Dagur - 01.07.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 01.07.1986, Blaðsíða 9
1.JÚIÍ 1986 - DAGUR - 9 .íþróttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson Amór sigraöi í Artic-open - þrjú mót að Jaðri um helgina Það var aldeilís fina veðrið sem golfarar á Akureyri fengu um helgina en þá fóru fram þrjú mót að Jaðri á vegum Golfklúbbs Akureyrar. Það voru nýliðamót þar sem keppt var í þremur flokkum, kvenna- mót og svo Artic-open þar sem keppni fór fram aðfaranótt sunnudags. Mjög góð þátttaka var í mótunum. f kvennamótinu voru leiknar 18 holur með fullri forgjöf og urðu úrslitin þessi: 1. Katrín Frímannsdóttir 75 högg 2. Jónína Pálsdóttir 76 högg 3. Sunna Borg 76 högg Jónína náði öðru sætinu eftir bráðabana við Sunnu. í nýliðamótinu voru leiknar 9 holur með fullri forgjöf. Keppt var í karla-, kvenna- og ungl- ingaflokki. Úrslitin urðu þessi: Kvennaflokkur: 1. Sunna Borg 60 högg 2. Guðný Jónasdóttir 63 högg 3. Margrét Kristinsdóttir 69 högg Karlaflokkur: 1. Gunnar Skarphéðinsson 53 högg 2. Unnar Lárusson 53 högg 3. Oddbjörn Magnússon 55 högg Gunnar sigraði í flokknum eft- ir bráðabana við Unnar. Unglingaflokkur: 1. Auðunn S. Guðmundsson 2. Steinmar Rögnvaldsson 3. Björn Þór Sigbjörnsson 51 högg 53 högg 56 högg Mjólkurbikarkeppnin: Stórleikur á Ólafsfirði - í kvöld er Leiftur og KS mætast I kvöld kl. 20 fer fram stórleik- ur á Ólafsfjarðarvelli er lið Leifturs og KS mætast í Mjólk- urbikarkeppni KSÍ. Er þetta leikur í 32 liða úrslitum og það lið sem sigrar kemst í 16 liða úrslit en þá koma 1. deildar liðin inn í keppnina. Leiftursmenn slógu lið KA út úr keppninni um daginn er þeir sigr- uðu þá í skemmtilegum leik á KA-velli. Siglfirðingar slógu lið Tindastóls út í síðustu umferð eftir langa og stranga viðureign en í þeim leik fengust úrslitin eft- ir framlengingu og vítaspyrnu- keppni. Það verður væntanlega hart barist í kvöld og ætla bæði liðin Úrslitaleikurinn íkvöld - í bikarmóti UMSE Bikarmóti UMSE í knatt- spyrnu lýkur í kvöld er liö Reynis og UMFS leika til úr- slita um bikarinn kl. 20 í Árskógi. Upphaflega tóku sjö lið þátt í mótinu og var leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Síðastliðið miðvikudagskvöld fóru undanúrslitin fram en þá sigruðu Reynismenn lið Árroð- ans með tveimur mörkum gegn einu og Dalvíkingar sigruðu Æskuna með þremur mörkum gegn engu. Það verða því Reynir og UMFS sem leika til úrslita eins og áður sagði. sér sigur enda dugir ekkert annað í þessari keppni. Artic-open mótið var eins og nafnið bendir til opið mót og var eins og áður er getið leikið að- faranótt sunnudags í frábæru veðri. Leiknar voru 18 holur með fullri forgjöf. Urslitin urðu þessi: 1. Arnór Þorgeirsson 70 högg 2. Einar Viðarsson 71 högg 3. Inga Magnúsdóttir 71 högg 4. David Barnwell 71 högg Einar sigraði Ingu Magnús- dóttur í bráðabana í keppninni um annað sætið. David Barnwell enski golfkennarinn hjá GA fór völlinn á pari vallarins en Barn- well er með 0 í forgjöf. I Artic-open voru einnig veitt aukaverðlaun fyrir að fara næst holu á 6. og 18. braut og þeim er notaði fæst pútt á 18. braut. Þau verðlaun gáfu Sporthúsið og Hrímnir. Þá má að lokum geta þess að Sunna Borg keppti á öllum mótunum um helgina og stóð sig með prýði eins og sést hér að ofan. Er þetta sennilega eins- dæmi að sami keppandi taki þátt í svo mörgum mótum sömu helg- Jón Óðinn Óðinsson júdóþjálfari hjá KA er kominn með svarta beltið íþróttinni. Jón Óðinn kominn með svarta beltið Dagana 16.-27. júní var Júdósamband íslands með æfingabúðir fyrir júdómenn að Laugarvatni. Það var lands- liðsþjálfari Tékka sem leið- beindi þátttakendunum á nám- skeiðinu. Tveir júdómenn frá Akur- eyri fóru á Laugarvatn en það voru þeir Freyr Gauti Sigmunds- son og Jón Úðinn Oðinsson Vormót KRA í knattspyrnu: Þór sigraði KA í miklum rokleik júdóþjálfari, báðir úr KA. Þar þreytti Jón Óðinn m.a. próf til þess aö fá svarta beltið í íþrótt- inni og stóðst hann það með miklum ágætum. Er Jón Óðinn fyrsti Akurcyr- ingurinn sem nær þessum merka áfanga og kemur þetta til með að hafa mjög jákvæð áhrif á upp- gang íþróttarinnar hér í bæ en Jón Óöinn hefur öðrum fremur verið maðurinn á bak við hinn frábæra árangur akureyrskra júdómanna. Hefur Jón Óðinn séð um alla þjálfun og auk þess hefur hann séð um allan þann rekstur er fylgir slíkri deild. Aðstæður til knattspyrnu- iðkunar voru ekki upp á það besta í síðustu viku er Þór og KA í meistaraflokki kvenna léku í vormóti KRA. Ástæðan var m.a. sú að leikið var á mal- arvelli Þórs og var hífandi rok á meðan leikurinn fór fram. Hefði þessi leikur svo sannar- lega verið betur settur á gras- inu við hliðina á malarvellin- um. En mjög erfitt hefur verið fyrir aðra flokka en meistara- flokk karla að fá afnot af gras- vellinum. Þórsstelpurnar léku undan vindinum í fyrri hálfleik og sóttu þær án afláts allan hálfleikinn. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir mikinn ágang. Þær náðu þó að koma knettinum einu sinni í markið hjá KA-stelpunum og reyndist það vera sigurmark leiksins. Það kom úr vítaspyrnu á 32. mín. eftir að ein KA-stelpnanna hafði hand- leikið knöttinn í vítateignum. Valgerður Jóhannsdóttir skoraði af öryggi úr vítinu. í síðari hálfleik sóttu KA- stelpurnar meira án þess þó að ná að skapa sér almennileg færi upp við markið. Þórsstelpurnar náðu nokkrum skyndisóknum sem lítið kom úr. KA fékk kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok er dæmt var víti á Þór þar sem ein þeirra handlék knöttinn í vítateignum. Hjördís Úlfarsdóttir tók vítið en Þórdís Sigurðardóttir markvörður Þórs varði frekar lélegt skot hennar. Boltinn hrökk til Hjördísar aftur og þá skaut hún himinhátt yfir af stuttu færi. Úrslitin því 1:0 Þór í vil í til- þrifalitlum leik. Bæði þessi lið virðast nokkuð áþekk að getu og er greinilegt að KA-stelpurnar eiga heima í 1. deild. Staðan 3. deild Staðan í b-riðli 3. deildar eftir leiki helgarinnar er þessi: Leiknir-Leiftur 1:2 Magni-Austri 0:0 Reynir-Valur 3:2 Þróttur-Tindastóll 2:2 Leiftur 6 4-2-0 12: 4 14 Tindastóll 6 3-3-0 10: 6 12 Þróttur N 6 2-4-0 12: 6 10 Magni 6 2-2-2 6: 6 8 Reynir Á 6 2-2-2 10:11 8 Austri E 5 1-2-2 4: 5 5 Valur Rf 5 1-1-3 4: 8 4 Leiknir F 6 0-0-6 2:14 0 Staðan 4. deild Staðan í E-riðli 4. deildar er þessi: Hvöt 4 3-1-0 5:0 10 Vaskur 5 3-1-1 7:4 10 Svarfdælir 5 2-1-2 4:4 7 Kormákur 3 1-0-2 4:8 3 Höfðstrendingur 5 0-14 2:6 1 Þessi skemmtilega mynd er úr leik Þórs og KA í vormóti KRA sem leikinn var í síðustu viku. Mynd: BV Knattspyrna: Kvennalið á Blönduósi Á þriðjudaginn 24. júní var fyrsta æfing kvennaliðs Hvatar á Blönduósi í knattspyrnu. Á þessari fyrstu æfingu voru mættar 17 stúlkur og vitað er að á næstu æfíngum er von á enn fleiri stúlkum. Það er mikili hugur í stúlkun- um að koma upp liöi sem fyrst og vitað er að þær hafa fullan hug á því að fá að taka þátt í knatt- spyrnumóti sem fyrirhugað er að halda í sumar. Er það með þátt- töku kvennaliða frá Siglufirði, Ólafsfirði og fleiri stöðum hér norðanlands. Samið hefur verið við einn meistaraflokksmanna Hvatar um að þjálfa kvennaliðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.