn en
það var fyrst og fremst stórleikur
Árna Stefánssonar þjálfara og
markvarðar Höfðstrendinga sem
kom í veg fyrir stærri sigur Sigl-
firðinga.
KS-menn halda því áfram í
keppninni en Hofsósingar eru úr
leik.
rr
áætlun liggur ekki fyrir á þessu
stigi, enda margt sem spilar þar
inn í.
Eins og áður sagði er aðstaða
fyrir þessar íþróttir ekki góð. En
það hefur sýnt sig að ef aðstaðan
er góð þá kemur hitt á eftir.
Fleira fólk fer að stunda viðkom-
andi íþróttir og árangurinn verð-
ur betri. Þar er árangur skíða-
fólk.s og fjöldi skíðaiðkenda á
Dalvík gott dæmi.
J
Hafþór Kolbeinsson skoradi mark
KS gegn Höfðstrendingi.