Dagur - 01.07.1986, Blaðsíða 5
1. júlí 1986- DAGUR-5
Pési panda. Ránið í furðugripa-
safninu er komin út og á bókar-
kápu er aðalsöguhetjunum svo
lýst:
„Pési panda er lítill og skond-
inn náungi, búsettur að Skrifla-
bæ, sem er hrörlegur miðalda-
kastali. Hann lendir gjarnan í
hinum æsilegustu ævintýrum og á
þá aldeilis hauk í horni þar sem
gamli þjónninn hans er, hann
Vaskur. Ekki má gleyma Runka
ref. Hann er reyndar skúrkurinn
í sögunum, þótt hann sé ákaflega
kurteis og tungulipur."
Þeir félagar eiga eflaust eftir að
verða vinsælir meðal lesenda
teiknimyndasagna. Höfundur er
Maartin Toonder. Bjarni Fr.
Karlsson þýddi. Bókin er prent-
uð í Danmörku. Bókaútgáfan
Iðunn gefur út.
Þjóðhagsstofnun:
Samdráttur í þjónustu og
byggingavöruverslun
Nú liggja fyrir upplýsingar um
heildarveltu í einstökum
atvinnugreinum fyrstu þrjá
mánuði þessa árs á grundvelli
söluskattsframtala. Þessar
upplýsingar gefa mikilvæga
vísbendingu um útgjaldaþróun
á hverjum tíma - og þar með
raunar um framleiðslu í þess-
um greinum. Tölurnar eru
unnar mánaðarlega og sýna
heildarveltu í hverri grein, þ.e.
bæði þann hluta, sem er sölu-
skattsskyldur, og eins þann
hluta, sem er undanþcginn
söluskatti. Söluskattur og aðrir
óbeinir skattar eru meðtaldir í
heildarveltunni. Rétt er að
minna á, að í þessum tölum
gætir áhrifa hækkunar sölu-
skatts úr 24% í 25% 1. júlí
1985.
Heildarvelta í smásöluverslun
á fyrsta ársfjórðungi 1986 nam
7,8 milljörðum króna og hafði
aukist um tæplega 37% frá sama
tímabili í fyrra. Veltuaukning í
almennri heildverslun var tals-
vert minni, eða 28'/2%, og ein-
ungis um 21% í byggingavöru-
verslun. Hins vegar jókst velta í
sölu bifreiða og varahluta um
36%, enda tók sala á nýjum bíl-
um mikinn kipp í kjölfar tolla-
lækkana í marsmánuði síðast-
liðnum. Þetta sést best af því, að
á fyrsta fjórðungi þessa árs voru
fluttar inn um 2.200 bifreiðar
samanborið við 1.400 bifreiðar á
sama tíma í fyrra.
í þjónustugreinum var veltu-
aukningin 28%, sem er töluvert
minna en verið hefur að undan-
förnu. Þannig má nefna, að allt
árið í fyrra jókst velta í þjónustu-
greinum um 46% frá árinu áður.
Auk verslunar- og þjónustu-
greina er fylgst með veltubreyt-
ingum í nokkrum vörugreinum
iðnaðar. Þessar upplýsingar gefa
þó ekki eins glögga heildarmynd
og fyrir aðrar greinar, þar sem
aðeins rétt rúmlega helmingur
veltu í iðnaði er framtalsskyldur
til söluskatts. Með þennan fyrir-
vara í huga má nefna, að sú velta
í iðnaði, sem fram kemur á sölu-
skattsskýrslum, virðist hafa auk-
ist um rúmlega 38% á fyrsta
fjórðungi þessa árs.
Fyrsta bókin í
nýjum flokki
teiknimyndasagna
Á mælikvarða vísitölu vöru og
þjónustu hækkaði almennt verð-
lag um 31% á fyrsta fjórðungi
þessa árs miðað við sama tímabil
í fyrra.
Sé miðað við þessa verðbreyt-
ingu, má ætla, að veltan hafi auk-
ist að raungildi um 4-4'Á% í
smásöluverslun, en um rúmlega
51/2% í vörugreinum iðnaðar.
Hins vegar virðist gæta samdrátt-
ar í byggingavöruverslun og
þjónustugreinum.
Til samanburðar má nefna, að
síðustu áætlanir benda til 4-5%
aukningar neysluútgjalda heimil-
anna á árinu öllu. Þess ber þó að
geta, að þær áætlanir taka mið af
þeim kjarasamningum, sem gerð-
ir voru í febrúarmánuði síðast-
liðnum, en áhrifa þeirra fer vart
að gæta í veltutölum fyrr en á
öðrum fjórðungi ársins. Að öllu
sainanlögðu og að svo miklu leyti
sem unnt er að draga ákveðnar
ályktanir af tölum fyrsta ársfjórð-
ungs eingöngu virðast veltutöl-
urnar koma allvel heim og saman
við spár Þjóðhagsstofnunar um
útgjaldaþróun á árinu öllu.
Innrömmuð
Plaköt
Gallery myndir
Glæsilegt úrval
A-B búðin
Kaupangi, sími 25020.
11
Vidskiptavinir Landsbankans eru
Í’IL'5 einstaklingar úr öllum stéttum og
landshlutum; fyrirtækin úr öllum
atvinnugreinum og at öllum stærdum. Landsbanki Islands er þjódareign
og þess vegna sannarlega ástæða tilþess aö árna landsmönnum
öllum heilla á 100 ára
~ Landsbanki
111*1111
Islands
Banki allra landsmanna
. -