Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 31.07.1986, Blaðsíða 12
 Akureyri, fimmtudagur 31. júlí 1986 Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222 Akureyri: Tveir bílar með sama númeri? í byrjun júlímánaðar tóku ung hjón á Akureyri sig til og keyptu sér nýjan bíl. Ákváðu þau að halda ekki númerinu af þeim gamla heldur fá sér nýtt og fengu þau númerið A-10774. Segir síðan ekki af þeim fyrr en konan er að versla í Hagkaup- um sl. mánudag. Þegar hún kemur út sér hún að við hlið bflsins stendur annar með sama númeri. Konan varð að sjálfsögðu steinhissa og gekk marga hringi Laxá í Aðaldal: Þyngsti laxinn 29 pund Góð laxveiði liefur verið í Laxá í Aðaldal í sumar. í veiðiheimilinu Árnesi feng- ust þær upplýsingar að meira hefði veiðst nú þegar en allt veiðitímabilið í fyrra. Þar er aðeins veitt á flugu og leyfi er fyrir 7 stöngum. Alls hafa vciðst 253 laxar, þar af 28 sem voru 20 pund eða þar yfir. Pyngsta laxinn, sem var 29 pund, fékk Nick Ruwe frá bandaríska sendi- ráðinu. í veiðiheimilinu Vöku- holti við Laxamýri var sagt að veiði væri mjög góð. Þar hafa veiðst um 1400 iaxar, sá þyngsti 24 pund, hann fékk Daníei Daníelsson, læknir. 1M umhverfis bílinn og fullvissaði sig um að hún sæi rétt. Síðan tók hún til þess ráðs að ná í mann sinn en hann var við vinnu í húsi þar rétt við hliðina. Þegar þau koma aftur á staðinn er bíllinn farinn og til allrar óhamingju hafði konan ekki tekið eftir því af hvaða tegund bíllinn var. A bif- reiðaeftirlitinu og tryggingastofn- unum hér í bæ fengu þau að vita að enginn bíll væri skráður á þetta númer nema þeirra eiginn og lítið væri því hægt að gera í mál- inu. Á bifreiðaeftirlitinu varð fyrir svörum Björn Guðmundsson og sagði hann það vissulega vera fræðilegan möguleika að þetta gæti komið fyrir. Hins vegar væri annar sams konar bíll skráður á númerið A-10447 og taldi Björn líklegt að konan hefði ruglað tölunum saman. Ekkert svona tilfelli hefur komið upp á Akureyri en sams konar atvik mun hafa komið upp í Reykjavík. Einnig hefur það komið fyrir að það hafi ekki verið sömu númeraplötur aftan og framan á sama bílnum. Aðspurður hvernig svona lag- að gæti gerst sagðist Björn ekki geta ímyndað sér það. Þegar hann var spurður hvað bifreiða- eftirlitið myndi gera í málinu sagði hann það vissulega vera slæmt að vita ekki af hvaða teg- und bíllinn er. „Við höfum ekkert að styðjast við nema full- yrðingu konunnar og getum því lítið gert,“ sagði Björn Guð- mundsson. Og þá er það bara spurningin um hvort konan hafi ruglað sam- an tölum í númerinu. Ef það er ekki raunin þá gerði sá, sem er með sama númer, rétt í því að gefa sig fram. JHB Seglbrettaíþróttin er í stöðugri sókn hér á landi og nýta þeir áhugasömu sér öll tiltæk tækifæri til að sýna bæjarbúum snilli sína. Mynd: RI,B Greiðslustaða bæjarsjóðs: Um 40 millj. krónum lakari en í fyrra Greiðslustaða bæjarsjóðs Akureyrar er mun erfiðari nú en á sama tíma í fyrra. Búið að nota 47,9% af áætlaðri upp- hæð gjaldaliða. Valgarður Baldvinsson bæjarritari sagði það aðeins meira en á síðasta ári, en þá hefðu margir kostn- Verkefnin á Grænlandi: Ollum tilboðum í skóla- bygginguna hafnað „Við höfum enn ekki fengið neitt bréflegt frá þessum mönnum en við fengum símtal þar sem sagt var að öllum til- boðum í skólabygginguna yrði hafnað. Það liggur fyrir að annað hvort verða teikning- arnar endurskoðaðar í þeim tilgangi að gera framkvæmdir ódýrari eða þá að verkið verð- ur boðið aftur út í sömu mynd að ári,“ sagði Hörður Tuliníus Frost í Aðaldal Á Staðarhóli í Aðaldal mældist 2 gráðu frost klukkan 2 í nótt. Ekki hefur enn fregnast hvern- ig frostið fór með kartöflurnar. Hermann Hóimgeirsson, bóndi að Staðarhóli, leit á hita- mælinn um klukkan 2 í nótt og sá þá að hann sýndi 2 gráðu frost. Mælirinn er í 2 metra hæð yfir jörðu og er því líklegt að hitinn niðri við jörð hafi verið um 4-5 mínusgráður. Um klukkan 3, var Hermann síðan vakinn aftur, því hann hefur bensínafgreiðsiu með höndum, leit þá á mælinn, og sýndi hann þá 1 gráðu hita. Frost- ið hefur því líklegast ekki varað nema svona um hálfan annan tíma. Það verður bara að vona að kartöflurnar hafi ekki orðið fyrir skemmdum. -SÓL þegar hann var spurður hvort eitthvað væri að frétta af verk- efnum þeim á Grænlandi sem Eyfirskir verktakar gerðu til- boð í. Hörður sagði að þeir væru enn að vinna í að reyna að fá sútunar- verksmiðjuna en þeir samningar væru allir orðnir mun flóknari en áður. „Sútunarverksmiðjan var boðin út í þremur áföngum og við vorum með lægstu tilboð í tvo af þeim. Nú er hins vegar búið að skipta hverjum áfanga niður í þrennt og það breytir stöðunni töluvert þannig að þetta er nú í endurskoðun hjá okkur. Þeir óska nú eftir nýjum tölum í þessa áfanga og við munum senda þær út í dag. Þeir óskuðu einnig eftir fundi um þetta í Grænlandi en við munum fara fram á að sá fundur verði í Reykjavík," sagði Hörður Tuliníus. JHB aðarliðir farið framyfir áætlun. „Við höfum verið að reyna að láta það ekki endurtaka sig,“ sagði Valgarður. Greiðslustaða bæjarsjóðs er um 40 milljón krónum lakari en hún var á sama tíma á síðasta ári. Valgarður sagði stöðuna veru- lega slæma nú á þessum tíma, en fyrri hluti árs er bæjarsjóði léttari en sá seinni. „Við verðum að vona að þetta jafnist út er lengra dregur fram árið. Álagningin var hærri en áætlun gerði ráð fyrir og innheimtan ætti því að skila sér inn þegar líður á,“ sagði Valgarð- ur. Valgarður sagði að á fyrri hluta árs væru innheimtur á fasteigna- gjöldum og væru þau nokkuð stór tekjuliður bæjarsjóðs, „það er því eðiilegt að fyrri hluti árs sé léttari greiðslulega séð, en sá seinni. Aðalframkvæmdatími okkar kemur meira inn á síðari hluta ársins.“ Valgarður sagði að það gerði einnig erfitt fyrir að enginn'gjalddagi væri á útsvörum og aðstöðugjöldum í júlímánuði. „Ég tel þessa erfiðleika fyrst og fremst stafa af því að við fórum framyfir í fyrra og vorum því að greiða mikið af lausaskuldum frá fyrra ári á fyrri hluta þessa árs. Þess vegna áttum við lítið upp á að hlaupa er kom að hinum erfið- ari mánuðum." Valgarður sagði helstu ástæðu þess að farið var fram úr áætlaðri kostnaðaráætiun á síðasta ári að farið var í framkvæmdir sem fóru verulega fram úr áætiun en ákveðið hefði verið að halda þeim áfram. Einnig hefði verið farið út í framkvæmdir þrátt fyrir að vitað væri að ekki væru fjár- veitingar fyrir þeim. Þá sagði Valgarður að launabreytingar hjá starfsmönnum bæjarins hefðu orðið meiri en áætlunin gerði ráð fyrir. Innheimta bæjargjalda var 1,3% betri í júnílok en á sama tíma í fyrra. -mþþ „Bjóst við þessu“ -sagði Oddur C. Thorarensen skattakóngur á Akureyri „Þetta er svipað og ég bjóst við. Eg vissi það nokkurn veg- inn fyrirfram hvað ég myndi fá í skatta,“ sagði skattakóngur- inn á Akureyri, Oddur C. Thorarensen lyfsali í samtali við Dag. „Ég hef svo sem ekk- ert hugsað út í hvort mér líst vel eða illa á þetta.“ Oddur greiðir 2.050.286 í skatta. Næstur honum í röðinni er Gauti Arnþórsson yfirlæknir með 1.349.351, sá þriðji er Jón Steindórsson stýrimaður með 1.161.927. Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri greiðir 1.125.466 í skatta og Jónas Franklín læknir 1.106.410. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.