Dagur - 07.07.1986, Page 6

Dagur - 07.07.1986, Page 6
6-DAGUR-7. júlí 1986 íþróttÍL Jaðarsvöllur: Ragnar og Ásgeröur sigruðu í 20. opna Coca-cola mótinu - Elsta opna golfmót á íslandi Um helgina fór fram á Akureyri opna Coca-Cola mótið. Mót þetta var haldið í 20. skipti og er þetta elsta opna mótið á íslandi. Fjöl- margir keppendur komu víðs veg- ar af landinu og þótti mótið takast með miklum ágætum. Keppt var í stigamóti karla og kvenna og svo einnig í opnum flokki, með og án forgjafar. Sigurvegarar urðu sem hér segir: Stigamót karla: Högg 1. Ragnar Ólafsson GR 305 2. Úlfar Jónsson GK 305 3. Hannes Eyvindsson GR 309 Stigamót kvenna: Högg 1. Asgerður Sverrisdóttir GR 350 2. Ragnhildur Sigurðard. GR 351 3. Þórdís Geirsdóttir GK 360 Opinn flokkur með forgjöf: Högg 1. Magnús Birgisson GR 142 2. Árni Jónsson GA 146 3. Ragnar Ólafsson GR 147 Opinn flokkur án forgjafar Högg 1 .Ragnar Ólafsson GR 151 2. Úlfar Jónsson GK 151 (hann tapaði fyrir Ragnari í bráða- bana) 3. Sigurður Pétursson GR 152 BV Árni Jónsson fór holu í höggi á Coca-cola mótinu en varð samt sem áður af kókhlass- inu góða. Arni sló nefnilega vitlausa holu í höggi. Dagur vottar honum samúð sína. Hér eru þeir kotnnir saman, sigurvegararnir í Coca-cola mótinu ásamt Árna hinum óheppna. í baksýn er kókhlassið mikla. Algeng sjón í leik Selfoss og Völsungs, sem fór fram í miklu roki. I leiknum var mikið um miðjubarning. Mynd: AE/Reykjavík Stórgóður úti- sigur Völsunga - unnu Selfyssinga 2:1 í miklum rokleik Á laugardaginn sannaðist enn hið fornkveðna, að maðurinn má lítið við höfuðskepnunum, er leikmenn Selfoss og Völs- ungs áttust við í hífandi roki á Selfossi. Allar tilraunir til knattspyrnuiðkunar voru miskunnarlaust barðar niður af einum átta vindstigum sem stóðu á völlinn endilangan. Mun meiri kraftur fór í það hjá leikmönnum að ráða við vind en andstæðinga og voru gæði knattspyrnunnar eftir því. í fyrri hálfleik léku Selfyssing- ar undan vindi og má segja að þá hafi Völsungar ekki komist yfir miðju. Selfyssingum gekk heldur ekki of vel að ráða við þennan sterka meðvind og tókst ekki að nýta stanslausa sókn nema til að skora eitt mark. Það mark kom á 20. mín. og var með furðulegra móti, skorað beint úr horni. Páll Guðjónsson gaf vel fyrir markið frá vinstri og þar tók vindurinn við boltanum og bar hann í horn- ið fjær. Pað sem eftir var hálf- leiksins sóttu Selfyssingar stíft en árangurslaust. I seinni hálfleik snerist leikur- inn algjörlega við, Völsungar sóttu stíft en heimamenn komust varla fram fyrir miðju. Á 17. mín. kom jöfnunarmarkið, Sve- inn Freysson átti þrumuskot af 40 metra færi og knötturinn þaut undan vindinum í stöngina og inn. Sigurmarkið skoruðu Völs- ungar svo á 30. mín. Jónas Hall- grímsson sendi boltann vel inn á markteig til Vilhelms Friðriks- sonar sem tók við honum, sneri varnarmann af sér og skoraði örugglega af stuttu færi. Eftir þetta mark áttu Völsungar enn nokkur færi en tókst ekki að nýta þau. En þeir voru heppnir í lok leiksins er Selfyssingar komust í skyndisókn er endaði með stang- arskoti, þarna sluppu gestirnir með skrekkinn og stigin þrjú. Bestir í liði Völsungs voru þeir Sveinn Freysson, Olgeirssynirnir og Vilhelm Friðriksson. KA-liöið vann sætan og sann- gjarnan sigur á einum aöal- keppinauti sínum um 1. deiid- ar sæti að ári, Víkingi, á föstu- dagskvöldið. Ekkert virtist það há leikmönnum KA þótt leikið væri á gervigrasinu í Laugardal og þeir höfðu undirtökin frá upphafi leiks til enda. Sigurinn hefði getað orðið mun stærri, og á góðum degi hefði Tryggvi skorað 5 mörk. KA-menn mættu mjög ákveðnir til leiks og eftir að hafa- átt nokkur ágæt færi þá skoruðu þeir eina mark leiksins á 25. mín. Pá var tekin hornspyrna frá vinstri og í teignum var það Bjarni Jónsson sem stökk manna hæst og skallaði glæsilega í markið. KA-menn héldu áfram að sækja og á 35. mín. fengu þeir vítaspyrnu er einn leikmanna Víkings handlék knöttinn innan vítateigs. Tryggvi lét hins vegar verja frá sér spyrnuna, fékk knöttinn strax aftur og skaut en enn varði markvörður Víkings. Aðeins 5 mín. síðar fékk KA óbeina aukaspyrnu inni á miðjum vítateig Víkinga. En ekki tókst að koma boltanum framhjá öllu Víkingsliðinu sem stóð á mark- línu. í síðari hálfleik sóttu Víkingar mun nteira en það var samt KA sem var mun hættulegra í skyndi- sóknum sínum og komst Tryggvi Skástir í daufu liði Selfoss voru Páll Guðmundsson og Sigurður Halldórsson. AE/REK tvisvar í dauðafæri. í fyrra skiptið björguðu heimamenn á marklínu en í því seinna brenndi Tryggvi af. Víkingum gekk ekki betur upp við mark KA og því endaði leikurinn með 1:0 sigri KA. Hlaut KA því verðskulduð og dýrmæt þrjú stig. KA-liðið var mjög gott í þess- Tryggvi Gunnarsson var oft hættuleg KA-sigur í toppi - unnu Víking 1:0 á föstu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.