Dagur - 29.05.1986, Page 15
29. maí 1986 - DAGUR - 15
Vald kjósenda
- nýtum þann rétt sem við höfum til breytinga!
Oft hafa heyrst óánægjuraddir
um að lýðræði sé lítið á íslandi,
því að val hins almenna kjósanda
standi í raun milli afarfárra ein-
staklinga. Hann geti aðeins valið
milli nokkurra fyrirfram ákveð-
inna lista.
Til að koma til móts við þessar
raddir hafa hin síðari ár víða ver-
ið haldin prófkjör áður en fram-
bjóðendum er raðað upp. Ekki
hefur náðst samkomulag um
almennar reglur um prófkjör,
enda hafa framkvæmd þeirra og
niðurstöður oft valdið ólgu, vin-
slitum og kærum innan flokk-
anna.
Sums staðar erlendis hafa þessi
vandamál verið leyst á einfaldan
hátt, t.d. með því að draga um
niðurröðun frambjóðenda, eða
þá að þeim er raðað í stafrófsröð,
þó með því að dregið er um það
hvar í stafrófinu listinn hefst.
Kjósendur ákveða svo sjálfir
hvaða frambjóðanda eða fram-
bjóðendum þeir greiða atkvæði
sitt.
Með þessu móti losna flokk-
arnir við viðkvæmt val og upp-
röðun á lista. Enginn frambjóð-
andi situr árum eða áratugum
saman í „öruggu sæti“. Kjósend-
ur finna betur vald sitt til ákvörð-
unar og þá ábyrgð sem því fylgir.
Það dregur úr pólitískri deyfð og
áhugaleysi.
Dæmi eru um að enn lengra sé
gengið, þannig að kjósandi merki
við þrjá frambjóðendur sem
mega vera á mismunandi listum.
Skiptist þá í raun atkvæði hans
milii lista, en hann velur aðeins
þá einstaklinga, sem hann vill.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
að finna mætti kerfi, sem væri
bæði lýðræðislegra, réttlátara og
vænlegra til kjörs á styrkri stjórn
undir hæfilegum aga kjósenda,
heldur en það sem við búum nú
við.
Þó er það svo, að samkvæmt
nýjum sveitarstjórnarlögum er
réttur kjósenda til breytinga á
uppröðun lista töluverður. 17.
grein laganna hljóðar svo:
„Til þess að finna hverjir fram-
bjóðendur hafa náð kosningu á
hverjum lista skal kjörstjórn
reikna frambjóðendum atkvæða-
tölu á þennan hátt:
Kjörstjórn tekur saman þá
kjörseðla þar sem engin breyting
hefur verið gerð á listanum. Þar
telst efsta nafn listans vera í
fyrsta sæti, næsta nafn í öðru sæti
o.s.frv. Næst tekur kjörstjórn
alla þá kjörseðla þar sem kjós-
endur hafa gert einhverjar breyt-
ingar á röð frambjóðenda og tel-
ur atkvæði hvers frambjóðanda í
hvert sæti listans.
Nöfnum frambjóðenda á list-
anum er nú raðað þannig, að sá
sem hlotið hefur flest atkvæði í 1.
sæti, samkvæmt næstu málsgrein
hér á undan, hlýtur það sæti. Sá
frambjóðandi, að þessum
slepptum, sem hlotið hefur flest
atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt,
hlýtur 2. sætið o.s. frv. uns raðað
hefur verið í sæti svo mörgum
frambjóðendum listans að ljóst
sé hverjir teljast fulltrúar hans og
hverjir varafulltrúar."
Samkvæmt þessari grein má
líta á röðun frambjóðenda á
kjörseðil sem tillögu, sem kjós-
endur listans geta annað hvort
samþykkt óbreytta eða þá núm-
erað frambjóðendur að nýju eftir
vild sinni.
Jafnvel þótt ekki óski nægilega
margir kjósendur eftir sömu
breytingu til að það hafi áhrif á
röðun, má gera ráð fyrir að
ákveðnar ábendingar fáist fyrir
uppröðun til næstu kosninga.
Skilyrði þess að kjósendur
njóti þessara auknu valda í kosn-
ingum er að sjálfsögðu að þeir
viti um þennan rétt sinn og
ákveði ekki einvörðungu hvaða
lista þeir greiða atkvæði, heldur
einnig hvort þeir hefðu sjálfir
kosið nákvæmlega þá uppröðun
frambjóðenda sem á honum er.
Þótt undarlegt sé, hef ég
hvorki séð að félagsmálaráðu-
neytið né yfirkjörstjórn hafi vak-
ið athygli almennings á 17. grein
hinna nýju laga, en væntanlega
verður það gert í vikunni.
Magnús Kristinsson.
Guðrún Sölvadóttir eiginkona Óttars sem einnig vinnur í bakaríinu og Ottar á tali við einn viðskiptavininn Jóhönnu
Haraldsdóttur.
Kökuhús á Króknum
Nú standa yfir töluverðar
breytingar í Sauðárkróks-
bakaríi. Að sögn Óttars
Bjarnasonar bakaramcistara
eiganda bakarísins er aðallega
verið að breyta og bæta
vinnslurásina í brauðgerðinni.
Föstudaginn 9. maí sl. var tek-
ið í notkun lítið kökuhús inn af
versluninni. Þar getur fólk eftir
að vera búið að kaupa sér nýtt
brauð eða kökur sest niður og
fengið ókeypis kaffi með.
„Ég vona að fólk kunni að
meta þessa nýjung. Þetta er
svona tilraun til að fá fólk til að
versla í sérverslunum, og með
þessu er fólki gefinn kostur á að
koma og sjá hvað er á boðstólum
og hvernig er að borða brauðið
og kökurnar meðan þetta er
glænýtt,“ sagði Óttar Bjarnason í
samtali við Dag af þessu tilefni.
- þá
Auglysing númer 3
Veiðivörur
í miklu úrvali
Allar bætur
hækka 1. júní
Allar bætur almannatrygginga
hækka frá og með 1. júní nk. sem
nemur 3,06% miðað við það,
sem þær eru í dag. Ennfremur
hefur verið ákveðið að greiða
með júníbótum 3.000 krónu líf-
eyrisuppbót þeim elli- og örorku-
lífeyrisþegum, sem njóta óskertr-
ar tekjutryggingar og þeim sem
njóta skertrar tekjutryggingar
hlutfallslega lægri lífeyrisuppbót.
Yfir 30 gerðir af hjolum og yfir 40 gerðir af
flugu- og kaststöngum.
Brjóstvöðlur, stærðir 42-48 nelgdar og onegldar,
Mittisvöðlur, stærðir 39-48. Bússur, 37-48.
Negldar bússur, stærðir 41-48.
Komið, sjáið, sannfærist
Opið laugardaga 9-12.
Eyfjörð
Hjatteyrvgotu 4 simi 22275
V/SA
Við óskum að ráða
FRAMKVÆMDASTJÓRA
fyrir veitingastað.
★ Framkvæmdastjóri sér um bókhald, fjár-
málastjórn, mannaráðningu og annan dag-
legan rekstur.
★ Við leitum að traustum manni með við-
skiptamenntun, skipulagshæfileika og sjálf-
stæði í vinnubrögðum.
★ Laun eru í samræmi við gerðar kröfur.
Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu okkar.
Matráðskona
óskast að Hótel Þelamörk frá 10. júní-25. ágúst.
Umsóknum skal skilað til Ferðaskrifstofunnar
Akureyri, Ráðhústorgi 3 fyrir 4. júní nk.
Ferðaskrifstofa Akureyrar.
Hótel Þelamörk.
Rafvirkjar
Rafvirki óskast til starfa hjá Vélsmiðju Húnvetn-
inga, Blönduósi. Góð laun og vinnuaðstaða.
Uppl. gefa Sigurður eða Hafsteinn í síma 95-
4128 á daginn og í síma 95-4031 og 95-4553 á
kvöldin.
Vélsmiðja Húnvetninga.
Tónlistarkennarar
Tónlistaskóli Dalvíkur óskar að ráða skóla-
stjóra og tvo kennara við skólann frá 1. sept-
ember nk.
Æskilegar kennslugreinar eru píanó, flauta og
gítar en aðrar kennslugreinar koma til greina.
Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk.
Nánari upplýsingar veitir Rögnvaldur Friðbjöms-
son í síma 96-61415 og 96-62100.
Tónlistarskóli Dalvíkur.
Óskum eftir að ráða mann
til sumarafleysinga
í varahlutaverslun okkar.
Upplýsingar gefur Haukur.
Bílasalan hf. Strandgata 53 Sími 21666.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar að dvalar- og sjúkradeild
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Umsóknarfrestur til 10. júní 1986.
Uppl. gefur forstöðumaður í síma 96-62480 eða
á kvöldin í síma 96-62257.
Viljum ráða nú þegar
trésmiði vana
verkstæðisvinnu
Nóg verkefni.
. Upplýsingar gefur Óskar.
Upplýsingar eftir kl. 18 í síma 97-1609.
I Baldur&Oskarsf. Sími 1777, verkst.
byggingaverktakar s[mj 1 766, skrifst.