Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 14. ágúst 1986 A Ijósvakanum TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 58 Lausnir sendist til: Rfldsdtvarpslns RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan. rás 1M FIMMTUDAGUR 14. ágúst. 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna „Olli og Pósi" eftir Iðunni Steinsdóttur. Höfundur les. les (6). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar * Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Ég man þá tíð." Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fróttir. 11.03 Söngleikir á Broad- way 1986. Annar þáttur: Yfirlit. Síðari hluti. Umsjón: Árni Blandon. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álandseyjum eftir Saliy Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Sigurðardóttir les (33). 14.30 í lagasmiðju Magnúsar Eiríkssonar. 15.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Norðurland. Umsjón: Örn Ingi, Anna Ringsted og Stefán Jökuls- son. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Rapsódíui Franz Liszts. Sjötti þáttur. Umsjón: Guðmundur Jónsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. - HaUgrímur Thorsteins- son og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „í forsæludal" eftir John M. Synge. Þýðandi: Einar Ólafur Sveinsson. Leikstjóri: Guðmundur Ólafsson. Leikendur: Valur Gísla- son, Þóra Friðriksdóttir, Jóhann Sigurðarson og Arnar Jónson. (Endurtekið n.k. þriðjudagskvöld kl. 22.20). 20.45 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í vor. 21.00 Einleikur í útvarpssal. 21.20 Reykjavík í augum skálda. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson og Þórdís Mósesdóttir. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 íslensk tónlist. 22.40 „Opus Magnum eða sagan um Vigni erki- engil" eftir Einar Kára- son. Höfundur les. 23.00 Á slóðum Jóhanns Sebastians Bach. Þáttaröð eftir Hermann Börner frá austur-þýska útvarpinu. Fjórði þáttur. Jórunn Viðar þýðir og flytur. 23.40 Zappa getur ekki ver- ið alvara. Þáttur um söngtexta bandaríska tónlistar- mannsins Franks Zappa í umsjá Önnu Ólafsdóttur Björnsson. (Áður útvarpað í apríl 1981). 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. /ás 2M FIMMTUDAGUR 14. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómas- sonar, Gunnlaugs Helga- sonar og Kolbrúnar Hall- dórsdóttur. Guðríður Haraldsdóttir sér um barnaefni í fimmtán mínútur kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá. Stjórnandi: Ragnheiður Davíðsdóttir. 15.00 Sólarmegin. Þáttur um soul- og fönk- tónlist í umsjá Tómasar Gunnarssonar. (Frá Akur- eyri). 16.00 Hitt og þetta. Umsjón: Andrea Guð- mundsdóttir. 17.00 Gullöldin. Jónatan Garðarsson kynn- ir lög frá sjöunda áratugn- um. 18.00 H!é. 20.00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar tvö. Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Um náttmál. Árni Þórarinsson sér um þáttinn. 22.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði. „Napur gjóstur næddi um menn og dýr. - Ár al- myrkvans". Umsjónarmenn: Magnús Þór Jónsson og Trausti Jónsson. 24.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 9, 10, 11, 15, 16, og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Jiér og þar Aður ein af ríkustu konum í heimi - Nú í útlegð á Hawai Fyrir nokkrum mánuðum var Imelda Marcos ein af ríkustu kon- um heims. En þegar Ferdinand Marcos, fyrrverandi forseti á Filippseyjum, beið ósigur fyrir Cory Aquino, varð Imelda að fara í útlegð ásamt manni sínum. í>au búa nú á Hawai, við heldur lakari kjör en áður. Intelda verður nú að láta sér duga nokkur pör af skóm, en áður hafði hún úr 2000 pörum að velja. Imelda telur að þau Ferdinand hafi gert mikið fyrir alþýðuna á Filippseyjum og finnst það hróplegt óréttlæti að þau skuli nú vera í útlegð. Hún segir það vitleysu að þau hafi stolið frá fólkinu og gert það óhamingjusamt. „Við byggðum sjúkrahús, menningarhöll og nútímaskóla. Pað getur ekki verið að fólk hafi gleymt hvað við vorum góð við það,“ segir Imelda. Imeldu og Ferdinand berast sífellt gjafir frá stuðningsmönnum á Hawai. Það eru bæði peningar og matvörur. Þeim er gefið mikið af mat, t.d. var ein sendingin 60 egg, 12 kjúklingar og mörg kíló af kjöti og fisk. Þau ættu ekki að deyja úr hungri. Imelda er spurð hvernig henni lítist á Cory Aquino, hinn nýja forseta á Filippseyjum. Hún hristir aðeins höfuðið. „Aquino er enginn forseti. Hún lætur Bandaríkjamenn ráða öllu á Filippseyjum. Hún verður sett af þegar fólkið hefur fengið nóg af henni. Hún er ekkert í augum fólksins á Filippseyjum, það á bara einn forseta og það er Ferdinand Marcos.“ Ferdinand og Imelda trúa því statt og stöðugt að þau muni taka við völdum á Filippseyjum aftur og telja það gott ef Áquino verður við völd í 6 mánuði. ertu gömul? Það er búið að skrifa mik- ið og skeggræða um „vinsældasvindlið“ fræga, er Skriðjöklar og aðdáendur þeirra reyndu að hafa áhrif á val á vin- sældalista Rásar 2 og koma þar að lögum sínum. Við stiilum okkur þó ekki um að bæta að- eins um betur og segja eina létta sögu sem „tengist“ þessu máli. Þannig var að kona ein hringdi og sagðist ætla að velja lög á listann. Jú, jú gerðu svo vel og hvaða lög ætlar þú að velja. Það reyndust vera lögin Hest- urinn og Tengja með umræddum Skriðjöklum. Þá fór að vandast málið hjá svarendum vinsælda- listans; hvaðan hringir þú, góða? Frá Húsavík, svaraði konan. Já. Einmitt það. Að norðan, sem sagt. Og hvað ertu gömul? Sextíuogfjögurra. Um og ja og japl og jaml og fuður í smástund. En þú átt eftir að velja eitt lag á listann, verður að velja þrjú. Sú húsvíska var ekki lengi að því. Ég vel þá lagið með honum Geirmundi i þriðja sætið. Enn meira japi og jaml. Hvaða Geirmundi?? Farið í síga í þá húsvísku; Geírmundi Heljarskinni, auðvitað. • Afi tvítugur! í tengslum við vinsælda- listann dettur okkur í hug Önnur saga. Bragurinn skemmtilegi um hinn tví- tuga töffara sem fer í Ijós þrisvar í viku komst sem kunnugt er f hið eftirsótta fyrsta sæti og landsmenn sungu hástöfum með. Ein lítil fjögurra ára hafði sungið um töffarann í nokkrar vikur og haft gaman af. Einhverju sinni er hún sat í aftursæti bif- reiðar foreldra sinna varp- aði hún fram svohljóðandi spurningu til móður sinnar: Mamma er afi í Akurgerði ekki löngu orð- in tvítugur? Móðirin hélt það nú, en af hverju spyrðu? Mér finnst hann nefnilega ekki vera neinn sérstakur töffari!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.