Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 9
16. september 1986 - DAGUR - 9 ^íþróttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson 14. september „þjóðhátíðar- dagur“? Hátíðahöld á Húsavík: Geysilegur fögnuður braust út á Húsavíkurvelli á sunnudag er það fréttist að Völsungar hefðu náð 1. sæti í 2. deildinni. Sigrinum var fagnað langt fram á nótt. Fyrst eftir leikinn var opið hús í félagsheimilinu þar sem bikarinn var afhentur Völsungum og félaginu bárust margar góðar gjafir og kveðjur. Blómahaf var um- hverfís liðið og hundruð Húsvíkinga hylltu liðið sitt lengi og innilega. Um kvöldið bauð bæjarstjórn Húsavíkur stjórn Völsungs, leik- mönnum, knattspyrnuráði, þjálf- ara og fleirum ásamt mökum til kvöldverðar. Bjarni Aðalgeirs- son sagði þar m.a. að sú hug- mynd hefði komið fram að gera 14. september að „þjóðhátíðar- degi“ á Húsavík. Á næsta ári yrði Völsungur 60 ára, nýja íþrótta- húsið yrði tekið í notkun og Landsmót UMFÍ yrði haldið á Húsavík. Vel ætti við að Völs- ungar hæfu keppni í 1. deild ein- mitt á þessu tímamótaári íþrótta- viðburða á staðnum. Gleðilegt væri hversu mikla jákvæða athygli unga fólkið vekti á Húsa- víkurbæ í sumar og nefndi hann Greifana auk Völsungsliðsins í því sambandi. Katrín Eymundsdóttir forseti bæjarstjórnar afhenti Birni Ol- geirssyni fyrirliða Völsungs veg- lega blómakörfu frá bæjarstjórn. Síðar um kvöldið bauð bæjar- stjórnin öllum bæjarbúum 18 ára og eldri til dansleiks sem var afar fjölmennur og dunaði fjörið fram eftir nóttu. IM-Húsavík KAfer til Eyja 1. deildar lið KA í handknatt- leik heldur til Vestmannaeyja um næstu helgi og tekur þátt í móti þar. Auk KA taka þátt í mótinu lið FH, ÍBV og eitt Íið úr 1. deild til viðbótar, en ekki er enn ljóst hvaða lið það verður. KA-menn búa sig nú af kappi undir átökin í 1. deild í vetur undir stjórn lands- liðsmarkvarðarins Brynjars Kvaran ög m.a. lék liðið í Fær- eyjum á dögunum, og vann þá meðal annars landslið Færeyinga eins og fram kemur hér á síð- unni. Lið Völsungs sem sigraði í 2. deild og vann sér rétt til að leika í 1. deild í fyrsta skipti í nær 60 ára sögu félagsins. Myndin er tekin eftir leikinn á sunnudag. Mynd: kk Lið KA sem hafnaði í 2. sæti 2. deildar og leikur í 1. deild að ári. KA liðið hafði forystu í deildinni þar til í síðustu umferð að Völsungum tókst að „hrifsa“ bikarinn úr höndum þess. Mynd: ri>b Skúli gegn „Dodda Blomm“ Þórarinn B. Jónsson vann Alfreð Almarsson í síðustu viku, var með 8 leiki rétta en Alfreð 6. Nú skorar Þórarinn á Skúla Ágústsson sem er harður aðdáandi Manchester United og þess vegna fremur dapurt yfir honum þessa dagana. Heldur myndi birta til hjá Skúla ef hann ynni Þórarin í getraunaleiknum og að því stefnir hann örugglega. En lítum á spá þeirra: Þórarinn: Skúli: Arsenal-Oxford 1 A.Villa-Norwich x Charlton-Coventry 2 Chelsea-N.Forest 2 Everton-Man.Utd. x Leicester-Tottenham 2 Man.City-QPR 1 Newcastle-Wimbledon x Southampton-Liverpool 2 Watford-Sheff.Wed. 1 West Ham-Luton 1 Hull-Birmingham 1 Arsenal-Oxford 1 A.Villa-Norwich x Charlton-Coventry 1 Chelsea-N.Forest x Everton-Man.Utd. 2 Leicester-Tottenham 1 Man.City-QPR 1 Newcastle-Wimbledon 2 Southampton-Liverpool 2 Watford-Sheff.Wed. 1 West Ham-Luton 1 Hull-Birmingham x Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög- um svo enginn verði nú af vinningi. Tiyggvi missti metið „Ég er auðvitað ekki ánægður að missa markametið, það er ekkert gaman að láta taka af sér 11 mörk,“ sagði marka- kóngur 2. deildar, Tryggvi Gunnarsson er keppninni í 2. deild lauk um helgina. Tryggvi skoraði samtals 28 mörk í leikjum KA í 2. deild og sló þar með markamet Vest- manneyingsins Arnars Óskars- sonar sem var 26 mörk. Hins veg- ar gerðist það svo fyrir helgina að lið Skallagríms úr Borgarnesi gaf síðasta leik sinn í mótinu, útileik gegn ÍBÍ og við það féllu öll mörk sem skoruð höfðu verið gegn Skallagrími út af töflunni. Þetta varð til þess að Tryggvi missti þau 11 mörk sem hann skoraði gegn Skallagrími og markametið um leið. Sannarlega dapurt fyrir hann því sennilega var Tryggvi búinn að setja met sem ekki hefði verið slegið í bráð. En hvað fannst honum um þá ákvörðun ieikmanna Skalla- gríms að gefa leikinn við ÍBÍ? „Þetta er slæmt. Þessir strákar eru búnir að vera að baða sig í fjölmiðlum í sumar og þar hefur þeim verið hælt fyrir það að gef- ast ekki upp og ætla sér að klára mótið. En markamet mitt skiptir þó ekki höfuðmáli, heldur hitt að við KA-menn náðum takmarki okkar sem var að komast í 1. deild,“ sagði markaskorarinn að lokum. Þórsaramir æfa mjög vel Handknattleiksmcnn Þórs á Akureyri hafa ekki slegið slöku við æfíngar að undan- förnu. Að sögn Smára Garð- arssonar formanns handknatt- leiksdeildar félagsins hefur verið æft grimmt, 13 æfíngar hafa verið á 15 dögum. Erlendur Hermannsson sér um þjálfun Þórsliðsins í vetur og binda Þórsarar miklar vonir við starf hans. Erlendur hefur haft félagaskipti úr KA yfir í Þór, en engin ákvörðun hefur samt verið tekin um það hvort hann hyggst leika með liðinu í 2. deildinni. Fyrsti leikur Þórs í íslandsmótinu verður 10. október. KA sigraði lands- lið Færeyinga Handboltalið KA var í æf- inga- og keppnisferð í Fær- eyjum nýlega. Liðið lék fjóra leiki og æfði 5 sinnum. KA fór út boði færeyska liðsins Vestmanna og lék tvo leiki við það lið eins og komið hefur fram. Einnig var sagt í blaðinu að KA hafi leikið gegn liði Götu en það er rangt. KA lék gegn KIF og sigraði í þeim leik 28:20. Síð- asti leikur KA í ferðinni var gegn færeyska landsliðinu og lauk þeim leik með sigri KA 27:20. KA-menn létu mjög vel af ferðinni og töldu að hún kæmi liðinu til góða fyrir hina hörðu keppni sem framundan er hér heima. Þá rómuðu þeir einnig mjög þær frábæru móttökur sem liðið fékk í Færeyjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.