Dagur


Dagur - 19.08.1986, Qupperneq 12

Dagur - 19.08.1986, Qupperneq 12
Akureyri, þriðjudagur 19. ágúst 1986 Þjónusta fyrir háþrýstislöngur olíuslöngur og barka Pressum tengin á Fullkomin tækni vönduð vinna Eyjafjörður: Góðar horfur hjá kartöflubændum - Búist við a.m.k. tífaldri uppskeru „Ég er ekki byrjaður af neinni alvöru, rétt að prufa bara hvernig uppskeran er og það sem komið er lofar góðu,“ sagði Ari B. Hilmarsson bóndi að Þverá í Öngulsstaðahreppi í Eyjafírði er hann var spurður um horfur hjá kartöflubænd- um í haust. Ari setti niður um 16 tonn af útsæði í vor og reiknar með góðri uppskeru. „Ég hef trú á því að það verði í góðu meðallagi, eða um tíföld uppskera,“ sagði hann. Þær kartöflur sem Ari er búinn að taka upp eru komnar á mark- að „og hafa rokið út“. Alla vega biðja kaupmenn um meira,“ sagði hann og reiknaði með því að byrja af fullum krafti við upp- tökuna um næstu mánaðamót. Kartöflubændur í Eyjafirði eru flestir ef ekki allir farnir að „kíkja undir“ svo reikna má með nýjum kartöflum á markað í kringum næstu mánaðamót. gej- Hrísey: Sóttkvíabú fyrir loðdýr í haust? „Við erum að berjast í að koma upp sóttkvíabúi í Hrísey og vonum að það takist í haust, þannig að við getum flutt inn refi fyrripartinn í vetur,“ sagði Jón R. Björnsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra loðdýra- ræktenda. Hann sagðist búast við að þarna yrði hægt að hafa um 100 dýr í sóttkví, en ekkert hefði verið ákveðið ennþá með stærð hússins. Þau dýr sem flutt verða inn eru að hluta til nýjar tegundir af blá- ref sem myndu fjölga litaafbrigð- um og að einhverjum hluta dýr af stofni sem fyrir er, til kynbóta. Veiddi 30 kg lúðu Á sunnudaginn var veiddist 30 kg lúða á Pollinum innan við Eyrina. Það var trillukarlinn Jón Sig- urðsson sem veiddi þennan stóra fisk. Að sögn kunnugra mun það vera algjört einsdæmi að svo stór lúða sem þessi veiðist þetta inn- arlega í firðinum.BV Aðspurður sagði Jón, að menn búist við að verð á minkaskinn- um fari heldur hækkandi, af þeirri ástæðu að framboð á þeim hafi ekki aukist nema um 1,5% frá síðasta ári. En verð á minka- skinnum fór nokkuð mikið niður í vetur, en hækkaði svo aftur að- eins í vor. Næstu uppboð verða nú í september. Um refaskinnin sagði Jón, að lítið væri um spádóma og slíkt hefði reynst mönnum erfitt gegn- um árin. Um 12% aukning væri á framboði og litaafbrigðum hefði fjölgað mjög mikið. Af þeim sök- um væri sóttkvíabú orðið mjög brýnt. Jón kvað verð á minnka- og refaskinnum vera í lægð núna. Til samanburðar sagði hann að á 5 ára tímabili hefði meðalverð á refaskinnum verið 2400 kr. en væri nú 1400. En á minkaskinn- um 1500 kr., en væri nú 10-1100. Þetta hefði dregið úr að fleiri hefðu farið út í þessa grein, en þeir sem væru að byrja hefðu fjölgað, svo búin færu stækkandi. Taldi hann að þessi hæga þró- un skapaði meiri líkur á að hægt væri að halda utan um þá þætti sem eru þessari grein samfara, sé vöxturinn of ör er hætta á að þeir fari úr böndum. -þá Hvað skyldi hún vera að pæla þessi stúlka. Mynd: RÞB Snældu-Blesi: Stendur fyrir sínu „Hann hefur það ágætt bless- aður. Að vísu er hann enn í spelkunni, en það virðist ekk- ert angra hann,“ sagði Magni Kjartansson bóndi í Árgerði í Eyjafirði, en hann á einn þekktasta stóðhest á íslandi, sem er Snældu-BIesi. En Blesi hefur hlotið betri og meiri umönnun en flestir aðrir hestar. Magni sagði að Blesi væri búinn að gagnast um 50 hryssum fram til þessa og allt gengið vel. „Hann virðist kunna vel við þetta hlutskipti sitt. Merarnar eru leiddar undir hann, því ekki er ráðlegt að sleppa honum lausum í hólfi, það fylgja því svo mikil læti og hann er ekki til slíkra hluta,“ sagði Magni. Snældu-Blesi virðist vera vin- sæll graðhestur, því menn hafa komið úr öðrum landshlutum með merar til að halda undir hann. „Eins eru menn að hringja í mig úr öllum áttum og spyrja um líðan hans.“ - Má reikna með því að hann losni við spelkuna fljótlega? „Ég vona það. Þeir læknar sem hafa annast hann ætluðu að taka röntgenmynd af honum í þessum mánuði og bíð ég eftir því að þeir hafi tíma til þess. Á meðan er hann hér heima við hús og fer vel um hann,“ sagði Magni. gej- Einhverjir fá viðbót á skattana sína Skattrannsókn lokið í máli KSÞ „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og í raun getum við hér ekkert sagt meira um það,“ sagði Gunnar Oddsson hjá skattrannsóknarstjóra er hann var spurður um framgang rannsóknar á málum KSÞ á Svalbarðseyri og þeirra sem málinu tengjast. Gunnar sagði að skattstjóra á Norðurlandi hefði verið send Bæjarsjóður Sauðárkróks: Stendur ekki í skilum „Málið er að bæjarsjóður hef- ur ekki staðið í skilum með lán veitnanna. Það er það sem við erum ósáttir með en erum nokkuð sáttir við að eitthvað af peningunum fari í bæjar- sjóð,“ sagði Páll Pálsson veitu- stjóri hita- og vatnsveitu í sam- tali við blaðið. Nokkur umræða hefur verið um skil bæjarsjóðs á fjármunum veitnanna síðastliðin ár. Páll sagði að samkvæmt reikningum sem honum hafa nýlega borist í - með lán veitnanna hendur þá skuldaði bærinn hita- veitunni um síðastliðin áramót 1800 þúsund og vatnsveitunni um tvær og hálfa milljón. Þar að auki voru lán í vanskilum. Þrátt fyrir góðar og miklar yfirlýsingar á síðasta ári að borga af lánunum þá var það ekki gert og það er gremjulegt þegar veiturnar skila eins miklu í bæjarsjóð eins og raun ber vitni, sagði Páll. Páll kvað veiturnar alltaf hafa skilað hagnaði, mikið hafi verið um framkvæmdir síðastliðin ár, stór endurnýjunarverkefni sem loks væri farið að sjá fyrir endann á. Engin lán hafa verið tekin síð- an 1981 þegar borað var. Hita- veitan hafi verið endurnýjuð algerlega af tekjum fyrirtækisins og þar að auki skilað einhverju í bæjarsjóð. Þess má að lokum geta að hitaveita Sauðárkróks var samkvæmt skýrslum í lok síðasta árs sú fimmta ódýrasta af stærri veitunum. Þar kostar nú að kynda meðalstórt einbýlishús 1332 kr. á mánuði miðað við 4ra lítra notkun. -þá skýrsla skattrannsóknarstjóra. „Hann tekur síðan ákvörðun um það hvort ástæða sé til gjalda- hækkunar á grundvelli þeirra upplýsinga sem hann hefur í okk- ar skýrslu. Einnig var ríkissak- sóknara send skýrslan vegna kæru frá Aðalsteini Jónssyni, þar sem ríkissaksóknari var með upplýsingar í málinu. Skattamálið sem slíkt hefur ekki komið til okkar. Skattrann- sóknarstjóri frétti af málinu vegna frumkvæðis okkar og tók í framhaldi af því ákvörðun um rannsókn. Við höfum síðan feng- ið afrit af skýrslu hans um málið,“ sagði Bragi Steinarsson hjá ríkissaksóknara. „Þar sem ekki er fallinn gjaldþrotaúrskurð- ur í málinu er það utan okkar seilingar. Við reiknum þó með því að fá að sjá eitthvað af því aftur. Það var rökstuddur grunur um að einhverjir aðilar hefðu þegið laun sem ekki voru gefin upp til skatts. Ríkisskattanefnd tekur ákvörðun í slíkum málum,“ sagði Bragi. „Við höfum fengið afrit af þessari skýrslu frá skattrannsókn- arstjóra og munum afgreiða það sem vísað verður til okkar í þessu sambandi. Þar er um að ræða leiðréttingar, hvort sem er hjá félaginu sjálfu eða einstakling- um,“ sagði Jón Dalmann Ármannsson settur skattstjóri á Norðurlandi eystra. „Ég get ekki gefið upp fjölda einstaklinga sem fá leiðréttingu á greiðslum, en þau mál eru afgreidd jafnóðum og þau berast,“ sagði Jón Dalmann. Vitað er að nokkrir aðilar er tengjast málinu hafa fengið bréf frá skattstjóranum á Akureyri. „Fólki er tilkynnt um það ef gefn- ar eru upp viðbótartekjur og því gefinn kostur á að gera athuga- semdir, en síðan kemur málið til venjulegrar álagningar og leiðr- éttingar,“ sagði Jón Dalmann Ármannsson. gej- Akureyri: Lést eftir eldsvoða Konan sem flutt var á Sjúkrahús- ið á Akureyri eftir bruna sem varð í fyrrakvöld á Akureyri, lést í gærmorgun. Konan hét Margrét Halldóra Harðardóttir, 38 ára að aldri. Hún lætur eftir sig eigin- mann og fimm börn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.