Dagur


Dagur - 29.05.1986, Qupperneq 16

Dagur - 29.05.1986, Qupperneq 16
Akureyri, fimmtudagur 29. maí 1986 Allttíl tölvuvæðingar Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími'96-26155 Áhyggjur vegna skoits á hjúkr- unarfræðingum Heilbrigðismálaráð Norður- landshcraðs vestra lýsti á fundi sínum 11. maí yfir miklum áhyggjum vegna þess vanda sem skortur á hjúkrunarfræð- ingum hefur valdið rekstri sjúkrahúsanna. Ráðið hvetur til þess að þegar í stað verði hafinn undirbúningur til kennslu í hjúkrunarfræðum á Akureyri og með því bætt úr því ófremcíarástandi sem ríkir. Þá lýsti ráðið yfir stuðningi við þá hugmynd að tckin verði upp kennsla á sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki. gk-. Bæjarrabb. Mynd: KGA. Útgeröarfélag Skagfirðinga: Fær ekki að flytja Hekla aftur í gagnið „Það var möguiegt að sinna þessu verkefni af því að hliðar- færslan var komin, annars hefði ekki verið mögulegt að taka skipið í slipp og lagfæra það sem var að, á svo skömmum tíma,“ sagði Sigurður Ring- sted yfirverkfræðingur í Slipp- stöðinni á Akureyri um við- gerð sem unnin var á strand- ferðaskipinu Heklu í Slipp- stöðinni í síðustu viku. Hekla kom til hafnar á Akur- eyri í einni af sínum föstu ferðum og kom þá í Ijós að kaðall var fastur í skrúfu skipsins. Kafari var fenginn til að fjarlægja kaðal- inn og sá þá að skrúfa, stýri og stýrishringur voru mikið skemmd. Ekki er vitað hvernig þessar skemmdir áttu sér stað. Unnt var að taka skipið nteð mjög stuttum fyrirvara í slippinn og klára viðgerðina á einni viku, með mjög mikilli vinnu. Var unn- ið alla hvítasunnuna til að koma skipinu sem fyrst í gagnið aftur. Ekki er vitað hvort þessar skemmdir hafi valdið verulegri röskun á föstum ferðum Ríkis- skips. gej- Á þriðjudagskvöld var haldinn sameiginlegur framboðsfundur framboðanna á Blönduósi. Fundurinn stóð í um tvo tíma og þótti takast vel í alla staði, talið er að liðlega 200 manns hafi komið á fundinn. Það verður þó að teljast stór galli á fundi sem þessum að ekki voru leyfðar fyrirspurnir frá fundargestum til frambjóðenda. Skriflegar fyrirspurnir hafa verið leyfðar á margfalt stærri fundum en þessum og nægir að nefna framboðsfund D.V. í Háskóla- bíói sem dæmi. Ekki verður komist hjá því að Blönduósingar velti því fyrir sér hvort þeir frambjóðendur sem stóðu fyrir því að fyrirspurnir Eins og fram hefur komið er slæmt ástand í fiskvinnslumál- um á Sauðárkróki, vegna bil- ana og breytinga í togurum staðarins. Togarinn Skafti er nú bilaður og tekur viðgerð á honum langan tíma og er fyrir- sjáanlegt að skipið verður frá veiðum langt fram á sumar. voru ekki leyfðar, hafi ekki treyst sér til að svara svo vel færi. Heyrst hefur að það hafi aðeins verið frambjóðendur H-listans sem vildu leyfa slíkt en orðið að lúta í lægra haldi fyrir listunum tveimur. Eftir því sem næst verður kom- ist var það H-listinn sem kom út sem sigurvegari eftir fundinn, og þótti málflutningur þeirra nánast það eina sem bitastætt var á fund- inum. Frambjóðendur D-listans boðuðu að hreppurinn skildi draga sig nær alfarið út úr öllum atvinnurekstri, selja hluti sína í hinum ýmsu fyrirtækjum og nota allar tekjurnar af sölunni til að greiða upp skuldir. Þegar svo H-listamenn höfðu farið höndum Bæjarráð Sauðárkróks kom saman fyrir skömmu til að ræða þetta mál. Á fundinn mættu menn frá útgerðarfyrirtækjum og verkakvennafélaginu á Sauðár- króki til viðræðna við bæjarráð. Ráðið lýsti þungum áhyggjum sínum vegna bilunarinnar í Skafta og þess samdráttar sem orðið um tillögur þeirra reyndust “allar“ tekjurnar ekki meiri en svo að málflutningur D-listans var gjörsamlega hruninn. Þá þóttu frainbjóðendur K-list- ans heldur kraftlitlir, nema þá helst Eiríkur Jónsson sem fjallaði aðallega um skólamálin, enda skólastjóri grunnskólans á staðn- unt og honum málið því hugleik- ið. Niðurstaðan af fundinum hlýft- ur því að verða sú að kjarkleysi K og D frambjóðenda, að leyfa ekki fyrirspurnir á fundinum, svo og slæleg frammistaða þeirra í ræðustól, hafi aukið verulega sigurlíkur H-listans í kosningun- um á Blönduósi á laugardaginn kemur. G.Kr. hefur í fiskvinnslu þess vegna. Útgerðarfélag Skagfirðinga sem gerir út Skafta hefur leitað fyrir sér með leiguskip í stað hans og jafnframt farið þess á leit að fá að færa sóknarkvóta Skafta yfir á væntanlegt leiguskip. Bæjarráð skoraði því á sjávarútvegsráð- herra að leyfa að umrætt leigu- skip gangi inn í sóknarkvóta Skafta, þar til hann kemur aftur til veiða. Einnig samþykkti bæjarráð að senda þingmönnum kjördæmisins þetta erindi með ósk um að þeir beiti sér fyrir úrlausn þess máls. Nú hefur svar sjávarútvegsráð- herra borist bæjarráði Sauðár- króks og er á þessa leið. „Vísað er til símskeytis frá bæjarráði Sauðárkróks varðandi leiguskip til veiða í stað b/v Skafta. Sam- kvæmt lögum og reglugerðum um stjórn botnfiskveiða er óheimilt að færa sóknarkvóta milli skipa. Ráðuneytið getur því ekki orðið við beiðni um flutning sóknarkvóta b/v Skafta til annars skips.“ Ólafur Jóhannsson hjá Útgerð- arfélagi Skagfirðinga sagði að menn frá fyrirtækinu væru nú til viðræðna við ráðamenn í Reykja- vík unt þetta mál, en ekkert hefði komið upp sem gæti leyst þennan vanda, sem væri mjög mikill. Hann sagði einnig að fyrirtækið Framboðsfundur á Blönduósi: H-listinn kom best út „Krógaból": 150 þús. til kaupa á stofubúnaði Fyrstu foreldrareknu dagvist- inni á Akureyri, Krógabóli, hefur verið veittur 150 þúsund króna styrkur úr bæjarsjóði Akureyrar til kaupa á stofn- búnaði. „Velunnarar Krógabóls“, eins og aðstandendur dagvistarinnar kalla sig, sóttu jafnframt um rekstrarstyrk úr bæjarsjóði en ákvörðun um styrkupphæð var frestað þar til fyrir liggja nánari útreikningar um rekstrarkostnað. Þó er ljóst að Akureyrarbær mun taka þátt í rekstrarkostnaði, svo framarlega sem „Krógaból" fær rekstrarleyfi frá menntamála- ráðuneytinu. Félagsmálaráð mælir með að dagvistin fái rekstrarleyfi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Félagsmálaráð telur að setja þurfi neyðarútgang á húsið með tilliti til eldvarna og jafnframt þurfi að setja traustari handrið á stiga. Þá er talið að leiksvæðið í kring um húsið sé of lítið. Hins vegar vill svo vel til að Krógaból liggur að lítt notuðum leikvelli í eigu bæjarins og því eru hæg heimatökin að færa örlítið út kvíarnar, ef til þess fæst leyfi. Þessum skilyrðum þarf að full- nægja áður en „Krógaból“ fær „grænt ljós “ á starfsemina. BB. kvóta hefði þegar fengið vilyrði fyrir skipi til leigu frá Noregi, sem gæti komið með stuttum fyrirvara, ef leyfi fengist. gej- Húsavík: 6 hætta í bæjar- stjórn Ljóst er að mjög miklar breyt- ingar verða í röðum bæjarfull- trúa á Húsavík, hverjar sem niðurstöður kosninganna verða. Af þeim 9 fulltrúum sem sitja í bæjarstjórninni gefa 6 ekki kost á sér til framboðs að þessu sinni og er því ljóst að a.m.k. 6 nýir bæjarfulltrúar verða kosnir á Húsavík á laugardag. Þeir sem ekki gefa kost á sér eru fulltrúar Alþýðuflokksins Gunnar B. Salomonsson og Herdís Guðmundsdóttir, fulltrú- ar Framsóknarflokksins Sigurður Kr. Sigurðsson og Jónína Hall- grímsdóttir, sj álfstæðismaðurinn Hörður Þórhallsson og alþýðu- bandalagsmaðurinn Freyr Bjarnason. gk-.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.