Dagur - 01.07.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 01.07.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. júlí 1986 119 tölublað Filman þín á skiliö þaö besta ! FILMUHUSIÐ Hafnarstræti 106 Sími 22771 Pósthólf 198 eaa tmr. fZ/r///// y/////w/Æw/Á gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Þessi mynd er ekki tekin á hrísgrjónaökrum í Kína! Eiríkur Hreiðarsson garðyrkjumaður á Grísará virðir fyrir sér kálið sitt, sem allt hvarf undir vatn í flóð- unum í Eyjafjarðará um helgina. Eiríkur hefur tekið upp um 20 tonn af rófum og káli úr görðum sínum, en sagði að vegna flóðanna gæti uppskeran minnk- að um helming. Mynd: bv „Vont fyrir sálina að sjá garðana hverfa undir vatn“ - sagði Eiríkur Hreiðarsson á Grísará, en um helgina urðu þrír hektarar af landi hans flóði í Eyjafjarðará að bráð Stofnuð landssamtök svæðasjón- varpsstöðva Samtök um íslenskt svæða- sjónvarp voru stofnuð Reykjavík í vikunni sem Ieið. Um cr að ræða landssamtök sjónvarpsstöðva sem líklegt er að verði settar á laggirnar víðs vegar um landið og sem ýmist senda út þráðlaust eða í gegn- um kapal. Þegar hefur verið haft sam- band við fjölda staða og er greini- lega mikill áhugi á því að vera með í þesum samtökum. Upp- hafsaðili að þessum samtökum er íslenska sjónvarpsfélagið í Reykjavík, en að undirbúningi hafa auk þess unnið aðilar á Akureyri, Ölafsfirði, Borgarnesi og víðar. íslenska sjónvarpsfé- lagið mun hefja útsendingar í september og hefur þegar tryggt sér mikið af góðu erlendu efni. Aðilar að samtökunum eiga for- kaupsrétt að þessu efni og því sem stöðvarnar munu hugsanlega framleiða af innlendu efni þegar tímar líða fram. í stjórn íslensks svæðasjón- varps voru kosnir Hans Kristján Árnason Reykjavík formaður, Skúli Pálsson Ólafsfirði varafor- maður, Hermann Sveinbjörnsson Akureyri ritari, Þórarinn Ágústs- son Akureyri gjaldkeri og Jón Óttar Ragnarsson Reykjavík meðstjórnandi. Þeir sem áhuga hafa á að ganga til liðs við sam- tökin geta haft samband við ein- hvern stjórnarmann. HS Bragi ráðinn ritstjórnar- fulltrúi Bragi V. Bergmann hefur verið ráðinn ritstjórnarfulltrúi á Degi, en hann hefur starfað sem blaðamaður við blaðið síðan í september á síðasta ári. Bragi var áður kennari við Glerárskóla á Akureyri, auk þess sem hann hefur sinnt sérstökum verkefnum fyrir Dag um nokkurra ára skeið. Gylfi Krist- jánsson mun áfram annast frétta- stjórn og daglegan rekstur rit- stjórnar í samvinnu við ritstjóra og ritstjórnarfulltrúa. HS „Ég hef haft garða þarna niður á bökkunum í 15 ár og á þeim tíma hefur aldrei orðið eins mikið flóð og núna. Auðvit- að gat maður búist við ein- hverjum flóðum, það eru allar aðstæður til þess. Það var mik- ill snjór í fjöllunum sem leysir fljótt í svona hlýindakafla. En við áttum samt ekki von á svona miklum flóðum,“ sagði Eiríkur Hreiðarsson garð- yrkjumaður á Grísará í Hrafnagilshreppi. Eiríkur er með um þrjá hektara lands þar sem hann ræktar kál, rófur og gulrætur. Allt landið fór undir vatn um helgina. „Pað verður alltaf töluverður skaði af þessu, en hversu mikill er erfitt að segja fyrir um núna. En það er ljóst að uppskeran verður ekki eins góð og hún hefði getað orðið. Áburður hefur allur skolast burt og það þarf að bera á aftur. Það má búast við að garð- arnir verði lengi að þorna, svo að aftur fari að spretta." Eiríkur sagði að búast hefði mátt við að uppskeran yrði um 20 tonn af káli og svipað af rófum, en eftir flóðin gæti uppskeran minnkað um allt að helming. „Annars er erfitt að spá fyrir um hver uppskeran endanlega verður. Ef ég verð heppinn og fljótt fjarar úr görðunum og sumarið verður ekki kalt þá eiga garðarnir að geta jafnað sig nokkurn veginn." Eiríkur sagði að spáð væri kólnandi veðri og þá myndi minnka í ánni. „Fyrr getum við ekkert aðhafst. Við munum reyna að veita úr görðunum um leið og fer að minnka í ánni,“ sagði hann. „Það var afskaplega vont fyrir sálina að horfa upp á garðana hverfa undir vatn. Laugardagur- inn var sérstaklega slæmur. Stúlkur sem eru hérna í vinnu hjá mér voru að reyta arfa í einum garðinum fyrir helgina, daginn eftir voru endur á sundi um allan garðinn! Eg var auðvitað mjög svartsýnn á meðan á mestu flóð- unum stóð, en maður reynir að sjá björtu hliðarnar á tilverunni fljótt aftur," sagði Eiríkur Hreið- arsson á Grísará. -mþþ Ólafsfjarðarmúli: Búið að opna veginn Búið er að opna veginn í Olafs- fjarðarmúla, en hann lokaðist um helgina vegna hruns. Að sögn Halldórs Gunnlaugs- sonar lögreglumanns á Dalvík var ánni veitt til suður og í ræsi sem þar er. Jöfnuð var bílaslóð fyrir ofan veginn og er hún færi öllum bílum. Halldór sagði að viðgerð væri ekki hafinn, það þyrfti að athuga allar aðstæður mjög vel, enda hefði geysilegt magn hrunið úr veginum. -mþþ Skíðadalur: Vegurínn ófær Enginn mjólkurbíll komist síðan fyrir helgi Vegurinn fram í Skíðadal fór í sundur í leysingunum um helgina. Um 70 metra vegar- kafli hvarf alveg undir vatn að sögn Halldórs Gunnlaugs- sonar lögreglumanns á Dalvík. Vegurinn fór í sundur við bæinn Dæli en þar fyrir innan eru Ijórir bæir, Hnjúk- ur og Hlíð sem eru kúabú, Þverá þar sem búið er með refi og Klængshóll. Bændur hafa ekki getað losað sig við mjólkina, en farið hefur verið á vélum yfir tún með refafóð- ur að Þverá. „Á laugardaginn fór áin að rífa og fór í gegnum veginn og upp á tún," sagði Krístín Ósk- arsdóttir á Dæli í samtali við Dag. Sagði hún að í gær liefði komið ýta, „en mér sýnist árangurinn verða lítill, áin vex svo mikið seinni part dags. Ég hygg að vegurinn verði ekki fær næstu daga,“ sagði Kristín. „Það hefur enginn mjólkurbíll komist hingað síðan fyrir helgi,“ sagði Þórey Jóhanns- dóttir á Hlíð. Þetta hefur auð- vitað mikil óþægindi í för með sér. Við erum með þriggja daga gamla mjólk hérna, sem taka átti í gær, en mjólkurbíllinn kemst ekki hingað og ekkert útlit fyrir að hann komist á næstunni.“ -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.