Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 5
14. ágúst 1986 - DAGUR - 5 „Yeiðin er lotterí“ - Hjónin Héðinn og Hulda á Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit heimsótt Á bænum Geiteyjarströnd í Mývatnssveit búa hjónin Héð- inn Sverrisson og Hulda Finn- laugsdóttir. Eiga þau þrjú börn, Tryggva, Ernu og Jóhannes Pétur. Héðinn og Hulda stunda mikla silungs-k t veiði í Mývatni, auk þess að vera með 60 roliur. Er blaða- menn litu inn til þeirra voru veðurfréttirnar að byrja og var aðalmálið hvort suðvestanáttin sem hafði verið ríkjandi yrði það áfram eða ekki. Ef svo yrði var ekki hægt að leggja netin. En það fór allt vel, það var spáð norðanátt sem Héð- inn sagði að yrði ekki svo hvöss í Mývatnssveit og þá væri hægt að leggja net. Sögðu þau hjón að veitt væri í vatninu frá 1. febrúar til 27. sept- ember. „Það er oft ágæt veiði í febrúar og mars. í apríl og maí er aftur lítið veitt. Þá er ísinn að fara af vatninu og í maí eru bændur auk þess uppteknir við búskapinn.“ Héðinn og Hulda eru með 1 bát, stóran trébát, sem fór í slipp í vor. „Ég vildi heldur hafa þenn- an áfram, mér finnst trébátar traustari en plastbátar,“ sagði Hulda. Yfirleitt eru 2 á bátnum í einu og fara þau hjónin jafnt í veiðarnar. Sagði Héðinn að hverjum bónda væri úthlutað fjölda neta og færi það eftir arðskrá. „Ég má hafa 11 net í vatninu. Það er stjórn Veiðifélags Mývatnssveit- ar sem úthlutar þessu. Það eru 350 net sem er úthlutað á 36 veiðiréttarhafa. Jú, ég er svona í hærri kantinum.“ Oft eru nokkrir saman með bát og það eru því ekki 36 bátar á vatninu. „Ég gisk- aði einhvern tíma á að það væru 20 bátar á vatninu. Menn stunda veiðina mikið í félagsskap," sagði Héðinn. - Hvernig hefur veiðin verið í sumar? „Hún er búin að vera ágæt. Hún hefur verið mun betri en mörg undanfarin ár. 1920-1960 veiddust að meðaltali 40.000 sil- ungar á ári. Ég hef tölur frá '11- ’85 og þær sýna að veiðin hefur verið mun lélegri þau ár. Flest árin er hún á bilinu 10-15.000 sil- ungar og árið ’84 veiddust ekki nema 5.000 silungar. '11 var veið- in 33.000 silungar, ’78 voru þeir 23.000 og ’ 85 veiddust 22.000 sil- ungar í vatninu.“ Sagðist Héðinn hafa spáð því um áramótin að í ár myndu veiðast 40.000 silungar. „Mér sýnist að þessi spá ætli að rætast og rúmlega það. Eina vik- una í júní veiddust t.d. 5000 sil- ungar, sem er mjög gott. Ég byggi þessa spá á tilfinningu fyrir vatninu. Undanfarin ár hafa ver- ið léleg og það er uppsafnaður stofn í vatninu sem hefur nú góða átu og góð skilyrði.“ - Ekkert vandamál að iosna við aflann? „Nei, síður en svo. Við höfum alltaf getað losnað við fiskinn eft- ir hendinni. Það er tregða hjá sumum en það fer bara eftir sam- böndum. Yfirleitt fer mikill meirihluti silungsins í reyk, nema yfir aðalferðamannatímann. Við seljum ferðamönnum, hótelinu og síðan er sent út um allt land. Hólahátíð á sunnudaginn Hin árlega Hólahátíð verður haldin sunnudaginn 17. ágúst n.k. Hólahátíð er ævinlega haldin í 17. viku sumars og hef- ur svo verið í næstum hálfa öld. Hátíðin hefst klukkan 14 á sunnudaginn með guðsþjónustu í Hóladómkirkju. Prestar úr Hóla- stifti þjóna fyrir altari en predik- un annast séra Pétur Þórarinsson Möðruvöllum. Kirkjukór Hóla og Viðvíkursókna syngur en org- anisti er Rögnvaldur Valbergsson Sauðárkróki. Að lokinni guðsþjónustu verð- ur kaffisala í skólahúsinu en klukkan 16.30 hefst hátíðarsam- koma í Hóladómkirkju. Þar munu Rögnvaldur Valbergsson og Sveinn Sigurbjörnsson leika á orgel og trompet, séra Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki flytur ávarp og Elísabet Waage syngur einsöng. Hátíðarræðuna flytur Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri. Thymothy Beyldy Sauðárkróki leikur á fiðlu en lokaorðin flytur séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup. Til þess að börnin hafi eitthvað við að vera á meðan hátíðarsam- koman stendur yfir verður haldin sérstök barnasamkoma í skóla- húsinu þar sem ýmislegt verður til skemmtunar. Hún hefst einnig klukkan 16.30. Norðlendingar eru hvattir til að bregða undir sig betri fætinum á sunnudaginn og koma heim að Hólum til að taka þátt í hátíð- inni. Hjónin Héðinn Sverrisson og Hulda Finnlaugsdóttir ásamt Jóhannesi og Ernu. Verð á Mývatnssilungi hefur yfir- leitt verið hærra vegna þess að hann þykir betri. Hvers vegna? Það er alltaf veitt grimmt i vatn- inu, þannig að silungurinn verður ekki gamall og horaður. Rykmý- ið skiptir miklu fyrir silunginn og það eru góð skilyrði núna, fiskur- inn er feitur. Mý er að aukast núna aftur, undanfarin ár hafa verið gjörsamlega mýlaus og það á sinn þátt í lélegri veiði.“ Á Geiteyjarströnd er vacum- pökkunarvél til að pakka silungn- um. Það er veiðifélagið sem á hana og þangað koma allir með- limir þess til að pakka. Sagði Héðinn að tilkoma þessarar vélar hefði gjörbreytt möguleikanum á að fara vel með þessa vöru og koma henni góðri á markað. „Fiskurinn geymist mörgum sinn- um lengur svona og eins helst bragðið mun lengur. Reyktur sil- ungur er bestur nýkominn úr reyk og þegar honum er vacumpakkað helst það góða bragð í heilan mánuð. Áður fór hann strax að versna." - Er hægt að lifa af veiðinni? „Það er erfitt að lifa af veiðinni einni saman, en hún drýgir tekj- urnar verulega. Það er hægt að hafa gott upp úr þessu ef vel veið- ist, en veiðin er lotterí og því lítið hægt að reiða sig á þær tekjur.“ -HJS Verdtæktm Margfaldur verðlauna- og metsölubíll Fiat Uno 60 s. 5 dyra, 58 hö., 5 gíra. Verð aðeins kr.298.600. Fiat Uno hefur ekki að ástæðulausu hlotið fjölda alþjóða viðurkenninga og verðlauna, þ.á.m. verið kosinn bíll ársins 1984 af kröfuhörðustu bíladómurum Evrópu. Vinsældir Fiat Uno undanfarin ár eru einkum að þakka frábærri hönnun yfir- byggingar, miklum akstureiginleikum og sparneytni, eins og Fiat er einum lagið. Góðir greiðslumöguleikar allt að 24 mánuðir. Til afgreiðsiu strax á Akureyri HöUur sf. Tryggvabraut 12 sími 21715 og 23515

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.