Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 14. ágúst 1986 - DAGUR - 9 Er Páll búinn að taka út bannið eða ekki? - Óvenjulegt mál komið upp í knattspyrnunni. Fátt um svör hjá KSÍ Úrslitakeppni yngri flokka á íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í kvöld eins og margoft áður hefur komið fram. Þór og KA eru með lið í úrslitunum, Þór í 5. og 3. flokki og KA í 4. flokki. En nú hefur skotið upp kollin- um einkennilegt mál sem gæti haft mikla þýðingu fyrir Þórsara í keppninni. Þannig er mál með vexti að Páll Gíslason unglinga- landsliðsmaður í 3. flokki Þórs var um daginn rekinn af leikvelli í leik Þórs og KA. Brottvísunin þýddi það fyrir Pál að hann var dæmdur í eins leiks bann og átti hann að taka bannið út í síðasta leiknum, gegn Hvöt á laugardag- Nú eru æfingar hafnar af full- um krafti hjá þeim liðuni sem ætla að taka þátt í íslandsmót- inu í handknattlcik sem hefst í október. Þórsarar endur- heimtu sæti sitt í 2. deild á síð- asta keppnistímabili eftir að ársþing HSÍ samþykkti að fjölga í 1. og 2. deild. Rekstur handknattleiksdeildar Þórs í fyrra var að mestu leyti í hönd- um aöalstjórnar þar sem ekki fékkst fólk til að skipa stjórn handknattleiksdeildar. Þó sáu leikmenn meistaraflokks svo til um sig sjálfir. Dagur hafði samband við Benedikt Guðmundsson for- mann Þórs og spurði hann hvern- ig í þessum málum lægi í dag. „Énn hefur ekki fengist nokkur maður til þess að taka að sér stjórnunarstörf en án stjórnar verður enginn handbolti hjá Þór í vetur. Aðalstjórn treystir sér ekki til þess að stjórna rekstri handknattleiksdeildarinnar með annarri hendi,“ sagði Benedikt. - Hvað er til ráða? „Við ætlum að byrja á því að boða til fundar á laugardaginn kemur kl. 10.30 í fundaherbergi Þórs í Glerárskóla og vonumst til þess að þeir sem áhuga hafa á framgangi handknattleiksíþrótt- arinnar innan félagsins, hvort heldur sem er leikmenn eða aðrir áhugamenn mæti þangað. Á fundinum verður síðan reynt að berja saman stjórn sem er tilbúin að reka þessa deild í vetur. Drög að keppnisíyrirkomulagi 2. deildar liggja fyrir og þau þarf að skoða á fundinum og síðan að samþykkja fyrir 20. ágúst með eða án breytinga. Þá er von á nýjum drögum að breyttu fyrirkomulagi í keppni yngri flokkanna og þau mál þarf einnig að skoða. Nú þjálfaramál eru öll óleyst þannig að ekki er seinna vænna fyrir þá sem áhuga hafa á því að handbolti verði leikinn hjá Þór í vetur að fara að koma saman og ganga frá þeim málum sem nauð- synleg eru. Þá hef ég heyrt að áhugi sé inn var. En þegar strákarnir mæta svo til þess að fara vestur í leikinn var þeim tilkynnt að Hvöt hafi gefið leikinn og Þórsurum því dæmdur sigurinn. Og nú snýst því málið um það hvort Páll sé búinn að taka út bannið eða ekki. Dagur snéri sér til Páls Júlíussonar á skrifstofu KSÍ og spurði hann nánar um það atriði. „Aganefnd KSÍ ræddi þetta mál á fundi sínum á þriðjudaginn og þar voru mjög skiptar skoðannir um þetta atriði," sagði Páll. „Nefndarmennirinir voru þó sammála um það að þetta heyrði ekki undir aganefdina þar sem ekkert væri til í lögum KSÍ meðal kvenfólksins að fara af stað aftur en eins og kunnugt er hætti Þór þátttöku í 1. deildinni í fyrra og þarf því liðið að sækja um þátttöku í 2. deild í ár. Ef það er eins mikill áhugi meðal stúlkn- anna og af er látið þá vona ég að þær sýni hann með því að mæta á fundinn á laugardaginn," sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Þess má geta að það yrði mikið áfall fyrir hina ungu og stórefni- legu handknattleiksmenn í félag- inu ef ekki yrði rekin deild í vetur. Má telja víst að þá leiti drengirnir fyrir sér annars staðar t.d. hjá KA þar sem rekið er mjög gott og öflugt starf. Á síð- asta ári voru Þórsarar sterkari en KA í flestum yngri flokkunum og margir mjög góðir leikmenn eru í félaginu. Það er því mikilvægt að Þórs- arar sýni nú samstöðu og mæti Knattspyrna: Kvennamót á Norðurlandi í sumar hefur veriö í gangi knattspyrnumót mikið, þar sem kvennalið frá Dalvík, Ólafsfirði, Siglufírði og Sauð- árkróki leiða saman hesta sína. Leiknar verða tvær umferðir heima og heiman og er fyrri umferðinni lokið og sú seinni hafín. Að lokinni fyrri umferðinni var lið KS efst, hafði unnið alla sína leiki og var með 9 stig. Öll hin liðin höfðu unnið einn leik hvert og voru því með 3 stig. Seinni umferðin er nýlega haf- in og um daginn sigraði lið Leift- urs lið UMFS 3:0. Það voru þær Kata Jónsdóttir, Björg Trausta- dóttir og Fjóla D. Gunnlaugs- dóttir sem skoruðu mörk Leift- urs. Stefnt er að því að gera þetta mót að árlegum viðburði og verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin. um þetta atriði. Þetta hevrði frekar undir dómstól KSÍ og hann taki málið ekki til sinna kasta nema fyrsti leikurinn í úr- slitunum verði kærður. Þ.e. ef Páll verður látinn leika. En svona mál hefur aldrei kom- ið upp áður og það verður að segjast eins og er að það er ekk- ert til í lögum KSÍ um svona mál og því er engrar niðurstöðu að vænta fyrir mótið í kvöld,“ sagði Páll Júlíusson. Páll átti þó ekki von á því að þetta yrði eitt leiðindamálið enn. Það væri nóg af þeim fyrir. Dagur snéri sér næst til Áðal- steins Sigurgeirssonar þjálfara 3. flokks Þórs og spurði hann hvort sem flestir á fundinn á laugardag- inn. Á laugardag leika í 3. deildinni í knattspyrnu, Tindastóll og Leiftur og fer leikurinn fram á Sauðárkróki. Þetta verður að öllum líkindum úrslitaleikur- inn í b riðlinum en þessi tvö Iið standa best að vígi og munar aðeins einu stigi á þeim. Tindastóll er efst með 27 stig en síðan kemur Leiftur með 26 stig. Fyrri leik liðanna sem fram fór á Ólafsfirði lauk með jafntefli, hvort lið skoraði eitt mark. Leikurinn á laugardag er geysi- lega mikilvægur fyrir bæði lið og bæði verða þau að vinna leikinn. Tindastóll hefur misst tvo af sín- um fastamönnum í burtu, þá Hólmar Ástvaldsson og Her- mann Þórisson sem eru erlendis. En það verður örugglega hart barist í leiknum og Leifturs- mönnum dugir ekkert annað en sigur. Tindastólsmönnum gæti aftur á móti dugað jafntefli þar sem þeir eiga stig á Ólafsfirðinga. Hér á Akureyri verður stór- leikur á laugardag er Þórsarar fá Skagamenn með Pétur Pétursson í broddi fylkingar í heimsókn. Þórsarar eiga harma að hefna en þeir steinlágu fyrir Skagamönn- um í fyrri umferðinni 1:5 á Akra- nesi. Staða Þórs er langt frá því að vera góð og þeim dugir ekkert annað en sigur gegn ÍA. hann myndi nota Pál í fyrsta leiknum gegn ÍBÍ í kvöld, vitandi það að hann gæti verið ólögleg- ur. „Ég reikna frekar með því að láta hann leika, við vitum lítið um þetta ÍBÍ-lið og því er ekkert vit í öðru en að stilla upp sterk- asta liðinu. Það sem mér þykir verst við þetta mál allt er að það skuli ekkert vera til um þetta í lögum KSÍ. Við höfum hagað okkar undir- búningi fyrir þessa úrslitakeppni með það fyrir augum að Páll spil- aði, að hann tæki sitt bann út gegn Hvöt í riðlakeppninni. Ef hann er svo ólöglegur er hálfpart- inn verið að refsa okkur vegna þess að Hvöt gaf leikinn um daginn. Nú ef ég læt hann spila og ísfirðingar kæra leikinn verð- ur það bara að koma í ljós hver framvinda málsins verður. En við höfum engan áhuga á því að verða einhverjir píslarvottar í þessu máli,“ sagði Aðalsteinn að lokum. Hvernig sem þetta mál fer er ljóst að laganefnd KSÍ verður að setja skýr lög um þetta atriði sem og önnur sem virðast vera frekar óljós um þessar mundir. Annað kvöld verða þrír „úr- slitaleikir" í 2. deildinni, allir hér fyrir norðan. Á Húsavík leika Völsungar gegn Þrótti og með góðum leik ættu heimamenn að fara með sigur af hólmi. Völsung- ar hafa sennilega aldrei verið jafn nærri því að vinna sér sæti í 1. deild og nú. Hvort það tekst ræðst að miklu leyti annað kvöld. Hér á Akureyri leika KA og ÍBÍ og ef allt er eðlilegt ætti sigur KA að vera vís. Hann átti víst að vera það líka um daginn gegn Þrótti en þá tapaði KA 0:5. KA hefur tapað tveimur síðustu leikj- um sínum í deildinni og ef liðið ætlar upp þurfa leikmenn þess að taka sig á og taka ísfirðinga föst- um tökum. Þriðji leikurinn er viðureign KS og Selfoss á Siglufirði. KS- menn hafa verið að sækja í sig veðrið í undanförnum leikjum og unnið þá tvo síðustu. Með sigri gegn Selfossi tryggir KS endanlega stöðu sína í deild- inni og hjálpar um leið KA og Völsungum til þess að vinna sér sæti í 1. deild að ári en í dag er það einmitt Selfoss sem trónir á toppi 2. deildar, Völsungur er í öðru sæti og KA í því þriðja. Það er því óhætt að fullyrða að spennan í deildunum sé komin í hámark og línur farnar að skýrast að einhverju leyti. Friðflnnur Hermannsson. Friðfinnur ekki með Friðfínnur Hermannsson bakvörður KA í knatt- spyrnu leikur ekki með félögum sínum gegn ÍBÍ annað kvöld. Kemur þar tvennt til. Frið- finnur var rekinn af leikvelli um daginn er KA-menn stein- lágu gegn Þrótti 5:0 í Reykja- vík og er því í banni, einnig meiddist hann illa á læri í þeim leik hefði hvort eð er ekki get- að leikið leikinn gegn ÍBÍ. Er þetta mjög slæmt fyrir liðið þar sem Friðfinnur hefur veriö albesti maður liðsins í sumar og lagt upp hvert mark- ið af öðru fyrir félaga sína. Tryggvi Gunnarsson hefur líka átt við meiðsli að stríða að undaníörnu en hann reiknar með að geta tekið þátt í leikn- um annað kvöld. En þeir fé- lagar léku ekki með KA gegn Þör í Akureyrarmótinu á mánudagskvöldið var. Þór girðir svæði sitt Þórsarar eru um þessar mundir að girða af íþróttasvæði sitt við Glerárskóla. Starfið fer að mestu fram í sjálfboðavinnu og er hér með skorað á velunnara félagsins sem vilja leggja hönd á plóginn að hafa samband við Jónas Hall- grímsson á skrifstofu Þórs í síma 22381 og skrá sig til vinnu hjá honum. Jaðars- mótið Jaðarsmótiö í golfí 1986 verður haldið hjá Golfklúbbi Akur- eyrar um helgina, en þetta er í 17. skipti sem mótið er haldið. Aö þessu sinni verður keppt í þremur flokkum, unglingaflokki, karlaflokki og kvennaflokki, og verða leiknar 36 holur með og án forgjafar. Keppnin hefst á laug- ardag kl. 8. Völlurinn að Jaðri er nú eins og hann gerist bestur og er reikn- að með mikilli þátttöku að venju víðs vegar af landinu. Skráningu lýkur kl. 20 á föstudagskvöld og er tekið við skráningum að Jaðri í síma (96) 22974. Verður enginn handbolti hjá Þór í vetur? - Það skýrist á fundi á laugardaginn r Knattspyrna: Úrslitin í 3. deildinni ráðast á laugardaginn - er Tindastóll og Leiftur mætast á Króknum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.