Dagur - 07.07.1986, Side 2

Dagur - 07.07.1986, Side 2
2 - DAGUR - 7. júlí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki sími 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari._______________________________ Hrikalegur verðmunur Á síðastliðnum vetri gerði Verðlagsstofnun verðkönnun á um það bil 200 vörutegundum í nokkrum smásöluverslunum og einni heildversl- un í Glasgow í Skotlandi. Á sama tíma var kann- að verð á sömu vörutegundum í nokkrum versl- unum í Reykjavík. Bæði í Glasgow og í Reykjavík var könnunin gerð í stórum verslunum, stór- mörkuðum og öðrum stórum matvöruverslun- um. Jafnframt því að kanna smásöluverð á vörunum aflaði Verðlagsstofnun upplýsinga hjá íslenskum innflytjendum um hið erlenda inn- kaupsverð á vörunum sem könnunin náði til. Niðurstöður þessarar könnunar hafa vakið mjög mikla athygli, enda að vonum þar sem í ljós kemur gífurlegur verðmunur. Smásöluverð var allt að sex sinnum hærra í Reykjavík en í Glasgow, eða 500% hærra. Þá kom sú athygl- isverða staðreynd í ljós, að þegar íslenskir inn- flytjendur eru að kaupa inn vörur þá hefur þeim í 22% tilvika, eða 13 af 59, tekist að kaupa vörur á jafnháu eða hærra verði en hægt er að fá þær á í smásöluverslunum í Glasgow. I meira en helm- ingi tilvika var innkaupsverð íslenskra innflytj- enda jafnhátt eða hærra en í þeirri heildverslun sem könnuð var í Glasgow. Ein skýring á þessum hrikalega verðmun er sú að álagning hérlendis leggst ofan á tolla og vörugjald, auk innkaupsverðsins og flutnings- gjalda. Þess vegna verður álagning sem lögð er hlutfallslega ofan á kostnaðarverðið mun hærri að krónutölu hérlendis en erlendis ef álagning- arprósentan er sú sama. Könnunin leiðir það í ljós að smásöluálagning var tvöfalt hærri og allt upp í tæplega fimmfalt hærri í Reykjavík en í Glasgow í krónum talið. Auk þess var álagning innflytjenda allt að 2,4 sinnum hærri en smá- söluálagningin í Glasgow. Niðurstöður þessarar könnunar leiða hugann fyrst og fremst að því ófullkomna og vitlausa kerfi sem tíðkast við innkaup og álagningu hér á landi. í þessu kerfi er ekki innibyggður neinn hvati til þess að fá vörur á sem lægstu verði er- lendis frá. Þvert á móti græða innflytjendur meira á því að flytja inn dýrari vöru þar sem álagningarprósentan gefur þá meira í aðra hönd. Þetta á við svo fremi sem varan verði ekki það dýr í samanburði við vörur frá öðrum innflytj- endum að hún seljist ekki. Verðskyn íslendinga er hins vegar ennþá það bágborið að það virðist vera hægt að bjóða þeim hvað sem er. Sama á við um smásöluálagninguna. Fáránlegast í þessu öllu virðist svo vera það að álagningin skuli leggjast ofan á tolla og önnur innflutnings- gjöld. Vafalaust er hægt að færa einhver mótrök í þessu máli, en staðreyndum verður hins vegar ekki neitað. Vöruverð hér á landi er óeðlilega miklum mun hærra en í nágrannalöndunum. Það er furðulegt að innflytjendur skuli geta keypt á heildsölu inn til landsins á hærra verði en hægt er að fá vörurnar á út úr búð í Glasgow. Þetta er svo sannarlega vert frekari skoðunar. HS —viðtal dagsins.___________________ „Hef mesta ánægju af að selja bækur“ - Ingvar Þórarinsson, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar á Húsavík verður 77 ára í haust. I júní var verslunin stækkuð og innréttingar endurnýjaðar, vel hefur verið staðið að breytingunum og er verslunin rúmgóð og vistleg. Um þessar mundir er þriðji ættliðurinn að taka við versl- unarrekstrinum. Stefán Örn Ingvarsson er að taka við af föður sínum Ingvari Þórarins- syni sem þó mun starfa við verslunina og m.a. gegna áfram störfum sínum sem umboðsmaður Brunabótafé- lags íslands. - Ingvar er þetta ekki elsta bókaverslun á landsbyggðinni? „Jú, þetta er elsta bókaverslun úti á landi. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík er elst og einnig er Bókaverslun Sigurðar Kristjánssonar eldri, þó hún sé nú hætt að sinna sölu íslenskra bóka. Faðir minn stofnaði verslunina 1909 og rak hana þar til ég tók við að mestu 1945 eða fyrir rúm- um fjörutíu árum.“ - Nú var verið að stækka og breyta í versluninni en verslunar- reksturinn mun hafa hafist í einu herbergi. „Já, hann hófst í einu herbergi í húsi sem kallaðist Kirkjubær og var byggt úr viðum gömlu Húsa- víkurkirkju. Síðan fluttist verslun- in í Templarahúsið sem faðir minn keypti um 1915, þar var einnig til húsa ljósmyndastofa móður minnar Sigríðar Ingvarsdóttur sem hún rak til 1944. Á árunum 1966-8 byggði ég þetta hús sem stendur við gatna- mót Garðarsbrautar og Stóra- garðs og er besta lóð fyrir versl- unarhúsnæði í Húsavíkurbæ. Verslunarreksturinn varð fjöl- breyttari með árunum og ástæð- an var sú að ekki var hægt að reka bókaverslun á Húsavík í samkeppni við 1-2 aðrar bóka- verslanir. Þróunin hefur orðið sú að vörutegundum hefur fjölgað, venjulega reynum við að hafa eina vörutegund sem aðalsölu- vöru í hverjum mánuði. Undan- farin ár höfum við breytt í versl- uninni um fimm sinnum á ári. Bækur eru allsráðandi frá okt- óber fram í janúarlok, skíðavör- ur í febrúar og mars, síðan sport- vörur yfir sumarmánuðina og seinni árin hefur verið lögð meg- Ingvar Þórarinsson í verslun sinni. ináhersla á ferðamannaverslun á sumrin, sérstaklega með lopavör- ur og alls konar íslenskar fram- leiðsluvörur. Júlí og ágúst er töluverður annatími hjá okkur þó að í des- ember sé alltaf mest um að vera. Mesta ánægju hef ég haft af að selja bækur en hitt verður að fylgja með þegar ekki er hægt að lifa af bókasölunni einni saman.“ - Á bókin í vök að verjast í þjóðfélaginu í dag með sam- íkeppni við vídeó og fleira? „Ég held það sé ýmislegt fleira en vídeó, síðustu árin hefur mjög aukist lestur blaða og tímarita, þau eru einnig í samkeppni við bókina þó sjónvarpið og vídeóið séu ef til vill það hættulegasta fyrir hana, en enn heldur hún velli.“ - Heldurðu að það verði ekki áfram? „Ég hef trú á því, en maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sínu. Hins vegar finnst mér eftirtektarvert hér á Húsavík og ef til vill víðar að áður fyrr lásu allri fullorðnir danskar bæk- ur og blöð m.a. blöð eins og Familie Journalen og Hjemmet og þetta hélt við dönskukunnátt- unni. Þetta er á hraðri niðurleið þrátt fyrir að danskan er það tungumál sem gengur næst á eftir íslenskunni í skólunum." - Hefur sala á enskum blöðum og bókum aukist? „Frekar, en þó ekki í þeim mæli sem dregið hefur úr hinu.“ - Hverjar voru helstu breyt- ingar sem gerðar voru á verslun- arhúsnæðinu núna? „Við stækkuðum verslunina þannig að það var sagað gat í gólfið og innréttuð ný verslun í kjallaranum um 100 fm að stærð. Þar var komið fyrir sportvörum, hljómplötum og heimilistækjum. Stefán Örn og hollenskur maður sem vinnur hjá mér, Bert Jonker hafa átt mestan þátt í þessum breytingum og húsvískir iðnaðar- menn hafa lagt þar gjörva hönd að verki. Ég held að flestum sem koma inn finnist breytingin vera til batnaðar og ég vona að það sýni sig í framtíðinni. Ef Húsavík á framtíð fyrir sér, og því hef ég trú á, ætti að vera hægt að halda áfram verslun á þessu horni. Það hefur verið erf- itt að fá fjármagn á liðnum árum og ekki verður byggt við nema fjármagn fáist. Meining mín var að rífa gamla húsið og byggja 150-160 fm við þetta en til þess þurfti allmikið lán sem ekki hefur auðnast að fá enn. Maður veit aldrei hvað gerist á næstu árum, ef við fáum ný fyrirtæki á staðinn sem veita okk- ur jafnmikið í bæjarsjóðinn og annars staðar í bæjarlífið eins og John Manville hefur veitt Húsavík hef ég trú á að hægt verði að fá lán til að byggja á þessu horni sem ég trúi að verði jafnmikilvægt í framtíðinni og til þessa. Þessi 40 ár hafa verið ákaflega ánægjuleg og maður hefur séð verslunina vaxa og dafna. Þegar ég flutti í þetta nýja hús voru ekki til vörur nema í hluta af versluninni. Ég útbjó smáskrifstofu og tjaldaði einnig fyrir hluta rýmis- ins til að minnka verslunarpláss- ið, en smátt og smátt hefur þetta vaxið það mikið að ég hef ekki komið fyrir öllum þeim vörum sem ég hefði viljað selja eða get- að selt.“ - Að lokum Ingvar manstu eftir skemmtilegri sögu frá versl- unarrekstrinum? „Einu sinni dvaldist ég rúm- lega hálft ár vestur í Bandaríkj- unum og á meðan rak Stefán bróðir minn verslunina með miklum ágætum. Það hefur aldrei verið meira í sjóði en hans rekstr- artíma. Ýmsar gamansögur eru til frá þessu tímabili og skemmti- legar auglýsingar eins og sú sem sett var upp rétt áður en ég kom og var á þessa leið: „Húsvíking- ar, Húsvíkingar. Komið og gerið góð kaup í dag, Ingvar kemur heim á morgun.““ Myndir: IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.