Dagur - 11.09.1986, Side 2

Dagur - 11.09.1986, Side 2
2 - DAGUR - 11. september 1986 _w'ðfa/ dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._________________________ Uggvænleg mannfjöldaspá Nýtt vandamál hefur skotið upp kollinum í velferðarþjóðfélögum heimsins á síðustu árum. Á meðan þjóðir þriðja heimsins standa frammi fyrir offjölgun og fátækt, lækkar fæð- ingartíðnin ár frá ári í velferðarríkjunum. í þessu er fólgin ákveðin mótsögn, því íbúar velferðarríkja eru auðvitað betur í stakk búnir til að sjá börnum sínum farborða en íbúar þriðja heimsins. En slíkt sjónarmið er létt- vægt talið. íslendingar eru engir eftirbátar íbúa ann- arra velferðarríkja hvað mannfjöldaþróun varðar. Fyrir aldarfjórðungi eignaðist hver kona hér á landi að jafnaði 4,2 börn á ævinni. Nú er fæðingartíðnin komin niður í 1,9 börn á ævi hverrar konu og með áframhaldandi þró- un er ljóst að fækka mun í vísitölufjölskyld- unni. Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Hagstof- unnar mun fólksfjölgun hérlendis stöðvast algerlega í kringum árið 2020 en þá verða íslendingar orðnir um 275 þúsund talsins. Eftir það tekur íslendingum að fækka ef þró- unin heldur áfram í sömu átt og nú stefnir. Þessi spá er mjög uggvænleg og taka þarf mið af þróuninni í tíma. Ef spáin gengur eftir verður fjöldi aldraðra helmingi meiri árið 2020 en nú er. Það er mikil breyting á aðeins 34 árum. Margt þarf að breytast í samfélaginu til þess að það verði í stakk búið að mæta þess- ari þróun. Gera þarf átak í málefnum aldraðra og stuðla að því með ýmsu móti að ellin verði fólki léttbærari. Það eru mikil tímamót í lífi hvers einstakl- ings þegar hann verður að hverfa af vinnu- markaðinum vegna aldurs og mörgum veitist erfitt að sætta sig við þær breytingar sem því eru samfara. Nauðsynlegt er að búa fólk bet- ur undir lok starfsævinnar og auka fjölbreytni og framboð tómstunda fyrir þennan aldurs- hóp. Einnig mætti hugsa sér að komið yrði upp vinnustöðum þar sem aldraðir gætu stundað létta vinnu hluta úr degi, til þess að umskiptin yrðu ekki eins mikil. Hins vegar er ekki ljóst hvaða áhrif þessar þjóðfélagsbreytingar koma til með að hafa á atvinnulíf landsmanna. Það verður tíminn að leiða í ljós. En þessi mannfjöldaspá gefur augljóslega til kynna að ástæða er til að grípa til aðgerða til stuðnings barnafjölskyldum og ungum foreldrum. Það þarf með einhverjum ráðum að auka áhuga fólks á að hafa fleiri börn á heimilum sínum. Núverandi þróun þarf að stöðva. BB. Njál Eiðsson þarf tæpast að kynna Norðlendingum. Þessi snjalli knattspyrnumaður var um tíma ein styrkasta stoð KA liðsins, auk þess sem hann hef- ur bæði leikið með Val og íslenska landsliðinu. Eftir að síðasta keppnistímabili lauk ákvað Njáll að hverfa frá KA liðinu og hélt til Vopnafjarðar þar sem hann gerðist leikmað- ur og þjálfari hjá Einherja. Liðið kom upp úr 3. deild í fyrra og var fyrirfram ekki búist við að nýliðarnir gerðu neina stóra hluti í 2. deildinni. Arangur þeirra í sumar hefur hins vegar verið undraverður, um tíma eygðu þeir m.a. möguleikann á 1, deildar sæti, og er það álit margra að Njáll hafi átt þar stóran hlut að máli. Njáll er í viðtali dagsins að „Árangur liðs er aldrei einum manni að þakka,“ - segir Njáli Eiðsson þessu sinni og hann var fyrst spurður hvort hann væri ánægður með sumarið. „Sumarið er búið að vera mjög gott og mér hefur liðið vel. Árangur liðsins hefur verið fram- ar vonum og það spillir að sjálf- sögðu ekki fyrir. Við áttum um tíma möguleika á 1. deildar sæti og ég held að enginn hafi átt von á því í upphafi mótsins. Hins veg- ar verð ég að játa að þegar maður sér fram á að árangurinn hefði getað verið betri þá er maður örlítið svekktur svona undir niðri. En það er að sjálfsögðu engin ástæða til þess, Einherji hefur aldrei náð svona langt áður og það ættu allir að geta unað glaðir við þennan árangur." - Hvernig er með fólkið á staðnum? Er það ekki ánægt? „Ég hef nú ekkert kannað það sérstaklega. Ég á þó ekki von á öðru en að flestir a.m.k. séu það. Maður heyrir hins vegar mun meira talað um árangur liðsins þegar maður er kominn lengra í burtu.“ - Er þessi árangur þér að þakka? „Kannski að einhverju leyti en árangur liðs er aldrei einum manni að þakka, það er mikill misskilningur. Parna hefur margt hjálpast að, strákarnir hafa verið mjög áhugasamir og duglegir, æfingasókn var nánast 100%. Þetta er mjög leikreynt lið, þeir eru búnir að spila mjög lengi saman þessir menn, enda eru þetta allt heimamenn að mark- manni og þjálfara undanskildum. Þá má líka nefna að á undanförn- um árum hafa þeir verið með varnarmann sem þjálfara og leikmann en nú fengu þeir miðju- mann og það hefur kannski hjálpað eitthvað til. Þetta leiddi til þess að liðið fór að spila nýja „taktík“ sem virðist eiga betur við liðið. En allt tal um að þetta sé eingöngu mér að þakka er bara vitleysa." - Heldurðu að Einherji hefði átt erindi í 1. deild? „Nei, ég held ekki. Það vantar meiri mannskap til þess að liðið gæti staðið sig í 1. deildinni." - Er mikill uppgangur í knatt- spyrnunni á Vopnafirði? „Ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það. Eins og ég sagði áðan þá sýndu þessir strákar mik- inn áhuga og ég get ekkert kvart- að undan því. Það sem háir knattspyrnunni þarna fyrst og fremst er fólksfæðin. Það hefur verið erfitt að manna yngri flokka félagsins og menn óttast að of fáir verði til að taka við af þeim eldri þegar þeir hætta. Og einmitt vegna þessa, hve fáir eru þarna, er árangur liðsins ánægju- legur.“ - Hvernig er að búa á Vopna- firði? „Það er í sjálfu sér ákaflega gott að búa þarna. Þarna er gott fólk og þarna er allt ákaflega rólegt. Það sem er fyrst og fremst ólíkt með þessum stað og Akur- eyri eða Reykjavík er hvað allt er þarna einangrað. Það er langt í næstu staði og þú sérð ekkert mikið annað en Vopnfirðingana. Þetta er að vísu betra yfir sumar- tímann en ég held að einangrunin hljóti að vera helst til of mikil yfir vetrartímann. Það sem ég sakn- aði mest voru aðrir knattspyrnu- leikir. Þegar þú ert t.d. á Ákur- eyri þá er stutt að keyra á aðra staði til að horfa á leiki en allt slíkt er meira mál fyrir austan. Maður er því orðinn þyrstur í fót- bolta eftir sumarið." - Þegar litið er á árangur sumarsins þá mætti ætla að þú fengir góð tilboð fyrir næsta ár. Er það tilfellið? „Það held ég ekki, ég hef a.m.k. ekki fengið neitt ennþá. Ég held ég megi segja að ég sé ákaflegaiarðbundinn hvað þetta snertir. Ég á ekki von á að það verði neitt slegist um mig.“ - Ég hef heyrt að þú hafir áhuga á að leika í 1. deildinni að ári. „Jæja, hefurðu heyrt það? Jú, það er rétt að það hefur hvarflað að mér. Hins vegar er ég ekki far- inn að hugsa það af neinni alvöru. Ég veit ekki hvort ég verð á Vopnafirði annað árið í röð og hef reyndar ekki hugmynd um hvort þeir hafi nokkurn áhuga á að fá mig þangað aftur. Ég á fá ár eftir sem knattspyrnumaður og ef ég ætla að spila aftur í 1. deild- inni þá verð ég að fara að drífa í því ef ég ætla að eiga einhverja möguleika. Það er klárt að mað- ur dettur niður við að spila í neðri deildum. Það er mikill munur á 1. og 2. deild og ég held reyndar að hann sé meiri í ár en oft áður, þ.e. ég held að önnur deildin sé lakari í ár en hún var t.d. í fyrra. En eins og ég segi þá er ég ekki farinn að hugsa um þetta af neinni alvöru þó svo 1. deildin heilli mann.“ - Nú þekkir þú Akureyrarlið- in vel síðan þú lékst með KA. Hvað viltu segja um árangur þeirra í sumar? „Ef við tökum árangur Þórs þá kemur hann nokkuð á óvart. Lið- ið virkaði mjög sannfærandi í fyrra og ég átti von á betri ár- angri. Það er hins vegar eitthvað að, hvað sem það nú er, en ég á erfitt með að segja til um það, enda hef ég ekki séð liðið leika í sumar. Það eina sem maður veit er það sem maður les í blöðun- um. KA liðið hefur hins vegar Ieik- ið mjög vel í sumar. Ég er að sjálfsögðu ánægður með árangur þeirra KA-manna og við höfum nú reyndar hjálpað þeim því þeir náðu sex stigum af okkur en í staðinn höfum við verið að reyta stig af keppinautum þeirra. En KA liðið hefur staðið sig vel og ég tel að þeir hafi tvímælalaust verið með sterkasta liðið í sumar. Ég vil svo að lokum nota tækifær- ið og óska KA og Völsungi til hamingju með 1. deildar sætin. Þetta eru lið sem voru vel að þessu kornin." JHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.