Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 14.08.1986, Blaðsíða 7
Texti: Helga Kristjánsdóttir Myndir: Þórður Kárason - Finnst þér of margir hérna? „Já, miöaö við hvað húsnæðið er lítið.“ Bragi afgreiðslumaður 14 ára - Er gott að vinna hérna? „Já.“ - Ertu búinn að vinna lengi." „Frá því í lok janúar og ég vinn líklega fram á haust. Fetta er sjálfboðavinna hérna, við fáum einn boðsmiða fyrir hverja tíu tíma sem við vinnum.“ - Langar þig ekki upp í fjörið? „Jú stundum." - Hvað seljið þið mest hérna? Það er yfirleitt mest keypt af gosi.“ - Finnst þér eitthvað bera á ölvun hérna? „Já, það ber dálítið mikið á henni hérna." - Heldurðu að krakkarnir eigi auðvelt með að komast inn með vín? „Já, þeir eiga frekar auðvelt með að komast inn með það - en það er náttúrlega reynt að koma i veg fyrir ölvun.“ Ragna Kristjánsdóttir og Sólveig Gísladóttir, báðar 16ára - Skemmtið þið ykkur vel? „Já, já.“ - Nú sitjið þið bara hérna í gluggakistunni og drekkið kók, ætlið þið ekkert að dansa? „Jú, jú, við vorum að dansa áðan, þetta er bara smá þása.“ - Finnst ykkur gaman á svona hlöðuböllum? „Það hefur verið það hingað til, á þessum fjórum sem við höfum farið á.“ - Er mikill munur á þeim og venjulegum böllum? „Já, það er svona miklu meiri stemmning." - Skemtið þið ykkur yfirleitt mikið? „Ja, svona þó nokkuð." - Eruð þið nokkuð farnar að reyna að komast inn á skemmti- staði þar sem aldurstakmarkið er miðað við 18 ár? „Nei.“ Svisslendinga, einn Svíi og einn Færeyingur og fleiri útlendingar.“ - Ætlið þið að lýsa dvöl- inni aðeíns fyrir okkur? „Við vorum í skólanum frá kl. níu til hálf fjögur alla virka daga og svo þegar hann var búinn fórum við oft í bæinn eða bara heim. Við urðum að sjá sjálfar um hádegismatinn en fengum morgun- og kvöld- mat hjá fjölskyldunum sem við bjuggum hjá. Það var nú ekki mikið sólbaðsveður þeg- ar við vorum þarna, því við fórum út 2. apríl.“ - Þið hafið ekki þurft að læra neitt heima? „Það tók nú ekki nema svona korter daglega.“ - Hvernig kemst maður í samband við skóla eins og þennan? „Karl Kristjánsson, lögga hefur umboð fyrir þetta hérna á Akureyri. Hann sér um að redda umsóknum um dvöl pg svoleiðis. Umsóknirnar eru síðan sendar út og skólinn sér um að útvega fjölskyldur sem hægt er að fá að búa hjá.“ - Hafið þið farið áður í svona málaskóla? Berghildur háfði ekki farið áður, svo Jóhanna hafði orðið. „Þetta er í þriðja skipt- ið sem ég fer. Eg fór fyrst sextán, svo átján og síðan núna tvítug. Ég held að það sé gagnlegast að fara átján ára. Sextán ára er maður ekki nógu virkur og tvítugur hefur maður ekki eins mikið með þetta að gera.“ - En er einn árstími betri en annar? „Já, það er best að fara á veturna, þá koma færri frá ís- landi og þess vegna lærir maður meira.“ - Hvað kostar þetta allt saman? „Það fer náttúrlega eftir því hvað maður er lengi en lág- markið er tvær vikur og þær kosta rúm 13 þús. Þá er skólinn, fæði og húsnæði innifalið. Síðan er ekkert hámark á dvalartímanum, margir eru þarna í eitt ár.“ - Haldið þið að mála- skólarnir í Englandi séu mjög frábrugðnir þvi sem gerist í öðrum löndum: „Já, þeir eru það örugg- lega.“ - Fannst ykkur þið hafa lært mikið á því að fara í svona ferð? „Já mjög mikið, bæði i ensku og svo bara að bjarga okkur yfirleitt.“ - Og búist þið við að þetta nám eigi eftir að koma ykkur að miklu gagni í framtíðinni? „Já, örugglega eitthvað." Berghildur: „Þetta á örugg- lega eftir að nýtast mér því skolinn stoppaði mig af út af enskunni." - Ráðleggið þið öðrum að fara í svona „skólaferð“? „Já, við ráðleggjum bara öllum sem hafa efni á því að drifa sig af stað og fara þá helst einir, því þannig lærir maður mest. Þetta getur verið mjög lærdómsríkt.11 14. ágúst 1986 - DAGUR - 7 j-spurning vikunnac Grímur Gíslason: Ég er undrandi á afstöðu Bandaríkjamanna eins og mál- in horfa. Hvað finnst þér um afskipti Bandaríkjanna af hvalveiðum ________Islendinga?________ Hjörleifur Júlíusson: Mér finnst að þeir eigi að láta okkur í friði, þetta eru afskiþti af okkar innanríkismálum og ekki skiptum við okkur af þeirra innanríkismálum. Jón Hannesson: Alveg hörmuleg. Þetta er sví- virðileg íhlutun, og aðal svívirð- ingin er sú að þeir skuli beita annarri þjóð fyrir sig í þessu. Við eigum að svara þessu með því að segja okkur úr NATO og senda herinn burt. Viðar Stefánsson: Mér finnst að það sé margt ann- að sem þeir ættu frekar að skipta sér af. T.d drepa þeir sjálfir um 250 þúsund háhyrn- inga á ári og það sýnir tvískinn- ungsháttinn í Greenpeace mönnum að þeir skuli sætta sig við það. Sigurjón Guðmundsson: Mér finnst þetta óþarfa afskipta- semi. Við eigum að ráða því sjálfir hvað við veiðum. Ég er alveg á móti þessum aðgerðum þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.