Dagur


Dagur - 11.09.1986, Qupperneq 12

Dagur - 11.09.1986, Qupperneq 12
* Diskettur + Skjásíur + Ýmsar rekstrarvörur Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri • Sími 96-26155 Olía til húshitunar: Olíustyrkir felldir niður Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að lækka olíustyrki fyrir annan og þriðja ársfjórð- ung 1986 og fella þá alveg nið- ur frá og með fjórða ársfjórð- ungi vegna þeirrar miklu lækk- unar sem átt hefur sér stað á olíuverði undanfarna mánuði. Þarna er átt við olíustyrki vegna upphitunar íbúöarhús- næðis. Olíustyrkjum vegna skólahúsnæðis verður breytt samsvarandi. Olíustyrkir hafa fram til þessa verið greiddir til húsráðenda sem hita þurfa hús sín upp með gas- olíu. Núverandi fyrirkomulag um greiðslu olíustyrkja var upphaf- lega tekið upp í kjöifar mikilla hækkana sem urðu á verði olíu á árinu 1974. Ávallt var gert ráð fyrir að um tímabundnar ráðstaf- anir yrði að ræða. Á undanförnum mánuðum hefur olíuverð stöðugt farið lækkandi. í mars ’86 kostaði olíulítrinn 11,10 krónur en þann 7. ágúst sl. var verðið komið nið- ur í 6,90 krónur. I fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu er vitnað í lög um jöfnun og lækkun hitunarkostn- aðar þar sem segir að olíustyrkj- um skuli breyta í samræmi við breytingu á gasolíuverði og verði annarra orkugjafa. BB. Sæplast byggir á Dalvík: Híbýli með lægsta tilboðið í gærmorgun voru opnuð til- boð í smíði verksmiðjuhúss fyrir Sæplast hf. á Dalvík. Fjögur tilboð bárust og voru þau frá Norðurverki, Aðalgeiri og Viðari, Híbýli en þau fyrir- tæki eru öll á Akureyri, Tré- veri og Tréverki í sameiningu, Hugmyndir um kvóta á kjúklingaframleiðslu: „Ástandið óþolandi“ - segir Jón Eiríksson „Stjórnun á framleiðslu, t.d. með kvóta, er ekki góður kostur en ástandið sem við búum við í dag er hins vegar óþolandi,“ sagði Jón Eiríks- son, kjúklingabóndi á Arnar- felli í Saurbæjarhreppi, þegar hann var spurður hvernig honum litist á hugmyndir um að setja kvóta á eggja- og kjúklingaframleiðslu. Skýrt var frá því í fréttum í gær að fulltrúar helstu hagsmuna- aðila hefðu rætt málin sín á milli og við fulltrúa landbún- aðarráðuneytisins og væri útlit fyrir að samkomulag næðist um kvótakerfi í ein- hverri mynd. Jón sagöist þó vera því alger- lega mótfallinn að setja þetta undir framleiðsluráð. „Mér finnst algert frumskilyrði að framleiðendur stjórni fram- leiðslunni sjálfir. Við höfum ansi lengi verið í samkeppni við ríkisstyrkta framleiðslu. Ríkið hefur greitt niður kjöt frá fram- lciðendum sem við höfum verið að keppa við og það er eðlilega mjög erfitt. Ég er því fylgjandi hugmyndum um kvótakerfi, fyrst og fremst í þeim tilgangi að verjast þessari ríkisstyrktu samkeppni.“ jhb en þau fyrirtæki eru á Dalvík. Kostnaðaráætlun sú sem Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen gerði var upp á 21 milljón 331 þús. 940 krónur. Tilboð Norður- verks var upp á 21 millj. 898 þús. 506 krónur, eða 102,7%. Tiiboð Aðalgeirs og Viðars var 22 millj. 985 þús. 175 krónur eða 107,8% af áætlun. Tilboð Híbýlis var 20 millj. 528 þús. 646 krónur eða 96,2% og tilboð Trévers og Tré- verks sem buðu í sameiningu var 21 rnillj. 876 þús. 543 krónur, eða 102,6%. Það er því ljóst að Híbýli er með lægsta tilboðið í verkið, eða 96% af kostnaðar- áætlun. Næst þarf að fara yfir tölur til- boðanna til að ganga úr skugga uin að þær séu réttar. Þar næst er það stjórn Sæplasts sem tekur ákvörðun um hvaða tilboði skuli tekið. Það sem felst í útboðinu er uppsteypt hús með þaki, einangr- un og klæðningu, auk frágeng- innar lóðar og malbikaðra bíla- stæða. Einnig verða frágengnar innihurðir, milliveggir, auk raflagna, Ijósa, hitalagna, loft- ræstingar og þrýstilagna. Verkinu á að vera lokið urn miðjan júní á næsta ári. gej- Það blæs ekki alltaf byrlega. Mynd: Rf»B Húsvarðarstaða við VMA: Margir um hituna Eins og fram hefur komið var gífurleg ásókn í stöðu húsvarð- ar við Verkmenntaskólann á Akureyri. Alls voru 23 umsækjendur um eina stöðu á Eyrarlandsholti, en í framtíð- inni mun önnur staða bætast þar við. Eftir nokkra fundi og vangaveltur samþykkti skóla- nefnd Verkmenntaskólans að mæla með Arngrími Kristjáns- syni í stöðuna og var hann ráð- inn frá 1. september. Margir hafa furðað sig á þess- ari ásókn og talið húsvarðarstöðu lítt eftirsóknarverða. Víst er það rétt að launin eru ekki svimandi há, en þó er allnokkur eftirvinna á veturna sem lyftir þeim upp. Yfir sumarmánuðina fá húsverðir aðeins grunnlaun, enda minna að gera. Það sem menn sækjast eftir er trygg og frekar róleg atvinna, svo og þægilegur eða sveigjanlegur vinnutími. Þetta er því tilvalið starf fyrir vinnulúna menn sem eru farnir að reskjast. Oft fylgir starfinu margs konar viðhald og er því engin tilviljun að langflestir húsverðir við skól- ana hér í bæ eru trésmiðir. Þeir hafa þá verið í erfiðu starfi í ára- raðir og vilja, eða þurfa að hægja á ferðinni. Einnig hefur atvinna verið ótrygg hjá smiðum undan- farin ár. Það er alltaf ánægjulegt þegar vel gengur að manna stöður og vonandi fer ásókn að aukast í fóstrustöður, svo dæmi sé tekið, en illa gengur að manna dag- heimilin hér, sem og víða um land. En þar er að vísu ekki um rólegt starf að ræða, þvert á móti. Kostnaður við M-hátíðina: Akureyrarbær greiddi samtals 500 þúsund kr! „Nei, ég held að það hafi nú ekki verið. Það var hins vegar ekki samið fyrirfram um það hver væri hlutur bæjarins og hver væri hlutur ríkisins í þess- um kostnaði. Þessir reikningar sem enn eru eftir ógreiddir eru á ábyrgð menntamálaráðu- neytisins,“ sagði Hermann Sig- tryggsson þegar hann var spurður hvort kostnaður við M-hátíðina, sem haldin var á Akureyri í sumar, hefði farið fram úr áætlun. Hermann átti sæti í nefnd sem sá um þessa hátíð. „Vonumst til að geta haldið uppi dagvinnu í vetur“ - segir Knútur Karlsson hjá Kaldbak á Grenivík „Það er ekkert svartsýnishljóð í okkur, cn því er ekki að neita að við vildum gjarnan hafa meiri fisk. Við gætum unnið mun meiri fisk hérna en við gerum núna,“ sagði Knútur Karlsson framkvæmdastjóri Kaldbaks á Grenivík. Knútur sagði að það sem af væri sunrri hefði verið þokkalegt, en hann bjóst við að rólegt yrði það sem eftir væri vikunnar. Netabáturinn Áskell landaði síð- astliöinn mánudag 17 tonnum og sagði Knútur að er lokið væri við að verka þann afla yrði ekki mik- ið að gera. Auk Áskels hafa nokkrar trillur lagt upp afla hjá Kaldbak. „Sumarið var óvenju gott, mun betra en við áttum von á. Við höfum fengið talsvert af fiski frá utanaðkomandi togbátum." Núpur er að fara á línu, hann á eftir um 200 tonna þorskkvóta, en helmingurinn er frádráttarbær í nóvember og desember er hann stundar línuveiðar. Á milli 50 og 60 manns hafa unnið hjá Kaldbak í sumar. „Utlit með vinnu í haust er sæmilegt. Við vonumst til að geta haldið uppi dagvinnu að mestu leyti,“ sagði Knútur. -mþþ Nýlega sendi menntamála- ráðuneytið frá sér bréf þar sem þess var farið á leit að Ákureyr- arbær greiddi reikninga að upp- hæð tæplega 330 þúsund kr. vegna M-hátíðarinnar 12.-22. júní sl. Framlag bæjarins var þá þegar orðið 350 þúsund kr. Bæjarráð samþykkti að greiða 150 þúsund kr. til viðbótar. Hermann sagði að hann vissi ekki til þess að ráðuneytismenn væru óánægðir með þann kostn- að sem orðið hefði af þessu. „Bærinn tók að sér vissan hluta, t.d. húsaleigu o. fl., auk þesssem starfsmenn Akureyrarbæjar unnu við hátíðina. Þá létum við gera þarna hluti sem eiga eftir að koma okkur til góða, t.d. voru gerð skilrúm fyrir málara sem við eigum ennþá. Þessir reikningar koma núna vegna þess að ekki hafði verið samið endanlega um greiðslu á sameiginlegum kostn- aði. Ríkið sér um kostnaðinn sem eftir er og hann er reyndar allmiklu meiri en þarna kemur fram,“ sagði Hermann Sigtryggs- son. JHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.