Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 7
16. september 1986 - DAGIIR - 7 ium í bænum: dót annað. Meðal annars skot- vopn sem tekin höfðu verið af mönnum sem ekkert leyfi höfðu fyrir slíku. En þau eru ekki óskilamunir. Broddi fiskaði upp poka með leikfimifötum og sagði íþrótta- húsin í bænum yfirfull af svona dóti. Og enn myndi bætast við núna þegar skólarnir væru byrj- aðir. Við spurðum hvort einhver hefði gerst svo djarfur að eigna sér hlut sem hann átti ekkert til- kall til. Broddi sagðist ekki muna eftir því en auðvitað væri það ekki útilokað. Þá bar að annan úr starfsliði lögreglunnar sem vissi um eitt dæmi. „Það komu einu sinni tveir strákar og fengu að líta í reið- hjólageymsluna, sögðust hafa týnt hjóli. Eftir nokkra leit kom annar þeirra auga á fallegt hjól og sagði að þetta væri áreiðan- lega hjólið sitt. Eitthvað voru þeir flóttalegir og var drengurinn beðinn um að sanna mál sitt. Hann hefur sjálfsagt verið sendur heim eftir foreldrum sínum, en hann kom aldrei aftur, þannig að þetta gekk ekki upp hjá honum. Ætli hjólið hafi svo ekki endað á uppboði.“ Nú vorum við búnir að þræða frumskóga óskilamunadeildar, sem er í rauninni engin sérstök deild, og fær Broddi Björnsson sérstakar þakkir fyrir leiðsögn- ina. Niðurstaðan er sú að þessi mál eru ekki í nógu góðu lagi. Aðstæður eru bágbornar og fáir hlutir komast til skila. Furðuleg- ast er þó hvað fólk virðist lítið hirða um það að grennslast fyrir um hluti sem það hefur týnt. Kannski kæmust fleiri munir í hendur eigenda sinna ef öllu fyrirkomulagi yrði breytt, en eng- ar úrbætur eru sjáanlegar á næst- unni. Ógrynni af íþróttafötum Frá lögreglustöðinni lá leið okk- ar í íþróttahöllina þar sem við hittum að máli Aðalstein Sigur- geirsson. Hann sagði að það væri lítið af óskiladóti hjá þeim núna, enda skólarnir rétt að byrja. Hann sýndi okkur þó fatahrúgur í hillum og nokkur skópör og sagði að ósköpin væru að skella á. Þetta í hillunum hefði komið undanfarna daga, en eitthvað væri líka síðan í fyrravetur. Eftir einn til tvo mánuði yrði allt troðfullt. - Hvað gerið þið við gamalt óskiladót? „Við setjum ársgamalt dót í kassa og förum með það niður í kjallara. Það verður heilmikill haugur eftir veturinn. Þegar fatn- aðurinn er búinn að liggja í geymslu í 2-3 ár þá er ekkert að gera nema að henda honum. Við tökum kannski frá nýlega galla og skó, en stuttbuxum, bolum og slíku hendum við.“ - Er eitthvað selt? „Nei, það gerum við ekki. Við höfum farið með handklæði upp á Sólborg og gefið þau, reynt að gefa það nýtilegasta en seljum ekkert. Ætli það fari ekki mest á Skyldi hann rekast á óskilamuni? haugana." Hann lýsti furðu sinni á því hvað lítið væri spurt eftir týndum fötum. Þetta eru oft rándýrir gall- ar og skór og því tilfinnanlegt tjón fyrir þann sem glatar þessu. Undantekningarlítið eru fötin ómerkt þannig að það er ekkert annað fyrir húsverði að gera en að hrúga þeim í óskilahillurnar. Það er gífurlegur fjöldi fólks sem hefur afnot af salarkynnum íþróttahallarinnar og taldi Aðal- steinn eitt sinn 300 manns sem komu á æfingar á milli klukkan þrjú og níu og þar við bætist að fjórir íþróttakennarar eru með bekki í tíma allan daginn. Þetta geta því verið um 1000 manns sem koma í salina yfir daginn. Skiljanlegt að eitthvað vilji týnast. Þetta vandamál er til staðar í öllum íþróttahúsum bæjarins og gæti allur óskilafatnaður klætt marga ef hann kæmist í hendur eigenda sinna. Manni finnst það sóun hvað miklu er hent af nýti- legum fötum og það hlýtur að vera önnur leið fær í þessum efnum. Aðspurður kvaðst Aðalsteinn lítið hafa orðið var við það að óprúttnir menn reyndu að eigna sér fatnað annarra. Það væri Íítil ásókn í óskilamunina og þeir sem söknuðu einhvers væru fljótir að finna eigur sínar ef þeir kærðu sig um að leita. Svo er hætt við því að réttur eigandi myndi bera kennsl á fötin sín þegar hann kæmi auga á annan í þeim. Jæja, það var ekki mikið að sjá í þetta sinn og kvöddum við Aðalstein með þakklæti fyrir hjálpina. Á leiðinni út spjölluð- um við stuttlega við konuna í afgreiðslunni og tjáði hún okkur að alltaf væri eitthvað af úrum og skartgripum hjá sér í óskilum, en mjög lítið núna. Þannig voru allir viðmælendur okkar sammála um það að óskilamunum ætti eftir að fjölga mjög þegar líða tæki á vet- urinn. Hvaö er til ráða? Auðvitað er hægt að bæta ástand- ið, en ekki er víst að ailir séu sammála um það hvernig væri best að standa að þeim málum. í fyrsta lagi má tala uin fyrirbyggj- andi aðgerðir. Best er að merkja allt sem maður kemur til með að skilja við sig. Einnig ber fólki að halda munum sínum til haga og endilega grennslast strax fyrir um það sem það glatar. Óskilamunir eru á mörgum ólíkum stöðum í bænum. Má nefna dagheimili. leikskóla, skóla, íþróttahús, sundlaugina, skemmtistaði, aðra samkomu- staði, vinnustaði, hótel og lög- reglustöðina. Eins og málum er háttað er lítið um fyrirbyggjandi aðgerðir og því fyllast þessir stað- ir af óskilamunum. Þá er vanda- málið hvernig á að koma þeim út. Lögreglan selur og hendir, starfs- menn íþróttahallarinnar gefa og henda o.s.frv. Sjálfsagt fer um helmingur óskilamuna á haug- ana. Þegar svona er komið væri nær að gefa alla hluti, sem væru búnir að vera í óskilum í ár eða lengur, á basar til styrktar góðu málefni. A.m.k. er núverandi ástand varla viðunandi og æskilegt að menn finni leiðir til úrbóta. Að lokum vil ég hvetja for- eldra til að merkja föt og muni barna sinna sem þau fara með á dagheimili eða í skóla. Það er kannski fyrsta skrefið á langri leið til betra ástands. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.