Dagur - 11.09.1986, Side 1

Dagur - 11.09.1986, Side 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 11. september 1986 169. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Alþjóðlegt skákmót á Akureyri? Hann var ánægður með góða veðrið, þessi ungi maður við sundlaugina. Mynd: RÞB Ólafsfjörður: Til Noregs að skoða Merkúr „Það stendur allt við það sama og allt í óvissu þessa stund- ina,“ sagði Gunnar Sigvalda- son framkvæmdastjórí Sæbergs í Ólafsfírði, en það fyrirtæki var meðal margra sem bauð í skipið Merkúr sem áður hét Bjarni Benediktsson og liggur nú við festar í Noregi eftir miklar endurbætur. Gunnar sagði að Ólafsfirðingar hefðu ekkert í höndunum um að þeir fengju skipið. Þrátt fyrir það ætla Gunnar og fleiri aðilar sem tengjast málinu í Ólafsfirði að fara til Noregs að skoða skipið, því mikill áhugi er á staðnum að skipið komi þangað. Sæberg átti 4. lægsta tilboðið í Merkúr og er nú þegar búið að ræða við þá aðila sem áttu lægri tilboð. Ekki virtust horfur á samningum við þá aðila og kom því röðin að Sæbergi og eru ein- hverjar horfur á að samningar takist. Tilboð Sæbergs í Merkúr var upp á 281 milljón króna og var það 4. lægsta tilboðið eins og áður sagði. gej- Samstarf Námsflokka Akur- eyrar og Tómstundaskólans: „Býst við samþykki“ Bæjarráð hafnar fjárstuðn- ingi sem lofað hafði verið - „Ákvörðun bæjarráðs undarleg á allan hátt,“ „Ég veit nú ekki hvað ég á að segja um þetta mál, það er allt hið furðulegasta. Staðan er sú að ég hef fengið neitun um fjárstuðning sem ég bað aldrei um. Það hafði verið ákveðið af bæjarstjórn Akureyrar að halda þetta mót og ég hafði samband við bæjarstjóra til að fá endanlegar dagsetningar. Þá fékk ég bréf til baka þar sem mér var tilkynnt að bærinn hygðist ekki styrkja þetta og ég sendi þá bréf þar sem ég bað um nánari skýringar. Ég bíð ennþá eftir svari við því,“ sagði Jóhann Þórir Jónsson hjá tímaritinu Skák. í fundargerð bæjarráðs frá 21. ágúst sl. kemur fram að borist hafi erindi frá tímaritinu Skák þar sem óskað sé eftir fjárstuðn- ingi við alþjóðlegt skákmót sem tímaritið hafi áhuga á að halda á Akureyri í október nk. „Bæjar- ráð hafnar málaleitan þessari," segir svo í fundargerð. Jóhann Þórir telur hins vegar að málum hafi ekki verið þannig háttað. Segir hann að í janúar 1985 hafi verið ákveðið í samráði við bæjarstjórn að halda alþjóð- legt skákmót á Akureyri og hafi upphaflega staðið til að það yrði í mars á sama ári. Segir Jóhann að bæjarstjórn hafi þá verið búin að ákveða að veita 400 þúsund kr. til mótsins, auk þess sem hún hafi ætlað að útvega húsnæði undir mótið og lokahóf í tengslum við það. Vegna annríkis hafi hins vegar verið ákveðið að fresta Norðurland: Afli smábáta 25% meiri en í fyrra - Rúmlega 5 þús. tonn komin á iand Allt bendir til þess að afli smá- báta undir 10 tonnum verði 20% meiri en á síðasta ári. Þá öfluðu smábátar tæplega 25 þúsund tonna, en nú er reikn- að með um 30 þúsund tonnum á land. Fyrstu 7 mánuði þessa árs höfðu smábátar aflað um 20.500 tonna á móti 17.300 tonnum í fyrra. Eru þetta bráðabirgðatölur frá Fiskifélagi íslands. Aflaaukn- ing hcfur orðið mest á Austfjörð- um. Samkvæmt tölum Fiskifélags- ins hafa smábátar á Norðurlandi aflað 5.050 tonna fyrstu 7 mánuði ársins á móti 4.019 tonnum í fyrra. Er það rúmlega 25% aflaukning. Á Suður- og Suðvesturlandi höfðu borist á land fyrstu 7 mán- uðina 6.968 tonn. Á Austurlandi voru það 5.989 tonn og á Vest- fjörðum 2.440 tonn. gej- segir Jóhann Þórir Jónsson hjá tímaritinu Skák þessu fram í október á þessu án. „Ég var því ekki að fara fram á fjárstuðning nú um daginn heldur var ég að biðja um endanlegar dagsetningar. Ég var búinn að hafa samband við marga sterka skákmenn, t.d. Hort, Miles, Spassky og Larsen svo einhverjir séu nefndir, og lýstu þeir allir áhuga sínum á þessu. Einnig hafði ég gengið í fyrirtæki á Akureyri og athugað með stuðn- ing þeirra og fengið mjög góðar viðtökur. Ég hef eytt bæði tíma og peningum í undirbúning og því get ég alls ekki sætt mig við þessa furðulegu neitun. Svo má heldur ekki gleyma því að Akur- eyri yrði ekki aðeins í landsfrétt- um lieldur kæmist hún áreiðan- lega í heimsfréttirnar því þetta yrði þriðja til fjórða sterkasta skákmót í heiminum í ár. Ákvörðun bæjarráðs er því undarleg á allan hátt. Mér fyndist ekkert óeðlilegt þó bærinn vildi fresta þessu, það væri vel skiljan- legt, en það er ófært að ætla að Ijúka málinu á þennan hátt,“ sagði Jóhann Þórir Jónsson. JHB 1 i t í fl I p'. ■ 1 ■p r tJLsíi í m Loksins heima! Mynd: RÞB —segir Báður Halldórsson Samkomulag hefur verið gert milli Námsflokka Akureyrar og Tómstundaskólans sem rekinn er af Menningar- og fræðslusambandi alþýðu um samstarf þessara tveggja aðila um rekstur fyrirtækis sem kemur til með að heita Náms- flokkar Akureyrar - Tóm- stundaskólinn. Eins og kunnugt er var Bárði Halldórssyni veitt heimild til að reka námsflokkana á eigin ábyrgð og fékk hann til þess þrjár kennslustofur í húsi Gagn- fræðaskólans. Að sögn Bárðar sendu hann og Hclgi Guðm- undsson formaður M.F.A. sam- eiginlegt bréf til bæjarstjórnar þar sem þess var farið á leit að hún veitti samþykki sitt fyrir því að Tómstundaskólinn kæmi inn í samkomulag það sem hann hafði áður gert viö bæjaryfir- völd. Samstarf þetta mun, ef að lík- um lætur, verða meö þeim hætti að fjárhagurinn verður tvískipt- ur að öðru leyti en því að ýrniss konar samciginlcgum kostnaði verður dcilt. Námsgjöld, kenn- aralaun og kennararáðningar verða samræmd og námsfram- boð mjög aukið. Bárður taldi að bréfið yrði tekið fyrir í bæjarráði nú í vikunni og ef þetta yrði samþykkt sem hann reiknaði fastlega mcð myndi innritun hefjast 22. september. ET Húsavík: Fyrstu síld- inni landað Fyrsta síldin í haust er farin að veiðast í Skjálfanda og er hún nýtt til beitu. Bátur kom með eitthvað smávegis síðastliðinn sunnudag. Á þriðjudag fengu Pálmi og Benedikt Héðinssynir þrjár tunnur og síðan fimm tunn- ur á miðvikudag. Um 90 prósent af síldinni er stór og veiddist hún í net við Lundey. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.