Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 14. ágúst 1986 Til sölu lítið notuð Underhaug kartöfluupptökuvél. Uppl. gefur Ólafur í síma 21925 og Haraldur í síma 24921 eftir kl. 8.00 á kvöldin. Til sölu 2ja ára Bermuda Ijósa- lampi, lítið notaður. Uppl. í síma 33235. Til sölu heybindivél og 12 metra langt baggafæriband með mótor. Uppl. í síma 96-31274. Til sölu. Tveir samliggjandi skúrar. Scout árg. ‘73. Þarfnast viðgerðar, V8, 304. Rambler árg. ‘64, American. Mazda árg. ‘74, 818. V8, 350 Chevrolet vél. 350 turbo skipting. 3ja gíra kassi. V6 Buvic vél. Volvo B 18 vél. 6 cyl Rambler vél 199 cub. álblokk. Dana 60 afturdrif læst. Tveir körfustólar. Góðir í jeppa. Fjögur Mudder dekk, Jackman felgur. Upplýsingar í síma 25767 (Bjarni) milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Til sölu rúllubindivél, Class 44, baggastærð 1.20x1.20 cm. Vélin hefur verið notuð tvö sumur. Ca. 2000 rúllur. Verðhugmynd ca. % af nýrri. Nánari uppl. gefur Jón Stekkjarflötum sími 31282 eða Ármann Skáldsstöðum, sími 31253. Tinni er týndur. Alsvartur högni með Ijósbláa háls- ól með rauðum steinum, tapaðist frá Aðalstræti 63. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 26203. Tek að mér alls konar sendi- ferðir og snúninga á kvöldin og um helgar. Uppl. í síma 23584 milii kl. 18 og 20 virka daga. Geymið auglýsinguna. Skemmtanir Vinsæl norsk ijSgj^g popphljómsveit til Akureyrar. Hljómsveitin „NSB‘‘ leikur í Dyn- heimum. Aðalhljómleikar föstu- daglnn 15. ágúst kl. 20.30. Aðgangur kr. 300. Börn 12 ára og yngri kr. 150. Laugardaginn 16. ágúst. Söng- og hljomleikasamkoma með NSB kl. 17.30 á sama stað. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Ungt par með eitt barn óska eft- ir að taka á leigu 2ja-4ra herb. íbúð sem fyrst. Reglusemi heitið og fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 33151 eftir kl. 7 á kvöldin. íbúö óskast. Vantar 2ja herb. íbúð. Skilvísar greiðslur. Uppl. í síma 25585 eftir kl. 19.00. Ung hjón með eitt barn óska eft- ir íbúð frá og með 1. sept. nk. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 26495 eftir kl. 7 á kvöldin. Tvær menntaskólastúlkur óska eftir að taka á leigu 2 herbergi með aðgangi að eidhúsi eða litla íbúð í vetur. Uppl. í síma 21570. Er ekki einhver sem getur leigt ungum útivinnandi manni ein- staklingsíbúð eða herbergi „með öllu“? Ef svo er þá er hinn sami vinsamlegast beðinn að hringja í síma 23539 milli kl. 16 og 22 næstu daga. Ég er 19 ára tónlistarskólanemi og bráðvantar herbergi til leigu frá 15. sept. Þarf að geta haft píanó. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. gefur Hólmgeir í síma 96-43121. Herbergi með aðgang að eld- húsi óskast til leigu sem næst Verkmenntaskolanum. Uppl. í síma 61569. Hjón með eitt barn óska eftir 3ja herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma 26263. Landbúnaðarvélar Bændur - Bændur. Getum útvegað varahluti í flestar gerðir dráttarvéla, t.d. M.F., Ford og fleiri. Getum einnig útvegað varahluti í nokkrar gerðir af land- búnaðartækjum. Tækjasala H. Guðmundssonar, sími 91-79220. Vinnupallar Pailaleiga Óla, Aðalstræti 7, Akureyri, sími 96-23431. Leigjum út vinnupalla bæði litla og stóra í alls konar verk. T.d. fyrir málningu, múrverk, þvotta, glerjun og allt mögulegt fleira. Pallaleiga Óla, Aðalstræti 7, Akureyri, sími 96-23431 milli ki. 6 og 8 á kvöldin. Blómasala Blómabúðin Mura, Stóragarði 7, Húsavfk, sími 41565. Afskorin blóm, pottablóm, þurr- skreytingar og gjafir í miklu úrvali. Skreytingar við öllum tækifæri. Heimsendingarþjónusta. Hey. Vil kaupa gott hey. Ari f Sólbergi, SÍmi 25570. Bátar_______________ Til sölu trilla. Uppl. í síma 22836 eftir kl. 19.00 á fimmtudag og föstudag. Vil kaupa frambyggðan rússa- jeppa. Má vera ógangfær. Á sama stað er til sölu 2 hamstrar í búri. Uppl. í síma 96-33162. Bíll til sölu. Wolksvagen pallbíll (rúgbrauð), árg. '74 til sölu. Uppl. í síma 27019. Atvinna óskast. Ungur fjölskyldumaður óskar eftir vel launaðri vinnu. Er vanur akstri á stórum og smáum bifreiðum. Hefur rútu- og meirapróf. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt: „Starf“. Borgarbíó Fimmtud. kl. 11.00 Hættumerkið Warning Sign er tvímælalaust spennumynd sumarsins. Viljir þú sjá góða spennumynd þá skalt þú skella þér á Warning Sign. Aðalhlutverk: Sam Waterston, Yaphet Kotto, Kathleen Quinlan, Richard Dysart. Leikstjóri: Hal Barwood. Bönnuö innan 16. Sunnudag kl. 3 Heiða Utanbæjarfólk! Miðapantanir í síma 96-22600. Upplýsingar í símsvara 23500. ^ ij|, • • • ~ .... mssuR Akureyrarprestakall. Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag 17. ágúst kl 11 f.h. Sálmar: 6, 334, 190, 43, 523. Þ.H. Guðsjijónusta verður á Hjúkrun- ardeild aldraðra, Seli I, sama dag kl. 2 e.h. Þ.H. ÁRNABHEILLA F^ðaféiag ) Akureyrar Brúðhjón. Skipagötu 12 Hinn 1. ágúst sl. voru gefin í Sínii 22720 hrúðhiónfn-1’ Minjasafnskirkjunni Sjállboðaliða vantar í skálavörslu í u \a A't<- L 'i Dreka við Öskju dagana 17.-24. Sigriður Haraldsdottir, hjukrunar- aii^ ' • i • fræðincmi og Sigurður Heiðar a8uf; AHar nanar. upp^ysmgar a Steindórsson viðskiptafræðingur. knfstofu Ferðafékgs Akureyrar Heimili þeirra verður að Engi- ** hjalla 9, Kópavogi. Ferðafélag Akurcyrar. Ljóðasafn eftir Steinunni Út er komið ljóðasafn eftir Stein- unni Þ. Guðmundsdóttur, og nefnist það Ljóð. Steinunn fædd- ist aldamótaárið og lést í desem- ber í fyrra. Eftir hana hafa komið út þrjá skáldsögur, og heita þær Dögg í spori (1972), í svölum skugga (1976) og Niður fljótsins (1979). Auk þess birti hún bæði ljóð og smásögur í tímaritum. Steinunn lét eftir sig nokkuð af skáldskap, sem ekki hefur birst á 1,1.... Gengisskráning 13. ágúst 1986 Eining Kaup Sala Dollar 40,640 40,760 Pund 60,371 60,549 Kan.dollar 29,236 29,323 Dönsk kr. 5,2532 5,2687 Norsk kr. 5,5146 5,5309 Sænsk kr. 5,8606 5,8779 Finnskt mark 8,2060 8,2302 Franskurfranki 6,0427 6,0605 Belg. franki 0,9493 0,9521 Sviss. franki 24,4011 24,4731 Holl. gyllini 17,4383 17,4898 V.-þýskt mark 19,6518 19,7099 ítölsk líra 0,02854 0,02863 Austurr. sch. 2,7922 2,8004 Port. escudo 0,2774 0,2782 Spánskur peseti 0,3028 0,3036 Japansktyen 0,26364 0,26442 Irskt pund 54,598 54,759 SDR (sérstök dráttarréttindi) 49,0178 49,1926 Símsvari vegna gengisskráningar: 91-22190. -* prenti. Öll ljóð hennar, birt sem óbirt, eru í hinu nýja ljóðasafni. Ljóð Steinunnar fjalla meðal annars um náttúruna og trúarleg- ar hliðar lífsins, og eru mörg þeirra ort með hefðbundnum hætti. Ljóðabókin er 94 blaðsíð- ur að stærð, og er hún gefin út á vegum aðstandenda skáldkon- unnar. Umsjón með útgáfunni hafði Árni Sigurjónsson bók- menntafræðingur. Leiðrétting Vegna fréttar um deilur í Rípur- hreppi í Degi á þriðjudaginn var, er rétt að eftirfarandi komi fram, vegna þess að eitt orð féll niður úr textanum og breytti það ummælum þeirra hjóna úr Kefla- vík um skólamálin. Það var orðið ekki, seiYí féll niður, þannig að þau fylgdu ekki eftir skoðunum sínum í skólamálum um flutning á öllum skólabörnum úr hreppn- um í skóla upp á Sauðárkrók. Þau vildu taka fram til skýringar á sinni afstöðu, að aðeins um 10 börn séu í skólanum og þar af séu 1 og upp í 3 aðkomubörn í skólanum sem vistuð eru í sveit- inni á veturna. Eftir 12 ára aldur er börnunum hvort eð er ekið upp á Sauðárkrók í skóla og skól- inn í Rípurhreppi er samkvæmt skýrslu frá Fjórðungssambandi Norðlendinga frá 1983, sá sjöundi dýrasti í landinu, hvað varðar kostnað ríkisins á nemanda. -þá Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir heimsóknir, góðar gjafir og afmæliskveðjur og ekki síst það vinarþel og þá hjartahlýju sem þið sýnduð mér á 95 ára afmæli mínu 23. júlí sl. Fyrir þetta allt bið ég góðan guð að launa ykkur. SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR, Urðum. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúðar- og vinarhug við andlát og jarðarför móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu okkar, GUÐRÚNAR ÞÓRU SÍMONARDÓTTUR, Ásgarðsvegi 4, Húsavík. Björk Nóadóttir, Björn V. Magnússon, Reynir Björnsson, Sigrfður M. Sigurðardóttir, Guðrún Þóra Björnsdóttir, Viðar H. Eyþórsson, Nói Björnsson, Ester Einarsdóttir, Sigurbjörg Björnsdóttir, Ólafur Sigurðsson, og langömmubörn. Umboðsmenn: Simi Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadótlir, Vallhólma 12 641562 Klönduós: Gcstur Kristinsson, Húnabraut 29 4070 Sauftárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíft 1 5X28 Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu I 714X9 Ólafsfjörftur: llclga Jónsdóttir, Hrannarbyggft X 6230X Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni 61247 Grenivík: Erla Valdís Jónsdóttir, Ægissíftu 32 33112 Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9 6172X llúsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Stóragarði 3 415X5 Mývatnssveit: huríöur Snæbjörnsdóttir 44173 Kópasker: Anna Pála Agnarsdóttir, Boðagerði 10 5212X Raufarhöfn: Angcla Agnarsdóttir, Aðalbraut 61 51197

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.