Dagur


Dagur - 11.09.1986, Qupperneq 5

Dagur - 11.09.1986, Qupperneq 5
11. september 1986 - DAGUR - 5 Þórscafé að utan árið 1976, þegar Þórscafé var breytt stórlcga og vínveiting- ar hófust. Á myndinni sést gamli inngangurinn, en sá sem notaður er í dag er hægra megin þar sem vinnupallar standa. í dag er verið að breyta útliti hússins, meðal annars hefur utanáliggjandi lyfta verið smíðuð vinstra megin við gamla innganginn. húsið opnað fyrir matargesti kl. 20.00. Þessa viku verður haldið upp á afmælið með ýmsum hætti í Þórscafé. Hófst hún á sunnu- daginn með hófi fyrir leigubif- reiðastjóra. Þriðjudagskvöldið var tileinkað ellilífeyrisþegum úr ýmsum verkalýðsfélögum tengdum veitingarekstri. I gær- kvöld mættu unglingarnir á þrumukvöld. í kvöld er huggu- legt skemmtikvöld. Á föstu- dags- og laugardagskvöld er sérstakur hátíðamatur fram borinn, landsfrægir skemmti- kraftar og ókeypis fram að miðnætti. Á sunnudag er svo hátíðisdagur fyrir fjölskylduna. K.K. sextettinn: Myndin tekin á „gullaldarárum“ K.K. Á myndina vantar EHý Vilhjálms söngkonu. K.K. spilaði í Þórscafé á árunum 1958-1962, fimm kvöld í viku, oftast fyrir fullu húsi. Dalvík: Bullandi vinna hjá iðnaðarmönnum „Það er mikið um að vera hérna á Dalvík. Þetta er staður á bullandi uppleið,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stióri á Dalvík í samtali við Dag. Kristján sagði þó ekki mikið um íbúðarbyggingar á staðnum en fjölmörg fyrirtæki í bænum stæðu í byggingaframkvæmdum. Bliki er að byggja fiskverkunar- hús og einnig hús undir vinnuað- stöðu starfsmanna. Víkurbakarí stendur einnig í húsbyggingum undir starfsemi sína, sem og fyrirtækið Sæplast. Þá er fiskeld- isfyrirtækið Ölunn að stækka talsvert við sig. „Það er meira en nóg að gera hjá iðnaðarmönnum í bænum. Það er jafnvel svo mik- ið að þeir ráða ekki við öll þessi verkefni. Hingað hafa verið fengnir iðnaðarmenn m.a. frá Akureyri til að anna þessu öllu,“ sagði Kristján. -mþþ Bílasalan StórhoN Hjaiteyrargötu 2, Akureyri. Símar 23300 og 25484. Mazda 626 LX, árg. '84, ek. 40 þús. km. Vökvastýri, 5 gíra. Verð kr. 430.000. Glæsiiegur bíll. Altt fultt af bílum Toyota Tercel, 4x4, árg. '85, ek. 12 þús. km. Verð kr. 480.000. Mazda 929 GLX ’84, ek. 31 þús. km. Sumar- og vetrardekk. Skipti á ódýrari MMC Colt Turbo árg. '85. Raf- magnssóllúga, rafmagn í rúðum, vökvastýri, dýrar stereogræjur, álfelgur, ek. 17 þús. km. Toppbíll. Skipti. Subaru 1800, station, árg. '84. Vökvastýri, rafmagn í rúðum, hill holder, ek. 40 þús. km. Ný sumar- dekk. Bíllinn sem nýr. Skipti á ódýrari. Volvo 345 GLS árg. '82, ek. 32 þús. km. Beinskiptur. Toppeintak. Verð kr. 310.000. Toyota Land Cruiser, diesel, árg. '85. Vökvastýri, veltistýri. Skipti á ódýrari. Mazda 323, árg. ’85. ek. 25 þús. km. Verð kr. 330.000. Skipti á ódýrari. MMC Galant GLX 2000, árg. ’82, ek. 30 þús. km. Sjálfskiptur. Bíll í sérflokki. Alveg eins og nýr. » . < v , y ; Akureyringar Norðlendingar Forstöðumaður Byggingasjóðs ríkisins verður til viðtals í félagsheimili KA við Þingvallastræti, Akureyri, fimmtudaginn 11. sept. frá kl. 14.00-18.30 til að veita upplýsingar um lánamöguleika til nýbygginga, kaupa á eldra húsnæði og fleira. Við viljum hvetja alla sem hyggjast byg.,ja eða kaupa íbúðir til að mæta og fá upplýsingar um rétt sinn til lána hjá stofnuninni. Meistarafélag byggingamanna, Norðurlandi. iiiil Firmakeppni l$l í knattspyrnu Knattspyrnuráð Akureyrar auglýsir eftir þátttöku í firmakeppni utanhúss 1986. Þátttökurétt hafa öll fyrirtæki/starfshópar á Akureyri og í ná- grenni. Heimilt er fyrir tvo aðila að sameinast um lið í keppn- ina, ef þeir vegna fámennis hafa ekki í lið. Með þátttökutil- kynningum skal fylgja nafnalisti yfir þá leikmenn er þátt taka og er óheimilt að breyta þeim lista eftir að keppnin er hafin. Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn sem eru á launaskrá 1. ágúst og skólafólk er starfað hefur hjá fyrirtækinu í tvo mán- uði, þó svo aðeins að það hafi ekki hafið störf annars staðar. Hverju liði er heimilt að nota leikmenn úr 1. og 2. deild, þó ekki fleiri en tvo í leik. Með þátttökutilkynningum skal fylgja staðfesting yfirmanns á því að þátttakendur uppfylli ofangreind skilyrði til þátttöku. Frestur til að skila inn þátttökutilkynningum, ásamt þátttöku- gjaldi kr. 5000 er til 16. sept. Skal því skilað til Sveins Björns- sonar, Plastiðjunni Bjargi, sími: 26888 eða til Davíðs Jóhannssonar, NT umboði, sími 21844 milli kl. 9.00 og 17.00. Ofangreindir veita allar nánari upplýsingar um keppnina. K.R.A. Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. sept. kl. 20.30 í Garðari. Dagskrá. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Framboðsmál. 3. Bæjarmálefni. 4. Önnur mál. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga Framsóknarfélag Húsavíkur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.