Dagur - 19.09.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 19.09.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. september 1986 „Mönnum kemur ákaflega vel saman hérna-þaðer mikiíí kostur" - Dagur heimsækir Mýrarrétt í Bárðardal Hcðinn Höskuldsson fjallskilastjóri og Höskuldur Tryggvason Það er þokusúld, örlítil sólarglenna við og við og í gærkvöld' hellirigndi, nokkuð sem varla hefur gerst í allt heila sumar. Stað- urinn er Mýrarrétt fremst í Bárðardal, það er sjálfur réttardagurinn og þrátt fyrir veðrið er aldeilis ekki súld yfir mönnum enda allt útlit fyrir að hann glaðni um hádegisbil. Pað ríkir alltaf sérstök stemmning í réttum. Hver rétt hefur sitt yfirbragð eða “sjarma". Þetta er ekki bara spurning um það hvort réttin er stór eða lítil, köntuð eða hringlaga, steypt eða smíðuð. Það sem skiptir máli er það hverjir mæta í réttirnar og með hvaða hugarfari. Vissulega er markmiðið með réttum alls staðar hið sama. Hver bóndi hirðir sínar kindur í sinn dilk og kemur þeim til síns heima með einum eða öðrum hætti. En er þá allt upp talið? Nei ekki aldeilis. Frumskilyrði fyrir réttum eru að sjálfsögðu göngur og í kringum þetta tvennt smíöar svo hver sveit sína umgjörð. Réttarball, söngur, kaffidrykkja og önnur, nú eða bara spjall um lífið og til- veruna, og veðrið. Mýrarrétt er ekki stór en hún þjónar sínum tilgangi. Réttin stendur í landi Mýrar og var byggð árið 1954. Allt til ársins 1946, er fjárskiptin urðu, var réttað í ævagamalli hlaðinni rétt að Litlu-Tungu sem er eyðibýli þarna skammt frá. En aftur til nútímans. Ekki nógu mikið sungið í almenningnum hittum við fyrst að máli tvo stráka, Áskel 15 ára og Hjalta 14 ára. Þeir eru frá Akureyri en eru í sveit á Bólstað og Mýri og hafa verið síðastliðin sex sumur. - Voruð þið í göngum? „Nei við smöluðum dalinn hérna hinum megin, Þorvaldsdal, og fórum síðan á móti gangna- mönnunum." - Er eitthvert fjör hérna? „Það var aðallega í gærkvöld þegar þeir komu niður“ - Mikið sungið? „Ja, nei ekki nógu mikið" - Og er svo ball í kvöld? „Nei það er ekkert ball, ekki fyrr en á jólunum“ segir Áskell og glottir. Held hann hafi staðið sig ágætlega - Ketill frá Lækjarvöllum er að passa dyrnar á dilknum. Eigið þið margar kindur? „Já svolítið.“ - Ert þú alltaf í dyrunum? „Ég er stundum í dyrunum og stundum að draga." - Var pabbi þinn í göngunum? „Já.“ - Og heldurðu að hann hafi staðið sig vel? „Ja ég held bara ágætlega, hann gisti í eina nótt.“ - Eigið þið marga hesta? „Við eigum sex og svo er eitt folald sem þau eiga á Hlíðskóg- um. Það er bær við hliðina á skólanum okkar.“ - Hvenær byrjar skólinn? „Ég veit ekki hvenær hann byrjar." - Rekið þið féð svo heim í kvöld? „Nei bróðir pabba míns flytur það fyrir okkur á vörubíl.11 - Átt þú sjálfur kindur? „Já ég á samtals með lömbum eitthvað um tuttugu, þarna er ein sem heitir Lúsí.“ Gengur ævinlega vel Höskuldur Tryggvason bóndi á Bólstað er með pontuna á lofti þegar mig ber að. „Blessaður vertu ég segi ekki orð af viti.“ - Varstu í göngum? „Nei, nei, nei, ég hef ekki farið í göngur í áratugi.“ - En þú hefur verið hérna í réttunum síðan í morgun. „Ég er stundum í hliðinu og stund- um að draga.“ Ketill á Lækjarvöll- um. „Já, já. Og þar fyrir utan síð- ustu sextíu og tvö þrjú árin.“ - Hvernig hefur þetta gengið í dag? „Ágætlega. Þetta gengur ævin- lega vel hjá okkur.“ - Svo er það þessi sígilda. Hvernig er féð? „Það er í skárra meðallagi. Ég hugsa að það sé nógu feitt í kjaft- inn á ykkur,“ segir Höskuldur hlæjandi, og fær sér í nefið. - Er eitthvað um að menn vill- ist í göngum? „Ég man eftir þegar ég var strákur og pabbi var gangnastjóri að mágur hans sem var eins kon- ar varamaður sagði einhverju manntetri skakkt til um það hvernig hann ætti að fara, svo hann týndist. Ég var þarna lítill strákur í göngum og mér leist ekkert á það þegar pabbi sagði: „Hann kemur líklega aldrei aftur.“ Svo kom manngreyið náttúrlega fram.“ Æðislega gaman í göngunum - í göngunum að þessu sinni var aðeins einn kvenmaður, María Aðalsteinsdóttir sextán ára verð- andi menntskælingur. Gekk vel? „Já ágætlega." - Hvar gistið þið í göngunum? „í Mosakofa.“ - Hvað varstu með marga hesta? „Ég var bara með einn, þetta eru ekki svo erfiðar göngur.“ - Hefurðu farið áöur? „Nei þetta var í fyrsta skipti.“ - Gaman? „Já þetta var æðislega gaman.“ Kannski full snemmt - Næsti maður í viðtal er Valdi- mar Gunnarsson. Ert þú búinn að vera hérna síðan sjö í morgun? „Nei, ég kom hérna upp úr átta.“ - Þið byrjið allt of snemma hérna. Klukkan er ekki nema tíu og þetta er að verða búið. Á þetta ekki að endast fram á kvöld? „Ekki segi ég það nú en þetta er kannski full snemmt t.d. fyrir þá sem eru með kýr.“ - Eru menn alveg hættir að reka féð heim? „Það eru flestir sem keyra heim núna.“ Hræðileg árás „Heyrðu nei þetta getur nú ekki gengið strákar mínir. Þetta finnst mér nú alveg hræðileg árás bara. Ég hef nú lítið að segja um réttir,“ segir Svanhildur Her- mannsdóttir hlæjandi. „Ég er skólastjóri hérna við barnaskólann og bý hérna í daln- um en ég á enga kind.“ - En nú kemur hérna hver bóndinn á fætur öðrum og spyr þig ráða varðandi mörk. Hvað kemur til? „Ég þekki mörk vegna þess að ég átti kindur einu sinni . . . fjöður aftan - og ekkert annað? „Og einhver andsk . . . á hinu eyranu," segir sá sem nú er að spyrja ráða. - Það er greinilegt að þú ert einhvers konar ráðgjafi hérna. „Já ég er ráðgjafi. Ég er vön að vera með markaskrána en það virðast bara ekki vera neinar vafakindur núna og ekkert spennandi. Ef þetta gengur eins og á að ganga þá á maður að standa hérna með markaskrána og vera lengi að fletta upp. Það er bara ekkert varið í þetta,“ seg- ir Svanhildur og hlær. „Það er þarna að vísu ær sem átti að vera geld þegar henni var sleppt í vor en hún hefur sennilega borið. Það er helsta spennumálið að finna lamb undir „geldu“ ána. Nei veistu þetta er alveg ágætt en ef þetta ætti nú allt að vera eins og það verður best þá ætti sólin að fara að skína núna. Og svo ættu menn náttúrlega helst að safnast saman í hóp og taka eins og eitt lag. Það gæti að vísu orðið erfitt að lýsa því á prenti.“ Gangnaforinginn rammvilltist - Gangnaforingi og réttarstjóri er Tryggvi Höskuldsson. Ertu lengi búinn að gegna þessum störfum? „Já, já. Það eru eitthvað á milli tíu og tuttugu ár síðan ég byrjaði. En þetta er nú ekki mikil virðing- arstaða. Hins vegar er þetta gott fólk sem lætur vel að stjórn.“ - Hvernig voru svo göngurn- ar? „Þetta voru góðar göngur í afbragðs veðri og féð virðist vera heldur gott.“ - Það hefur þá enginn villst? „Nei ekki núna.“ - En hefur það komið fyrir? „Já, já. Ég hef meira að segja sjálfur villst. En það eru nú mörg ár síðan.“ - Var þetta eftir að þú varðst gangnaforingi? „Já. Gangnaforinginn ramm- villtist. Eini maðurinn sem villtist," segir Tryggvi og hlær við. „En þetta leystist nú vel. Það var hríðarfjúk og niðaþoka og þegar ég sá að ég myndi vera villtur þá rakti ég mig til baka eft- ir slóðinni." - Hvernig hafa svo réttirnar gengið? „Réttirnar hafa gengið mjög vel og áfallalaust og við skulum koma í kaffi.“ „Svo þið skrifið ekki jafn illa um okkur,“ segir þá Höskuldur og hlær. Kaffi - Það er um tvo staði að velja með kaffið og við förum fyrst í Bólstað þar sem veisluborð Ingi- leifar Ólafsdóttur húsfreyju bíður. Yfir borðum er rætt um ýmislegt. Það er til dæmis rifjað upp hvenær réttin var byggð og einnig berst talið að fjárskiptun- um 1946 þegar allt féð á bæjun- um var fellt og nýr stofn fluttur vestan af Ströndum. - Húsbóndinn á bænum er Héðinn Höskuldsson fjallskila- stjóri. Hvert er hlutverk fjall- skilastjóra? „Það er fyrst og fremst að sjá Texti: Eggert Tryggvason Mvndir: Rúnar Þ. Björnsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.