Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 12
* Diskettur + Skjásíur + Ýmsar rekstrarvörur Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 Þjónustugjald í Hraðbankanum *■ - ef tekið er út eða millifært Bankarnir auka sífellt þjón- ustu sína og það nýjasta í þeim efnum er Hraðbankinn, sem nokkrir bankar og sparisjóðir hafa sameinast um. Eflaust er þetta til hagræðingar fyrir marga, en það sem fólk hefur kannski ekki athugað, er að Akureyri: Endur- bætur við Höepfners- biyggju „Bryggjan var orðin hættuleg þannig að hún var fjarlægð og ákveðið var að reyna að lappa upp á svæðið þarna og þá sér- staklega með þarfir siglinga- mannanna í huga,“ sagði Guð- mundur Sigurbjörnsson hafn- arstjóri um framkvæmdir sem nú standa yfír þar sem gamla Höepfnersbryggjan stóð til skamms tíma. Guðmundur sagðist ekki reikna með að sett yrði ný bryggja í stað þeirrar gömlu að þessu sinni en sá möguleiki væri fyrir hendi síðar. „Við erum bún- ir að koma þarna upp grjót- hleðslu og eigum svo eftir að keyra í þetta betra efni, bæði ofan á grjótið og eins til að hækka þar fyrir aftan. Þá er hugs- anlegt að þetta verði malbikað í haust. Síðan á að laga lendingu siglingamannanna í fjörunni þarna sunnan við,“ sagði Guð- mundur Sigurbjörnsson. JHB „Sjoppufóður“: 100% munur á hæsta og lægsta verði I síðustu viku gerði Neytenda- félags Akureyrar og nágrennis verðkönnun á ýmsum vöruteg- undum í 9 sjoppum á Akur- eyri, Dalvík og í Vaglaskógi. í Ijós kom að mikill verðmunur er á einstaka vörutegundum eftir því hvar þær eru keyptar. Ef keyptur er hamborgari með sósu, lauk, osti og ananas, kostar hann 105 krónur í Glerárstöðinni v/ Tryggvabraut en 100 krónum meira eða 205 krónur í Esso-nest- inu aðeins neðar við Tryggva- brautina. Mismunurinn er 95,24%. Mesti verðmunurinn er þó á minnstu vörutegundinni, súkkulaðikúlum. Á þeim er helmings munur eftir því hvar þær eru keyptar. 2 krónur (200 gamlar krónur!) kostar stykkið þar sem verðið er hæst. Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis verður birt í heild í blaðinu á morgun. BB. borga þarf fyrir hluta af þessari þjónustu. Dagur kannaði verð fyrir þessa þjónustu hjá bönkunum á Akur- eyri og kom í ljós að ef verið er að athuga stöðu á reikningi eða leggja inn pening, þarf ekki að borga fyrir það. Ef hins vegar er verið að taka út, millifæra eða skuldfæra á reikning vegna gíró-, seðla, kostar hver færsla 10 kr. Ef t.d. eru teknar út 1000 kr. af reikningi bætast sjálfkrafa 10 kr. við úttektina. Ef ávísanareikn- ingur og hraðbankinn eru bornir saman, kemur í ljós að hægt er að taka út 10 sinnum úr hraðbank- anum fyrir 100 kr., en í ávísana- hefti eru 25 blöð og því hægt að taka út 25 sinnum fyrir sömu upphæð. í tölvubanka Iðnaðar- bankans kostar hins vegar ekki neitt, hvort sem verið er að leggja inn eða taka út fé. Einnig var athugað verð á ávís- anaheftum og innheimtukostnaður við innistæðulausar ávísanir. Ávísanahefti kosta 100 kr. í öll- um bönkunum á Akureyri, nema Iðnaðarbankanum, en þar kosta þau 120 kr. Innheimtukostnaður vegna innistæðulausrar ávísunar er mjög mismunandi. Alþýðu- bankinri er þar lægstur með 150 kr., þá Landsbankinn með 175 kr., Utvegsbankinn með 176 kr. en Búnaðarbankinn og Iðnaðar- bankinn eru með hæstan inn- heimtukostnað, eða 200 kr. -HJS Vandvirknin verður að vera mikil, þegar gömul friðlýst hús eru lagfærð. Svo er að sjá að hún sé í lagi hér. Endurbætur á MA Fyrir skömmu var hafíst handa við viðgerðir á húsi Menntaskólans á Akureyri. Húsið sem er orðið 82 ára gamalt hefur þó staðið sig með prýði og má furðulegt heita að ekki hafi verið þörf á viðgerð sem þessari fyrr. Byrjað er á viðgerðum á þaki hússins en síðan er ætlunin að vinna allt húsið eftir því sem fjárveitingar leyfa. Gamla skólahúsið er friðlýst og því mega viðgerðir þessar ekki breyta neinu um útlit hússins þannig að vandvirknin er fyrsta boðorð smiðanna að sögn Skúla Flosasonar húsvarðar. Ýmsar minni háttar viðgerðir hafa verið gerðar á húsinu frá upphafi og þá hefur það komið fyrir að upprunalegum hlutum hefur verið breytt. Nú stendur hins vegar til að endursmíða allt það sem breytt hefur verið og reyna að færa húsið í sitt upphaf- lega form. í þessum breytingum er haft samráð við Þorstein Gunnarsson arkitekt en hann hefur sérhæft sig í gömlum húsum. Að sögn Skúla þá mun þetta einungis vera upphafið á miklu verki en viðgerðum þessum mun ekki ljúka nú í haust. Um aðrar framkvæmdir sagði Skúli að til stæði að fara í endurnýjun her- bergja á heimavist og verður það verk hugsanlega unnið að hluta til í vetur. Löndun úr Þórði Jónassyni á Krossanesi. „Eg get ekki kvartað“ - segir skipstjórinn á Þórði Jónassyni „Ég get ekki kvartað, þessi túr gekk sinn vanagang,“ sagði Hörður Björnsson, skipstjóri á Þórði Jónassyni, þegar hann var spurður um fyrsta veiðitúr- inn eftir breytingarnar sem skipið hafði gengið undir. „Við þurftum að vísu að fara allt of langt. Við fórum norður undir 72. gráðu, en það er rétt norðvestur af Jan Mayen, svo að við fórum tæpar 400 sjómílur frá bryggjunni," sagði Hörður. Breyt- ingarnar á skipinu voru aðallega þær að skipt var um aðalvél, ljósavél og það var lengt um 6V2 metra. „Breytingarnar tókust vel og lofa góðu um framhaldið. Við höfum verið að lagfæra ýmislegt smávægilegt, sem skiljanlegt er, en ég býst við að við förum aftur út seint í kvöld,“ sagði Hörður að lokum. -SÓL Loönan: 10 þús. tonn á Raufar- höfn og Krossanes i eru komin til okkar 5373 að vinna þetta jafn óðum,“ „Það eru komin til okkar 5373 tonn af loðnu,“ sagði Páll Arnason hjá sfldarverksmiðj- unum á Raufarhöfn er við höfðum samband við hann í gær. „Við erum tiltölulega ánægðir og búumst við góðri vertíð.“ Verksmiðjan á Raufarhöfn var sett í gang sama dag og fyrsta Ioðnan barst á land, en það var 22. júlí. Þá kom Gísli Árni RE með fyrsta farminn af loðnu til Raufarhafnar. Síðan hefur verið nær stöðug löndun. Páll sagði að búið yrði að bræða það sem er eftir í þróm verksmiðjunnar í kvöld og vissi hann ekki til þess að nein skip væru á leiðinni til þeirra. Starfsmenn í verksmiðjunni eru um 40 og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Á Krossanesi fengust þær upp- lýsingar að þangað væru komin um 3800 tonn af loðnu. Þórður Jónasson EA landaði fyrsta farmi sínum í gær eftir miklar breyting- ar á skipinu. Var hann með 700 tonn. Hörður Hermannsson verksmiðjustjóri sagði að búist væri við Súlunni EA í dag, en ekki væri vitað hve mikið magn hún væri með. „Enda tökum við ekki við meiru í bili, því það þarf að vinna þetta jafn óðum,“ sagði hann. Er hann var spurður hvort um góða loðnu væri að ræða sagði hann, „það er ekki svo gott að átta sig á því þegar þetta er komið í súpu eftir allar þessar sigl- ingar af miðunum," -gej Skjálfandafljót: Ný brú Þessa dagana er aö hefjast smíði á brú yfír Skjálfanda- fljót, rétt við þann stað sem Rjúpnabrekkukvísl og Hraunkvísl koma saman ofan við fossinn Gjallanda. Það er skagfirski brúarsmið- urinn Gísli Gísiason sem mun stjórna smíðinni og er fyrirhug- aö að þetta verði stálbitabrú á grjótbúkkum. Brúin kemur til með að brcyta miklu fyrir ferðamenn því Rjúpnabrekkukvíslin hefur verið hættulegur farartálmi á leiðinni i Gæsavötn, t.d. drukknuðu þar 3 Japanir í fyrra. Ferðamannastraumur á þessum slóðum hefur aukist mjög á síðustu árum og má reikna með að hann aukist enn frekar með tilkomu þessarar brúar. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.