Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 16.09.1986, Blaðsíða 12
7Siodroqa snyrtivörur Snyrtivörudeild Nýtt merki í snyrtivörum • gott og ódýrt' Fyrstu nemendur öldungadeildar Verkmenntaskóla Akureyrar mættu til skólasetningar klukkan 18 í gær en heimild til að setja öldungadeild á fót við VMA var gefin út af menntamálaráðherra þann 11. júní s.l. Að sögn Bernharðs Haraldssonar skólameistara, verða 15 áfangar kenndir í vetur á 1. og 2. ári viðskiptasviðs samkvæmt námsskrá fram- haldsskóla. Kennarar verða 13 talsins en nemcndur 106. Kennslan fer fram fjóra daga vikunnar frá klukkan 18.10 til 22.35 á kvöldin. Kennslustundirnar verða helmingi færri en í dagskóla og kennsluhraðinn því tvöfaldur. Það er því eins gott að nemendurnir standi sig við heimanámið! BB. Mynd rþb. Ungur gangna- maður Hjálparsveit skáta á Akureyri var tvívegis kölluð út á sunnu- Jdag til aðstoðar og leitar. í fyrra skiptið var beðið um aðstoð við að bjarga ungri stúlku sem hafði lent í sjálfheldu í klett- um í Skjóldal. Þegar „klifur- menn“ sveitarinnar komu á vett- vang hafði tekist að bjarga stúlk- unni, en þá kom beiðni um að leitað yrði að ungum pilti sem verið hafði í göngum í Þverárdal. týndist í þá ieit fóru um 20 manns á vegum Hjálparsveitarinnar auk fleira fólks og var að skella á myrkur þegar hjálparsveitar- menn fundu piltinn uppi á fjalli. Hafði hann farið upp á fjallið en ekki treyst sér til þess að fara nið- ur aftur en hugðist reyna það innst í dainum. Ekkert amaði að piltinum en varla mátti tæpara standa með að finna hann áður en myrkrið skall á. gk-. tímar, fólk vildi fara að byggja aftur ef því yrði gert það kleift. Hjá Híbýli fengust þær fréttir að þeir væru ekki, frekar en aðrir, með íbúðarhúsnæði í smíð- um hér í bæ. Hins vegar hafa þeir verið með tilboðsverkefni, m.a. á Dalvík og nýlega áttu þeir lægsta tilboð í byggingu húsnæðis fyrir Sæplast, sem einnig er á Dalvík. Miðað við árstíma má ástandið heita mjög gott og töldu þeir að nýbyggingar kæmust á skrið næsta vor í kjölfar nýja húsnæðis- lánakerfisins. Sigurður Sigurðsson hjá Byggi sagði ástandið nokkuð óljóst. Þeir hefðu verið með Síðuskóla sl. eitt og hálft ár og vonaðist hann eftir innivinnu þar í vetur. Þá væru þeir með lóðir fyrir raðhús, parhús og blokkir við Hjallalund og hefðu margir skrifað sig fyrir íbúð nú um helg- ina, en það er að koma vetur og óvíst hvort framkvæmdir geti hafist fyrr en næsta vor. Þá gætu horfur verið mjög bjartar, ef þeir lifa veturinn af, en sum sé ástand- ið er ekki alveg ljóst ennþá. SS Mokveiði í Eyjafjarðará: Á undanförnum árum hefur verið lægð í byggingariðnaði á Akureyri, en menn hafa gert sér vonir um það að úr rætist á næstunni. Meiningin er að kanna þessi mál nánar hér á Norðurlandi og höfðum við fyrst samband við Aðalgeir og Viðar. Að sögn Aðalgeirs Finnssonar stendur fyrirtækið mest í viðgerð- um og breytingum um þessar mundir. Það mun þó ekki standa lengi eins og málum er háttað í dag. Þeir eru ekki með neitt í byggingu núna og engar nýbygg- ingar á döfinni, þannig að hljóðið var frekar þungt í mönnum. Að- algeir tók þó undir það viðhorf að senn gætu komið bjartari Annar bíllinn fundinn Annar bílanna tveggja sem stolið var á Akureyri um helg- ina er enn ófundinn, en hinn fannst í gær á Akureyri og var hann óskemmdur. Ekki er enn vitað hver stal þeim bíl en unnið er að rannsókn málsins. Þá er að sjálfsögðu hald- ið áfram að svipast um eftir bílnum A-10604 sem er af Lancer gerð, ljósdrapplitur. Þeir sem geta gef- ið einhverjar upplýsingar um þá bifreið sem gætu leitt til lausnar málsins eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna. gk-- Akureyri: Byggingariðnaður á tímamótum 183 fiskar á tveimur dögum Þeir eru margir íslendingarnir sem hafa stangveiði að áhuga- máli. Þeir félagar Jóhann Sig- tryggsson og Þorbergur Hinr- iksson hafa í sumar farið nokkra túra í Eyjafjarðará og dagana 8. og 9. september bar sérstaklega vel í veiði svo að ekki sé meira sagt því þá veiddu þeir hvorki meira né minna en 183 fiska á fyrsta svæði. Þessi mikli afli var nær allur bleikja 1V2-5 pund og svo til allt veitt á maðk. Þorbergur sagði að sér fyndist veiðin í ánni hafa ver- ið góð í sumar og fiskurinn stærri en í fyrra. Hjá versluninni Eyfjörð sem selur veiðileyfi í ána fengust þær upplýsingar að veiði hefði verið mjög misjöfn í sumar en þokka- leg þegar á heildina væri litið og ofarlega í ánni hefðu veiðst nokkrir laxar. ET Haustdagar hafa verið fallegir á Akureyri að undanförnu eins og sjá má á þessari mynd sem RÞB tók af „speglun“ í Pollinum. Stjórnsýslumiðstöðvar á landsbyggðinni: Undirbúningur í gangi „Stjóm Byggðastofnunar hef- ur unnið af fullum krafti að því að undirbúa uppsetningu stjórnsýslumiðstöðva víða um landið. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um hversu margar þær verða,“ sagði Stefán Guðmundsson stjórnarformaður Byggða- stofnunar í samtali við Dag. Stefán sagði að hlutverk slíkra stjórnsýslumiðstöðva yrði marg- víslegt en það réðist nokkuð af því hverjir tækju þátt í að koma þeim á fót. „Við höfum verið að ræða við ráðuneytin um hvort þau vilji koma inn í þetta og höfum fundið fyrir áhuga hjá þeim. Við höfum einnig rætt við aðila frá Húsnæð- isstofnun, Skipulagi ríkisins og fleiri stofnunum. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að stilla saman krafta hinna ýmsu aðila sem koma til með að taka þátt í þessu.“ Svo sem mönnum er í fersku minni felldi meirihluti stjórnar Byggðastofnunar tillögu þess efn- is að Byggðastofnun yrði flutt til Akureyrar, en samþykkti þess í stað að setja upp stjórnsýslumið- stöðvar á nokkrum stöðum á landinu. „Ég hef haldið því fram að þetta sé meira mál fyrir lands- byggðina en ef Byggðastofnun hefði verið flutt tií Akureyrar. Þessar stjórnsýslumiðstöðvar verða dreifðar um allt land og hafa þannig meira vægi fyrir íbúa landsbyggðarinnar,“ sagði Stefán. Mál þetta verður tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Byggða- stofnunar, mánudaginn 22. sept- ember og þá munu línurnar vænt- anlega skýrast talsvert. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.