Dagur - 07.08.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 07.08.1986, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 69. árgangur____________Akureyri, fimmtudagur 7. ágúst 1986 145. tölublað Skinnaiðnaður Sambandsins: Launagreiðslur hækkuðu um 64% - frá fyrri hluta ársins 1985 til sama tíma á þessu ári Launagreiðslur hjá skinnaiðn- aði Sambandsins á Akureyri jukust um hvorki meira né minna en 64% frá fyrri helm- ingi síðasta árs til sama tíma á þessu ári. Héi >r átt við laun til starfsmanna skinnaiðnaðar sem eru í Iðju, félagi verk- smiðjufólks. Taxtakaup mun hafa hækkað um 25-30% á sama tíma. Petta sýnir að veruleg veltu- aukning hefur orðið í skinnaiðn- aðinum, enda sýna útflutnings- skýrslur að útflutningur skinna- vara haíi aukisr um 46% að verð- mæti fyrstu fimm mánuði þessa árs. Hjá skinnaiðnaði Sambandsins hefur bæði verið um að ræða fjölgun á starfsfólki og aukningu á vinnu. Kjarasamningar vega auk þess nokkuð í þessari veltu- aukningu, en þess má geta að vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 24% frá júní í fyrra til sama tíma á þessu ári og verð- bólguaukningin varð 25,8% á sanra tíma. Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar Sambands- ins, sagði að það væri vissulega ánægjulegt að aukin umsvif væru í skinnaiðnaðinum. Á hinn bóg- inn sagði hann að afkoman væri nálægt því að vera á núllinu. Það væri tvennt sem blasti við í útflutningsframleiðslunni núna. Annars vegar aukið hagræði vegna minni verðbólgu, sem auð- veldaði alla skipulagningu, en á hinn bóginn væri tekjustakkurinn sniðinn þrengri en áður. HS I gær var þátturinn „Á hringvegin- um“, sendur út frá Akureyri. í þættin- um var lýsing á fallhlífarstökki, voru það bæöi menn og pakkar sem þannig svifu til jarðar. í lokin lyftu kraftlyft- ingarmenn útvarpsbílnum og fóru létt með. Á myndinni sjáum við Önnu Ringsted spjalla við Kristján Krist- jánsson. Mynd: RPB. ■ Jfr ~lt ' L ’ 'i Fóðurstöðin sf. á Dalvík: Höfum vonandi náð botninum - og getum litiö bjartari augum til framtíðarinnar, segir framkvæmdastjórinn „Aðalástæðan fyrir því að reksturinn hefur gengið erfið- lega er sú að stofnkostnaður var mjög mikill. Fyrirtækið var Akureyri: Skólarnir hefjast fyrr en venjulega Grunnskólar á Akureyri byrja nokkru fyrr nú í haust, en vani er til. Samkvæmt ákvörðun skólanefndar var ákveðið að hefja skólaárið fyrr nú á þessu hausti, en verið hefur á undan- förnum árum. Venjan hefur verið sú að 1.-6. bekkur hefur byrjað í september- byrjun, en 7.-9. bekkur um miðj- an september. Nú hefur skóla- nefnd ákveðið að allar bekkjar- Leikfélag Akureyrar: Æfingar hafnar Á mánndaginn hófust æfingar hjá Leikfélagi Akureyrar. Fyrsta verkið á leikárinu verð- ur finnska barnaleikritið Herra Hú. Frumsýnt verður 27. sept- ember. Þórunn Sigurðardóttir leikstýr- ir Herra Hú, Gylfi Gíslason sér um leikmynd og búninga og Ingvar Björnsson um lýsingu. -HJS deildir skuli byrja á bilinu frá 5. til 8. september. Gagnfræðaskóli Akureyrar mun byrja þann 8. Ingólfur Ármannsson skóla- og menningarmálafulltrúi Akureyr- ar sagði að að líkindum myndu flestir skólanna byrja einnig þá, þar sem kennslumálaþing verður haldið hér í bænum þann 5. sept- ember. Magnús Aðalbjörnsson yfir- kennari Gagnfræðaskólans sagði að ástæða þess að skólar hefji störf fyrr á þessu hausti væri sú að venja væri í Reykjavík og á öðrum þéttbýlisstöðum að skólar hefjist í byrjun september. „Það er alltaf verið að keppa að þess- um samræmdu prófum. Það var talið að nemendur fyrir sunnan fengju lengri skólagöngu og kannski þá betri undirbúning. Að vísu hafa nemendur héðan staðið sig vel á samræmdum prófum og ekki lakar en í Reykjavík,11 sagði Magnús. í Gagnfræðaskólanum verða nemendur í vetur um 500 í 20 bekkjardeildum. Er það nokkuð fleira en verið hefur á undanförn- um árum, þar sem hluti nemenda úr 7. og 8. bekk Oddeyrarskóla flyst upp í Gagnfræðaskóla. -mþþ stofnað fyrir tveimur árum og við höfum á þeim tíma keypt mikið af dýrum tækjum. En nú er uppbyggingu að mestu lokið þannig að við horfum fram á bjartari tíma,“ sagði Símon Ellertsson fram- kvæmdastjóri Fóðurstöðvar- innar sf. á Dalvík. Símon sagði að reksturinn hefði verið erfiður fjárhagslega, einkum vegna mikils stofnkostn- aðar, en stofnfé var nánast ekki neitt. Verð á fóðri hefur verið hækkað og einnig var tekið upp 150 krónu afgreiðslugjald fyrir hverja afhendingu fóðurs. „Við erum að reyna að laga mesta hallann. Þetta fyrirtæki á að geta staðið undir sér.“ Áætlað er að fóðurframleiðsla þessa árs verði um 3500 tonn. Á degi hverjum eru framleidd um 20 tonn af fóðri og fer framleiðsl- an upp í um 25 tonn þegar mest er í september, en þá eru dýrin komin í hámark með át. Sagðist Símon eiga von á aukinni fóður- sölu á næsta ári þar sem menn væru í auknum mæli að fara út í loðdýrarækt. „Við getum vel annað meiri framleiðslu," sagði Símon. Fyrirhugað er að festa kaup á nýjum tankbíl, en stöðin á einn slíkan fyrir. Sagði Símon að bíll- inn keyrði um 400 kílómetra leið á hverjum degi, „þannig að bíll- inn er í stanslausri notkun frá klukkan 6 á morgnana og fram á kvöld. Ef eitthvað kæmi upp á erum við ansi illa settir.“ Eitt mesta vandamálið í rekstri stöðvarinnar kvað Símon vera að jafna þyrfti aðgang að hráefni frá fiskvinnslustöðvunum. „Yfir sumarmánuðina er meira veitt af grálúðu og karfa, en við getum ekki notað nema mögur bein í okkar framleiðslu. Þegar þorsk- afli er mestur að vetrinum, þá höfum við ekki aðstöðu til að nýta hann vegna þess að við höf- um ekki frystigeymslu. Það er torsenda fyrir að við getum hald- ið áfram okkar rekstri að koma upp frystigeymslu, þannig að við getum geymt hráefnið." Símon sagði að búið væri að sækja um leyfi til bygginganefndar um að byggja frystigeymslu á lóð austan Fóðurstöðvarinnar og hefði það fengið jákvæðar undirtektir. í frystigeymslunni á að vera hægt að geyma um 1500 tonn af hökkuðum og plötufrystum fisk- úrgangi. „Við verðum að vona að við höfum náð botninum og líta bjartari augum til framtíðarinn- ar,“ sagði Símon að lokum. -mþþ Margir bændur vflja selja eða leigja fullvirðisréttinn „Þær umsóknir um sölu eöa leigu á fullvirðisrétti sem fyrir liggja, sýnist mér vera svæöis- bundnar og hlutfallslega flestar frá Skagfirðingum. En hins vegar er ekkert hægt að full- yrða að þetta sé reyndin þar sem ekki er búið að ganga frá samningum við nema hluta umsækjenda,“ sagði Árni Jón- asson hjá Framleiösluráöi landbúnaðarins, þegar hann var spurður um umsóknir bænda til Framleiðnisjóðs um sölu eða leigu á framleiðslu- réttindum sínum. Áður hafði blaðið haft tal af Gunnari Guðbjartssyni hjá Framleiðsluráðinu og sagði hann nú á fimmta hundrað bænda hafa gert samning við Framleiðnisjóð landbúnaðarins um annað hvort sölu eða leigu á framleiðslurétt- indum sínum. Þar af hefðu 45 selt oll sín réttindi. Framleiðnisjóður byrjaði á síð- asta ári að kaupa kvóta af bændum, en þá var að sögn Gunnars lítið um að bændur seldu sín réttindi. Ekki sagðist hann hafa heildar stærðir þeirra kvóta sem hefðu verið seldir, en greinilegt væri að mjólkur- og kjötframleiðsla myndi dragast eitthvað meira saman frá næsta til þarnæsta verðlagsárs. Þá sagði Gunnar alltaf vera eitthvað um að menn sæktu um að fá að auka sína framleiðslu, það væru í flestum tilvikum bændur sem væru að byggja ný peningshús og þyrftu að auka framleiðsluna til að geta staðið undir greiðslum. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.