Dagur - 19.09.1986, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 19. september 1986
19. september 1986 - DAGUR - 9
Það hefur alltafverið mikið að gerast í kringum Bárð Halldórsson
síðan hann flutti til Akureyrar, enda maðurinn óhrœddur við að
reyna eitthvað nýtt, í atvinnuháttum sem og stjórnmálum. Hann
hefurfrá mörgu að segja, úr skólanum, bœjarlífinu og ferðalögum
erlendis. Blaðamaður sótti hann heim um daginn og bað hann að
skýra frá því helsta sem á daga hans hafði drifið og þá fyrst hvar
hann vœri fæddur og uppalinn.
„Ég er ísfirðingur, fæddur 17. ágúst 1946, og á allar mín-
ar ættir fyrir vestan. Ég hef rakið ættir mínar að nokkru aft-
ur á 17. öld og það er aðeins einn leggur utan Vestfjarða,
reyndar héðan úr Eyjafirði. Einn forfaðir minn var Jón
Jónsson lærði, prestur hér á Möðrufelli, en að öðru leyti er
ég Vestfirðingur. Foreldrar mínir eru úr Bolungarvík, ætt-
uð úr Djúpi, en ég ólst upp á ísafirði hins vegar og var það
ósköp elskulegt uppeldi. Á þessum tíma kynntust allir
strákar sjó og ætli ég hafi ekki verið um 6 ára þegar ég byrj-
aði að fara með pabba á sjóinn og ég ætlaði lengi vel að
verða sjómaður. Ætli það háfi ekki verið fyrst og fremst
nærsýnin sem kom í veg fyrir það. Á þessum litlu bátum var
mjög erfitt að vera með gleraugu og hefðu linsurnar verið
fundnar upp þá hefði ég senrtilega aldrei farið í mennta-
skóla, heldur í Stýrimannaskólann.
Við eigum það sameiginlegt við Gauti Arnþórsson að
hafa báðir ætlað okkur að verða skipstjórar, en það fór nú
svona. Hins vegar stundaði ég alltaf sjóinn á sumrin og eftir
að ég kom hingað í Menntaskólann var ég ein þrjú sumur á
skaki fyrir vestan og fannst það aldeilis dásamlegt líf.
Gamlir skakarar eru einir mestu heimspekingar sem ég hef
kynnst og lífið á þessum litlu bátum er allt annað en á tog-
urunum. Maður er í nánari snertingu við náttúruöflin og ég
er sammála Arthúri Bogasyni þegar hann sagði: „Á bátun-
um er uppeldisstöð sjómanna." Þetta er frumstæðara og
yndislegra líf, alltaf einhver rómantík í kringum smábát-
ana.
Rúmenar kunnu ekki latínu
- Hvernig þróaðist svo skólaganga þín?
„Ég kom hingað í Menntaskólann á Akureyri og út-
skrifaðist 1966 og fór til Reykjavíkur í latínu og íslensku. Ég
hætti í miðjum klíðum ’68 og fór að kenna hér. Það átti
bara að vera eitt ár, en svo fór að ég ílentist hérna. Reyndar
fór ég ti! nánts í Rúmeníu haustið ’69, en hvarf þaðan aftur
um áramótin 1970 af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst var
pólitískt ástand svo erfitt að það var ekki verandi þarna og
auk þess kunnu þeir ekkert í latínu. Ég fór svo til Banda-
ríkjanna og lauk þar mínu latínunámi. Gekk til prófa í
under-graduate school og tók síðan helminginn af
graduate school í latínu og almennum málvísindum.
Bandaríska skólakerfið féll mér vel. Maður gat ætt áfram
eins og manni sýndist, þeir spurðu bara um árangur og ekk-
ert annað.“
- Og þú komst hingað aftur til að kenna að loknu námi?
„Já, og hef verið hérna við Menntaskólann síðan, að vísu
í hálfu star'i síðustu þrjú árin. Fyrst kenndi ég íslensku og
latínu lengi vel, en eingöngu sögu undanfarin sex ár. 1970
tók ég við Námsflokkum Akureyrar og hef stýrt þeim
síðan. Nú, ég var viðriðinn blaðamennsku því ég ritstýrði
Alþýðumanninum í tvó ár, fyrst. upp úr 1970 og aftur um
’74. Það var að vísu íhlaupavinna, en þó var draumurinn
hjá mér á fyrra tímabilinu að sameina blöðin hér í eitt
voldugt, en tími hinna óháðu blaða var ekki kominn og
hver flokkur vildi hafa síðu út af fyrir sig, þannig að þú get-
ur ímyndað þér hvernig blaðið hefði orðið.
Það var ákaflega skemmtilegt að koma aftur og kenna
við Menntaskólann. Kennsla er í rauninni munaður, en um
leið starf sem ber að launa. Mér finnst þetta bara svo gam-
an að ég gæti aldrei hætt því. Kennsla er ákaflega húman-
ískt starf. Maður fær ekki eins áþreifanlegan árangur eins
og t.d. við að moka skurð. Það er ekki hægt að mæla
kennslu á þann hátt, hún er list. Sigurður Guðmundsson
sagði eitt sinn að kennara bæri að fara með eins og góðan
gæðing; ala hann vel og nota hann lítið.
Þjóðin stendur frammi fyrir miklum vanda núna, því við
erum búin að drabba þetta starf niður með lélegum launum
og eiga kennarar líka þátt í því. Þeir hafa sífellt heimtað
meira í kringum starfið, meiri skipulagningu og pappírs-
vinnu. Það kennir enginn betur með ljósritum, skýrslu-
gerðum og fargani. Maður verður að kenna með hjartanu
líka, láta augnablikið ráða. Og þessi vitleysa að ætla að
lengja skóladaginn, lengja skólaárið, þjónar engum tilgangi
öðrum en að kennarar geta þá sagt við þjóðina: Við erum
alltaf að vinna. Kennsla verður aldrei metin í tíma. Hún er
list - ekki skurðmokstur.
Bull að skylda fólk í skóla
Þegar ég kem til starfa í Menntaskólanum á Akureyri ’68 er
kerfið að mestu óbreytt síðan 1946. Kennarar héldu
nemendum í hæfilegri fjarlægð, en þéranir voru nýlega
aflagðar. Gamla bekkjakerfið var enn til staðar og skipulag
náms samkvæmt gamalli hefð. Latínan gegndi veigamiklu
hlutverki í máladeild, rétt eins og stærðfræði í stærðfræði-
deild. Síðan hefur skólinn orðið grautarlegri. Það er verið
að pæla í fleiru og grynnra tekið á öllu.
Þá var gefin vetrareinkunn fyrir frammistöðu í tímum.
Hugsunin var sú að litlir prófamenn sem lærðu vel yfir vet-
urinn gætu lyft sér upp. Eg var hins vegar alveg óskólahæf-
ur og tók námið utanskóla, þreytti síðan prófin því ég var
svokallaður prófamaður. Ég hvatti þá sem svipað var ástatt
með að vera bara utanskóla.
Sko, skólinn á ekki að vera skylda. Hann á að vera frjáls.
Ég vil hafa fræðsluskyldu, skyldu ríkisins til að halda uppi
fræðslu á öllum stigum, en skólaskyldan á ekki að vera
nema tvö ár, fyrir 10-12 ára. Ég er viss um að skólinn yrði
virkari og yndislegri stofnun með þessu móti. Þetta er
ekkert nema bull að skylda fólk til að vera þar sem það ekki
vill vera. Það er eins og að skylda fólk til að vinna banka-I
störf allan daginn án þess að það hafi nokkurt gaman af
því.“
- Snúum okkur aftur að núverandi kerfi. Hvernig fær
hnignun latínunnar á þig?
„Já, latína var aflögð sem skylda við M.A. fyrir nokkrum
árum og það var ekki með mínum vilja. Ég hreyfði að vísu
ekki andmælum því mér finnst það taktlaust hvernig menn
halda fram sínum greinum. Það er komið frjálst markaðs-
kerfi í skólana, menn reka grimman áróður hver fyrir
sinni kennslugrein og þetta skapar spennu í skólunum. En
latínan hefur uppeldislegt gildi, eins og Þórarinn heitinn
Björnsson sagði. Ég var ekki sammála honum þá, en skildi
það seinna. Fáir menn hafa hrifið mig meira en Þórarinn,
hann hreinlega töfraði mig með mörgu sem hann sagði. Það
sem hann átti við er það að menn stælast við það að takast
á við latínuna og læra að hugsa eftir ákveðnum farveg. Hún
gefur þeim nýja innsýn í önnur tungumál og eflir rökhugs-
un. Hún er því nauðsynlegur undirbúningur fyrir háskóla-
nám og ég skil ekki hvernig menn geta verið án hennar.
Þótt flest hafi horfið til verri vegar í skólamálum síðustu
15 ár, sé ég ýmis teikn á lofti núna um betra ástand. Til
dæmis það að skipa börnum í bekk eftir getu. Það er bull-
kenning nútímans að börn bíði skaða af því að vera með
jafningjum sínum.“
Húner
- Þú ert í einhverjum latínusamtökum, ekki satt?
„Jú, ég er í bréfafélagi sem heitir latina nova. Það er
félagsskapur suður í Saarbrucken sem gefur út tímarit sem
heitir vox latina. Og þangað má ég koma á miðvikudögum
og drekka með þeim bjór milli klukkan tvö og sex. Þar
ræða menn saman á latínu og hef ég verið svo heppinn að
taka þátt í því.“
Alltaf verið „gambler“ í mér
- Nú hefur þú fengist við margt Bárður; kannski þú segir
mér næst frá fornbókaversluninni?
„Já, ég rak fornbókaverslun í þrjú ár, stofnaði Fróða.
Þannig var að þegar Jóhannes Óli Sæmundsson lést, þá var
enginn til að taka við og ég keypti lagerinn. Bókasöfnun
hefur lengi verið eitt af áhugamálum mínum og var ástríða
áður en ég fór að braska með bækur, en ég seldi verslunina
í fyrra. Það kemur samt alltaf fyrir annað slagið að ég kaupi
bækur.“
- Braska með bækur segirðu, það beinir sjónum að þér
sem uppboðshaldara. Hvernig byrjaði það?
„Já, það voru tvö uppboðsleyfi fyrir Akureyri. Ég hafði
annað og Jón heitinn Sólnes hitt. Við slógum þessu saman
og byrjuðum með þessi uppboð 1982. Eg var búinn að
þekkja Jón nokkuð lengi, en það var búið að ganga á ýmsu
í okkar samskiptum, enda stundum kallaðir fjandvinirnir.
Eftir að ég kynntist Jóni fyrir alvöru þá lærði ég að meta
hann og er það ekkert launungarmál að hann er með merki-
legustu mönnum sem ég hef kynnst. Ógleymanlegur
maður. Við stóðum í þessu saman og ekki græddum við nú
fé á þessu. Hins vegar höfðum við mikið gaman af þessu
báðir tveir, dálitlir spilamenn í okkur. Ég hef alltaf verið
aldrei metin í
„gambler" í mér og er að því leyti ólíkur Eyfirðingum, þeir
eru ekki „gamblerar" f sér. Jón var ísfirðingur eins og ég,
kannski er þetta eitthvert einkenni að vestan. Það er dálítið
til í því sem Steindór Steindórsson sagði um Eyfirðinga.
Steindór, sem er einn af mínum elstu og bestu vinum, sagði
um sveitunga sína: „Þetta er heiðarlegt fólk, gott fólk og
vinnusamt, ógestrisið og leiðinlegt." Nú, en í sambandi við
uppboðin þá er ég eiginlega hættur að selja bækur en hef
milligöngu um sölu á málverkum.
Mig langar að bæta því við að ég tel það einhverja mestu
gæfu Menntaskólans að Steindór skyldi vera við stjómvöll-
inn á þessum óróleikatíma kringum 1970. Það var hart sótt
að skólanum og það var fyrst og fremst hetjulund og karl-
mennska Steindórs sem hleypti skólanum í gegnum þetta
erfiða skeið. Hann var umdeildur. Hann var oft hranaleg-
ur, oft viðkvæmur í smámálum, en þegar virkilega á reyndi
var Steindór alveg eins og járnkall. A sama hátt var það
mikil gæfa fyrir skólann þegar Tryggvi Gíslason tók við.
Skólinn hefur verið heppinn með starfsmenn og menn
hafa enst þar furðu lengi þrátt fyrir léleg laun. Það segir
okkur það að það hljóti að vera dálítið gaman að þessu.
Það er ekki óalgengt að kennarar vinni við skólann í ein
fjörutíu ár.“
Rómantískur stjórnleysingi
- Samhliða þessu öllu hefur þú verið að vasast í pólitík.
„Já. Gísli Jónsson sagði einhvern tímann um mig að ég
væri rómantískur stjómleysingi og ég hugsa að það sé rétt.
Ég hef alla tíð átt erfitt með að festa mig mikið í flokki.
Þegar ég var ungur var ég mjög róttækur og taldi mig komm-(
t únista, en það stóð ekki lengi. Síðan gekk ég í Alþýðu-
flokkinn 1970 og fór þá strax í framboð hér, að ég held í
sjöunda sæti. Síðan var ég nú svona að vasast í þessari
smáskítlegu kratapólitík og held að ég hafi verið í flestum
embættum innan flokksins á þeim árum. En Alþýðuflokk-
urinn er kynleg skepna. Það hefur verið mikil ógæfa þessa
flokks alla tíð að ráðast harðast á sína eigin menn. Þetta er
eini stjórnmálaflokkurinn á íslandi sem hefur slátrað öllum
sínum formönnum. Aðeins einn formaður hefur fengið að
hætta í náð, en það er Emil Jónsson. Hinum hefur verið
sparkað með einu eða öðru móti. Það er eins með hina
minni spámenn innan flokksins, að þeir hafa orðið fyrir
miklum hrakningum oftast nær.“
- Hefurðu einhverjar skýringar á þessu?
„Nei, ég veit ekki hver skýringin er. Vilmundur heitinn
vinur minn sagði að þetta væri bara vegna þess að það væri
eintómt skítapakk í þessum flokki, en ég vildi nú ekki fall-
ast á það. Mér fannst þeir alþýðuflokksmenn í rauninni
ekkert verra fólk en annað. Og ég get sagt þér það að ég
held vináttu við þá fjölmarga. Ég fór ekki úr Álþýðuflokkn-
um með neinum illindum, bara kvaddi og lokaði á eftir mér
þegar mér fannst ég ekki eiga lengur neina samleið með
þeim. Ég hef alltaf verið að færast lengra til hægri og veit
ekki hvar í ósköpunum þetta endar.“
- Gekkstu þá rakleiðis í Sjálfstæðisflokkinn eftir að þú
kvaddir krata?
„Þetta gekk þannig fyrir sig að árið 1983 flaug Vilmundur
heitinn hingað frá ísafirði og bað mig að koma í framboð
fyrir Bandalag jafnaðarmanna. Þá tilkynnti ég honum að
það gæti ég ekki vegna þess að ég væri búinn að ákveða að
fara í Sjálfstæðisflokkinn og var reyndar kominn með ann-
an fótinn þar inn fyrir gátt. Ég var búinn að segja tveimur
vina minna í flokknum að ég ætlaði að ganga í Sjálfstæðis-
flokkinn, þeim Gísla Jónssyni og Jóni Sólnes. Og þó ég sé
nú „gambler“ þá er ég ekki það mikill „gambler" í mér að
ég gæti gengið á bak orða minna í þessu máli. Fleira kom
til. Ég var nokkuð viss um að geta orðið þingmaður hér fyr-
ir Bandalag jafnaðarmanna, því línur lágu þannig að þeir
gætu a.m.k. náð uppbótarþingmanni hér. Hins vegar þó ég
hafi haft áhuga á því að fara á þing í kringum 1974 þá hef
ég orðið æ fráhverfari því með árunum og í dag myndi ég
tafarlaust hafna þingsæti þótt mér yrði boðið það.“
- Og hvað kemur til?
„Ég hef engan áhuga á því. Það ber ýmislegt til þar. Mér
hefur þótt þingið setja niður, starfið vera orðið óaðlaðandi
og lítið sem það gefur í aðra hönd, hvorki í peningum né
öðru. Þannig að þingsætið freistaði mín ekki. Hins vegar
fór ég í Sjálfstæðisflokkinn og hef starfað þar síðan, setið í
nefndum fyrir hann og fór í prófkjör síðast til bæjarstjórn-
ar. Ég náði nú ekki miklum árangri, og þó. Ég má vel við
það una að vera settur í 10. sæti í flokki sem ég er nýkom-
inn í og hef verið í andstöðu við hér í bænum í mörg ár. En
pólitík hefur aldrei verið fyrir mér nema hobbí, ég hef aldrei
getað gefið mig allan í hana. Mér finnst gaman að koma
þar við, en ekki til þess að stunda hana.“
- Nú hafið þið Helgi Guðmundsson tekið höndum
saman, ekki satt?
„Já, þú glottir núna. Við höfum reyndar lengi verið vinir
við Helgi. Það er svo einkennilegt með það að ég á vini úr
öllum flokkum. Meira að segja marga í Álþýðubandalaginu
skal ég segja þér. En við Helgi ætlum að starfa saman að
tómstundanámi hér í bænum a.m.k. í vetur, svona til
reynslu.“
Kennedy í helvíti
- Nú hefur þú ferðast mikið um austantjaldsríkin, kanntu
einhverjar sögur þaðan?
„Jú, það koma margar upp í huga mér. Þarna austurfrá
eru sagðar smásögur um valdhafana og víðast er það bann-
að og refsivert. í Rúmenfu fær maður fjögurra ára fangels-
isvist ef maður segir svona sögu í votta viðurvist. Það er svo
mikið af lögum þarna sem eru sett eftir geðþótta og vald-
hafar nota eins og þeim sýnist. Til dæmis er hægt að taka
mann fastan fyrir að labba yfir á rauðu Ijósi, en auðvitað
ganga allir yfir á rauðu ljósi. En ef lögreglan á eitthvað sök-
ótt við mann þá tekur hún mann fastan fyrir það að ganga
yfir götu á rauðu ljósi, ef hún hefur ekkert annað á mann.
Samt sem áður segir fólkið þama aragrúa af sögum um
valdhafana, þetta er þjóðaríþrótt.
Ein sagan er um það þegar Kennedy fór til helvítis, en
þangað fara allir stjórnmálamenn. Þá tók andskotinn sjálf-
ur á móti honum og leiddi hann um vistarverur. Hann sýndi
honum ýmis herbergi og það var mjög misjafnlega búið að
mönnum. Sumir voru bara í þægilegri gufu, dálítið heitri,
en aðrir stóðu í glóandi eimyrju og öskruðu. Hann sýnir
honum kónga, páfa, forsætisráðherra og forseta allra tíma
sem voru í stórum sal. Þar var óskaplegt ástand, allir í gló-
andi eimyrju. Þarna kemur Kennedy auga á Hitler og
Stalín. Hitler stendur í eimyrjunni alveg upp að hálsi og
veinar af lífs og sálar kröftum. En Stalín stendur bara rétt
svo að skórnir nemi við eimyrjuna og fer ekkert illa um
hann. Þá segir Kennedy: „Ja hérna. Eg hélt að þið væruð
meiri jafnaðarmenn en þetta hérna í helvíti.“ Þá gellur við
í Stalín: „Það er ekkert skrítið. Ég stend á Lenin og Lenin
á Engels og Engels á Marx.“
Þessi er ættuð úr Rúmeníu. Og ein frá Póllandi hljóðar
svo: Verkamenn eru að horfa á járnbrautarlestir fara alveg
hlaðnar af kolum til Sovétríkjanna. Þeir horfa hnuggnir á
þetta nema einn sem segir: „Strákar, er þetta ekki dásam-
legt!“ „Dásamlegt, hvurn andskotann meinarðu. Ertu
föðurlandssvikari eða hvað!“ „En hugsið ykkur strákar, ef
við hefðum ekki lestirnar þá þyrftum við að bera þetta allt
í bakpokum."
Svona eru Pólverjar raunsæir. En ég hef haft óskaplega
gaman að því að ferðast um þessi lönd, það er vissulega lær-
dómsríkt."
Akureyri má ekki sofna
- Förum þá aftur á heimaslóðir Bárður. Þú hefur ákveðnar
skoðanir varðandi menntamál, en hvað viltu segja um
atvinnumál og bæjarpólitík yfirleitt?
„Ég er eins og fleiri hér, við höfum horft með ugg og
skelfingu á það sem hefur verið að gerast undanfarin ár.
Ekki bara með Akureyri heldur landsbyggðina í heild. Ég
er núna þeirrar skoðunar að við eigum að hætta að jarma í
þingmönnum, hætta að horfa til ríkisins, við eigum að horfa
til sjálfra okkar. Við eigum að fara að gera það sem okkur
sýnist héma, setja það síðan fram fyrir þingmennina og
segja: Þetta er það sem við ætlum að gera, ef þið ekki styðj-
ið okkur þá burtu með ykkur.
Við erum búin að reka þessa landsbyggðarstefnu í 50 ár,
á þeim nótum að hlaupa til þingsins með óskir um styrki og
skammtanir. Þingmenn hafa ekki áhuga á þessum vinnu-
brögðum og þetta er líka móralskt vitlaust því það getur
enginn vænst þess að búa við góð kjör með því að líta alltaf
til annarra í von um úrbætur. Það er hættulegt fyrir Akur-
eyri ef hún ætlar að lifa í einhverjum draumaheimi um stór-
iðju sem verður ákveðin í Reykjavík, eða bíða eftir annarri
ölmusu þaðan, Akureyri verður sjálf að taka til hendinni.
Við eigum að gefa ríkinu langt nef. Við eigum mikið fé
sem verður til í frumvinnslu og eigum að taka það og stofna
eigin banka. Hætta að dæla því suður og fá helminginn til
baka. Við eigum að nota peningana sjálf. Reykjavík yrði
fljótlega örbjarga ef skrúfað yrði fyrir fjárstreymi frá lands-
byggðinni. Það er hin mesta firra að landsbyggðin sé baggi
á Reykjavík."
- Értu þá fylgjandi stóriðju í Eyjafirði?
„Já, ég þykist viss um að hún myndi hleypa nýju lífi í
atvinnumálin og ég er alls ekkert hræddur við mengun frá
henni því' tæknin hefur að langmestu leyti unnið bug á
henni. En Akureyri má ekki sofna. Hún hefur dormað
lengi og má til með að fara að vakna.“
- Þú ert ekki hrifinn af Reykjavík heyrist mér?
„Nei, það má jafnvel segja að ég hafi fóbíu gagnvart
henni. Hún hefur flestalla annmarka borgar, en fáa kosti
hennar. Aftur á móti hefur Akureyri flesta kosti smábæjar,
en líka ýmsa ókosti. Verst þykir mér hvað bæjarbúum er
illa við allt frumkvæði og reyna að níða allt slíkt niður. Fólk
er hrætt við nýjungar og menn sem reyna að hrinda hug-
myndum sínum í framkvæmd eru kallaðir ævintýramenn.“
- Er það ævintýramennska að reka kaffihús?
„Það virðist bara ekki hægt. Ég rek hérna kaffihús og það
byggir að mestu leyti á utanbæjarfólki. Hér er einkennileg
lúgumenning. Fólk er orðið vant því að nærast í gegnum
lúgur og það hefur reynst erfitt að breyta því, þó margir
hafi reynt."
- Að lokum Bárður. Bindurðu vonir við nýjan meiri-
hluta í bæjarstjóm?
„Já, ég geri það og það virðast margir bjartsýnir á að þeir
geri góða hluti. Einnig líst mönnum vel á bæjarstjórann,
þannig að ég trúi því að hlutimir fari að ganga upp fyrst all-
ir eru jákvæðir."
Þá held ég að það sé best að ljúka þessu viðtali í bjart-
sýni. Ég þakkaði honum kærlega fyrir og kvaddi höfuga
bókastofuna í húsi hans við Löngumýri, þar sem hann býr
ásamt konu sinni, Álfhildi, og börnum þeirra, Arnaldi og
Guðbjörgu. SS