Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. september 1986 erlendur vettvanguL. Gadhafi byltingarleið- togi þjáist af þunglyndi og ofsóknarótta. Lík- legasta eftirkomanda sínum sendi hann dauðadóm heim. Barnamorð í áróðurs- skyni. Komið hefur í ljós að það var uppspuni frá rótum að böm Gadhafis hafi verið særð og drepin í bandarísku loftárás- unum eins og þessi mynd átti m.a. að sanna. Dauðadómur úr húsbð Þjáist ýmist af stórmennskubrjálæði eða þunglyndi. í afskekktu þorpi í eyðimörkinni reynir Gadhafi að gleyma þeim hörmung- um sem þjóð hans er komin í undir hans stjórn. í sjónvarpsávarpi virtist allur kraftur úr byltingarforingjanum, sem áður var þekktur fyrir harðfylgi og mælsku. Sendimenn dauðans komu skömmu eftir miðnætti, fjórir saman. Það var aðfaranótt 17. maí sem þeir réðust til innrásar í hvítkalkað glæsihúsið við hliðina á sovéska sendiráðinu í Tripolis. Tilræðið mistókst. Einn féll í kúlnahríð varð- manna, annar særðist alvar- lega, tveir komust undan á flótta. Samkvæmt fregnum var það náfrændi Gadhafis sem særðist, en sá fallni var úr fjöl- skyldu konu hans, Safiva. Fórnarlamb tilræðisins átti að vera Abdel Salam Jalloud hershöfðingi, næst-valdamesti maður Líbýu. Gadhafi ætlaði að koma í veg fyrir að hann gæti náð völdunum frá sér. En þessa nótt var Jalloud staddur í kaffiboði með kunningjum sínum. Gadhafi hefur ekki látið sjá sig í Tripolis eftir. sprengju- árásir Bandaríkjamanna 15. apríl. Strax á eftir flutti hann ásamt fjölskyldu sinni og líf- verði í litla eyðimerkurþorpið A1 Baida nálægt Tobruk. Hér hefur hann nú höfuðstöðvar sínar, og héðan gaf hann skip- un um að láta ryðja úr vegi áralöngum samherja sínum og félaga, Jalloud. Fyrir stjórnarskrifstofu not- ar hann lúxushúsbíl af Merc- edes-Benz gerð, að sjálfsögðu brynvarinn og loftkældan. Þar er setustofa búin sófasetti, og á litlu skrifborði standa loft- skeytasímar og sjónvarpstæki. f bílnum er einnig svefnher- bergi og bað með vatnssalerni og baðkeri. Fréttamenn fullyrða að Gadhafi sé allt annar maður eftir bandarísku innrásina. Með hjálp lyfja reyni hann að gleyma þeim hörmungum, sem þjóðin hefur ratað í undir hans stjórn. Tunga hans virtist þung, andlitið þrútið og mælið þvoglulegt þegar hann fyrir nokkru flutti örstutt sjónvarps- ávarp til þjóðar sinnar í tilefni af afmæli lokunar bandarísku herstöðvarinnar við Tripolis. Hann sýndist eiga í erfiðleik- um með að lesa textann af blaðinu. Áður hafði hann ávallt notað þetta tækifæri til að halda þrumuræður gegn Bandaríkjunum, en nú var hann „hreinasta sorgarmynd“, eins og einn vestrænn frétta- maður komst að orði. Staða Gadhafis hefur aldrei verið eins veik og í dag, síðan hann hrifsaði völdin árið 1969. Tekjur af olíuvinnslu hafa dottið niður - árið 1981 færðu þær 22 milljarða dollara í ríkis- kassann, en í ár ná þær naum- ast 5 milljörðum. Ríkisversl- unin er í mesta ólestri. Langar biðraðir eru við brauðbúðirn- ar. Hillurnar í matvörubúðun- um eru oft tómar um hádegið. Meira að segja herinn sem hef- ur verið dekraður árum saman líður nú skort, svo hermenn fá ekki nægilegan kost. Það ólgar ekki eingöngu meðal hersins og almennings. Gadhafi á einnig í stríði við fjölskyldu sína. Upplýsingar liggja fyrir um að hann hafi lát- ið skjóta frænda sinn síðastlið- ið haust. Opinbera skýringin var sjálfsmorð, þegar lík Hass- an Ishkals ofursta fannst í eyðimörkinni skammt frá höfuðborginni. En ættingjarnir fullyrða að Gadhafi hafi verið morðingi hans. Ishkal hafði mjög sterka stöðu innan hersins. Gadhafi virðist hafa óttast áhrif hans þegar Ishkal bað hann fyrir hönd fjölskyld- unnar að taka upp mildari stefnu bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Enginn getur verið öruggur fyrir sjúklegri tortryggni Gadhafis. Sumir af tryggustu fylgismönnum hans hafa setið í stofufangelsi, svo sem Ibrahim al Bushari, yfirmaður leyni- þjónustunnar. Breskir Líbýu- sérfræðingar meta ástand bylt- ingarforingjans svo: „Hjá hon- um skiptist á stórmennsku- brjálæði og alvarlegt þung- lyndi.“ Upp á síðkastið virðist hann helst þola unga og lítt reynda samstarfsmenn sem þora ekki að andmæla honum. Nýlega gerði hann t.d. 29 ára mann að menntamálaráð- herra. Hvort hinn 44 ára gamli Jalloud er nógu sterkur til að ýta Gadhafi til hliðar er erfitt að spá um. Árum saman tengdust þeir vinarböndum sem m.a. byggðust á sameigin- legum áhugamálum, svo sem ástleitni þeirra til ungra stúlkna. Eftir fyrrverandi hers- höfðingja í útlegð er haft: „Einkum á fyrstu árunum eftir byltinguna háðu þeir Gadhafi og Jalloud hreinlega keppni um það, hvort þeirra gæti komist yfir fleiri stúlkur.“ Jalloud, sem áður hefur gegnt embættum forsætis- og utan- ríkisráðherra, virðist þó opin- berlega ekki tylla sér á háan hest. Og áreiðanlega hefur hann ætlað að styrkja ímynd Gadhafis, þegar hann breiddi út þá frétt að kjörbarn hans hefði farist og tveir synir slas- ast alvarlega í loftárásum Bandaríkjamanna. Komið hef- ur í ljós að þetta átti ekki við nein rök að styðjast og myndir sem áttu að sanna það voru teknar í því borgarhverfi sem harðast var úti. Safiva, konu Gadhafis, var líka fullkunnugt um þetta þeg- ar hún stóð fyrir framan sjón- Verður sá næststerkasti bráðum sterkastur? Fyrrum var Jalloud hershöfðingi náinn vinur Gadhafis. varpsvélar í húsarústum og sór hefnd fyrir börnin sín. Hún bar svart klæði um axlirnar, studdi sig við staf og krafðist skjálf- andi röddu: „Flugmaðurinn, sem myrti barnið mitt, verður að deyja!“ (Karl Gíinthcr Barth í STERN 27/1986, þýð. Magnús Kristinsson).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.