Dagur - 01.07.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 01.07.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 1. júlí 1986 Meðfylgjandi myndir eru frá opnun sögusýningarinnar. Hér eru það Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Jónas Haralz, bankastjóri sem skoða sýninguna. Myndir: Róbert. Landsbankinn og seðla- Landsbanki íslands er 100 ára - i í dag, 1. júlí. I tilefni þessara tímamóta var opnud stór- glæsileg sýning í nýja Seðla- bankahúsinu í Reykjavík, bæði vegna aldarafmælis bankans og einnig í tilefni 100 ára seðlaútgáfu á íslandi. Markmiðið með þessari sýn- ingu er að veita almenningi inn- sýn í 100 ára sögu bankans, allt frá þvf að hann hóf starfsemi sína 1. júlí 1886 og fram á þenn- an dag. Pá er rakin saga gjald- miðils á íslandi allt frá land- námsöld og sýnt hvernig seðill verður til. í sérstökum bás á sýningar- svæðinu hefur verið dregin upp mynd af því hvernig menn hugsa sér að framtíðarbankinn muni verða. Sá hluti sýningar- innar myndar skemmtilega and- stæðu við gamlar vélar og tæki sem notuð hafa verið í bankan- um, ritvélar, samlagningarvélar og fleira, sumt allt frá aldamót- um. Einnig eru sýnd málverk í eigu bankans, tvær kvikmyndir eru sýndar og fjölmargt fleira má sjá sem tengist sögu bank- ans og seðlaútgáfunnar. Sýning- in er opin frá kl. 16-22 virka daga og kl. 14-22 um helgar allt fram til 20. júlí. Gengið er inn á sýningarsvæðið frá Arnarhóli. útgáfa hundrað ára Saga gjaldmiðils er rakin á mjög myndrænan hátt og má þar m.a. sjá skreið og vaðmál, sem notað var í þessum tilgangi fyrr á öldum. <■■■ ■■ Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, var meðal gesta á sýningunni og hér ræðast þeir við hann og Helgi Bergs, bankastjóri. Hér má m.a. sjá Tómas Árnason, bankastjóra í Seðlabankanum, og hjónin Sigríði Ólafsdóttur og Val Arnþórs- Fjölmiðlarnir áttu fulltrúa við opnun sýningarinnar og hér ræðast þeir við son, kaupfélagsstjóra. Hermann Sveinbjörnsson, ritstjóri Dags, og Helgi E. Helgason, frétta- maður á sjónvarpinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.